Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNI 196« Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR Fagurt mannlíf Ég á mér draum, 96 bls. Bjarni Sigurðsson íslenzkaði. Almenna bókafélagið, 1968. w ÉG á mér draum, bókin um Martin Luther King, er blaða- mennska, eins og hún gerist bezt. Þetta er ekki ævisaga, ekki fé- lagsleg könnun, ekki sagnfræði, ekki bók um mann, ekki bók um málefni. Segja má að vísu, að hér sé á ferðinni bók um mann og mál- efni, ef áherzla hvílir á sam- tengingunni, það er að segja: um mann með hliðsjón af mál- efni hans og um málefni hans með hliðsjón af honum sjálfum. Því bókin fjallar um draum eða hugsjón Kings og baráttu hans í þá veru að láta draum sinn rætast. Hvaðeina, sem sagt er um King persónulega, lýtur að baráttumáli hans. Og hvað- eina, sem sagt er annars um það mál, miðast jafnframt við hann *jálfan. f rauninni er þessi bók eins og vandað fréttarit, þar sem leitazt er við að segja hlut- lægt frá atburðum í máli og myndum, en lítt reynt að kafa undir yfirborðið og grafast fyr- ir hinar dýpri rætur atvikanna, nema hvað frásagnir af rás at- burðanna fela auðvitað í sér sínar skýringar, svo og orð Kings ÉG Á MÉR DRAUM sem víða er vitnað til í bókinmi, auk þess sem nokkur spakleg ummæli hans eru þar sérstak- lega tilfærð. Allt stefnir að einu marki, Þannig er frá því sagt, hvenær King uppgötvaði þann bitra sannleika, mjög ungur drengur, að hann teldist til óæðri mann- tegundar miðað við hina hvítu. Jafnframt hvernig hamn hafnaði með sjálfum sér réttmæti þess hlutskiptis, sem forsjónin virt- ist þamnig hafa búið honum. Þessi bók er engin helgisaga. Höfumdar freistast ekki til að segja neitt flatt og almennt um King, þeir hefja hann ekki á stall, en lýsa honum sem venju- legum manni, sem er að vísu vel innrættur, vel upp alinn, vel menmtaður, kjarkmikill, samvizku samur, trúaður. Slíkir eiginleikar munu ekki teljast óvenjulegir, því síður of- urmannlegir. Hitt er að vísu ó- venjulegra, að maður, sem er gæddur slíkum eiginleikum, skuli veljast til forystu á réttum stað og réttri stund, þar sem allir þessir hagstæðu eiginleikar koma ekki aðeins í góðar þarfir, held- ur reynast beinlínis nauðsynleg- ir, óhjákvæmilegir. Martin Luther King gerðist snemma maður ofbeldislausrar baráttu samkvæmt fordæmi Garnd his. Hann vissi, að máttur orðs- ins var meiri en kraftur nokk- urrar byssukúlu. Enda fór svo, að hvítir menn í Ameríku, sem áður hafði veitzt auðvelt að ráða við svertingja í krafti meiri hluta, vopna og ímyndaðra yfir- burða, stóðu ráðþrota gagnvart baráttuaðferð Kings. „Hæfileika ykkar til að leggja þjáningar á aðra,“ sagði King, „bjóðum við byrginn með hæfileika okkar til að þjást.“ De Gaulle sagði ein- hvern tíma um sjálfan sig, að hann hefði leikið hlutverk, sem var miklu stærra en hann sjálf- ur. Svipað má segja um Martin Luther King. Hlutverk hans var i rauninmi erfiðara en nokkur mannlegur máttur fær valdið undir venjulegum kringumstæð- um. En kringumstæðurnar voru óvenjulegar. Þannig varð King — venjulegur maður — ofur- menni, hetja í dauða sínum. Eft- ir að á hólminn kom, lá engin leið til baka. King varð að fórna sjálfum sér, deyja fyrir aðra. Að því leyti er saga hans í ætt við helgisögur allra tíma, saga um dauða og upprisu, saga um holdið, sem deyr, en andann, sem lifir. Sjálfsagt er þessi bók um Mart in Luther King hraðunnin, þar sem um minningarrit er að ræða og skammt liðið frá dauða hans. En bókin er þá vel unnin. Efn- ið er þjappað, víða eins og í fréttastíl, enda er megintexti bókarinnar afar stuttur. Samtals er bókin innan við hundrað síð- ur, og fer þar langmest fyrir myndum, sem skýrðar eru með stuttum textum. Meginmálið sjálft mundi því varla teljast lengra en sem svarar meðallangri tímaritsgrein. Þetta er því fyrst og fremst Góður sumarbústaður í nágrenni Reykjavíkur til sölu. Lysthafendur leggi inn tilboð á afgreiðslu Mbl. fyrir 7. júlí merkt: „8314“. Mosfellshreppur — kjördagur Skrifstofa stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens, er að Sólbakka, s: 66134. Holið samband við skriistoiuna Héraðsnefndin, 3ja - 5 herb. íbúð óskast til leigu strax. Leigutími 2 ár. Upplýsingar í síma 41525 og 38933. Dugleg stúlka óskast á rannsóknarstofu frá 1. júlí næstkomandi. Upplýsingar á s-krifstofunni. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. myndabók, sem hafa má not af, þó hún sé ekki lesim frá orði til orðs. Margir eru í veröldinni ólæsir eða illa læsir, og þar við bæt- ist annar eins fjöldi, sem les ekki bækur ótilneyddur. Mér finnst einhvern veginn eins og þessi bók sé, meðal annars, mið- uð við þann sundurleita fjölda, og þarf víst ekki heldur að gera því skóna, að margir hinna snauðu, sem áður voru skjól- stæðingar Kings, en vilja nú rækja minning bans, séu öðru vanari en bóklestri. „Kúgarinn afhendir frelsið al- dreif af frjálsum vilja, undirokað ir verða að krefjast þess“, sagði King. Þau orð eru spaklega mælt, en líklega sjálfsagðari en svo, að nokkur svertingi í Am- eríku þurfi að læra þau af bók. Bjarni Sigurðsson hefur þýtt þessa bók á vanþað en fremur tilþrifalítið mál. Heiti bókarinn- ar, I Have a Dream, hefur hann þýtt nokkurn veginn orðrétt. Annað kom raunar varla til grein þó enska orðið dream hafi á sér ömnur og víðtækari blæbrigði en íslenzka orðið draumur. Nafn ið á bókinni er semsé tekið upp úr þeirri ræðu Kings, sem oft- ast er vitnað til, og orðasamband ið var alþekkt, áður en bókim varð til. Heiti fyrsta kaflans, Þú stend ur þeim á sporði, þykir mér hins vegar óheppilegt. Setningin í kaflanum, sem heitið virðist vera sniðið eftir: „þú stendur hinum ekki að baki,“ gefur skár til kynna tilætlaða merking, þó betur mætti orða það. Málvöndun er góð, en ekki einhlít. Sá, sem leggur allt upp úr „góðu máli“, getur alltaf og endalaust ausið af þeim gegndar lausa forða staðnaðra orðataka, sem til eru í íslenzku. En hætt er þá líka við að, stíllinn verði lítill, þar eð mörg hinna gömlu má'ttlítill, óljós, ef ekki mark- orðtaka eru fyrir löngu slitin úr tengslum við upprunalega merking og standa nú aðeins sem fyrningar venjubundinna hugmynda, sem grípa má til, hvenær sem er og áreynslulaust. Erlendur Jónsson Allar ge rcti r Myndamáta •Fyrir auglýsingar 'Bœkur og timarit ■Litprentun Minnkum og Stœkkum OPHÐ frá kl. 8-22 MYNDAMÓT hf. simi 17152 MORGUNBLADSHUSINU í.s.i. LAIMDSLEIKURIIMIM k.s.Í. ISLAMD - ÞVZKALAMD fer fram á LAUGARDALSVELLINUM þriðjudaginn 2. júlí kl. 20.30. DÓMARI: J. HiCKEE FRÁ SKOTLAMDI Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19.45 Forsala aðgöngumiða er við Útvegsbankann og hefst á morgun mánudag kl. 10.00 f.h. KAUPIÐ MIOA TÍMAIMLEGA — FORÐIZT BIÐRAÐIR Sigrar ÍSLAND eða sigrar ÞVZKALAMD? Nú verður það fyrst spennandl Knattspyruusamband Íslands Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 150.00 Stæði kr. 100.00 Barnamiðar kr. 25.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.