Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 5
íslenzkt húsdýrasafn MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968 Á myndinni sést Jón Guðmundsson vinna við uppsetningu á 13 vetra hryssu. Búkur hryssunnar er gerður úr gipsi, sem að síðustu er klætt í húðina, ef tir sérstaka meðhöndlun henn- ar. Vinstra megin sést ferhyrndur hrútur í uppsetningu. son á Berghyl slátraði hon- um um haustið og Kristján Geirmundsson stoppaði haus- inn upp fyrir mig. Þetta var nú byrjunin. Um það bil 3 árum síðar hringdi ég í Krist- ján og spurði hann að því hvort að hann gæti stoppað meira upp fyrir mig. Hann taldi sig ekki geta það, en fullorðinn hafur á fæti. Einn ig á ég von á hænsnateg- undum úr Mosfellssveitinni. Þá er ég á höttunum eftir gömlu hornóttu nauti og ég er búinn að nálgaist gamla ís- lenzka hundakynið. Kýr og kálfa eru engin vandkvæði á að fá, en það sem af er hef ég lagt áherzlu á að ná í þau Á myndinni sést hluti húsdýrasafnsins. Fjarst er folaldið með f jalla- og heiðamynd í bak- grunni. Geitaf jölskyldan er til vinstri á myndinni og þá eru gæ sirnar, hrúturinn, hænsnin, hef urinn og kcttlingar. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) „Hef geymt dýrin lifandi í eigin herbergi og sofiö illa“ — segir Kristján Jósetsson, sem er oð setja upp íslenzkt húsdýrasafn vísaði mér til Jóns Guðmunds sonar, sem síðan hefur sett upp dýrin fyrir mig. — Hvaða dýr áttu nú upp- sett? — Ég á hana, veturgamla geit, mórauðan hrút, rollur, hvíta og flekkótta kiðlinga, aligæsafjölskyldu, þar sem eru karl og kvenfugl og tveir ungar. Þá eru fjallarefur, tveir yrðlingar, kettlingar og folald og nú er verið að setja upp fyrir mig hryssu. — Hvar hefur þú fengið dýrin? — Þau eru víða að. Ég hef t.d. femgið geiturnar á Gerð- MAðUR heitir Kristján S. Jósefsson og er fæddur og uppalinn á Síreksstöðum í Vopnafirði. Kristján vinnur nú að því að setja á stofn safn, sem hann nefnir „ís- lenzka húsdýrasafnið" og er þegar búið að setja upp f jölda dýra. Jón Guðmundsson kenn ari hefur sett dýrin upp fyrir Kristján og u.þ.m. er verið að setja upp 13 vetra hryssu. Kristján býr nú að Birkivöll- um 13 á Selfossi. Hugmynd hans er að setja upp safn þar sem hægt er að sjá fjöl- skyldur íslenzkra húsdýra í viðeigandi umhverfi. Við ræddum stuttlega við Krist- ján um safnið og framvindu þess: — Hvenær fékkst þú hug- mýndina að safninu? — Hugmyndina fékk eg fyrir nokkrum árum, þegar ég var staddur á bænum Berghyl í Hrunamanniahreppi og sá þar mjög sérkennileg- ain ferhyrndan hrút. Hornin voru orðin það stór að hann átti erfitt með að bíta gras, nema ofan af þúfnakollum. Þennan haus fékk ég af hrútnum, þegar Eiríkur Jóns- Kristján S. Jósefsson. um í Gaulverjabæjarhreppi og einnig í Hrunamanna- hreppi. Öll dýrin hef ég feng- ið Sunnanlands. — Áttu einhver dýr, sem bíða uppsetningar? •— Já, ég á jarpa hryssu, 13 vetra, sem nú er verið að setja upp, en hún er fengin á Lágafelli í Austur-Landeyj um, þá á ég tvo ferhyrnda hrúta frá Berghyl, 8 tófur, dýr, sem erfitt er að fá. — Hefur Jún Guðmundsson kennari sett upp öll dýrin? — Já, hann heíur sett þau upp og mun halda því áfram. — í hvaða formi ætlar þú að hafa safnið? — Ég ætla að hafa safnið í því formi að hægt sé að sjá fjölskyldu hverrar dýrateg- undar íslenzkrar og er þá reiknað með íslenzkum hús- dýrum og villtum dýrum fer- fættum. Eftir því sem mér hefur talizt eru um 14 teg- undir ferfættra dýra á ís- landi að meðtöldum litlum dýrum eins og músum. Ég hef hugsað mér að hafa sérhverja fjölskyldu í viðeigandi um- hverfi. — Er ekki mikill kostnaður við slíkt safn? — Jú, hann er mjög mikill og kemur margt til. T.d. bara áður en farið er að vinina við uppsetningu dýrainna kostar bæði vinnu og peninga að koma þeim á vinnustað. Ég hef líka oft lent í vandræð- um við að deyða dýrin, en oft hefur þurft dýral. til þess að deýða þau eftir tilsögn Jóns. Oft héfur dýralæknir ekki verið viðlátinn, þegar á hefur þurft að halda og því hef ég stundum verið í vandræðum með að geyma dýrin á fæti. Ég hef stundum þurft að geym-a þau sprelllifandi í mínu eig- in herbergi og stundum nokkrar tegundir í ein-u. Mað ur hefur vaknað við gæsa- garg, geitajarm, hænsnagaul, allt í kór, og ekki orðið svef-ns vart fyrir látum. — Hvar hefur þú hugsað þér að hafa safnið? — Helzt í isambandi við skóla úti á 1-andi, því að ég tel að ferðafólk veiti því betri eftirtekt úti á laindi, heldur en í sjálfu borgarlíf- inu. Annars er það alveg ó- ráðið og Reykjavík kemur vel til greina. Ann-ars hafa mér dottið í hug nokkrir staðir og Nærmynd af geitunum og folaldið er á bak við. Folaldið er eina dýrið sem er búið að ganga endanlega frá í uppsetningu í viðeigandi umhverfi. má t.d. nefna Flúðir og Laug- arvatn. — Reiknarðu með að geta rekið safnið sjálfur? — Ég get ekki sagt um það ennþá, en ég reikna með að þurfa að leita aðstoðar ým- issa aðila, sem áhuga myndu haf-a á þessu máli og ég hef þeg-ar orðið v-ar við mikinn áhuga hjá ýmisum og er þeim þakklátur fyrir. Mér væri mjög kærkomið að þeir, sem áhug-a hafa á málinu og vilja 1-eggja því lið hafi samband við mig. —- Hafa nokkur sérstök vandræði orðið við að ná í nógu góða safngripi? — Já, svo hefur nú verið. Mér hefur gengið erfiðlega að fá inni fyrir naut, sem ég ætla að láta al-a í 4 ár, eða þar til það er fullvaxið og síða-n stoppa upp. Úr þessu einstak-a vandamáli mínu leyst ist næstum þegar ég v-ar gest- kom-andi hjá einum ágætis bónda og kunningj-a mínum og ég fór að ræða við hann um það hvort bam.n myndi ekki vilja ala upp fyrir mig hyrnt naut. Hann kvað mögu- leika á þessu og við ræddum um þetta frarn og aftur, kostn að o.fl. Málið var að leysast og ég var hinn kátas-ti, e-n þá heyrðist í konu bónd-ams fram an úr eldhúsinu og þa-r kom stór-a strikið, þeg-ar hún sagði við bónd-a sinn: ,,Ef þú ætl-ar að fara að fóðra n-aut í 4 ár, þá -er ég skilin við þig“. Og ekki hef ég fengið nautið fóðrað enn. á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.