Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 19««
flíítjgUíiíM&Mlr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
FORSETAKOSNINGAR
117 ■ a t| ií n ii r i kí i
xmj U1 AN UR HEIMI
Gefa Rússar Indónesíu
upp á bátinn?
Aukinn stórveldarígur vegna
Vietnam-viðrœðna
j dag kýs íslenzka þjóðin
æðsta valdhafa sinn, for-
seta íslands, í almennum
leynilegum kosningum; hún
neytir þess réttar, sem dýr-
mætastur er að fá sjálf að
kjósa leiðtoga sína, réttar,
sem okkur finnst að vísu
sjálfsagður og varla umtals-
verður, en aðeins lítill hluti
mannkynsins nýtur þó.
En hin dýrmætu lýðrétt-
indi leggja mönnum líka
skyldur á herðar. Lýðræðið
verður ekki varðveitt, nema
borgararnir taki virkan þátt
í framkvæmd þess með því
að hagnýta dýrmætustu rétt-
indi sín, kosningarréttinn, og
heilbrigt lýðræði þróast ekki
nema þorri manna finni hvöt
hjá sér til að kynna sér vel
um hvað er deilt og mynda
sér skoðanir, byggðar á þekk
ingu og raunsæju mati á
mönnum og málefnum.
Þeirri skoðun hefur að
vísu verið hreyft, að forseta-
embættið á íslandi skipti
litlu máli; nokkuð sama væri
hver skipaði það, og jafnvel
hafa verið uppi raddir um að
leggja bæri það niður. Hér
er um að ræða grundvallar-
misskilning og fjarstæð sjón-
armið. Því miður hefur það
farið svo fyrr og síðar í lífi
allra þjóða, að þau atvik
hefur að höndum borið, sem
kollvarpað hafa heilbrigðri
þjóðfélagsþróun, stríðandi
öfl hafa tekizt á og slík þjóð-
félagsátök hafa leitt til upp-
lausnar og frelsissviptingar.
Eru um þetta nærtæk dæmi
úr okkar eigin sögu og sögu
margra þjóða annarra.
Á slíkum augnablikum hef
ur forseti íslands úrslitavald,
sem vissulega getur orkað
því að unnt reynist að sigla
fram hjá boðum og forða
þjóðinni frá hinu versta af
öllu illu: að glata því sem
áunnizt hefur fyrir baráttu
beztu sona þjóðarinnar, póli-
tísku og efnahagslegu sjálf-
stæði. En þessu mikla valdi
er raunar líka unnt að beita
svo klaufalega að það bjóði
hættunum heim.
Valdsvið og starfssvið for-
seta íslands er auðvitað
miklu meira en þetta, sem
nú var nefnt. En þótt það
væri ekkert annað, þá er það
vissulega tilvinnandi að
halda þessu embætti með
reisn, jafnvel þótt atvik eins
og þau, sem áður voru nefnd,
bæri ekki að höndum nema
einu sinni á öld, ef forsetinn
megnaði þá að bægja ógæf-
unni frá dyrum þjóðarinnar.
Með hliðsjón af þessum
staðreyndum hefur enginn
íslendingur leyfi til þess að
ganga að kjörborðinu, án
þess að gera sér fulla grein
fyrir þeirri miklu ábyrgð,
sem á herðum hans hvílir.
Hver og einn verður að
meta ,það hleypidómalaust,
hvernig hann telur sig bezt
geta tryggt, að þetta megin
hlutverk forsetaembættisins
verði rækt á þann veg, að
nægi til að tryggja lífshags-
muni þjóðarinar og hvernig
hann muni bezt að því stuðla
með atkvæði sínu, að á Bessa
stöðum sitji forseti, sem hafi
þekkingu, mannvit, sann-
girni og drenglund til að
megna að sjá landinu fyrir
lýðræðislegri stjórn, ef erfið-
leika ber að höndum. Þar
mega engin annarleg eða lít-
ilmótleg sjónarmið ráða.
Morgunblaðið markaði sl.
sunnudag afstöðu sína til
forsetakosninganna og skal
ekki endurtaka þau sjónar-
mið nú á kjördegi, enda fer
bezt á því, að hver og einn
geti nú á örlagastundu íhug-
að sitt ráð, án utankomandi
áhrifa eða áróðurs.
í dag er það ekki heldur
nein stofnun, hvorki blöð,
stjórnmálaflokkar, né nein
samtök önnur, sem ráða ríkj-
um. í dag er það íslenzka
þjóðin, sérhver einstakling-
ur, sem heldur hinu mikla
valdi í sinni hendi. Það er
almenningur í þessu landi,
öll íslenzka þjóðin, sem ræð-
ur sínum örlögum í dag.
Það er vön Morgunblaðs-
ins — og allra góðra Islend-
inga — að þau örlög, sem í
dag verða ráðinn í kjörklef-
um um land alt, til sjávar og
sveita, verði íslenzku þjóð-
inni til gæfu og gengis.
VÍETNAM-viðræðurnar í
París gefa til kynna, að í
vændum séu stórvægilegar
breytingar á valdahlutföllum
í Suðaustu'r-Asíu, hvernig svo
sem viðræðunum lyktar. —
Keppni stórveldanna um ítök
og áhrif í löndunum í þessum
hluta heims hlýtur að harðna
að iwun. Hvergi getur þessi
stórveldarígur orðið afdrifa-
ríkari en í Indónesíu, sem
vegna legu sinnar, stærðar,
fólksfjölda og náttúruauð-
linda er tvímælalaust mikil-
vægasta landið í þessum
heimshluta.
Sem stendur hafa Vestur-
veldin undirtökin í þessari
stórveldabaráttu í Indónesíu,
en Rússar reyna að efla ítök
sín eftir megni. Þeir fylgjast
mjög náið með gangi mála í
Indónesíu og hafa þungar á-
hyggjur af framtíð landsins.
Þeir eru líka í mjög örðugri
aðstöðu í Indónesíu. Á valda-
dögum Sukarnos forseta
höfðu þeir mjög náin sam-
skipti við stjórnina í Jakarta
og veittu Indónesum mikla að
stoð í peningum, vélum og
vopnum. Seinna meir, þegar
Sukarno gerðist bandamaðUr
Kínverja, urðu Rússar að
halda áfram aðstoð sinni til
þess að viðhalda áhrifum sín-
um og sporna gegn áhrifum
Kínverja, sem beittu miklum
þrýstingi til þess að hrekja
þá úr landi.
Ástandið gerbreyttist eftir
hina misheppnuðu byltingar-
tilraun kommúnista 30. sept-
ember 1965 og gagnbylting-
una, sem fylgdi í kjölfarið.
Herinn tók völdin í sínar
hendur. Sukarno var smátt og
smátt sviptur völdum og
framin voru fjöldamorð á
kommúnistaleiðtogum, ó-
breyttum flokksmönnum og
mörgu saklausu fólki. Fljót-
lega kom í ljós að hvort sem
Kommúnistaflokk'Ur Indónes-
íu (PKI) stóð sem heild á
bak við byltingartilraunina
eða ekki þá var herinn stað-
ráðinn í að taka völdin í sín-
ar hendur og halda þeim.
Rússar í vanda
Þessir atburðir komu Rúss-
um í erfiðan vanda. Þeir
hlutu að harma útrým-
ingu kommúnistahreyfingar-
innar í Indónesíu,, fjölmenn-
asta flokks kommúnista utan
kommúnistablakkarinnar, og
hægri stefnu þá, sem fylgdi í
kjölfarið. En á hinn bóginn
var Rússum kappsmál að
Indónesar héldu áfram að
fylgja hlutleysisstefnu, og
þess vegna vildu þeir forðast
hvers konar ögranir í garð
Suhartos hershöfðingja og
stjórnar hans til þess að
aftra því að hann fengi á-
tyllu til að breyta um stefnu
og halla sér að Vesturveldun-
um.
Eins og komiö hefur á dag-
inn hefur Rússum ekki tekizt
að koma í veg fyrir slíka
stefnubreytingu. Að vísu hafa
Kínverjar einnig glatað öll-
um áhrifum sínum í Indó-
nesíu, en það er Rússum
engin huggun vegna þess, að
þeir hafa lýst ábyrgð á hend-
ur Peking-stjórninni fyrir að
beina PKI inn á háskalega
braut ævintýramennsku, sem
leitt hafi til tortímingar. —
Þrátt fyrir þetta reyna Rúss-
ar enn eftir megni að forðast
ögranir í garð stjórnarinnar í
Jakarta og viðhalda einhverj-
um áhrifum þar.
Á undanförnum mánuðum
hefur óánægja Rússa með
stefnu þá, sem þróunin í Indó
nesíu hefur tekið, verið látin
í ljós opinberlega. Sovézk
blöð birta nú greinar, þar sem
ekki er aðeins borin fram
gagnrýni á þróun þeirri, sem
nú á sér stað, heldur einnig
farið hörðum orðum um árin,
sem fóru til spillis þegar Suk-
arno var við völd. f þessum
greinum kemur fram tvíræð
afstaða til þróunarinnar á
stjórnarárum Sukarnos og
Suharto
svartssýni með tilliti til fram-
tíðarinnar. Greinar.höfundar
halda því frarn, að jafnvel á
dögum Sukarno-stjórnarinnar
hafi herinn verið of voldugur
og spilltur og fall Sukarnos
eigi þá skýringu, að honum
hafi ekki tekizt að takmarka
völd hersins.
í mikilvægri grein um Indó
nesíu, sem nýlega birtist í
vikuritinu „Literaturnaja
Gazeta“ er því haldið fram,
aö svokallaðir „kabírar"
(skammstöfun á indónesísku
orðunum kapitalis og biro-
krat), það er kapítalistar og
skrifstofuembættismienn, hafi
látið greipar sópa um ríkis-
kassann eftir þjóðnýtingu hol
lenzkra fyrirtækja, og í stað
þess að nota þetta fé til þess
að reisa ver.ksmiðjur og koma
á fót námurekstri hafi kabír-
arnir komið pening'unum fyr-
ir í erlendum bönkum. Þar að
auki hafi mikill hluti þess
lánsfjár, er ríkið hafi fengið
erlendis, lent í vösum kab-
íranna. Þessar og fleiri ástæð-
ur hafi leitt til þeirra efna-
hagsörðugleika, sem Indónes-
ar hafa átt við að etja. Þar
að auki hafi kabírarnir orðið
þreyttir á öðrum ríkishömlum
og þannig hafi skapazt jarð-
vegur fyrir byWingu giegn
Sukarno og myndun herfor-
ingjastjórnar. — Þannig
segja Rússar að hafi hafizt
samsæri og gagnsamsæri, er
leitt hafi til atburðanna 30.
september 1965 og þróunarinn
ar eftir það.
Játa þeir ósigur?
En hvað um þróun mála nú
og í framtíðinni? Rússar eru
sammála þeim, sem segja að
Indónesía sé „til sölu“. Þeir
geta ekkert gert til þess að
afstýra stöðugum fjáirmagns-
straumi frá Bandaríkjunum,
Bretlandi, Hollandi og Vest-
ur-Þýzkalandi og síauknum
vestrænum áhrifum, sem
fylgja í kjölfarið.
Það sem Rússum finnst þó
jafnvel ennþá ískyggilegra er,
að Indónesía hefur gerzt að-
ili að samtökum Suðaustur-
Asíuþjóða (ASEAN), sem að
nafninu til á að efla efnahags-
leg og menningarleg tengsl
en Rússar telja verkfæri í
höndum Bandaríkjamanna.
Rússar eru sannfærðir um, að
ASEAN muni breytast í hern
aðarlegt og pólitískt bandalag.
Þeir telja það staðfestingu á
þessum gruni sínum, að hægri
sinnuð blöð í Indónesíu hafa
haldið uppi harðri baráttu fyr
ir því, að ASEAN verði breytt
í slíkt bandalag. Þeir líta
einnig með örvæntingu ýms-
ar aðgerðir Indónesíustjórnar,
meðal annars ákvörðun henn-
ar um að taka upp stjórnmála
samband við Suður-Kóreu og
Formósu og tillögur ýmissa
áhrifamanna um að Indónes-
ar taki sér stjórnir þessara
landa til fyrirmyndar.
Rússar eru að komast að
þeirri niðurstöðu, að ef til vill
verði þess ekki langt að bíða
að algeru hernaðareinræði
verði komið á í Jakarta og að
jafnvel hægrisinnuðu stjóm-
málaflokkunum verði bannað
að starfa. Ef þessi ályktun er
rétt, gefur það til kynna að
Rússar muni sætta sig við þá
tilhugsun að glata Indónesíu í
herbúðir vesturveldanna.
Ef Rússar glata vináttu
Indónesa verður það þeim
alvarlegt áfall. Af landfræði-
legum og pólitískum ástæð-
um er erfitt að ná og viö-
halda áhrifum í Suðaustur-
Asíu til þess að hafa af því
pólitískan ávinning. Það skipt
ir lika Rússa meginmáli að
hafa einhver áhrif í þessum
heimshluta til þess að koma í
veg fyrir að Kínverjar og
Bandaríkjamenn skipti hon-
um á milli sín. Þess vegna
hættir Rússum alltaf við ósk-
hyggju þrátt fyrir erfiðleik-
ana sem þeir eiga við að
stríða í Indónesíu. Þeir eru
sífellt að vona að úr muni
rætast og að Indónesar muni
að lokum taka upp hlutleysis
stefnu.
OFNS —
ÖLI réttindi áskilin.