Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 19
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968 n Örnólfur Árnason skrifar um LEIKLIST ABSÚRDISTALEIKHUS Skilningur eða skynjun Af sýningu Royal Shakespeare Company á „Endatafli“ Beck- etts í London áriS 1964. Patrick Magee og Jack MacGowran í hlutverkum Hamm og Clov, en fremst á myndinni (í tunnun- um) eru Patsy Byrne og Bryan Pringle í hlutverkum Nell og Nagg. Leikstjóri var Donald MacWhinnie. í>að sem mean hafa oftast mest á mófi framúrstefnuverkum í öll- um listgreinum, er að þau séu torskilin. Leikrit absúrdista eiru flest óskýrari að efni og sögu- þræði en hjefðbundin leikhús- verk og vekja því stundum gremju áhorfenda fyrir þær sak- ir. Mat hvers áhorfainda á verki byggist auðvitað á þeirri af- atöðu sem hann tekur almennt til verka sömu listgreinar. Sá maður, sem kemur í leikhús til að láta segja sér fyndna, spenn- andi eða gáfuiega sögu, skýrt fram setta og fullmatreidda, verð ur yfirleitt fyrir vonbrigðum af leikritum absúrdista, vegna þess að þau uppfylla ekki þessar kröf ur. Honum þykir hanm vera hlunnfarinn, — hafa fengið aðra vöru en hann bað um. Nú er það svo, að þeir sömu menn sem ekki kæra sig um hálf- kveðnar vísur á ieiksviði, hafa oft mestu mætur á ýmisskonar tónlist, segja hana hugstæða, kætandi eða áhrifaríka, þótt þeir finni enga þörf fyrir skilgrein- ingu hennar eða að vita nákvæm lega „hvað tónskáldið á við“ hverju sinni, — þeir skynja verkin, fremur en skilja þau. Hvers vegna geta memm ekki skynjað leiklist á sama hátt? Menn mega þó ekki skilja eða skynja þessi orð svo, að ég telji óþarft að leita merkingar í leik- húsverkum. Þvert á móti tel ég það eitt veita ieikriti tilveru- rétt, að í því sé leitazt við að tjá einhverja meiningu höfundar eða sanmimdi, sem hann heldur sig vita. Hins vegar geta menn fundið eða skynjað ýmis verð- mæti í listaverkum, án þess að þau verði að fullu útskýrð hlut- lægt eða 'Rieimfærð sem tákn. Til dæmis hafa áhorfendur í tugum landa skymjað efni „Beðið eftir Godot“, orðið snortnir af sér- kennilega dreginni mynd Samu- els Becketts af umkomuleysi mannsins og einmanaleik í eilífri bið sem eytt er í tilgangslausar samræður. Bn hvier er söguþráð- ur leikritsins? Og hver er Go- dot? Mörgum hefur tekizt að skynja dýpri og sanmari lífs- mynd í leikritinu „Beðið eftir Godot“ en flestum öðrum verk- um og telja það jafnvel merk- asta leiksviðsverk okkar sam- tíma, án þess að kunna svar við þessum spurningum. Þegar Alan Schneider, sem stjómaði fyrstu uppfærslu „Beðið eftir Godot“ í Ameríku, spurði höfundimm hvern eða hvað hanm ætti við með Godot, fékk hann þetta svar: „Ef ég vissi það, þá hefði ég sagt það í leikritinu“. Þessi ummæli Becketts eru við vörum þeim, sem leitast við að finna í leikritum hans einhvers- komar lykil að merkingu þeirra. Loðmælgin, óvissan og misræmi orða og athafha hafa í sjálfu sér svo djúp og margslumgin á- hrif á þann, sem einungis horfir á og hlustar, að allar tilraunir til skilgreiningar hvers einstaks efnisþá'ttar virðast ekki aðeins ónauðsynlegar, heldur fáránlegar, absúrd. Hvernig kemur þetta þá heim við fyrri fullyrðingu mína, að höfundur verði að tjá mein- ingu eða sannindi? Meining hans er sú að rétt sé að tjá mann- lífið eins og það kemur honum fyrir sjónir, ekki sem glæsileg eða tilþrifarík samskipti með upphafi, stígamdi og endi í há- marki, þar sem tjáningarliprar verur iskakast á skrautspjótum til- finninga sinna, — heldur sem hversdagslega, fótfestulausa bið eftir einhverju serv emginn veit hvað er. Hann telur sig vita þau sannindi, að samgöngur manna á milli með orðum séu næsta litlar og að metafísiskur vísdóm- ur veiti manninum enga lausn. Hvernig ætti hann að beita rök- vísi til að tjá þessa ringulreið, eða reyna að höfða beimt til á- horfenda með orðum, tjáningar- meðali sem hann hefur enga trú á? Það er ósennilegt að ungir leikhúsmenn í Vesturálfu hafi meiri mætur á nokkrum höfundi en Samuel Beckett. Hann fædd- ist í Dublin árið 1906, og var eims og Shaw, Wilde og Yeats Samúel Beckett. kominn af miðstétt ínskra mót- mælenda. Hann gekk í sama menntaskóla og Wilde, Portora Royal í Enniskillen. Það er ein- kennandi fyrir Beckett að hann sem af verkum sínum virðist vera þjáð og tilfinninganæm mannvera, og sem sagt er að „hafi allt frá fæðingu verið hald inn hræðilegum minningum úr móðurkviði“ (Peggy Guggen- heim: Confessions of an Art Addict), varð ekki aðeins frá- bær námsmaður, heldur og mjög vinsæll meðal skólafélaga sinna og ágætur íþróttamaður. Árið 1923 lauk Beckett stúdentsprófi og fór í Trinity College í Dubl- in, þar sem hann lagði stund á frönsku og ítölsku og lauk B.A. prófi 1927. Hann naut slíks á- lits við háskólamn, að ákveðið var að senda hann í benmara- skiptum til Ecole Normale Sup- erieure í París árið eftir, þar sem hann dvaldist um tveggja áira skeið. Hann tók að yrkja og skrifa bókmemntaritgerðir, komst í kynni við James Joyce — Beckett og varð meðlimur klíku hans. Árið 1930 sneri Beckett aftur haim til Dublin og gerðist að- stoðarprófessor í rómönskum málum við Trinity College. Þar lauk hann magistersprófi. Rit- gerð hans um Marcel Proust, sem hann hafði skrifað að fil- hlutan ensks útgefanda á meðan hann dvaldist i París, kom út ár- ið 1931. Ritgerð þessi túlkar verk Prousts af skarpskyggni sem könnun tímans, en í henni skjóta einnig upp kollinum margar þær skoðanir, sem síð- ar áttu eftiir að liggja honum mest á hjarta í eigin verkum, t.d. hve ómögulegt sé að fá nokkuð til eignar í ástinni og þá sjálfs- blekkingu sem knýi menn til að leita vináttu við aðra: „Ef ástin er sprottin af dapurlei’ka manns ins, þá er vináttan sprottin af hugleysi hans; og verði hvorugt að veruleika vegna einangruniar alls sem ekki er „cosa mentale", þá getur lífið án þessara eigna þó a.m.k. öðlazt virðu'leika þess sem er sorglegt, en á hinn bóg- inn er tilraunin, til þess að ná sambandi þar sem ekkert sam- band er mögulegt, aðeins apa- kattarhegðun, eða hræðilega spaugileg, eins og sú vitfirring að eiga samræður við húsgögn." (Proust, bls. 46) „Fyrir lista-) mann er því hin eina mögulega andlega þróun aukið dýptar- skyn. Listhneigð er ekki útvíkk- un, heldur samþjöppun. Og lis,t er vegsömun einmanaleikans. Það eru engar samgöngur ,því að samgöngutækin vantar.“ (Pro 3. grein ust, bls 47) Þótt þessar hug- myndir séu rúlkun á hugsun Prousts, og Beckett segi nú að þessi litla bók hafi verið skrifuð efitir pöntun, ekki vegna djúpr- ar samkenndar með Proust, — þá hefur hann bersýnilega veitt mörgum persónulegum tilfinning um og skoðunum inn I hana. Háttbundið starf háskólakenn ara átti ekki vel við mamn sem hafði það álit, að vaninn væri krabbamein tímans, rökræður manna hrein blekking og að listamaðurinn þarfnaðist fjnrst og fremst einveru, — enda hafði hann fengið nóg eftir 4 misseri við Trinity. Eins og Belaqua, höfuðpersónan í smásagnabók hans „More Pricks Than Kicks“, fór Beckett á flakk. Hann ferðaðist um Vestur-Ev- rópu næstu ár og vann fyrir sér með því sem til féll hverju simni. Það er áreiðamlega engin tilviljun að svo margar persón- ur Becketts eru flækingar og ferðalangar og að allir eru haldnir einmanakennd. Árið 1937 tók hann sér svo bólfestu í París, þar sem hann hefur að mestu búið síðan. Beckett tók þátt í starf- semi andspyrmuhreyfingarinnar í Frakklandi á stríðsárunum, en þegar friður var kominn á, hófst mesta bókmenmtalega blóma- Skeið hans til þessa. Á næstu fimm árum skrifaði hann m.a. leikritin „Eleutheria", „Beðið eft ir Godot“ og „Endatafl" og skáldsögurnar „Molloy“ og Mal- ome deyr“. Öll þessi verk, sem eru grundvöllur frægðar Beck- etts sem eins áhrifamesta bók- menntamanns okkar tima, voru skrifuð á frönsku. Margir rit- höfundar smáþjóða hafa tekið að skrifa á erlendum tungumálum, en það er mjög sjaldgæft að menn, sem eiga ensku, „lingua franca“ 20. aldarinnar, að móð- urmáli, riti á framandi tumgu. Hann kaus að rita á frönsku, vegna þess að honum þótti hann þurfa þann aga, sem notkun til- lærðs máls mundi leggja á hann. Þegar hann var eitt sinn spurð- ur, hvers vegna hann skrifaði á frörasku, svaraði hann: „Vegna þess að það er auðveldara fyrir mig að skrifa stíllaust á frönsku." Hanm vildi með öðr- um orðum forðast það orðskrúð eða þau stílbrigði, sem menn fneistast til að skreyta verk sín með á eigin tungumáli, en taldi að með notkun erlends máls mundi hann neyðast til að vera hreinmálli. Claude Mauriac skrif ar í ritgerð sinni um Beckett: „Hver sem talar, hrífst með af rökfræði tungumálsins og fram- burði þsss. Þannig verður rit- höfundur sá, sem ræðst til at- lögu við hið ósegjamlega, að beita allri kænsku sinmi til að varast að segja það sem orðin láta menn segja gegn vilja sín- um, heldur að reyna að tjá í þess stað það sem þau eru í eðli sínu ætluð til að breiða yfir, — hið óvissa, hið þversagna- kennda og hið óhugsanliega“. (Mauriac: L’Alliterature Cont- emporaine, bls. 83) Martin Esslin segir í bók sinmi, „The Theatre of the Ab- surd (bls. 39): „Tvö veigamestu leikrit Becketts, „Beðið eftir Go- dof“ og „Endatafl“, eru leikræn- ar lýsingar á sjálfu hlutskipti ■mannsins. í þeim er hvorki um að ræða persónur né atburða- rás í venjulegum skilningi, af því að þau ráðast til atlögu við efnivið sinn á því dýpi tilver- unnar, þar sem hvorki persón- ur mé atburðir eru til. Með notk- un persóna er því slegið föstu að eðli mannsins, margbreyti- leiki persónulieika og einstakl ingseinkenna, sé raunverulegt og skipti einhverju máli. Það eru eimmitt slíkar staðhæfingar sem leikritin tvö bera brigður á. Hamm og Clov, Pozzo og Lucky, Vladimir og Estragon, Nagg og Nell eru ekki persón- ur, heldur persónugervingar grundvallaþátta mannlegra við- bragða, ekki ólíkir persónugerv- ingum dyggða og lasta í helgi- leikjum miðalda eða spænsku „autos sacramentales“. Og það sem fram kemur í þessum leik- ritum eru ekki atburðir með á- kveðnu upphafi og ákveðnum endi, heldur ýmisskonar aðstæð- ur sem alltaf munu koma fyrir menn aftur og aftur“. „En úr því að Beckett not- ar málið til að sýna fram á það, hvernig málinu mistekst að flytja hugsanir manna á milli og að vera tæki til að dreifa til- búnum lausnum á vandamálum mannlífsins, þá hlýtur áframhald andi notkun hans á máli að skoð ast sem tilraun til samgangna af hans hálfu, tilraun til að segja hið ósegjanlega. Það kann að virðast þversagnarkennt að taka sér slíkt fyrir hendur, en það er þó ekki út í hött. Það ræðst gegn heimsku þeirra, sem halda því fram að það að nefna vanda mál sé hið sama og að leysa það, að hægt sé að sigrast á heim- inum með liprum skilgreiningum og formúlum. Slík sjálfsblekk iing er undirrót stöðugra von- Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.