Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 196«
Einstœð verðlœkkun
Stórar SVERÐLJLJUR (Gladiólur) 1.5 m á hæð
á aðeins kr. 30.
Tilvaldar í stóru gólfvasana.
Nýtt fyrirtœki:
Samsteypa fjögurra
trésmíðafyrirtækja
Stórar fallegar POTTARÓSIR á aðeins kr. 130.00.
Voru áður kr. 170.00.
GRÓÐRARSTÖÐIN
við Miklatorg
GROÐURHÚSIÐ
Símar 22822 og 19775.
við Sigtún, sími 36770.
LAUGARDAGINN 22. þ. m. hef-
ux göngu sína hér í Reykjavík
nýtt fyrirtæki, Innréttingar hf.
og er það til húsa í nýju hús-
næði að Suðurlandsbraut 12.
Stofnendur Innréttinga hf. eru
fjögur trésmíðaverkstæði og verð
ur verksvið hins nýja fyrirtækis
að selja framleiðsluvörur þeirra.
Trésmíðaverkstæðin fjögur eru:
Hagsmíði sf., sem smíðar eldhús-
innréttingar, Smíðastofa Kr.
Ragnarssonar, sem smíðar klæða
skápa og þiljur, Öndvegi hf., sem
smíðar glugga, útihurðir, svala-
hurðir o. þ. h., og Valviður, sem
smíðar innihurðir, sólbekki og
þiljur. Eins og sjá má af þessari
upptalningu verður þarna til
sölu allt tréverk á einum stað og
er það til mikilla hagsbóta fyrir
kaupendur, sem geta sparað sér
hlaup á milli staða.
Megintilgangur með stofnun
Innréttinga hf., auk þess að hafa
allt tréverk til sölu á einum
stað, er að koma á verkaskipt-
ingu milli verkstæðanna er
það algjör nýjung hér á landi.
Verður lögð aðaláherzla á fram-
leiðslu og sölu á stöðluðu tré-
verki til að hægt verði að halda
verðinu sem lægstu og mæta
þannig síaukinni samkeppni inn-
lendra og erlendra fyrirtækja.
Er það von forráðamanna hins
nýja fyrirtækis að þetta fyrir-
komulag verði til að auka hag
bæði framleiðenda og kaupenda.
En einnig er fólki gefinn kostur
á því að koma með sínar eigin
teikningar og gerir fyrirtækið þá
tillboð í þær.
í húsnæði Innréttinga hf. verð
ur til sýnis uppsett eldhúsinn-
rétting með öllum tækjum á-
samt öðrum framleiðsluvörum,
þannig að kaupendum gefst kost-
ur á að skoða það, sem þeir ætla
að kaupa. Einnig verður séð um
uppsetningu og frágang, ef þess
er óskað.
Ef þetta samstarf trésmíða-
verkstæðanna gefur góða raun,
er fyrirhugað í framtíðinni að fá
fleiri fyrirtæki í samstarfið og
einnig að láta það ná til fleiri
sviða rekstursins.
Eigendur fyrirtækisins eru
Kristinn Ragnarsson, Haraldur
Samsonarson, Einar Ágústsson,
Valdimar Stefánsson og Kol-
beinn Ólafsson. (Fréttatilkynn-
ing).
- LEIKLIST
Framhald af bls. 19.
brigða. Viðurkenning manna á
blekkingum og fáránleika tilbú-
inna lausna og algildra merk-
inga leiðir siður en svo til ör-
væntingar, hún er einmitt upp-
haf nýrrar vitundar, þar sem
horfrt er í augu við leyndardóm
og ógn manhlífsins í' Ijósi ný-
fengins frelsis“.
„Líta má á öll verk Becketts
sem leit að þeim raunveruleika
sem Iíggur að baki rökræðna
með orðavali hugmyndafræðinn-
ar. Vera má að hann hafi rýrt
gildi tungumálsins sem tækis til
að flytja háspekileg sannindi
milli manna, en hann hef-
ur reynzt mikill snillingur máls
sem listræns tjáningartækis. Af
skorti á öðru betra hráefni hef-
ur hann mótað orð sin þannig
að þau þjóna tilgangi hans frá-
bærlega vel. í leikhúsinu hefur
hann bætt við málið nýrri vídd
— gert það að einskonar und-
irleik athafnanna. í leikhúsi, eða
a.m.k. í leikhúsi Becketts, er
hægt að hætta að líta á sviðið
til að leita að ákveðnum hug-
myndum, eins og menn leita ekki
að ákveðnum hlutum úr náttúr-
unni í abstrakt-málaralist."
fslenzkir leikhúsgestir deila
sök með íslenzkum leikhúsmönn-
um, hversu illa hefur tekizt til
við kynningu Becketts hér.
Þrjár sýningar hafa verið
reyndar á verkum hans í Reykja-
vík, „Hamingjudagar“ hjá
Grímu, „Síðasta segulband
Krapps“ á litla sviði Þjóðleik-
hússins, hvorttveggja mjög ó-
vandaðar sýningar, og „Beðið
eftir Godot“ hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, ágæt sýning að
dómi flestra þeirra sem hana
sáu, en þeir voru sorglega fá-
ÓDÝRT
V BORGARTÚN 3 SÍM11013»
HREINSLM
OG
PRESSLM
FÖTIN
V BORGARTÚN 3 SÍMI 10135
FYRIR 7 0 K R.
-f- sölusk.