Morgunblaðið - 12.07.1968, Side 2

Morgunblaðið - 12.07.1968, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 196® RUssnesku herskipin sigldu í 20 mílna fjarlægö frá Vík í Mýrda 5 herskip taka nú þátt í flotaæfingum Varsjár- bandalagsins á norðanverðu Atlantshafi FRANK B. Stone, yfirmaður varnarliðsins, tilkynnti í gær, að flugvélar varnarliðsins hefðu haldið uppi venjulegu eftirlitsflugi til að fylgjast með ferðum sovézkra her- skipa, sem hafa haldið sig í námunda við ísland á alþjóð- legri siglingaleið. í þessari sovézku flotadeild eru fimm skip: Beitiskip búið eldflaugum, olíuflutninga- skip og þrír tundurspillar, þar af tveir búnir eldflaug- um. Skipin sigldu suður með Austfjörðum í um það bil 30 mílna fjarlægð frá strönd- inni 8. júlí og á miðnætti 9. júlí fóru þau framhjá Vík í Mýrdal í um 20 mílna fjar- lægð frá landi. Flugvélar varnarliðsins hafa haft stöðugt eftirlit með skipunum, sem eru nú stödd um það bil 180 mílur suð- vestur af íslandi og er verið að vinna að því að fylla þau af eldsneyti. ★ ★ ★ Þess má geta, að fjöldi kaf- báít; í eigu Rússa er nú marg- falt meiri en þýzki kafbátaflot- inn í stríðinu. Blaðamenn hittu Stone flotaforingja í gær, og Grænlandsafl- inn seldur i einu lagi fyrir 128 millj. TEKIÐ var upp nýtt sölarfyrir- komiulag á salfcfiskmar'kaðinum í Álasundi í byrjun mánaðarins. í stað þess að hver farmiur væri seiduir, eftir því sem skipin koirw heim af hinutm tjarlægu miðum, eins og áður tíðkaðist, var kaupendunum nú stefnt saman, og þeim boðið (heildarmagnið af Grænlandsfisk inum úr fyrstu ferðinni, í eimu lagi, en hann var samtals um 7 þús. tonn. Var hvert kíló selt á föstu verði, eða á 20 kr. íslenzk ar. Þannig seldist allur aflinn úr fyrstu veiðiferðinni á samri stundu fyrir 128 milljónir króna. kom þá fram, að þessi rúss- neski kafbátafloti hefði í för með sér mjög alvarlega hættu fyrir öryggi vestrænna þjóða. Þess má ennfremur geta, að ekki er vitað um neitt samband milli rússnesku herskipanna og rússneska fiskveiðiflotans aust- ur af landinu. Þá er ekki held- ur kunnugt um að Rússar hafi reynt að fljúga hervélum sínum yfir landið, en varnarliðið fylg ist nákvæmlega með ferðum rússneskra flugvéla í námunda við það. Aðeins rússnesk herskip hafa sézt til þessa. í tilkynningu Tass-fréttastof- unnar um flotaæfingar Sovét- ríkjanna, Austur-Þýzkalands og Póllands á Norður-Atlantshafi er þess ekki getið hvaða her- skip taki þátt í þeim, en hingað til hafa ekki sézt önnur skip en rússnesk. Með þessum æfingum vilja Sovétmenn, að því er talið er, sýna aukinn flotastyrk sinn og Varsjárbandalagsríkjanna á norðanverðu Atlantshafi. Og ó- neitanlega sýna þessar flotaæf- ingar hinn stóraukna flotastyrk Rússa og annara Varsjárbanda- lagsrikja og þá auknu áherzlu, sem þau leggja á hafsvæðin um- hverfis fsland. Athyglisvert er, að tilkynn- ing Tass kemur í kjölfar atburð- Frank B. Stone anna í Tékkóslavakíu, en ekki er talið neitt samband milli flota- æfinganna og ráðherrafund- ar Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík fyrir skömmu. Loks má geta þess, að varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli ræður yfir fullkomnustu og nýj- ustu gerð flugvéla í sambandi við kafbátahernað. Hámarksökuhraði hækkaður — verður hinn sami og fyrir hœgri breytinguna nema á þjóðvegum — nauðsynlegt að hraðatakmörkin verði virt Á FUNDI með fréttamönnum í gær, skýrðu forsvarsmenn fram- kvæmdanefndar hægri umferðar frá því, að ákveðið hefði verið að hækka hámarkshraðann í þétt býli frá og með deginum í dag, til samræmis við það sem hann var fyrir H-dag. Er þetta gert á grundvelli slysarannsókna þeirra sem fram hafa farið á vegum Framkvæmdanefndar hægri um- ferðar, frá því umferðarbreyting- in varð, og með hliðsjón af því, að á siðustu tveimur vikum hef- ur ökuhraði í þéttbýli almennt hækkað í það sem hann var fyrir breytinguna. Ökuhraðinn úti á þjóðvegum breytist hins vegar ekki, og verður áfram 60 km. — Með þessu viðurkennum við þann hraða sem nú er raunveru- lega ekið á, sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn, á fundinum í gær. Þetta þýðir ekki það að nú geti menn farið að aka enn hrað- ar, og lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að sjá til þess að þessi hraða takmörk verði virt. Auk Reykjavíkur, hækkar leyfilegur hámarkshraði á eftir- töldum stöðum: Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Neskaup- stað, Garðahreppi, Skagaströnd, Selfossi, Njarðvíkum og Garða- kauptúni. í Kópavogi og Borgar- nesi verður eins og fyrir umferð arbreytinguna, 45 km. hraði alls staðar, og í Neskaupstað og á Skagaströnd verður 40 km. hraði alls staðar. Annars staðar hækk- ar hámarkshraðinn í og við þétt- býlisstaði í 45 km, á þeim veg- um, þar sem hann var það fyrir Hcimsm eistara- keppnin í skák Einvígin tvö í undanúrslitum áskorenda um heimsmeistaratitil inn í skák standa yfir um þess- ar mundir. Annars vegar berj ast Rússarnir Viktor Kortsnoi og Mikhael Tal og hins vegar Daninn Bent Larsen og Rúss- RITSTJORN • PRENTSMIÐJA Afgréiðsla.skrifstofa SÍMI 10*100 inn Boris Spassky. í hinu fyrrnefnda einvígi hef- ur Kortsnoi 3 % vinning gegn 2Mí eftir sex skákir, en í hinu síðarnenfda hefur Spassky unn- ið tvær fyrstu skákirnar gegn Larsen. Það blæs því ekki byr- lega fyrir Norðurlandabúann. Einvígisskákirnar verða 10 í báð um keppnunum. Sigurvegarar þessa tveggja einvíga tefla síðan um réttinn til að skora á heimsmeistarann Tigran Petrosyan um titilinn heimsmeistari í skák. breytinguna, og úr 50 km. í 60 km. Hækkar á 21 götu í Reykjavík. í Reykjavík hækkar hámarks- hraðinn á eftirtalinni 21 götu: Ánanaustum, Borgartúni, Eiðs- granda, Grensársvegi, Háaleitis- braut, Hofsvallagötu, Hring- braut, Kleppsvegi, Kringlumýr- arbraut, Langholtsvegi, Laugar- ásvegi, Laugavegi, austan Nóa- túns, Miklubraut, Reykjanes- braut, Reykjavegi, Skúlagötu, Snorrabraut, Sóleyjargötu, Suð- urgötu sunnan Hringbrautar, Suðurlandsbraut, og Sætúni. Á Miklubraut verður hraðinn 60 km. á milli Kringlumýrarbraut- ar og Grensársvegar, en annars 45 km. og ennfremur hækkar hraðinn í 60 km á nokkrum að- vegum Reykjavíkur, eins og um- ferðarmerki munu gefa til kynna. Hækkandi ökuhraði. Sem fyrr segir greindi Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn, frá því, að á undanförnum tveimur vikum hefði ökuhraðinn í Reykja vik almennt verið að hækka á þeim götum, þar sem var 45 km. hámarkshraði fyrir H-dag. Fyrst í stað hefði lögreglan tekið mjög strangt á slíkum umferðarbrot- um, og til marks um það mætti nefna, að á fyrstu tveimur vik- um H-umferðar hefðu 1100 öku- menn verið sektaðir. Sagði Ósk- ar að nú mætti segja, að ríkjandi væri hæfilegur hraði, og þótt hraðatakmörkin yrðu nú færð upp, þýddi það ekki að ökumenn mættu almennt aka hraðar en nú er gert. Óbreyttur hámarkshraði á þjóð- vegum. Hámarkshraði verður óbreytt- ur á þjóðvegum, eða 60 km. Yfir- leitt hefur sá ökuhraði verið virt- ur á þjóðvegunum. Þar sem sum- arumferðin er nú í hámarki og verður það næstu vikur, sagði Óskar, að fyllsta ástæða væri tn þess, að minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni, ekki sízt þar sem hætta væri á ferð- um, svo sem við blindhæðir og á þröngum vegum. Umferðarslys 30. júní — 6. júlí. Einar Pálsson verkfræðingur vinnur að rannsóknum umferðar slysa á vegum framkvæmdanefnd ^rinnar. Sagði hann, að nefndin fengi tilkynningar úr öllum lög- í dag taka gildi nýjar reglur um hámarkshraða og verður hann víða hækkaður úr 35 km. í 45 km. sagnarumdæmum landsins um umferðarslys, sem lögreglumenn hefðu gert skýrslu um. Vikuna 30. júní — 6. júlí hefðu orðið 53 umferðarslys á vegum í þéttbýli, en 13 umferðarslys á vegum í dreifbýli. Samkvæmt reynslu frá 1966 og 1967 væru 90% líkur á því, að slysatala í þéttbýli væri milli 5® og 92, en í dreifbýli milli 10 og 32. Sagði Einar, að frá því að hægri um- ferð hefði tekið gildi hefði slysa- talan alltaf verið við lágmörk þess sem búast mátti við. Ú tgáf ustarfsemi. Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar og Slysavarnafélag ís- lands hafa gefið út tvo bæklinga um umferðarmál. Nefnist annar Akstur á þjóðvegum og hinn Dráttarvélar eru ökutæki. Er í bæklingum þessum ýmsan fróð- leik að finna. Hver ökumaður mun fá senda heim þessa bækl- inga og er ástæða til að hvetja þá til að kynna sér vel efni þeirra. Þá hefur einnig verið gefið út spjald með myndum af umferðar merkjum og innan tíðar mun verða dreift á benzínstöðvar rauðum áminningarmiðum, sem ökumönnum er bent á að nota í stað bláu miðanna sem nú eru í umferð. Er þetta gert til þess að skapa tilbreytni og þannig vekja eftirtekt manna. Ætlunin er að dreifingu þessara miða verði lokið fyrir verzlunarmanna helgi. ,Matreiðsla‘ á fréttum Fréttastjóri Mbl. svarar rangtúlkun Tímans í ÞEIM dálki Tímans, sem nefn- ist „Á víðavangi", er gerð að umræðuefni í gær frétt um úr- slit forsetakosninganna, sem birt ist í Kaupmannahafnarblaðinu Politiken 2. júlí sl. í Politiken er frétt þessi kennd mér og und- ir henni skráðir upphafsstafir mínir. í Politiken-fréttinni segir m.a. að Gunnar Thoroddsen hafi fremur verið talinn sigurstrang- legri, hann hafi verið frambjóð- andi hægrimanna, en Kristján Eldjárn vinstrimanna, og loks segir þar, að ástæðan fyrir ó- sigri Gunnars Thoroddsens kunni að hafa verið ótti uim „fjölskyldu-monopol“ á forseta- embættinu. Mig undrar ekki, að dálkahöf undur Tímans hafi rekið upp stór augu, þegar hann las fyrr- greind atriði í fréttinni. Ég ef- ast þó um, að hann hafi orðið jafn forviða og ég sjálfur, sem fréttin er þó kennd. í frétt þeirri, er ég sendi Politiken um kosningaúrslitin er hvergi minnzt einu orði á fyrrgreind atriði. Er mér hulin ráðgáta, hvaðan ritstjórn Politiken hafa borizt þessar upplýsingar. Ég hef afrit af frétt minni til Poli- tiken í fórum mínum og er dálkahöfundi Tímans velkom ið að sjá það, ef hann vill. Frétt Politiken notar dálka- höfundur Tímans til árása á mig sem blaðamann og get ég vel fyr irgefið honum það, því að ekki gat maðurinn vitað að fyrr- greind atriði í fréttinni eru mér óviðkomandi. En leitt er til þess að vita, að óviðkomandi aðilar verða fyrir hnútuköstum af hálfu dálkahöfundar vegna brenglaðrar fréttar. Hitt er ófyrirgefanlegt, að blanda Morgunblaðinu í málið og gefa í skyn, að ráðamenn þess „matreiði“ þær fréttir, sem starfsmenn þess senda erlendum fréttastofnunum. Þetta er móðg- un við blaðamenn Morgunblaðs- ins og blaðið sjálft. Tímamönnum virðist vera ó- skiljanlegt það frjálslyndi, sem ríkir á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Af bollalegg- ingum dálkahöfundar mætti ráða, að blaðamenn Tímans, sem eru fréttaritarar fyrir erlendar fréttastofnanir, verði að sæta rit skoðun og „matreiðslu" á frétt- um símim áður en þær eru send- ar, svo þær gefi þá mynd af fs- landi og atburðum hér, sem -ráða menn Tímans telja sér heppi- lega. Björn Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.