Morgunblaðið - 12.07.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 12.07.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1966 Útgefandi Framkvæmdastj óri Ritstjórar Ritst j órnarf uiltrúl. Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstrseti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. KALSKEMMDIRNAR ¥ andbúnaðarráðherra, Ing-1 ólfur Jónsson hefur sagt í Morgunblaðinu, að enn væri ekki full rannsakað, hve kalið væri víðtækt og enn væri e.t.v. von til að eitthvað rættist úr. Hann sagði einn- ig, að harðærisnefndinni, sem skipuð var í fyrra og lauk störfum þá, hafi verið falið enn á ný að athuga túnaskemmdir á kalsvæðun- um. Nefndinni hefur einnig verið falið að athuga aðstöðu bænda til búreksturs með til- liti til þeirra miklu harðinda, sem verið hafa sl. vetur og vor. Þá sagði landbúnaðar- ráðherra, að ríkisstjórnin mundi fylgjast náið með gangi þessara mála. Kalskemmdirnar á Norður- og Austurlandi eru allri þjóð- inni mikið áhyggjuefni. í því sambandi eru merkilegar nið urstöður tilrauna, sem fram- kvæmdar hafa verið á Hvann eyri. En í þeim hefur komið fram, að í vetur hefur orðið mikið kal í þeim tilraunareit- um, sem borið hefur verið á köfnunarefni í kjarnaáburði, en ekki nema lítið í öðrum reitum. í þessum tilraunum hefur einnig komið fram að ýmis önnur atriði veikja mót- stöðu grass gegn kali, svo sem ef tún eru slegin seint, köfnunarefni er borið á milli slátta og ef þungum dráttar- vélum er ekið um túnin. Þá segja sérfræðingar, að haust- beit á túnum sé lítt til þess fallin að auka mótstöðu grass gegn kali. Sjálfsagt er að bændur færi sér niðurstöður þessara rannsókna í nyt. En þær minna okkur einnig á nauð- syn þess, að öflug rannsókn- arstarfsemi verði rekin á sem flestum sviðum. í þeim lönd- um sem lengst eru komin, er stærstum hluta þjóðartekna varið til rannsóknarstarfsemi á ýmsum sviðum. Er talið, að á þann hátt verði bezt tryggð ur framtíðarárangur í at- vinnulífi og bættur efnahag- ur. Við Islendingar þurfum að efla rannsóknarstarfsemi okkar á öllum sviðum at- vinnulífsins. Og má þar sér- staklega minna á rannsóknir varðandi jarðhita og virkjun ónýttrar orku í landinu. FLOTAÆFINGAR KOMMÚNISTA FVá því hefur verið skýrt, *■ að þrjú ríki Varsjárbanda lagsins, Sovétríkin, Pólland og Austur-Þýzkaland, muni í þessum mánuði hefja um- fangsmiklar flotaæfingar á Norður-Atlantshafi, Eystra- salti, Noregshafi og Barents- hafi. Sérstaka athygli vekur, að þetta er í fyrsta sinn á þrettán ára starfsferli Var- sjárbandalagsins, sem aðild- arríki þess efna til flotaæf- inga á þessum slóðum. Yfir- maður varnarliðsins á íslandi hefur lýst þeirri skoðun sinni í Morgunblaðinu, að flotaæfingar þessar sýni, að Var s j árbandalagsríkin geri sér fulla grein fyrir hernað- arlegu mikilvægi íslands og þau hafi hug á að auka sjó- véldi sitt á þessum slóðum. Undanfarin ár hafa Sovét- ríkin lagt vaxandi kapp á að auka flotaveldi sitt. Þau stefna að því að koma upp hreyfanlegum úthafsflota, sem senda megi hvert sem er í heiminum, þar sem eitthvað er um að vera og nauðsyn- legt að minna þjóðirnar á ná- vist rússneska bjarnarins. Eitt skýrasta dæmið um það ófurkapp, sem Sovétríkin leggja á aukið flotaveldi er aukin fjöldi herskipa þeirra á Miðjarðarhafinu. Þau not- uðu tækifærið í stríðinu milli ísraelsmanna og Araba og sigldu miklum flota inn á Miðjarðarhafið. Og nú er svo komið, að Atlantshafsbanda- lagið telur það eitt af mikil- vægustu verkefnum sínum að endurmeta aðstöðu sína á hafinu og gera nýjar varnar- áætlanir í samræmi við það. Atlantshafsbandalaginu og Varsjárbandalaginu hefur tekizt að skapa hernaðarlegt jafnvægi í Mið-Evrópu. Þar ríkir nú tiltölulega tryggt ástand enda þótt aðgerðir kommúnista gagnvart íbúum Vestur-Berlínar séu lítt til þess fallnar að bæta sambúð- ina. Þrátt fyrir ítrekaðar yf- irlýsingar leiðtoganna í Kreml um nauðsyn afvopn- unar virðast aðgerðir komm- únista á höfunum ekki benda til þess, að þeir hafi hug á raunverulegum árangri á þessu sviði. Flotaæfingar Varsjárbanda lagsins á hafsvæðinu um- hverfis ísland skipta okkur íslendinga miklu. Komið hef- ur fram í ummælum yfir- manna á Keflavíkurflugvelli, að fjöldi rússneskra herskipa á Norður-Atlantshafi hafi aukizt undanfarið og skemmst er að minnast þess, þegar rússnesk herskip lögð- ust við akkeri undan strönd- um íslands við Hornafjörð um miðjan maí sl., en ekkert er vitað um tilgang ferða IITAll i1 n i W ÖTAN UR í IEIMI Rvltina í Pp.kincr nnp.rnr íni — imii^ ■ ■ wiiiiui Útlend hljóðfœri tekin í þjónustu Kínverja BYLTING átti sér stað í Pe- kingóperunni fyrir skömmu — í fyrsta sinn var flutt þar ópera með píanóundirleik. Samkvæmt frásögn kínversku fréttastofunnar Hsinhue var óperan flutt undir persónu- iegri leiðsögn Chiang Ching, eiginkonu Maós formanns, og var hann sjálfur viðstaddur. Þessi nýjung hlaut ákaft lof í blaðakosti kínverska komm- únistaflokksins. Þetta var persónulegur sig- ut fyrir Chiang Ching, sem byrjaði árið 1964 að beita sér fyrir því að píanó yrðu tekin í notkun í Pekingóperunni í stað hinna hefðbundnu strengja- og bllásturshljóð- færa. En hún mætti andstöðu „andbyltingarsinnaðra endur- skoðunarsinna“ sem Menn- ingarbyltingunni hefur síðan verið stefnt gegn. Chiang Ching hefur sjátó verið með í ráðuim um framikvæmd hennar. Samkvæmt greinum, sem birzt hafa um Menningarbylt- inguna, hefur Chiang Ching staðið í harðri baráttu fyrir slíkri byltingu í Pekingóper- unni. Hún hefur reynt að inn- leiða samtímaviðfangsefni í stað hefðbundinna verkefna liðins tíma og með atorku sinni hefur hún reynt að breiða yfir ómerkilegan leik- litarferil sinn í gaimla daga. Fyrir meira en 30 árum, áður en hún gerðist þriðja kona Maós, lék hún minni háttar hlutverk í kvikmyndum í Shanghai. Lengst af hafa ýmsir foringjar flokksins hald ið henni frá öilu opinberu starfi í þágu flokksins eða al- mennings. Óperan sem hér er til um- ræðu er „Rauða ljóskerið“ sem fjallar uim andispyrnu kommúnista gegn Japönum. Aðal'hetjan er Lí Yu-hó, „trú- verðugur baráttumaður flokks ins“ sem vár járnbrautar- verkamaðuT í bæ nokkrum í Norðaustur-Kína, sem Japan- ir höfðu á valdi sínu. Með ljóskerinu sínu gaf Lí Yu-hó skæruliðum uppi uim fjöll merki og eins og flestar hetjur kínverska kommún- istaflokksins lét hann Mfið í þágu kommúnismans. í Hong Kong létu ýmsir þeir sem gerst þekiktu til Pekingóperunnar í ljós undr- un vegna notkunar píanósins, því að Rauðir varðliðar brutu píanó unnvörpum í Shanghai og töldu þau afturhaldshljóð- færi. En fréttastofan gat vitn- að í Maó sjálfan: „Forystu- menn Rauða ljóskersinis hafa endurbætt hugsjónir vorar með því að láta útlenda hluti þjóna Kína.“ James Watt, forstöðumaður listasafnsins í Hong Koryg, sem er vel kunnugur Peking- óperunni og starfaði þar eitt sinn, segir að kínverskir menn, sem unna þariendum erfðavenjuim séu mjög mót- fallnir píanóinu. Hann bendir á, að oft hafi aðalstrengja- hljóðfærið, Erh-hu eða Ching-lu, vakið meiri hrifn- ingu ópenugesta en söngvar- arnir sjálfir. Hann tehrr þó, að píanóið kunni að reynast heppilegra fyrir óperur uim nútímavið- fangsefni. Það hefur komið í Ijós í Peking, að það er ekki auðhlaupið að vekja bylting- aranda með einsöng og þess vegna hefur kórsöngur verið tekinn í notkun í staðinn sem heppiliegri aðferð til þess. Hver veit nema brátt komi heil sinfóníuhljómsiveit í kringum píanóið. Fréttastofan lýsti því yfir, að píanóleiburinn í „Rauða ljóskerinu" héldi ákveðnum einkennuim söngmenntar í Pekingóperunni, en leiddi jafnframt í ljós sérkenni píanósins — víðáttu tónsviðls- ins, hljómstyrk og fjöibreytta túlkunarhæfileika. „Þannig er jafnvel enn meiri áherzla lögð á háleitar og hetjulegar mynd- ít Lí Yu-hós og Lí Tieh-mei (kvenhetjunnaT í óperunni)“, segir fréttastofan. „Þessi vel heppnaða tilraun til þ*ss að láta útlenda hluti þjóna Kína veldur nýjum str.umi í bylt- ingarlist öreiganna. Hún hef- ur rutt vestrænum hljóðfær- um braut inn í kínverskar óperur." „Þeasi nýja ópera er gjöf frá baráttumönnuim listarinn- ar á afmælisdegi flokiksins,“ sagði fréttastofan ennfremur. „Hún er enn eitt blómið, sem springur út fyrir atbeina hinnar ljómandi hugsunar Maós Tae-tungs.“ (New Yrk Times — þýtt og endursagt). Ritari Kanellopoulosar handtekinn þeirra. Með auknum flota- styrk Sovétríkjanna á Norð- ur-Atlantshafi eykst hernað- arlegt mikilvægi íslands fyr- ir aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins. STJÓRNARSKIPTI í FRAKKLANDI k ð loknum miklum sigri Gaullista í þingkosning- unum í Frakklandi hefur de Gaulle vikið úr embætti Pompidou, forsætisráðherra, sem talinn er hafa átt ríkan þátt í því að leysa hið ógn- vekjandi ástand, sem skapað- ist í Frakklandi upp úr stúdentaóeirðunum þar í landi. f embætti forsætisráð- herra hefur verið skipaður Couve de Murville, sem síðast gegndi embætti fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Frakk- lands, en lengst af hefur ver- ið utanríkisráðherra lands- ins. Ekki er með öllu ljóst, hvað vakir fyrir de Gaulle forseta, með því áð skipta um forsætisráðherra í ríkis- stjórn Frakklands. Að undan- Aþenu, 9. júlí. AP. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum handtók gríska öryggislög reglan í dag Konstantín Xarves, ritara Panayiotis Kanellopóulos- ar, fyrrv. forsætisráðherra. Xarves var meðal fárra manna sem fengið hafa að heimsækja Kanellopoulos, sem situr í stofu- fangelsi. Kanellopoulos var sett ur í gæzlu 15. apríl síðastliðinn, fyrir andstöðu gegn hérforinfja- stjórninni. förnu hafa margir talið, að einstrengingsleg stefna de Gaulle forseta sé lítt til þess fallin að auka fylgi hans. En í þingkosningunum í Frakk- landi nýlega hafi það verið Pompidou, forsætisráðherra, sem mótaði víðsýnni stefnu Gaullista og stýfkti þar með stöðu þeirra í franska þing- inu. Skemmst er að minnast þess, þegar bandaríska stór- blaðið „The New York Times“ lýsti því yfir í for- Tveir skotnir við múrinn Berlín, 7. júlí. NTB. TVEIR MENN sem reyndu að flýja vestur yfir Berlínarmúrinn í gær voru skotnir, að sögn lög- reglunnar í Vestur-Berlín. Austur-Þýzkir landamæraverð ir skutu úr vélbyssum á mann um fertugt skammt frá Branden borgarhliðinu og var talið að hann. .hefði beðið bana. Skotið var á annan flóttamann við mörk franska hlutans í Berlín og var hann fluttur burtu í sjúkrabíl. Ustugrein, að eina von Gaull- ismáns væri að Pompidou taki við forsetaembættinu, þegar de Gaulle léti af því starfi. Lofsvérð ummæli de Gaulle um Pompidou þegar hann lét af. forsætisráðherraembætt- inu virðast og benda til þess, að honum sé ætlað stærra hlufverk í frönskum stjórn- málum. Enda þótt allt sé á huldu nú sem fyrr um fram- tíðaráætlanir de Gaulle.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.