Morgunblaðið - 30.07.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 30.07.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1968 Ratsjá Mjölnis var biluð Sáu ekki Sæfaxa í tíma Sjópróf vegna áreksturs milli bátanna Sæfaxa og Mjölnis með þeim afleiðingum áað Sæfaxi sökk, fóru fram í Vestmannaeyj- um. Það kom fram við sjóprófið, að skipin sigldu í gagnstæða átt, er áreksturinn var, Sæfaxi á austurleið en Mjölnir á vestur- leið. Veður var ágætt, en komu á milli dimmir þokubakkar. Ratsjáin í Mjölni var ekki í lagi, og sáu skipverjar ekki Sæ- faxa, þar eða þokan var svo dimm er áreksturinn varð. Kom Mjölnir á bakborðshlið Sæfaxa og gekk inn í hann, svo að skip- ið sökk á 7 mínútum. Sæfaxamenn sáu Mjölni og reyndu að beygja, en það var of seint. Mjölnismenn komu ekki auga á Sæfaxa fyrr en rétt áður en þeir lentu á honum. Þeir slógu undan, en of seint. Sæfaxamenn fóru í gúmmíbát- ana og voru teknir um borð í Mjölni. Enginn meiddist ogvoru allir vel á sig komnir, er þeir komu um borð. Mjölnir var ó- skemmdur og sigldi með þá til V estmannaey j a. Bæði skipin voru tréskip, og eigendur báðir úr Vestmanna- eyjum. Sæfaxa átti Sigfús John- sen, skipstjóri var Sævar Ben- ónýsson. Mjölni á Kristján Gíslason, en Friðrik Friðriksson, sem annars er stýrimaður, var skipstjóri á bátnum í ferðinni. Báðir bátarnir eru tryggðir hjá félögum í Samábyrgð Islands á fiskiskipum. Sæfaxi hjá Skipa- tryggingum Austfjarða og Mjöln ir hjá Bátaábyrgðarfélagi Vest- mannaeyja. Lítil veiði í gær Síldarleitin á Dalatanga sagði í gærkvöldi, að litlar fréttir væru af veiði. Komið var aftur hæg- viðri á miðin kl. 8 er leitar- menn höfðu samband við Árna Friðriksson, en óhagstætt veður var í fyrrinótt og þurfti þá um tima að hætta að losa yfir í Síldarflutningaskipið Nordgaard Fáein síldarskip eru á leið til lands með afla Og flutningaskip ið Haförninn er á leið út til flotans. Aðfaranótt sunnudags til- kynntu 13 skip um afla, samtals 2.850 lestir, og aðfaranótt mánu dags 6 skip með 745 lestir. Skip in eru: Jörundur II Re 190 lestir Fylkir RE 230, Þórður Jónasson EA 250, Barði NK 170, Magnús Ólafsson GK 250, Gullver NS 110, NáttfariH 150 Ásgeir RE 220, ísleifur VE 110, Gísli Árni RE 370, Guðrún GK 230, Örn RE 215, Ólafur Magnússon EA 150, Bergur VE 80, Arnar RE 80, Helga II RE 150, Ársæll Sig- urðsson GK 70. Nýft glœsilegt skip til Dalvíkur Hefur meðal annars ísvél og eimingarkerfi Dalvík, 29. júlí. Á FJÓRÐA tímanum í nótt kom hingað nýtt skip, Loftur Bald- vinsson, smíðaður í Hommelvik í Noregi. Loftur er 448 lestir, 44,75 m. á lengd, 8,31 m á breidd. Vél er 1400 ha MVM dieselvél. Ganghraði í reynsluferð var tæpar 13 sjómílur. Allt er skipið hið glæsilegasta og vandaðasta, jafnt utan sem innan. Lest skipsins er skipt í 4 vatnsheld hólf. Loftur er bú- inn fullkomnustu leitar og sigl- ingatækjum. Einnig hefur skipið ísvél og eimingarkerfi, til að eima drykkjarvatn úr sjó. íbúð- ir eru fyrir 21 mann, í eins til þriggja manna klefum og eru. þeir mjög vistlegir. Þetta skip er glæsileg viðbót við flota Dalvíkinga og má óska útgerðarmanninum, Aðaisteini Loftsyni, og skipstjóranum, Ramóna og Sólarkaffi: Opið dag og nótt Nú þurfa borgarbúar og íbú- ar nágrannabæjanna ekki leng- nr að óttast að verða af því, að fá sér eitthvað í svanginn þótt komið sé yfir venjulegan lokun artíma veitingastaða. Frá og með ðeginum í dag verða tveir nýj- Ir nætursölustaðir í Kópavogi opnir nótt sem nýtan dag. Þar geta menn fengið keyptan heit- an og kaldan mat auk annarra veitinga. Að Auðbrekku 43 eru það bræðurnir Finn og Leifur Jen- sen, sem opnað hafa matsölustað undir nafninu Sólarkaffi. — Við leggjum áherzlu á að hafa á boð stolum góðan heitan mat á sem Banngjörnustu verði, sagði Finn við fréttamann Mbl. Auk þess bjóðum við upp á smárétti, svo sem Hamborgara og annað góð- méti úr grillinu. Kaffi kökur og smurt brauð verður líka hægt að fá hér, að nóttu sem degi. Við höfum ákveðið að bjóða upp á heimsendingarþjónustu og verð ur gjald fyrir hana tuttugu krón ur. Hér geta menn líka komizt í fast fæði fyrir vægt verð og þá valið milli þriggja heitra rétta daglega. í fyrirtæki sendum við ■>mat þeim að kostnaðarlausu. Húsnæðið er um 100 fermetr- ar og sæti fyrir um 50 manns. Húsið er nýbygging, matsalur- inn hinn bjartasti og innrétting- ar smekklegar. Að Álfhólsvegi 9 eru þaðhjón in Ástdís Hafliðadóttir og Tóm- as Tómasson, byggingarmeistari aem hafa opnað nýjan greiðasölu stað undir nafninu Ramóna. Frú Ástdís tjáði fréttamönn- um að staðurinn yrði opinn tutt ugu og fjórar stundir sólarhríngs ins og unnið á þrískiptum vökt- um. Þar verður hægt að fá keypt an heitan mat og alls konar smá rétti, svo sem Hamborgara, flesk og egg og svo frv. Kaffi, kök- ur og smurt brauð verður ávallt til reiðu og afgreitt verður út í bifreiðar eftir þörfum. í fram- tíðinni mun staðurinn einnig bjóða upp á steikur og kjúkl- inga úr grillinu. Ástdís hefur langa feynslu af greiðasölu, hún var búsett í Bandaríkjunum í 22 ár og rak þar ítalskan matsölustað. Kaffi- stofan Ramóna er einnig í ný- byggingu og tekur um 100 manns í sæti, salarkynni eru hin vist- legustu. Gunnari Arasyni, til hamingju með farkostinn og góðrar veiði, er Loftur fer á síldveiðar norð- ur í haf innan skamms. — H.Þ. - 1480 TONN Frambald aí bls. 32 síld til söltunar 20>5 kr. fyrir 108 kg. Svo verðmismunurinn er mikill. Hásetahlutur hjá Kristjáni Val geir er nú kominn í 47 þús. kr. þennan mánuð. Er hann líkléga næsthæsta skip í flotanum. Hann og Gígja eru með líkan afla. — R. S. Blómadrottningin í Hveragerði Stúlka úr Hveragerði varð blómadrottning Hveragerði 29 júlí. Kvenfélag Hveragerðis hélt sitt árlega blómaball síðastlið- inn laugardag, og var þar að venju kjörin blómadrottning. Hlutskörpust í hópi giæsilegra ungmeyja varð ein, sem hafði al Vöruskiptajöfnuöur Vöruskiptajöfnuðurinn fyrra helming þessa árs, eða til júní- loka, var óhagstæður um 1.572,8 millj. króna, sem er heldur meira en í fyrra, þá var hann óhagstæður um 1.505,7 millj. f júnímánuði einum var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 715,8 millj. eða minna en í fyrra, þá 885,6 millj. - UMFERÐARSLYS Framhald af bls. 32 mikið. í bílnum voru tveir menn. Mennirnix töidu slg ómeiidda. Alvarlegasta slysið varð á há- degi á sunnmdag, er 11 ára dreng ur frá Siglufirði varð fyrir bíl í Skipagötu hjá Ferðaskrifstof- unni Sögiu. Drengnjrkm var ný- kominn út úr áætilunarbíl frá Siglufirði og var að gamga vestur yfir Skipagötu, er hann varð fyr- ir bíl er þar bar að. Drenguir- inn kastaðist í götuma og miun ha<fa misst meðvitund um stund og var lagður iinn í sjúkraihús með áverka á höfði. — Sv. P. Af innflutningi fyrstu 6 mán- uði þessa árs, sem alls nam 3.677,0 millj., voru flutt inn skip fyrir 174,5 millj., flugvélar fyrir 132,9 millj., innflutnungur til Búrfellsvirkjunar 214,5 millj. og til íslenzka álfélagsins 102,6 millj. Á sama tíma í fyrra voru þær tölur nokkuð öðruvísi. Þá var flutt inn fyrir 584,0 millj., og af því skip fyrir 273,1 millj. flugvélar fyrir 230,7 millj., til Búrfellsvirkjunar fyTir 80,1 millj., en innflutningur til Ál- félagsins ekki á blaði. En þess ber að gæta, að tölur um inn- flutning 1967 eru reiknaðar á því gengi, sem gilti fyrir gengis- breytinguna í nóvember 1967, en tölur 1968 það gengi, er tók gildi 24. nóvember 1967. Þá skal þess getið, að allur innflutrting- ur skipa og flugvéla á fyrri helmingi 1968 og 1967 er talinn með innfluttum vörum í mánuði. jum- ist upp meðal blómanna í Hvera gerði, Rósa Þorsteinsdóttir. Önn ur í röðinni var Sigríður Vil- hjálmsdóttir frá Keflavík. >■ Eins og venjulega var blóma- ballið vel, sótt og fór skemmti- lega og vel fram. G.M. Bílveltur fyrir austan Á LAUGARDAGSKVÖLD urðu tvær bílveltur fyrir austan. fjall', en engan sakaði þó. Á Skeiða- vegamótum valt Reykjavíkurbíll og skemmdist hann mikið, Og um nóttina valt bíll úr Rangárr vallasýslu, er ekið var inn á torgið við Tryggvaskála á Selr fossi. Þá varð á laugardag allharð- ur árekstur milli bíla úr Hafnf arfirði og Árnessýslu við Hvera gerði. Engin meiðsli urðu á mönnum. í STUTTIIMÁLI VÍSINDAMAÐUR LÁTINN Göttinigen, 28. júlí (AP) Þýzki vísindamaðurinn Otto Hahn, sem hlaut Nóbelsverð- laun í efnafræði árið 1944 fyr- ir að sanna, að unnt væri að kljúfa úraníumkjarna, lézt á sunnudag í Göttingen 89 ára að aldri, eftir langvarandi van- heilsu. Magnús Bjartmar Sigurður Ásgeir Guðmundur Xónas Herbert Héraðsmót Sjálfstæö isf lokksins um nœstu helgi á Ólafsfirði, Skjólbrekku og á Raufarhöfn Ásgeirsson bæjar UM næstu helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks ins á eftirtöldum stöðum: Ólafsfirði, föstudaginn 2. ág- úst kl. 21 Ræðumenn verða Magn ús Jónsson, fjármálaráðherra, Herbert Guðmundsson, ritstjóri og Ásgeir gjaldkeri. SkjóJbrekka, laugardaginn 3. ágúst kl. 21 Ræðumenn verða Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður og Sigurður Sig- urðsson, verzlunarmaður. Raufarhöfn sunnudaginn 4. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráð herra, Jónas G. Rafnar, alþingis maður og Guðmundur Hallgríms son, lyfjafræðingur. Skemmtiatriði annast leikarar- Haraldsson og hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar. Hljómsveitina skipa Ragnar Bjarnason, Grettir Björnsson, Árni Scheving, Jón Páll Bjarnason og Árni Elfar. Söngvarar með hljómsveitinni eru Erla Traustadóttir og Ragnar Bjarnason. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir dansi og söngv nir Róbert Arnfinnsson og Rúrik arar hljómsveitarinnar koma fram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.