Morgunblaðið - 25.08.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.08.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1968 IMiKgmfrfafrifr Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason fré Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-1-80 Askriftargjaid kr 120.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. ÓVISSA að verður ljósara með hverjum deginum sem líður að kommúnistaríkin eru ekki búin að bíta úr nál- inni með innrásaraðgerðir sínar í Tékkóslóvakíu. Mót- spyrna Tékkóslóvaka fer dag vaxandi og tekur á sig skipu- legri mynd. Leynilegar út- varpsstöðvar, sem færa sig stað úr stað halda áfram út- varpssendingum, nær algjör samstaða virðist vera innan kommúnistaflokks landsins og almenningur sýnir inn- rásarherjunum fyrirlitningu sína á þann veg, að enginn getur efast um. Þessi einhug- ur tékkóslóvakísku þjóðanna vegur þyngst og gefur mest- ar vonir um að úr rætist. Þá hefur það einnig vakið athygli, að nokkur blæmun- ur er á fréttum flokksblaðs- ins Pravda og stjórnarblaðs- ins Izvestía en hið síðar- nefnda hefur skýrt frá því í fréttum frá Prag að innrásin mæti andstöðu fólksins í landinu. Hugsanlegt er, að þarna komi fram ágreining- ur innan æðstu stjórnar Sovétríkjanna, sem orðið get ur Tékkóslóvakíu að liði. Loks hafa önnur kommún istaríki og þá sérstaklega Rúmenía og Júgóslavía veitt Tékkóslóvökum öflugan stuðning og einnig er þýðing- armikill stuðningur kommún istaflokkanna í Frakklandi og Ítalíu. Ennfremur hlýtur sú almenna andúð, sem hið glæpsamlega framferði kommúnistaríkjanna í Tékkóslóvakíu hefur mætt um víða veröld að hafa ein- hver áhrif, svo og sá álits- hnekkir, sem Sovétríkin hafa beðið af völdum þessa verkn aðar. Vera má að ekkert af þessu hafi úrslitaáhrif á mennina í Kreml, þótt frjálsir menn um veröld alla geri sér vonir um það, en spurningin nú er fyrst og fremst sú, hvort stór veldi kemst enn upp með það á síðari hluta 20. aldar að kúga smáþióð til hlýðni við sig. Vonandi leiða næstu dag- ar í Ijós, að þeir tímar eru liðnir. Síðustu freffnir benda til bess að hugsanlegt sé, að hlutur Tékkóslóvaka fari batnandi en allt er þó í óvissu enn. KAUPIN Á SJÁLFSTÆÐIS- HÚSINU póst- og símamálastjórnin hefur sent frá sér grein- argerð vegna skrifa stjórnar- andstöðublaðanna um kaup Landssímans á Sjálfstæðis- húsinu og kemur glögglega fram af þeirri greinargerð, að verðið á eigninni er í al- gjöru samræmi við önnur fasteignakaup, sem gerð hafa verið í miðborginni og að sumu leyti hagstæðara. Verð lóðar og húss var 16,2 milljónir króna en bruna- bótamat hússins er 12 millj. króna. í fasteignakaupum bæði ríkis og Reykjavíkur- borgar hefur myndazt sú venja að kaupa fasteignir á brunabótamatsverði ef þær eru í góðu ástandi en lægra verð ef þau hafa verið göm- ul og dýr í viðhaldi. Sjálf- stæðishúsið er aðeins 22 ára gamalt og í góðu ástandi, enda aðeins nokkur ár síðan verulegar lagfæringar voru gerðar á húsinu. í greinargerð póst- og síma málastjóra kemur einnig fram að miðað við gólfflöt, sem byggja má á er lóðin sem Sjálfstæðishúsið stend- ur nú á keypt á mun hag- kvæmara verði en lóðir, sem ríkið keypti við Kirkjustræti og Landssíminn við Thor- valdsensstræti 6. Lóð Sjálf- stæðishússins kostar skv. því kr. 6.950 á fermetra, lóðimar við Kirkjustræti kr. 9.834 á fermetra og lóðir við Thor- valdsensstræti 6 kr. 13.000 á fermetra. Loks kemur fram í grein- argerð póst- og símamála- stjóra, að talið hafi verið nauðsynlegt að afla Land- símanum frekara athafna- svæðis í miðborginni nú þeg- ar ekki sízt vegna þess að verð lóða og fasteigna í mið- borginni fer stöðugt hækk- andi og mjög hagkvæmt að byggja viðbyggingu við Landsímahúsið á lóð Sjálf- stæðishússins, m.a. vegna þess að stigagangur er þegar fyrir hendi og auðvelt að tengja saman starfsemi í ný- byggingu og því húsi sem fyrir er. Verður þessi grein- argerð póst- og símamála- stjóra væntanlega til þess að stóryrðaskrifum stjórnarand- stöðublaðanna linni, enda eru verði ef þau hafa verið göm- þau tilefnislaus með öllu. ÚLFAR í ÓVÆNTU HLUTVERKI ipékknesk-íslenzka félagið efnir til mótmælafundar í dag vegna árásarinnar á 11 fmj U TA N Ú R H IEIMI eftir Dennis Bloodworth í KÍNA, eins og annars stað- ar, er náinn kunningsskapur undirrót fyrirlitningar. Lof- söngvar til dýrðar Maó for- manni verða sífellt umfangs- meiri og milljónir Kínverja eru að verða dauðleiðir á því að tilbiðja hann. Svo virðist sem vegsömun Maós sé komin á stig nýrra trúarbragða .Einbeiting þjóð- arinnar að lestri verka hans á hverjum degi til þess að fá leiðbeiningar í öllum athöfn- um, jafnvel í persónulegustu fjölskyldumálum, hefur gert Kínverja að einum stórfeng- legum biblíusöfnuði. Stríðs- menn sverja eiða frammi fyr- ir myndum af gamla mann- inum. Ódýrar altaristöflur með úrdráttum úr guðspjöll- um hans umhverfis fallega mynd fást í næstu búð. í sum um verksmiðjum safnast verkamennirnir umhverfi.s lítil Maóskrín þegar þeir koma á morgnana og áður en þeir fara á kvöldin. Kínversk blöð hafa sagt frá því, að íbúarnir í liflu þorpi, sem hugsanir Maós kom.u á fót, hefji dagsverkið með því að safnast um mynd hans og óska honum tíu þús. ára lífs. Út.vaípsstöð úti á landi skýrði frá því fyrir rúm um mánuði, að járnbrautar- lest hefði farið af teinunum og skemmzt mikið. Margt fólk var lokað inni í einum vagnanna, sem vó salt á gljúf urbarmi. Fólkið hrópaði „Lengi lifi Maó formaður" í staðinn fyrir að hrópa á hjálp og þess vegna tóks-t að bjarga því heilu á húfi. Mikill kraftur fylgir orðum Maós. Kona nokkur gekkst undir meiriháttar uppskurð og þurfti engrar deyfingar við, vegna þess að maðuir stóð skurðarborðið og las upp úr bókum Maós. Það er tvímælalaust, að ár- óðursmáttur hugsana Maós stuðlar að einbeitni og sjálfs- aga Kínverja og dæmi eru um hreystiverk trúaðra al- múgamanna. En fáránleiki kínverks áróðurs er stundum slíkur, að hann gerir öll trú- arbrögðin hlægileg. Nýlega var ráðizt heiftar- lega á stjórnendur kínverskr- ar frímerkjaútgáfu og þeir sakaðir um að útbreiða kapí- talisma, afturhald og léns- skipulag samkvæmt leiðbein- ingum flugumanna Chiangs Kaisheks. Þeir höfðu nefhi- lega brugðið svolítið út af þeirri venju að hafa mynd Maós á öllum frímerkjum og gefið út merki með fallegum myndum og blómum og fisk- um og nokkrum barnalegum hópmyndum af feitum svín- Maó Tse-tung. Aðrir óvinir Maós hafa ver ið sa-kaðir um geigvænlegt samsæri um að breyta her- skipinu Yangtse í olíuskip. Skipið er heilagt vegna þess að Maó var þrjá daga ,um borð í því fyrir 15 árum. Við höfum sannfrétt, að blómvöndur sem Maó gaf hópi verkamanna í Peking fyrr í þessum mánuði, hafi komið af stað æðisgengnum fagnað'arlátum um allt landið og jafnvel hafi allmargir full- orðnir menn grátið af gleði. Það eru farin að sjást merki þess, að þessi fyrirgang ur sé orðinn leiðigjarn sum- um Kínverjum og sumir við- urkenna jafnvel í einfcasam- tölum, að þeir álíti verk Maós í rauninni prýðileg svæfilyf. Svo undarlega vill til, að í tveimur kínversfcum stórblöð um hefur sama prentvillan komið fyrir, þar sem Maó hef ur verið óskað „endalauss ólífis“ í stað „endalauss lang lífis“. Prentarar og prófarfca- lesarar hafa síðan verið ákærð ir fyrir að fremja glæpi við þjóðina með því að hleypa slíkum villum fram hjá sér. f febrúar síðastliðnum var aði Chou En-lai forsætisráð- herra við því, að iðjuleysi ætti sök á vaxandi skrílsæði og ávítaði ungt fólk fyrir fjár hættuspil og fyrir að hugsa meira um ást en byltingu. Blöð í Shanghai viðurkenndu síðar að margir væru haldnir „pólitískri þreytu“. Fjárhættuspilamennska hef ur farið stöðugt í vöxt síðan dagblöð skoruðu á byltingar- sinna síðastliðið haust að berjast á móti „óhóflegri spilamennsku“. í ritstjómar- greinum hefur verið kvartað yfir því, að „stétbarfjenduir“ hafi komið upp spilavítum undir því yfirskini, að þar væri um heilbrigða skemmt- un að ræða. Sézt hefur til toll varða að spila upp á sígarétt ur og skömmtunarseðlar fara oft sömu leiðina. Atvinnulaus ir verkamenn og lífsleið ung- menni sinna pókar í stað póli tíkur. í Svatov á suðausturströnd inni ber mikið á þjófnuðum, fjárhættuspilamennsku og jafnvel vændi í stoemmtigörð um og ungir menn storkuðu Rauðu varðliðunum með vest rænum fatnaði. Útvarpið í Honan hefur sagt frá því, að illviljuð öfl hafi notað fagrar stúlkur til þess að spilla bar- áttuanda öreiganma. í stór- borgum eins og Kanton hafa verið stofnaðar varðsveitir til þess að hafa uppi á vasa þjófum og koma í veg fyrir ofbeldi á götum úti. Hermenn hafa jafnvel skotið á reið- hjólaþjófa. Frétzt hefur að verkamenn hafi skrópað í Maófræðitímum. Eðli mannsins virðist vera Þrándur í götu Maós. Menn eru ekki allir nákvæmlega eins. (Þýtt og endursagt). Tékkóslóvakíu. Sá fundur verður vafalaust vel sóttur, þar sem menn vilja votta Tékkóslóvökum samúð sína og stuðning vegna þessa of- beldisverknaðar. Hinu er ekki að leyna, að ræðumannaval á fundi þess- um er einkennilegt og ó- smekklegt. Meðal ræðu- manna eru menn á borð við Þorvald Þórarinsson, Sverri Kristjánsson og Björn Th. Björnsson, svo og ýmsir minni spámenn, sem hafa stundað þá iðju alla sína ævi að verja ofbeldisverk heims- kommúnismans hvar og hvernig, sem þau hafa birzt. Stuðningur þessara manna og fjölmargra annarra hefur m.a. gert Sovétríkjunum kleift að ráðast nú inn í Tékkóslóvakíu. Þeir eru því með nokkrum hætti sam- ábyrgir með Rússum í of- beldisverkum þeirra. Það er býsna sérstæð vinátta í garð Tékkóslóvaka, sem kemur fram í slíku ræðumannavali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.