Morgunblaðið - 25.08.1968, Page 17

Morgunblaðið - 25.08.1968, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST lf>6B 17 • • Oitiurlegir atburðir Aðfarirnar gegn Tékkum und anfarna daga eru svo ömurlegar. að erfLtt er að finna rétt orð til að lýsa þeim. Að sjálfsögðu er samúðin með þessari marghrjáðu þjó efst í h'ugum allra góðvilj- aðra manna. Siðferðilega er sam- úðin mikils virði, en gegn víg- drekum Sovétmanna stoðar hún lítt. Það er að vísu rétt, að eins og á stendur er sterkt almenn- ing it um h>eim allan helzta til tæka ráðið Tékkóslóvakíu til styrktar. Sjálfir eru þeir mátt- lausir gegn ofbeldinu og engar aðrar þjóðir telja sér fært að veita þeim liðsstyrk með vopna- valdi. En það var á styrk al- menningsálitsins, sem Tékkar tre; u í viðureign sinni við Sovétveldin og sovétmenn vildu einmitt sanna með aðförum sín- um, að þeir hefðu það að engu. Þeir hafa á því hina dýpstu fyr- Sovézkur bryndreki á götum Prag. Lítið barn bendir eins og spyrjandi á sovézku hermennina. á valdbeitingu Sovétmanna verð ur að taka með varúð þótt hana bæri að þakka, ef hugur fylgdi máli. Þvi miður sýna yf- irlýsingar eins og þessi, að þar skortir verulega á a.m.k. um rök- rétta hugsun og kjark til þess að taka afleiðingum ofbeldisins og gera óhjákvæmilegar ráðstaf anir til að hindra nýja ásælni h?3S og úrþen.úu. Mennirnir, sem 17. júlí birtu í blaði sínu þessa k’au.su, hafa ekkert lært: „Hvarvetna í Evrópu myndi það þvkja firn mikil ef einhver dirfðist að flíka svipuðum kenn- ingum um árásarhættu og þeim, sem enn eiga griðland í ritstjórn argreinum Morgunblaðsins." Og hinn 16. ágúst birtist í Þjóðviljanum forystugrein undir heitinu ,,Gæfa Tékkóslóvaka“. Þessari „gæfu“ lýsti Þjóðvilj- inn svo: „Morgunblaðið hefur síðustu vikurnar orðið mjög tíðræbt um sjálfsákvörðunarrétt Tékkósló- vaka. Ef Tékkóslóvakar hefðu hliðstæðan áhuga á ílenzkum málefnum, mundu þeir hafa fagn- að því sérstaklega að undan- förnu að þeir hafa ekki í landi sínu neinn „Sjálfstæðisflokk" ekkert „Morgunblað“.“ Ekki nóg með það, sjálfan inn rásardaginn voru þessi skrif í- trekuð og þá enn talað um fögn- uð Tékkóslóvaka. REYKJAVÍKURBRÉF .Laugardagur 24. ágúst. irlitningu og telja það stórhættu legt fyrir stjórnarfyrirkomulag sitt. Það er athöfnin, vald'beit- ingin, sem þeir meta öllu öðru fremur. Þegar kommúnigtar hrifs uðu til sín völdin í Rússlandi, höfðu þeir almenningsálitið þar eindregið á móti sér. Þeir hindr- uðu störf stjónnlagaþings eða þjóðfundar, þegar í ljós kom, að andstæðingar þeirra höfðu þar yfirgnæfandi meirihluta. Ferill kommúnista er hinn sami í öll- um löndum. Hvarvetna þar sem kommúnistar hafa hrifsað til sín völdin hefur það verið gert gegn meirihlutanum, gegn al- menningsálitinu. Þetta átti jafnt við í Tékkóslóvakíu 1948 sem annars staðar. Eftir á er eins og þetta gleymist. Menn tala um, að þjóðir þessara ríkja standi bak við eða styrki stjórnir þessara landa, þó að vitað sé að hvar- vetna ríkir þar kúgun og frjálsar kosningar séu eitur í beinum valdhafanna. A^mennmgsálitið .Almenningsálit um heim allan fordæmdi á sínum tíma hernám Sovét-Rússlands á Eystrasalts- löndunum og töku þeirra á aust- urhluta Póllands. Fordæmingin á kúgun Ungverja 1956 var enn almennari. En hið sterka almenn ingsálit kom þessum þjóðum ekki að neinu gagni. Leppstjórnin í Ungverjalandi neitaði rannsókn- arnefnd frá Sameinuðu þjóðun- um um leyfi til að ferðagt um landið til að kynnast ástandinu. Út af þessu varð urgur í nokk- ur misseri. En á síðari árum eru ýmsir farnir að tala um Kadar sem einskonar frelsishetju Ung- verja. Jafnvel Tékkar sýndust um skeið treysta á velvilja hans í sinn garð. Þegar á reyndi, sagði hið sanna eðli svikarans til sín, Valdhafarnir í Kreml vita. að þeir hafa slíka herra í hendi sinni. Reynslan hefur sýnt þeim, að áður en varir eru hryðjuverkin gleymd, og menn trúa alls ekki, að slikt geti gerst aftur á okkar „upplýstu" tímum. Þess vegna hika þeir ekki við að ögra almenningsálitinu með sínum blygðunarlausu tiltektum þeir treysta því á að framinni athöfn —- jafnvel þótt auðsær glæpur sé, — verði ekki breytt, þeir vita að jafnvel eru til menn, sem fá aukna virðingu fyrir svo athafnasömum valdhöfum, eða a. m.k. bera fyrir þeim slíkan ótta, að þeir hvorki hrsera le@g né lið. \ irða valdið Athyglisvert er það, sem Þjóð viljinn hefur eftir Jónasi Árna- syni alþingismanni úr ræðu er hann hélt s.l. miðvikudag. Þjóð- viljinn segir: „Jónas Árnason sagði í upp- hafi máls síns, að í því flóði válegra tíðinda sem okkur bár- ust úr útvarpi í gærmorgun, hafi ein lítil frétt sýnt að þrátt fyrir allt hefði það stórveldi, sem ábyrgt væri fyrir innrásinni í Tékkóslóvakíu ekki með öllu gleymt að sýna kurteisi og hátt- vísi í því sambandi. „Um leið og Sovétmenn réðust ásamt banda- mönnum sínum að Tékkóslóvök- um óvörum í skjóli náttmyrkurs höfðu þeir gert bandarískum stjórnarvöldum aðvart um það, með vinsemd og virðingu, að þau þyrftu ekkert að óttast af völdum þessara hernaðarað- gerða. Kurteisi af þessu tagi set ur æ meiri svip sinn á sam- skipti þessara tveggja þjóða“.“ Hinn gamansami þingmaður áttar sig bersýnilega ekki á, að hér er komið að kjarna máls- ins. Það er valdið, sem Sovét- menn bera öllu öðru fremur virð ingu fyrir. Aðfarirnar gegn Tékkum helgast í þeirra huga af því, að þeir vita, að þar eiga þeir við lítilmagna, sem þeir eiga í fullu tré við. Alls staðar þar sem valdatómrúm er sækja So- vétmenn fram. Þeir hafa notað sér ringulreiðina í Arabalöndum til þess að ná á þeim melra eða minna tangarhald og í skjóli vin- áttu við þau hafa þeir komið sér upp allmiklum flotastyrk á Miðjarðarhafi. Jafnóðum og Bret ar draga lið sitt burt úr Austur- löndum, senda Sovétmenn flota- deildir þangað. Þeir eru þegar farnir að gera sér tíðförult til Aden, þaðan sem Bretar hurfu á braut fyrir nokkrum mánuðum. í Evrópu er það varnarmáttur Atlantshafsbandalagsins, sem þ.eir virða og vilja sýna, að þeir ætli ekki að bekkjast til við það. „Verðum við þá aftur búnir að gleyma4i Eðlilegt er, að menn hugleiði, hvað verða mundi, ef Atlants- hafsbandalagið væri úr sögunni. Þessu svaraði Ellert B. Schram skelegglega í ræðu sinni á útifundinum við Miðbæjarbarna skólann s.l. miðvikudag, þegar hann sagði: „Ég var aðeins unglingur þeg- ar rauði herinn réðist með bryn- drekum á göbur Búdapest og murkaði lífið úr ungversku æskufólki. Ég hef talið sjálfum mér trú um, að slíkir atburðir heyrðu sögunni til og ég skal játa, að ég hafði ekki og hef ekki til dagsins í dag, öðlast nægilega dómgreind til að vega og skilja orsakir þess válega atburðar. Ég hef viljað trúa frið arvilja stórþjóðanna og verið svo viss um sigur lýðræðis og frelsis, að ég hef jafnvel gælt við þá hugsun að sem jákvæð- ur liður í batnandi sambúð ríkja geti orðið minnkandi áhrif At- lantshafsbandalagsins og hugs- anleg úrsögn okkar úr banda- laginu. í dag er slík hugsun fjar- stæða. Atburðirnir í Tékkósló- vakíu hafa á svipstundu opnað augu okkar fyrir þýðingu banda lagsins, svipt hulunni af grimmd arkúgun stórveldisins í austri og varpað nýju ljósi á mikilvægi frelsisins. En skyldi ekkert minna duga en vopnakúgun Sovétríkjanna gegn smáþjóðum Evrópu einu sinni á áratug til að minna okk- ur á þessar grundvallarstað- reyndir. Verðum við aftur eftir áratug búin að gleyma þeim at- burðum, sem nú eru að ske. Verðum við þá aftur búin að gleyma þeirri dýrmætu opin- berun, að veraldleg gæði eru ekki alfa og omega þessa lífs. Því svarar hver fyrir sig.“ Skynsamleg álvktun Tímans Það er á slíka gleymsku, sem Sovétmenn treysta, enda hefur þeim því miður of oft og of lengi orðið að þeirri trú sinni. En því meira ber að meta það, þegar menn kunna að læra af reynslunni eins og óteljandi, bæði ungir og gamlir, gera nú. Þess vegna ber að taka undir með Tímanum, hinn 22. ágúst, þegar hann segir í forystugrein: „En meðan hernaðarsinnuð aft urhalds- og ofbeldisöfl drottna í Austur-Evrópu, verða lýðræðis- þjóðirnar í Vestur-Evrópu að gæta áfram varðstöðu sinnar. Þannig verður að koma í veg fyr- ir, að fleiri ríki hljóti þar örlög Tékkóslóvakíu. Slíkt er óhjá- kvæmilegt meðan það ástand hef ur ekki skapast, að beiting her- valds sé útilokuð í skiptum þjóða þar.“ Þetta verður ekki skilið á ann an veg en þann að Tíminn hafi af atburðum þessum dregið þá rökréttu afleiðingu, að íslend- ingar megi ekki bregðast At- lanthafsbandalaginu né láta varnarliðið hverfa úr landi, með an það ástand varir, sem blaðið réttilega lýsir. Um þetta vildi Ó1 afur Jóhannesson forrhaður Framsóknarflokksins aftur á móti ekkert segja í sjónvarps- viðtali s.l. miðvikudagskvöld, heldur sagði að samþyktot Fram sóknarflokksins í gagnstæða átt gilti, þar til henni væri breytt. Vonandi fer flokkur hans að ráðum Tímans og sýnir að hann hafi manndóm til að læra af reynslunni. „Gæfa Tékkó- slóvaka44 Hitt er þegar ljóst, að komm- únistar vilja ekki taka þessum augljósu afleiðingum. Þeir nofa einmitt ofbeldisárás Sovétmanna á Tékkóslóvakíu til þess að í- treka fyrri skoðanir sínar um varnarleysi gegn ofbeldi. í á- lyktun, sem framkvæmdanefnd Sameiningarflokks Alþýðu — Sósíalistaflokksins gerði hinn 21. ágúst segir m.a.: „Þess vegna áréttum við enn einu sinni þá kröfu okkar, að við íslendingar skipum oktour í sveit þeirra fjölmörgu þjóða, sem standa utan hernaðarbandalaga og neita um erlendar herstöðv- ar í landi sínu. Með slíkri utan- ríkisstefnu styrkjum við bezt málstað allra þeirra, sem nú búa við valdbeitingu erlendra að- ila.“ Úrbótin á sem sé að vera sú, að opna landið fyrir valdbeit- ingu ofbeldismanna! Fordæming þeirra manna, sem svona hugsa, Osamrvmaiilegt Þessi orð Þjóðviljans lýsa svo glöggt, að ekki verður um villst hvorum meginn hugur Þjóðvilja höfundarins í raun og veru var í deilu Tékka við Sovétmenn. Á- greiningurinn þeirra í milli var einmitt fyrst og fremst um það, hvort tékkneska þjóðin mæfcti í sínu eigin landi njóta rit- og skoðanafrelsis. Að vísu ætluðu Tékkar sér ekki að heimila fullt skoðanafrelsi a.m.k. að svo stöddu, heldur átti að haldast eins flokks kerfi. En ritfrelsis vildu þeir fá að njóta, og látið var í það skína, að hollt gæti verið fyrir stjórnarfarið ef a.m. k. takmörkuð andstaða gegn stjórnarflokknum væri heimiluð. En Sovétmenn töldu slíkt al- gjör fjörráð við sig. Atferli þeirra verður skýrt með því einu móti, að frelsi, og kommúnismi geti alls ekki farið saman. Þetta er sannfæring þeirra, sem gerzt þekkja komúnismann og skrif Þióðvilians hinn 16. og 21. ágúst verða ekki skilin á annan veg en bann, að Þjóðviljinn sé í þessum efnum sömu skoðunar og hinir sovésku innrásarmenn. Þess vegna verður því miður að taka fordæmingu bessara manna á athæfi Sovétmanna með ærinni varúð. Það er illt að þurfa að gera svo, því að sannarlega væri ekkert meira ánægjuefni en að allir íslendingar gætu í raun og veru 'sameinast í fordæmingu á hernámi Tékkóslóvakíu. Það er einungis með afneitun á sinni kommúnisku skoðun, sem komm- únistar geta sannfært alþjóð um, að þeim hafi snúist hugur. Sparisjóður Reykjavíkur Sparisjóður Reykjavíkur er nýlega fluttur í sitt nýja og glæsilega hús að Skólavörðustíg 11. Sparisjóðurinn hefur ætíð lát ið lítið yfir sér en unnið ómet- anlegt starf í Reykjavíkurbæ með því að lána fé til hús- bygginga. Hann var stofnaður á þeim árum, þegar Framsóknar- flokkurinn hafði fengið því fram gengt, að veðdeildarlán voru ó- fáanleg. Sparisjóðurinn megn- aði raunar ekki einn að bæta út því mikla glappaskoti. Það tókst fyrst löngu síðar með for- göngu Sjálfstæðisflokksins. En Sparisjóður Reykjavíkur hefur bætt úr brýnni þörf og hefur bjargað mörgum frá algjöru öng þveiti og vandræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.