Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 3 Rœtt við Hannes Finnbogason, lœkni um störf hans á síldarmiðunum Frá vinstri Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgaezlunnar, Hannes Finnbogason, læknir Sigurður Árnason skipherra. Myndin er tekin inni í sjúkrastofunni á Óðni. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) VARÐSKIPIÓ Óðinn kom til Reybjavíkur í gær, en skipið kom beint af síldarmiðunum norður við Bjamarey, þar sem það var til eftirlits og aðstoð- ar. Óðinn var búinn að vera tæpan mánuð í þessari ferð og skipherra var Sigurður Árnason. Sem kunnugt er var Hann- es Finnbogason læknir á Óðni í þessari ferð til þess að sinna sjúkum sjómönnum á síldarmiðunum. Sjúkrastofa Óðins var útbúin fyrir þessa ferð með aðstöðu til skurðað- gerða og framkvæmdi Hann- es tvær botnlangaaðgerðir, sem tókust mjög vel. Hannes hafði afskipti af 14 kvillum hjá sjómönnum, sem komu um borð í Óðin, cn einnig gaf hann ráðleggingar í gegnum talstöð. Sjómenn á miðunum voru mjög ánægðir með þá ráðstöf- un að læknir væri staðsett- ur á síldarmiðunum. Um borð í Óðni í þessari ferð voru einnig fiskleitar- tækjaviðgerðarmenn og gerðu þeir við tæki í u.þ.b. 30 bát- um. Ráðgert er að prófessor Snorri Hallgrímsson fari með Óðni í næstu ferð til læknis- starfa á síldarmiðunum. Þegar við komum um borð í Óðin hittum við báða menn- ina sem voru skornir upp og voru þeir hinir hressustu þar sem þeir sprönguðu um þil- farið. Við ræddum við Hannes Finnbogason lækni í gær um borð í Óðni og Sigurð Árna- son skipherra. — Hefur þú verið til sjós fyrr, Hannes? — Já, reyndar, ég var á síld í gamla daga í þrjú sum- ur þegar ég var ungur. — Hefuir áðuir en í þéssari ferð verlð fraiinikvæmd skiurð-. aðgerð um bo,rð í íslienzlkiu skipi? — Nei, líklega ekki. Þetita er í fyrsta skipti sem laeknár er uim borð í íslenzkni skipi með aðstöðn til slíkra að- geirða. — Varu miöng sjúkdómstil- felli í þessairi ferð, sem þú þuirftir að sinna? — Nei, ekki miðað yið mán venju'legu störf í landi. Ég 'hatfði aÆskipti af 14 minnálháitt- ar kviMnim, en þair af voru 4 miinnilhá'ttar slys. Tíu sinnum gaf ég ráðiaggimgar í gegnuna talstöðvair báainna og þar af í 3 skipti tiíl brezkra togaira- sjómiannia. Nú, svo þurifti ég að igeira tvær skiurðaðgerð i r qg það var vegna botnlanga- bólgu í bæði Skiptin, Annair sjúkiLiniguriinn var smyrjani á Mennirnir tveir, sem Hannes Finnbogason framkvæmdi botn- langauppskurð á um borð í Óðni. Árni Jensen t.v. og Lárus H. Eggertsson. Óðni, en hinn vair færeyskur piltur af neknetabát frá Fær- eyjuim. Vegna fyri aðgierðair- itnmar þurftium við að sigia upp umdi,r Bjainniarey í va.r, en síð- ari uppskuirðurimn var gerðuir úti á miiðumiuim í stiilibum sjó. — Hvernig er aðstaðam uim boii-ð? — Hún er niægjanlega góð tiú þesis að gema, ef veður hiaimd ar ekki uim of. — Nú aðsitoðuðú stýrimenn og skipherira þig? — Já, áður en við fórurn af stað fenigum við stýrimenn og skiiphenna á Óðnd upp á Landspítala eiinn morigun og var þeim 'keninit á svæfingar- tækin og þeir látnir nota þau að noklkru leyti sjálfir. Þetta reyndist nægjanleg umdir- staða til þess að þeiæ gátu að- stoðað og svæft með minmi fyrirsögn. Auk þess vorum við búnir aS rœða þessa mögju- leika áðiur og fara í gegm uim það helzta, sem athuiga þurfti. — Hvernig heilsaðist sjúki- ingunum? — Þeir fóru eðlileiga fljót á fætur og heilsaðist vel. í sjúkmaklefanium á Óðni eru tvö rúm, sem bæði eru velti- kojur, þanniig að þó að skdp- ið vel.ti, þá er rúmilð mdkið til kynrtt hvað hliiðairvelting snertir. Það var áreiðam.lega til mikilla bóta á meðam þeir voru nýuppskorniir. — Hvemig var að eyða sum arfríinu í þetta starf? — Vissulaga hefur þetta verið afskaplega róleigur timi og farið vel um mann. Ég hef aldrei haft það svonia rólegit í læfcnisstarfii, en við lœknarn- Framhald á bls. 16 Framandi land. Eyðimerkurferð á kam.eldýruim um vinjar og döðJupálma- lundi. Hvíldardvöl á fagurri baðströmd. Túnisferðin býður upp á marga mögu- leika. Þér getið valið um tveggja vikna dvöl á fyrsta fiotoks hóteli á fagurri strönd eyjunnar Djerba fyrir sunnan Gabes, eða, ef þér kjósið heldur, farið í vitouferð um Túnis og heiimsótt nokkrar af hinuim heiliandi borguim þessa Afríkuríkis, svo sem Karþaigo, Tozeur og Kairouan, og síðam dvalið viku á Djerba. Hvers vegna ekki að fara í ævintýraferð til Túnis? Verð frá: 16.980,00 — 22.500,00. Innifalið í verði: Flugferðir miiLld íslands og Kaupmannahafnar. TVær g;st- ingar með morgunverði í Kaupmannahöfn. Fuilt fæði í Túnis ásarnt leiðsögu- mamnsaðstoð, þjánustugjaldi á hótelum og söluskatti. Brottíör aninan hvonn laugardag ailit árið. Aukaferðir: 1. Feið till Nefta ásaimit danssýningu. Kr. 165.90. 2. Toaeur, Hálfs- daigsferð á kameldýruim, kr. 125,00. 3. Ferð um Kairouam Kr. 125,00. 4. Ferð uim Gabes. Kr. 125,00. Biðjið um rnákvæmia leiðarlýsingu á skrifstofu okkar LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, 11540 ÆVINTÝRAFERS TIL TÚNIS STAKSTIIMR Fréttir blaða og útvarps í fyrmefndri grein Ólafs Jóns- sonar er að því vikið, að blöðin hafi brugðizt því hlutverki að skýra atburðina í Tékkóslóvakíu og að fréttir þeirra hafi allar komið í útvarpi áður. Almennt talað er þetta ekki rétt. Útvarp og sjónvarp geta ekki flutt jafn ítarlegar fréttir af atburðarrás- inni og blöðin. Það má segja að þessar stofnanir gefi hlustendum smjörþefinn af því, sem er að gerast, en blöðin flytji síðan ítarlegar og nákvæmari fréttir af atburðunum, yfirlitsgreinar og skýringar eftir föngum, en rétt er að töluvert skortir á frétta- skýringar í blöðum hér um er- lend málefni. Þess er þó að gæta að tveir til þrír dagar líða áður en atburðir eins og þeir, sem urðu í Tékkóslóvakíu, hafa skýrzt svo að hægt sá að flytja fréttaskýringar og mun erfiðara um vik, þegar viðkomandi landi er lokað eins og Tékkóslóvakíu í þessu tilviki, og jafnvel ekki fullvíst þegar þetta er ritað, hvort t.d. Dubcek tekur þátt í viðræðunum í Moskvu. Loks má vekja athygli ÓJ. á forsíðugrein í Mbl. sl. laugardag, þar sem leitazt var við erfið skilyrði að svara þeim spurningum sem bmnnu á hvers manns vörum. Og í Morgunblaðinu einu voru s.l. fimmtudag, eða á öðrum degi innrásarinnar, tíu yfirlHs- greinar sem allar varpa ljósi á atburðina í Tékkóslóvakíu. „Breytta stefnan" Frægasta nafn, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur fundið upp á „stefnu“ sinni, er tví- mælalaust það, sem Eysteinn Jónsson fann upp, „Hin leiðin". Að því nafni var hlegið um allt land og smátt og smátt fóm Framsóknarmenn að draga úr notkun þess. í staðinn komu þeir fram með nöfn eins og „nýja leiðin“ eða „þriðja leið- in“. Þjóðin hefur hrifizt af hvor- ugu. En menn verða að duga eða drepast. Nú hefur Steingrímur Hermannsson komið fram með nýtt nafn á stefnu Framsóknar- flokksins og það er „breytta stefnan“. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort höfund- urinn skýrir nánar hvað í „breyttu stefnunni“ felst. Hitt er vist, að hún mun ekki njóta meira gengis hjá kjósendum en forverar hennar. Fyrir 30 árum Ungkratar eiga sér mikinn leiðtoga. Hann heitir Sigurður Guðmundsson og hefur notið góðs af stjórnarþátttöku Al- þýðuflokksins í núverandi rikis- stjóra. Hann talar mikið um ungu kynslóðina, hugsjónir henn ar og aukin áhrif. Og hverjar eru svo hugsjónir unga manns- ins í Alþýðuflokknum? Jú, skv. frásögn Framsóknarblaðsins í gær sagði hann á þingi ungra Framsóknarmanna um helgina: „Endurreisn þess (þ.e. valda- kerfis Jónasar frá Hriflu) er senniiega það takmark, sem stjórnmálasamtök hins vinnandi fólks verða að stefna að á kom- andi árum og um leið það mark, sem samtök ungra vinstri sinn- aðra stjórnmálamanna ætti að stefna að“. Er þetta ekki stór- brotin hugsjónaauðgi hjá for- manni ungkrata?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.