Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Vfirlýsing miðstjórnar kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu: Meyðumst til að láta undan valdi ofureflis London, 27. ágúst. AP. MIÐSTJÓRN KOMMÚNISTAFLOKKSINS í TÉKKÓSLÓVAKÍU HEFUR SAMÞYKKT YFIRLÝSINGU ÞAR SEM SEGIR, AÐ ÞJÓÐIR LANDSINS HAFI NEYÐZT TIL AÐ LÁTA UNDAN VALDI OFUREFLIS, EN ÞÆR MUNI ALDREI FALLA FRÁ KRÖFU SINNI UM SJÁLFSTÆÐI OG FRELSI. Yfirlýsingu þessari var útvarpað í Prag og heyrðist útsend- ingin m.a. til London seint í gærkvöldi. Þar sagði: „Forystumenn okkar hafa bitrir og djúpt hrærðir fengið í hendur yfirlýsingu um samningaviðræðurnar, sem fulltrúar okkar áttu aðild að í Moskvu. Við tÖkum þátt í geðshræringu þeirra og gerum okkur fyllilcga grein fyrir alvöru þessarar stundar. Við erum að láta undan ofurefli, en við munum aldrei falla frá kröfunni um full- veldi og frelsi. Við skiljum, hve erfiða aðstöðu félagi Dubcek og aðrir félagar okkar áttu í Moskvu, aðskildir frá okkur í töluverðan tíma. ÖRVÆNTIÐ EKKI. Þetta er ekki endir allra daga. Markmið þjóðar okkar verður eftir sem áður að koma á sósíalisma með mannúðlegu yfirbragði“. Landið hernumið um dakveðinn tíma Leiðtogar Tékkóslóvakíu eru nú aftur við völd — Prag, Moskvu, 27. ágúst. (NTB-AP) 0 Leiðtogar Tékkóslóvakíu komu heið frá Moskvu í nótt að loknum samningaviðræð- unum við leiðtoga Sovétríkj- anna. Voru þeir allir ör- magna af þreytu en héldu rakleitt til fimda við aðra for ystumenn landsins og skýrðu þeim frá viðræðunum. 0 Ekki er ljóst hver úr- slit samningaviðræðnanna hafa orðið. Tass-fréttastofan birti yfirlýsingu sem lítt er á að byggja, en eitt megin- atriðið virðist þó að herinn verði áfram í landinu um óákveðinn tíma, smám sam- an verði fækkað í honum unz hann fari allur brott „þegar ástandið í landinu er komið í eðlilegt horf“ eins og segir í Moskvufréttum. Engin tímatakmörk eru sett fvrir brottför hersins. Að öðru leyti er ekki Ijóst hverju leiðtogar Tékkósló- vakíu hafa orðið að fórna, en talið er líklegt að bæði verði dregið úr framkvæmd um- bótaáætlunarinnar og komið á ritskoðun, a.m.k. á allt er varðar innrásarríkin. 0 Þegar íhúar landsins gerðu sér Ijóst í hverju nauð- ungarsamningarnir mundu fólgnir, lýstu margir von- brigðum sínum og ugg um afleiðingar áframhaldandi hersetu í landinu. í kvöld sendu ýmis samtök frá sér mótmælaorðsendingar, með- al annars verkamenn við Skodaverksmiðjurnar í Plsen, scm lýstu samkonulagið nauð ungarsamninga og sögðust mundu hrópa mótmæli sín yfir landið, yfir miðstjórn kommúnistaflokksins, yfir þingið og yfir allan heiminn — og krefjast brottflutnings innrásarliðsins. Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Prag í kvöld og kröfðust þess að fá að heyra allan sannleikann. 0 Þeir Ludvig Svoboda, forseti og Alexander Dubcek, aðalritari kommúnistaflokks ins, fluttu báðir útvarps- ávörp, þar sem þeir þökkuðu stuðning og hollustu þjóðar- innar og hvöttu til þess, að menn héldu áfram aga og Framhald á bls. 20 Mynd þessi var tekin á laugardagskvöldiS, er þeir Titó Júgóslavíuforseti og Nicolai Ceau- sescu forseti Rúmeníu hittust að máli í Vrsac á landamærum rikjanna. Demókratar deila um Vietnam Humphrey sigurstranglegastur Chicago, 27. ágúst AP-NTB STEFNUSKRARNEFND bandaríska Demókrataflokks- ins vísaði í dag frá tillögu um að skilyrðislaus stöðvun sprengjuárása á N-Vietnam yrði tekin inn í stefnuskrá flokksþingsins í Chicago, en samþykkti í staðinn að lýsa því yfir að árásunum verði hætt þegar er trygging hefur fengizt frá N-Vietnam um öryggi bandarískra her- manna í S-Vietnam. Fyrri til lagan var borin fram af McCarthy og McGovern, en stefna sú er samþykkt var er mjög í anda Huberts Hump- hrey. Samþykkt þessi mun að flestra áliti verða eitt að- aldeiluefnið í umræðum á flokksþinginu, sem ljúka á n.k. fimmtudagskvöld. Á MORGUN Ihiefst at- kvæðagreiðsla um útnefnin.gu forsetaefnis, en úrslit verða vart kunn fyrr en undir morgun að ísl. tíma. Að minnsta kosti þrír frambj öðendur munu sækjast eftir útnefningunni, þeir Eugene McCarthy, George McGovern og Hubert Humphrey, sem af flest- um er talinn nær öruggur sig- urvegari við fyrstu atkvæða- greiðslu. Auk þeirra hefur Lest- er Maddox ríkisstjóri í Georgía lýst yfir framboði sínu. í dag opnuðu stuðningsmenn Edward Kennedys skrifstofu í Chicago, en öldungadeildarþingmaðurinn hringdi þá til skrifstofunnar og bað um að starfseminni yrði hætt, því að hann hefðj ekki áhuga á forsetaembættinu. Var orðið við óskum Kennedys og skrifstofunni lokáð. Þrátt fyrir þetta eru miklar umræður manna á meðal, sem vilja fá Kennedy fyrir forsetaefni. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.