Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2iS. ÁGÚST 1%8
0 Sóðaskapur — hugsunarleysi
„Þorri skrifar.
„Núna í sumar var hafin mikil herferð
gegn sóðalegri umgengni um landið okkar.
Vonandi hefur þetta ekki farið fram hjá
mörgum svo mjög, sem skrifað hefur verið
um það í blöðin, og raett um það í útvarpi
og sjónvarpið flutt boðskapinn í töluðu
máli og myndum. Það er sorglegt að til
þessa ráðs þurfi að grípa, að það þurfi
raunverulega að hvetja okkur til þess að
ganga vel um landið — varða ekki leið
okkar rusli og óþverra. En staðreynd-
irnar tala síniu máli þótt við höidum því
sjálf fram — og fyrtumst við ,ef einhver
dregur í efa, að við búum í menningarþjóð
félagi.
Ég hefi stundum verið að velta því fyrir
mér, hvort sóðaskapurinn væri íslending-
um £ blóð borinn, en komist að þeirri nið-
arstöðu að því færi víðs fjarri. Hér er miklu
fremar um hugsunarleysi, trassaskap eða
sinnuleysi að ræða. Við verðum að viður-
kenna þá lesti í fari okkar og reyna að
ráða bót á þeim. — Ég get tekið litið
dæmi. Maður, sem ég þekki vel, snyrti-
menni hið mesta, ók nú fyrir skömmu á
undan mér í bíl sinum eftir Austurvegin-
um fyrir ofan Árbæjarhverfið. Eitthvað
flaug út um opinn bílgluggann. Það var
íspinni. Litlu síðar kom annar og umbúða-
pappír i kjölfarið. Nú veit ég að þessum
manni er umhugað um að ganga vel um
heima hjá sér, bæði hús og lóð — og sama
er að segja um fjölskyldu hans. Ég full-
yrið að þessu var kastað á veginn í hugs-
unarleysi. Það hvarflaði ekki að hinum
góða borgara, hvemig vegurinn og næsta
nágrenni myndi líta út, ef alilr vegfar-
endur losuðu sig við þó ekki væri nema
einn litinn íspinna.
§ Ruslið á götunum
Núna i sumar hafa sveitirnar verið efstar
í huga okkar — og óbyggðir landsins. Fólk
hefur verið hvatt til að launa ekki gist-
ingu í faðmi náttúrunnar með hraklegri um
gengni. En nú fer sumarið að kveðja og
hver heldur til sins heima — og nú skulum
við, sem búum í Reykjavík, líta vel i kring
um okkur. Sennilega er Reykjavík heldur
hreinleg borg á alþjóðavísu. Það segja að
minnsta kosti kurteisir útlendingar. En að
mínum dómi má betur gera eí duga skal.
Þú þarft ékki að fara vítt, borgari góður,
til þess að á vegi þínum verði sælgætis-
umbúðir, bréf utan af karameRum, súkku-
laðikexi, sígarettu- og smávindla-pakkar,
sígarettustubbar, eldspýtur, ísform ogjafn
vel brotnar flöskur og allt upp í málninga
dollur eða þaðan af stærri umbúðir.
En hvað má nú til vamar verða. Auð-
vitað geta menn sagt, að borgayfirvöldin
eigi að sjá um að allt þetta sé fjarlægt.
Og ég er þeirrar skoðunar að það sé gert
eftir því sem fjárhagsgeta leyfir. En get
um við ekki, almennir borgarar, létt byrð-
inni af borginni og um leið okíkur sjálfum
með þvl að taka löggæzlu í þessum efnum
í eigin hendur. Og um leið gætum við gef-
ið yngstu borgurunum tækifærið til þess að
sýna, hvað í þeim býr. Hvernig væri t.d.
að fullorðna fólkið gerði það að metnaðar
máli barnanna í hverfinu, að gatan fyrir
utan húsið þeirra væri þrifalegri — eða að
minnsta kosti ekki óþrifalegri — en fyrir
utan næsta hús. Ég bað son minn eitt sinn
um að hreinsa bréfarusl af gangstéttinni
fyrir utan húsið. Hann var tregur til —
sagði að krakkamir myndu gera grín að
sér. Hvernig væri að reyna að snúa þessu
við, „grín“ yrði gert að þeim krökkum,
sem köstuðu karamellubréfi eða íspinna á
götuna. Þau mynud fljótt hætta þvi, Já
og „grír“ mætti gera að þeim fullorðna,
sem kastaði sígarettupakka frá sér í hugs-
unarleysi.
Hvernig væri að fá börnin í lið með sér.
Það er mikill misskilningur að börn geti
ekkert gert fyrr en þeim vex fisikur um
hrygg. Þau geta áorkað miklu til nytja
eða tjóns eftir þvi í hvora áttina huga
þeirra er beint. Aðeins verður að tala við
þau á máii, sem þau skilja og virða —
skamma- og nöldulraust.
Þessu er hér með komið á framfæri —
en við hvem eða hverja mætti spyrja. Ja,
þá vandast málið. Við einhvern Lyons-
klúbbinn eða Kiwanis-klúbbinn? Eða við
einhver samtök ungs fólks? Kannski sam-
tök, sem enn hafa ekki verið stofnuð? Það
er dugur í æskunni, ef hún tekur sér eitt-
hvað nytsamt fyrir hendur. Sjáið Tengla
til dæmis.
Eitt getum við þó gert og byrjað strax.
Hugsum okktu alltaf um tvisvar áður en
við köstum rusli á götuna, t.d. næsta sígar-
ettustubb.
Þorri.
g Lokaðir strætisvagnar
„Farþegi" sendir bréf þar sem hann finn
ur mjög að því, að strætisvögnum skuli
lokað á milli ferða. Segir hann það óþarfa
þjófhræðslu að hafa vagnana e kkí opna
þótt bílstjórinn sé ekki við. Engum muni
koma tii hugar að fara inn í vagninn án
þess að borga. Hann hafi aldrei séð neinn
reyna slífct. „Mér rann til rifja“ segir bréf-
ritari, „að sjá fjörgamlan mann á tveimur
hækjum standa á Lækjartorgi í 6 minútur,
vonleysislegan og titrandi, þar til vagnstjór
anum þóknaðist að opna. Auk hans voru
þarna ein gömul hjón“.
Þetta mál hefur áður verið rætt 1 þessum
þáttum, og vonandi finnst einhver lausn á
því.
Bornastólar
kr. 560, körfur fyrir óhreinan
þvott frá kr. 635. Vöggur og
brúðukörfur fyrirliggjandi.
KÖRFUGERÐIN
Ingólfsstræti 16.
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir iokun 34936 og 36217.
S'imi 22-0-22
Rauóarárstig 31
1-44-44
m/HFWifí
Só&ezÆei&G.
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
SENDUM
SÍMI 82347
MAGIMÚSAR
ttooHoin21 s»*aar21190
ettírlokvn 403 b 1
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaffastraett 11—13.
Hagstætt leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða S174S.
Signrður Jónsson.
Baðskápar
Baðvogir
Baðmottur
Baðkersmottur
| J. Þorláksson & Norðmann M.
HÚSEIGNIN
Öldugata 29
hér í borg er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Húsið er
3 hæðir og ris, verzlanir á neðstu hæð.
Tilboð sendist undirrituðum, sem gefa nánari upplýs-
mgar.
Gunnar I. Hafsteinsson, hdl.,
Tjarnargötu 4, sími 13192 og 23340.
Sveinbjörn Jónsson, hrl.,
Garðastraeti 40, sími 11535.
Skrifstofuhúsnœði
Skrifstofutnisnæði (2—3 herbergi) ásamt lítilli vöru-
geymslu óskast.
Tilboð merkt: „Skrifstofa — 6871“ sendist blaðinu.
Höfum opið ó kvöldin
um óáikveðinn tíma, þriðjudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga.
SNYRTISTOFAN, Hótel Sögu
Sími 23166.
Byggingarlóð óskast
undir einbýlishús, parhús eða raðhús í Reykjavík eða
nágrenni. Til greina kemur einnig að kaupa upp-
síeypta botnplötu.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir nk. mánudagskvöld
merkt: „6807“.
Fró Barnaskólom
Hoinarfjarðar
Skólamir hefjast þriðjudaginn 3. sept. n.k. Þá eiga
að mæta 7,8, 9 og 10 ára nemendur sem hér segir:
10 ára kl. 10 — 9 ára kl. 11
8 ára kl. 13,30 — 7 ára kl. 15.
Kennarafundir verða í skólanum sama dag kl. 9.
11 og 12 ára nemendur og nemendur í unglingadeild
eiga að mæta miðvikudaginn 18. sept. sem hér segir:
12 ára kl. 10 — 11 ára kl. 11.
Unglingadeild kl. 13,30.
Fræðslustjórinn í HafnarfirSi.
VINNA
Laghentir menn óskast. — Upplýsingar í síma 22222.
Hand- og
listiðnaðarsýning
opnuð í dag kl 17 og veröur opin daglega
til kl. 21.
Norrœna húsið