Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 26
MORGUNtBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 Valbjörn skorti 7 stig í OL-lágmark — Ófafur Þorsteinsson, KR setti sveinamet í 600 og 1000 metra hlaupum LITLU munaði að Valbirni Þor- lákssyni, KR, tækist að ná OL- lágmarkinu í tugþrautarkeppni er fram fór í gær og fyrradag. Hlaut Valbjörn 6993 stig í þraut inni, en lágmarkið er 7000 stig, tvisvar eða 7200 stig einu sinni. Áður hafði Valbjörn hlotið yfir 7000 stig og þar með náð „helm ing lágmarksins“. 1. Valbj. Þorlákss., KR, 6993 st. (11.0, 6.58, 12.82, 1.70, 51.6, 15.2, 39.42, 4.25, 58.67, 5:08,5). 2. Þorv. Bened.ss., ÍBV, 5394 st. 3. Elías Sveinsson, ÍR, 4754 st. Ennfremur var keppt í þrí- stökki og sigraði Karl Stefáns- son, UMSK, stökk 14.13 metra í miklum mótvindi. Veður til keppni var mjög óhagstætt, sérstaklega fyrri daginn og var árangur Val- björns þá með lakara móti. Þá var keppt í 600 og 1000 metra hlaupi fyrir sveina og setti Ólaf- ur Þorsteinsson, KR, sveinamet í báðum greinunum. Hljóp hann 600 metrana á 1:27.6, eldra met- ið átti Svavar Markússon, KR, 1:30.2, og var þá 17 ára gamall. Tími Ólafs í 1000 metra hlaupi var 2:45.9'. Eldra sveinametið í greininni átti Þórarinn Ragnars- son, KR, og var það 2:47.4. Úrslit í tugþrautarkeppninni urðu: Arsþing G. L. I. ÁRSÞING Glímusambands ís- lands verður ha-ldið í Reykjavík sunnudaginn 20. október nk. og hefst kl. 10 árdegis á Hótel Sögu. Tillögur frá sambandsaðilum, sem óskast lagðar fyrir ársþing- ið, þurfa að hafa borizt til Glímusambandsins þremur vik- um fyrir þingið. Enska knattspyrnan LEIKIR í ensku deiidakeppn- inni í þessari viku: Mánudagur: 1. deild: West Ham — Burnley 5-0 2. deild: Aston Villa — Bristod City 1-0 Millwall — Bolton 3-1 Preston — Portsmouth 0-0 Þriðjudagur: 1. deild: Arsenal — Manchester City Coventry — West Brom Everton — Liverpood Ipswich — Q.P.R. 2. deild: Bury — Charlton Carlisle — Oxford Middlesbro — Huddersfield Sheffield U. — Fulham 4-1 4-2 0-0 3-0 2-3 0-2 1-1 1-0 Akureyri í 3. sæti í FRÉTT um lokasföðuna í fs- landsmótinu í knattspyrnu urðu okkur á mistök í gær. Við sögð- um Val hafa náð 3. sæti á betra markahlutfalli. Það er rangt. Ak ureyringar halda sínu þriðja sæti, þó litlu muni. Markahlut- fall er reiknað þannig, að tölu skoraðra marka er deilt í tölu fenginna marka. Þá varð og villa í línu Fram í töflunni. Fram vann 4 leiki, gerði 4 jafntefli, en tapaði 2 leikjum. (í gær stóð, að jafn- teflin hefðu verið 5 en tapið 1). Zatopek gaf enn fordæmiö TEKKNESI hlauparinn Zato- pek sem heimsfrægur varð fyrir sína hlaupasigra, og sem fyrir afrek sín á OI- ympíuleikum hafði verið boð inn til Mexico sem heiðurs- gestur Mexicana, hefur átt í ströngu að striða dagana sem innrásin hefur staðið í Tékkó slóvakíu, eftlr því sem við lesum í erlendum blöðum. Zatopek, sem er háttsettur í her Tékka, stóð í forystu gegn innrásarherjunum — enda vanur forystuhlutverk um frá sínum glæstu íþrótta- dögum. Hann er sagður hafa staðið á hinu fræga Wenzel torgi í Prag allan fimmtudag- inn og örvað landa sína til að sýna mótþróa ,,á rólegan hátt“, sýna andúð sína, en Góður árangur Óskars í lyftingum ytra — en reynsluleysi hans í keppni kom áþreifanlega í Ijós EINS og kunnugt er hefur hóp- ur lyftingamanna æft í Glímu- fél. Ármanni og náð ótrúlega góðum árangri þrátt fyrir erfið- ar aðstæður. Einn lyftinga- mannanna, Óskar Sigurpálsson, hefur náð svo góðum árangri í milliþungavigt á alþjóðamæli- kvarða, að ÍSÍ fól Ólympíu- nefndinni að tilkynna þátttöku í lyftingum á Olympíuleikunum með fyrirvara. Fyrir tilhlutan stjórnar ÍSÍ og Ármanns fór Óskar til Noregs í síðustu viku til keppni. Áður hafði hann lyft 437,5 kg í þríþraut lyftinga laugardaginn 17. ágúst hér heima, en það er lágmarkið, sem Alþjóðaolympíunefndin setur fyrir tvo þátttakendur frá einni þjóð. Hér á landi eru ekki til þrír dómarar með réttindi í lyftingum, og þess vegna fór Óskar utan síðastl. þriðjudag. Óskar keppti í Stavanger sl. miðvikudag og lyfti þá samtals 430 kg., sem er mjög góður árang ur og mun hljóta staðfestingu sem Islandsmet. Keppniaðstæð- ur voru óhagstæðar. Keppt var úti, og var rigning meðan keppni fór fram, en það var’ð til þess að Óskar meiddist lítils háttar á hendi í keppninni í snörun. 1 þeim þætti þríþraut- arinnar lyfti hann 115 kg en hefur hér heima snarað 122.5 kg. Síðan tók Óskar þátt í Baltik flana ekki að neinu. Síðar er sagt að hann hafi gefið sig á tal við rússneska innrásarhermenn og sagt þeim, að landar þeirra yrðu útilokaðir frá Olympíuleik- unum, ef innrásarherirnir sneru ekki heim. Á myndinni sjáum við Zatopek í einkennisbúningi í hópi landa sinna í Prag. Cup keppninni í Helsinki 24. ágúst. Tveir af þrem dómurum dæmdu keppni Óskars í fyrstu grein þríþrautarinnar ógilda vegna of mikillar bakfellu í pressu og fékk hann því ekki að ljúka keppninni. Þetta var þriðja keppni Óskars á einni viku, en annars láta lyftinga- menn að jafnaði líða tvær vik- ur milli keppni. Óskar telur sig hafa lært geysimikið í þessari ferð varð- andi tækni i íþróttinni, ekki sízt á mótinu í Helsinki, en þar fékk hann tækifæri til að æfa með mörgum beztu lyftingamönnum heims þar á meðal heimsmeist- aranum í milliþungavigt. Chelsea vann Manchester 4-0 ÚRSLIT leikjanna í ensku deilda keppninni sl. laugardag. 1. dcild: Coventry — West Ham 1-2. Ipswich — Arsenal 1-2. Liverpool — Sunderland 4-1. Manch. Utd. — Chelsea 0-4. Newcastle — Everton 0-0. Nottm. Forest — Leeds frestað í leikhléi, þegar staðan var 1-1, Landslið mœtir unglinga- landsliði í knattspyrnu í KVÖLD kl. 19.15 leikur ungl- ingaliðið, sem komst í úrslit á Norðurlandamótinu í sumar gegn landsliðinu, sem Iandsliðsnefnd hefur valið. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. Þetta er leikur, sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu. Landsliðið verður þaneig skip- að: 1. Guðmiund,uir Pétursson, KR 2. Jóhannes Atlason, Fram 3. Gunnar Austfjörð, Akureyri 4 Ársæll Kjartanson, KR 5. Anton Bjarnason, Fram 6. Magnús Jóniatansson, Akur- eyri 7. Valur Anderen, Vestmanna- eyjuni 8. Hörður Markan, KR 9. Helgi Númason, Fram 10. Hermiann Gunnarsson, Val 11. Gunnar Felixson, KR Varamenn: Þorbengur Atlason, Fram Þórður Jonsson, KR Hal'ldór Björnsson, KR Ásgeiir Elíasson, Fram Ólafur Lárusson, KR Unglingala,ndsliðið verður ó- breytt frá úrslitaleikrautm gegn Svíuim í Norðurlandamótinu í júlí. vegna eldsvoða á vellinum. Q.P.R. — Manch. City 1-1. Southampton —- Wolverhampton 2-1. Stoke City — Leicester 1-0. Tottenham — Sheffield W. 1-2 West Brom. — Burnley 3-2. 2. deild: Birmingham — Portsmouth 5-2. Blackburn — Aston Villa 2-0. Blackpool — Bristol C. 2-2. Bury — Crystal Pal. 2-1. Cardiff — Preston 1-0. Charlton — Norwich 2-1. Fulham — Bolton 0-2. Huddersfield —■ Derby 2*0. Middlesbro — Carlisle 1-0. Oxford — Hull City 1-1. Sheffield U. — Millwall 1-0. Það fór kliður um hina 60 þús. áhorfendur á Old Traffordvelli Evrópumeistaranna Manchester United á laugardaginn, þegar Tommy Baldwin skoraði mark fyrir Chelsea eftir aðeins 42ja sekúndna leik. Og kurr og óánægjukliður hélzt allan leikinn út, því í leikhléi var sta'ðan 0-3, skorað af Tambling og Baldwin bætt við öðru. 1 síðari hálfleik bætti svo Birchenall þvi fjórða við. Willie Morgan, heitir ungur og frískur Skoti sem Manchester United keypti frá Burnley rétt áður en leikurinn hófst var geng- ið frá sölunni. Morgan kostar United 90 þús. pund, eða á 13. milljón króna. Morgan leik- ur með sínu nýja félagi 1 kvöld í Manchester gegn Totten- ham. Það markverðasta sl. laug- ardag var þó ekki knattspyman sjálf heldur eldsvóðinn á City Ground Nottingham, þar sem Forest léku gegn Leeds. 1 leikhlé var staðan 1-1. Leikmönnum Leeds segist svo frá að þegar þeir komu upp í búningsklefana hafi þeir ekki séð handaskil fyr- ir reyk. Framkvæmdastjórinn Don Revie skipaði leikmönnum ssníum að yfirgefa klefana strax og ekki seinna vænna. Þeir misstu öll sín föt og annað, en héldu lífi. Eldurinn m*gnaðist mjög ört og þótti mikil mild að engin slys urðu á mönnum, því yfir 30 þús. áhorfendur voru á vellinum. Ekki er enn fullkann- vellinum, Miklar skemmdir urðu á vellinum, en ekki er talið lík- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.