Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MUDVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1868
Magnús Jóhannsson er út-
varpsvirkjameistari að starfi, en
hann hefur lagt stund á sitit
hvað fleira um æfina. Hann er
m.a. mikill áhugamaðuir um
ferðalög og hefur á ferðum sín
um jafnan með sér útbúnað til
kvikmyndunar og ljósmyndun-
ar, enda segir hann, að sér
finnist lítill árangur vera af
þeirri ferð, sem ekki gefur minn
ingar festar á filmu til upprifj-
unar og fróðleiks.
Magnús hefur auk þessa sýnt
nokkuð af kvikmyndum sínum í
íslenzka sjónvarpinu, m.a.
„Arnarstapar", „Laxaklak“,
„Fuglarnir okkar“ og „Vor-
störf á Vatnajökli" og hafa þær
vakið verðskuldaða athygli.
Kvikmynd hans um Grænland,
sem sýnd var í sjónvarpinu 29.
júlí s.l. varð tilefni þess að
Morgunblaðið fór þess á leit
við Magnús að fá að spjalla
við hann um áhugamál hans og
þá sérstaklega um Grænland.
í húsi þeirra hjóna við Skeiðar
vog býður Magnús gesti til hlý
legrar stofu, sem skreytt er
munum, sem þau hjónin hafa
safnað á ferðum sínum um
Grænland og öræfi íslands og
víðar um lönd.
Aðspurður kveðst Magnús
ekki hafa byrjað kvikmynda-
töku fyrr en um 1949, en síð-
an hafi hann vart ferðast án
þess að hafa með sér kvik
myndatökuvélina. Hann hafi
haft gott tækifæri til þess að
fara til Grænlands og víðar,
því gott samband hafi verið
milli hans og flugmanna Loft-
leiða og Flugfélags fslands í
sambandi við þjálfun í meðferð
„Loran“ leiðsögutækja, og hafi
þeir gefið honum tækifæri til
að fara með þeim í margar ferð
ir. Hafi hann m.a. lent á einum
sjö stöðum í Grænlandi og
stöku sinnum getað ferðast um
frá þeim stöðum. Auk þessa
hafi hann fengið gott yfirlit yf
ir mið-austurströnd Grænlands
er hann tók þátt í flugleit að
5 norskum selföngurum, sem
týndust þar árið 1952.
Fluttu birgðir á grænlandsjök-
ul.
„Svo á ég skemmtilega filmu
frá því, er Paul Emile Victor
var með vetrarbækistöð sína á
Grænlandsjökli 1951, en hann
er franskur vísindamaður, sem
var þar við rannsóknir á veg-
um frönsku landfræðistofnunar
innar. Loftleiðir tóku að sér að
flytja birgðir til leiðangursins
héðan og fór „Geysir“ margar
ferðir til þess að varpa birgð-
unum niður á jökulinn. En ekki
var búið að flytja nema hluta af
birgðunum um haustið 1950, þeg
ar Geysir fórst og þá var eftir
mikið af vörunum hér. Banda-
rískar flugvélar frá Keflavík
reyndu hvað eftir annað að
Magnús Jóhannsson
fara með birgðir, því leiðang-
ursmenn var farið að skorta ým
islegt, en þeir fundu aldrei stað
inn. Þörfin var að lokum orð-
in svo brýn, að Flugfélagið
sendi Gullfaxa með þaulkunn-
uga áhöfn. Það var ljómandi
skemmtileg ferð. Við fundum
staðinn undir eins og hentum
ýmsum búnaði í fallhlífum úr
talsverðri hæð, en að því loknu
hlóðum við dótinu í rennustokk
sem var fyrir innan opnar dyrn
ar og síðan var flogið yfir stað
inn í mjög lítilli hæð, rétt skrið-
ið yfir, og vörunum velt út.
Frostið var 42 gráður. Þessi
ferð var mjög skemmtileg og ég
gleymi henni seint. Þetta var
25. marz 1951.
Hnattflugið 1924.
„En nú hefur þú sýnt kvik-
mynd frá mörgum stöðum í
Grænlandi í íslenzka sjónvarp
inu. Hvað viltu segja um þá
mynd?“
„Þessi kvikmynd var í einum
af þáttum þeim, sem ég hef ver
ið með í sjónvarpinu og nefni
„Það er svo margt“ og var
fimmti þátturinn. I þessari
mynd sýndi ég þó ekki allt það,
sem ég hef tekið á filmu í Græn
landi. í þessum sjónvarpsþátt-
um sýndi ég ýmsar kvikmyndir
m.a. frá laxaklaki, fuglalífi og
jökulferðum. Einn þáttur, sem
ég var með, er frá hnattflug-
inu 1924, sem Loftur Guðmunds-
son kvikmyndaði þá. Ég hef um
ráð yfir ýmsu af hans gamla
efni. í hnattfluginu tók þátt
Leigh Wade flugmaður, sem
hér er gestur núna og orðinn
hershöfðingi að tign. Það eru
margir skemmtrlegir hlutir í
safni Lofts og gaman verður að
vinna úr því þætti og rif ja upp
atburði í lifandi myndum og
frásagnir úr blöðum frá þess-
um gömlu tímum.“
„En ætlar þú að halda áfram
með þína þætti í sjónvarpinu?“
„Það hefur ekkert verið á-
kveðið um það enn. Þó hefur
verið rætt um, að í sambandi
við þetta gamla efni hefi ég
samvinnu við sjónvarpið og
vinni úr því. Ég hef ánægju
af að vinna að þessu, ef ég má
gera það í rólegheitum. Hins
vegar er ýmislegt annað efni
líka, sem ég hefði gaman af að
búa í þetta form.“
Kyrrðin heillar.
„Ef við snúum okkur aftur að
Grænlandi, þá vil ég spyrja
þig, hvað það er, sem heillar
þig mest þar.“
„Ætli það sé ekki svipað og
með þá, sem komast upp á lag-
ið með að fara hér upp í ör-
æfi. Þegar þeir hafa einu sinni
komist í snertingu við fjalla-
og öræfakyrrðina, þá losna þeir
aldrei undan þeim töfrum, —
enda óska þeir þess varla.
Þessu var ég búinn að kynn
ast nokkuð hér á landi, en
þarna í Grænlandi er þetta allt
stórbrotnara og stórfenglegra
bæði víðáttan og þögnin. Kyrrð
in er þar í raun og veru enn
meiri og sérstaklega á norðaust
urhluta landsins. Þar eru ótæm
andi víðáttu á alla vegi. Þarna
finnst manni sem maður sé í
heimi út af fyrir sig. Auðnin
er stórkostleg og hrikaleg, ekki
sízt í kringum Stauning-alpana,
barglögin víða umturnuð ogoft
lóðrétt og skorningar og gjár
hafa myndazt í þetta stóra
jökulkrýnda land.
Jarðmyndanir þarna eru
mjög frábrugðnar því, sem mað
ur á að venjast hér á íslandi,
enda er Grænland mjög fornt
land. Steingervingar, sem þar
hafa fundizt benda til þess, að
í Grænlandi hafi fyrr á öldum
jarðsögunnar verið miklu
hlýrra loftslag en nú er. Þar
hafi þróazt líf, sem nú þrífst
aðeins á slóðum nær miðbaug.
í berginu eru einnig mjög fall-
egir litir, sérstaklega við Me'ist
aravík, þar sem virðist vera
mikið um málma í fjöllum."
Fáir tala dönsku.
„En hefurðu kynnzt fólkinu
eitthvað, Grænlendingum sjálf-
um?~“
„Það get ég varla sagt. Þetta
hafa yfirleitt verið skyndiferð-
ir, sem ég hef farið til Græn-
lands og sjaldan stanzað nema
dagstund. í ferð sem ég fór til
Narssarssuak kynntist ég fólki
þó dálítið, en það er ekki mjög
aðgengilegt, því fátt af því skil-
ur dönsku og það má geta þess,
að Danir virðast hafa hlúð að
því, að grænlenzkan héldi velli
og þjóðin sínum séreinkennum
eins og bezt má verða. Fólkið
talar grænlenzku og í skólun-
um er kennt á því máli.
Annars er um fólkið að segja
að það er mjög vingjarnlegt,
og það eina, sem e.t.v. mætti að
því finna, er að það er of sak-
laust og virðist eingöngu láta
lendinga miklu minna máli en
líðandi s'tund ráða“.
„Þú sagðir í kvikmynd þinni,
að tíminn virtist skipta Græn-
lendinga miklu minna máli en
aðrar þjóðir“.
„Miklu minna. Líðandi stund
er það, sem þeir lifa fyrir. Á
Grænlandi hefur verið stofnað
til heilmikils fjárbúskapar, en
hirðuleysið er svo mikið, að lít-
Framhald á hls. 17