Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 Jennifer Ames: 1 ' l^l' 1 1 . r i 1—r.. 1-^.1 1 ,, « » * I |HH|a , —J—r—1—t—1—i—*—J—1—i—1—l—*—i—1—i— —r—1—i—1—j— — Þú ættir ekki að verða í vandræðum með að finna mann handa henni, sagði Jeff. Rödd- in var eitthvað snögg og reiði- leg. — Nei, því býst ég ekki við, svaraði Kay og lét sér hvergi bregða. — Sástu hvernig hann Hal Ruthers var á hælunum á henni hérna um daginn? — Þann mann get ég ekki þol- að, sagði Jeff snöggt. — Ég vona að hann verði síðasti maður, sem þú fáir til að vera á hælunum á henni Pam. — Ég var ekkert að ala á hon um, svaraði Kay brosandi. — Hann þurfti sýnilega enga hvatn ingu. — Sjáið þið nú til, greip Pam fram í. Ég mótmæli því algjör- lega að verða gerð að umræðu- efni, rétt eins og ég væri hvergi í kvöld kl 7.15 leika Unglingalandslið — nærri. Hef ég ekkert atvkæði um hvort ég sækist eftir honum Hal Ruthers fyrir eiginmanin eða ekki? Hún sagði þetta hlæjandi, en Jeff tók ekkert undir þann hlátur hennar. — Fyrr sæi ég þig dauða en gifta þeim manni, sagði hann hörkulega. Og um leið og hann sagði þetta steig hann fastar á bensínið, og bíllinn þaut áfram með ofsahraða. — Svoleiðis manntegund fyrirlít ég, tautaði hann í hálfum hljóðum. I sama bili óku þau fyrir horn og nú sást að klúbbhúsinu. Þar var allt lýst og leit út lík- ast stjörnu, sem hefði dottið af himnum ofan. — Þetta er fallegt, sagði Pam. — Já finnst þér ekki? sagði Jeff, en það var enn reiðihreim- ur í röddinni. A-landslíð Þegar þau nálguðust heyrðu þau óminn af danstónlistinni. Sönginn í gítörum og skrækinn í fiðlum. Þarna var leikið hægt, og það var einhver þunglamaleg mýkt í tónunum, sem hefðu get- að hálfsvæft áheyrandann, svo að hann vissi tæpast af sér. Hún vissi ekki annað af sér en það, að hún þráði aðeins einn mann og arma hans um sig. Að minnsta kosti las Pam þetta út úr tón- listinni. Kannski vegna þess, að annars óskaði hún sér ekki sj álf. Að Jetff væri hjá henni og vefði hana örmum — alltaf, alltaf! Og bráðlega voru armar hans um hana, en bara ekki nema í hvers- dagslegum dansi. Hún tók varla eftir dansfólkinu í hinum glæsi- lega danssal. > Hún leit upp og sá, að augu hans hvíldu á henni, áköf og blíðleg. — Er þetta eins og í gamla daga, Pam? — Já, eins og í gamla daga, Jeff. — Það er gott að dansa við 39 ------►---------- » þig, hélt hann áfram og laut nið ur til þess að geta talað betur við hana. — Ég veit ekki, hvort það er vegna þess, að þú dans- ar svo dásamlega vel, eða vegna þess að ... Mér finnst bara gott að dansa við þig. Ég ætla að verða hræðilega afbrýðisamur við alla hina karlmennina hérna í kvöld. — Ég hélt ekki, að þú værir þannig sinnaður, Jeff, hæddi hún hann. — Hvemig er ég þá sinnaður? — Ég veit ekki. Hún leit und- an augnaráði hans. — Kannski ertu engin sérstök manntegund ... bara Jeff. Hann svaraði þessu ekki beint. Þau dönsuðu áfram þegjandi, stundarkorn. En þá sagði hann lágt: Á ég að segja þér hvaða mann tegund ég er? Ég er þannig maður, að ég vil ekki falla fyr- ir neinni stúlku, en ef ég fell á annað borð . . . þá er það eins og þegar steinn dettur niður af hengiflugi. Tónlistin var þögnuð og hinir dansararnir klöppuðu til þess, að hún héldi áfram, en hljóm- sveitin virtist eitthvað treg. Pam hafði ekki hreift sig úr stað og Jeff heldur ekki. Þau stóðu bara og horfðu hvort á annað. — Skilurðu, Pam? Röddin var lítið meira en hvísl. — Já, ég held ég geri það, Jeff. Það var dálítil þögn. Henni fannst eins og hún tyllti sér á tá uppi á háu fjalli og biði eft- ir að sólin kæmi upp. Vissulega myndi hann segja eittJhvað meira en þetta? Já, áreiðanlega! En hann sagði ekkert meira í það sinn. Kannski af því að hamm hafði snögglega orðið þess var, að þau stóðu þarna alein á gólf inu. — Við skulum dansa kvöld- verðardansinn, flýtti hann sér að segja. - Gleymdu honum ekki. Ég get ekki dansað við þig fyrr en þá, afsakaði hann sig, þegar næsti herra kom og bauð henni upp. — Ég þekki svo marga hérna, og ég verð með marga skyldudansa þamgað til. Hún kinkaði kolli og sveif af stað með næsta damsherra, sem var viðkunnanlegur amerískur plantekrueigandi að nafni Cyr- il Mason. En þó að hún talaði við hann og hlægi með honum meðan á dansinum stóð, hefði hún ekki getað munað eitt orð af því, sem þau sögðu. Hún gat ekkert heyrt, ekkert hugsað um, nema þessi orð Jeffs um sjálfan hann, sem vildi ekki falla fyrir neinni stúlku, en gerði hann það, þá félli hann eins og steinn fyrir hengiflug. Hal Ruthers bauð henni í dans og hún gat ekki almenni- lega neitað honum. f kvö'ld sýnd ist henni hann miklu meiri Spán verji en Bandaríkjamaður. Það var eitthvert blik í svörtum augunum, sem hvíldu á henni og hún hafði ósjálfráða óbeit á. — Fegurð þín ljómar og logar í kvöld, hvíslaði hann um leið og hann tók hana í fang sér. — Þú ert eins og logandi kyndill. Grannur, logandi kyndill. Hún stirðnaði upp. — Ég sagði yður víst um daginn, að ég er ekkert hrifin af guillhömrum. (úrslitaliðið frá Norðurlandamótinu ). Tekst unglingalandsliðinu að sigra. KSÍ — KRR. TILKYNNING TIL BYGGINGAMEISTARA ETHAFOAM (AIR FII.LED EXPANED POLYETHYLF.NE). NÝKOMIN TIL LANDSINS ETHAFOAM SÍVALIR OG FERKANTAÐIR ÞÉTTILISTAR FYRIR GLERÍSETNINGAR, í BYGGINGAR, FRAM- KVÆMDIR OG SEM ÓLÍFRÆN FYLLINGAREFNI O. FL STÆRÐ: V4” (6 mm), %” (10 mm), Vt” (13 mm) 3/4” (20 mm), 1” (26 mm), 2” (52 mm) OG PLANKAR 2%” x 12” x 9” (65 mm x 312 mm x 2808 mm). KÍSILL hf. LÆKJARGATA 6 B — SIMI 15960. 28. ÁGÚST. Hrúturiiui, 21. marz — 19. apríl Gömul vandamál eða þras mun verða hægt að laga með kvöld- inu. Og notaðu tækifærið. Ef þú leggur í ný áhugamál í dag, mun það verða þér arðsamt. Gerðu upp, ogbyrjaðu á nýjan leik. Nautið, 20. apríl —T 20. maí. Nýjar framkvæmdir eig vissan rétt á sér. Mikil rómantík er uppi á teningnum. Einhverjar krókaleiðir eru þarna, sem þú þarft að kynna þér betur. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Nú skaltu endurgjalda boð eða eitthvað þ.h., bæta úr misskiln- ingi, eða borga lán. Hafðu hreinar línur, og farðu snemma að hátta. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ef þú vilt gleyma því liðna, opnast þér nýjar leiðir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Vinir þínir eru mikið í kringum þig, þú skalt snúa þér að þeim. Ef þú byrjar á einhverju, mun þér ganga vel. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Athugaðu gróðramöguleika þína, og líttu síðan eftir heimilinu og annari ábyrgð, sem á þér hvílir. Gerðu þér grein fyrir þínum næturstað. Reyndu að forðast deilur. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Gróði þinn fer eftir því, hve vel allt var undirbúið. Þú getur fengið lán, en þú verður að fá einhverja 1 lið með þér. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Þú verður í sviðsljósinu, og þú getur hagnazt á því. Eyddu kvöldinu í framtíðaráætlanir. Bogmaðuimn, 22. nóv. — 21. des. í dag skaltu annaðhvort breyta um líferni eða bæta úr þvi, sem miður hefur farið. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Nýjar svaðilfarir, fjarlæg lönd, eða spennandi hlutir verða á leið þinni. Þú ert fljótur að snúa þér við. Vatnsberinn, 02. jan — 18. febr. Berðu þig saman við aðra. Upplýsingar sem þú færð, munu sanna þér grun þinn. Fáðu frekari sannanir, áður en þú aðhefst nokkuð. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Þú getur lagfært misskilning ríkjandi þín og maka þíns. En gefðu þér góðan tíma til þess. Farðu snemma að hátta, því að morgundagurinn verður erilsamur. í Háaleitishverfi Nýleg 5 herb. 1. hæð til sölu í þríbýlishúsi. Sérinn- gangur, sérhiti, bílskúr. Hæðin er með teppum, og í góðu standi, utn 130 ferm. Möguleiki að taka uppí minni eign 2ja—3ja herb. hæð eða lána eftirstöðvar til 10 ára. EINAR SIGURÐSSON, HDL., Ingólísstræti 4, sími 16767, kvöldsími 35993 milli kl. 7—8. Húsnæði óskost í vetur Alþingismaður óskar eftir 4ra herbergja íbúð, ásamt húsgögnum. Upplýsingar í síma 24515. Hand-vagnar Höfum fyrirliggjandi flutningsvagna mjög hentuga fyrir járn- & trésmiðjur og allan léttan iðnað. Hagstœtt verð R. GUDMUNDSSON 8 KlfARAN HF. ÁRMÚLA 14, REVKJAVÍK, SÍMI 3S722 Laugardalsvöllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.