Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 Ingvar Einarsson vélstjóri — Minning Fæddur 12. maí 1897 Dáinn 20. ágúst 1968 INGVAR fæddist í Heimalandi, Hraungerðishreppi, Ámessýslu, sonur hjónanna Ingveldar Er- lendsdóttur frá Mykjunesi í Holtum og Einars Þórðarsonar, Króki í sömu sveit. Foreldrar Ingvars bjuggu á ýmsum bæjum í Flóa, við sára fátækt og var Heimaland einn þeirra bæja, sem hrundi í jarðskjálftanum 1896. Ingveldur og Einar fluttu til Reykjavíkur 1905 og voru börn- in skilin eftir, þar sem bezt var að koma þeim fjrrir. Um ferm- t Maðurinn minn og faðir okkar, Jón M. Bjarnason frá Skarði, Álfhólsveg 95, Kópavogi, andaðist í Landspítalanum 27. þ.m. Eiginkona og börn. t Gróa ófeigsdóttir Deild, Akranesi, lézt í Sjúkrahúsi Akraness, mánudaginn 26. ágúst. Vandamenn. t Faðir okkar, Pétur Guðmundsson vélstjóri, verður jar'ðsunginn frá Foss- vogskirkju föstud. 30. ág. kl. 13,30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Guðmnndur Pétursson, Hafsteinn Pétursson, Ellert Pétursson, Nína Pétursdóttir, Hulda Pétursdóttir. t Faðir okkar. Jón E. Oddsson, verður jarðsunginn láugardag inn 31. ágúst. Athöfnin hefst með bæn að heimili hans, Lun ansholti, kl. 1. Jarðsett verður i Skarði. Bílferð frá Umferðar miðstöðinni kl. 10. Börnin. t Faðir minn, Kristján Jónasson fyrrverandi vörubílstjóri, Skúlagötu 62, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 10.30 f.h. — Blóm vin samlega afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna. Kristjana Kristjánsdóttir. ingaraldur fluttist Ingvar til Reykjavíkur og varð eftir það að sjá sjálfur fyrir sér. Með frábærum dugnaði sínum og greind kom hann sér til mennta, nær einn og óstuddur fjárhags- lega, og var því lítið um skot- silfur. Ingvar útskrifaðist úr Vélskól- anum 1921, var síðan vélstjóri á skipum Eimskipafélags íslands lengst af, m.a. 1. vélstjóri á e.s. Selfoss á stríðsárunum, var þá óskemmtilegt að vera í skipa- lest í vélarúmi og hefur það sennilega tekið á taugar hans, þótt hann talaði lítt um það. Hann treysti á forsjón Guðs. Ingvar giftist 3. apríl 1926 Pálínu Jónsdóttur frá Ólafsfirði, ágætri konu. Þeim var báðum umhugað um að búa sem bezt að börnum sínum og heimili. Þau eignuðust 5 böm, sem öllu eru á lífi. Ég og fjölskylda mín vottum efirlifandi kopu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Bið Guð að blessa minningu hans. Una Einarsdóttir. INGVAR vinur okkar er látinn, dauða hans bar að snögglega, eins og hann hafði sjálfur ósk- að. Ingvar hafði að vísu einn yfir sjötugt, en ennþá yfirbragð manns á bezta aldri, andlega og líkamlega. Heilsuleysi hafði að t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Hilaríusar Haraldssonar frá Hesteyri Elísabet Albertsdóttir, Hans Hilaríusson, Helga Sveinsdóttir, Sigurjón Hilaríusson, Kristín Þorsteinsdóttir. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við andlát og jar’ðarför, eigin- manns míns, föður okkar, son ar og bróður, Haraldar Gotfreðs Kristjónssonar stýrimanns, Skólavörðustíg 26. Sérstaklega þökkum við lækn um og hjúkrunarliði hand- lækningadeildar, fjórðu deild- ar Landsspítalans fyrir frá- bæra hjúknm hans. Kristín Hagalinsdóttir og börn, Kristjón Haraldsson, Guðrún Einarsdóttir og systkin hins Iátna. t Hjartans þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðar- för konu minnar, móður tengdamóður, ömmu og l%ng- ömmu, Katrínar Sigurðardóttur. Jörundur Sigurbjarnarson, Gerður Gunnlaugsdóttir, Þorgrímur Kristmundsson, bamabörn og bamabarna- bm vísu hrjáð hann annaðslagið, und anfarin ár. En meðfædd karl- mennska og stolt, bauð að láta sig ekki. Ingvar var fæddur 12. maí 1897 að Heimalandi, Hraungerð- ishreppi (í Flóa), sonur hjón- anna Ingveldar Erlendsdóttur og Einars Þórðarsonar. Man ég þau hjón vel, enda voru þau amma og afi æskuvinkonu minnar, en móðir hennar, Una, systir Ing- vars. Þannig kynntist ég í æsku þessum ágætu systkinum. Vart mun mikið hafa verið mulið undir vin okkar Ingvar í æsku, nema það sem kænleikur og umhyggja foreldra Ingvars náði. Samt brauzt hann til náms að eigin rammleik, stundaði nám í unglingaskóla. Hóf síðan nám í vélsmíði og í beinu framhaldi af því í Vélgkólann. Gerðist síð- an vélstjóri hjá Eimskipafélagi íslands. Var Ingvar talinn glæsi- legur ungur maður á þeim ár- um, enda stolt aldraðra foreldra og þeirra eini sonur. En systur átti hann margar. Þær voru í aldursröð: Steinunn, dó í æsku; Jórunn, er lengi var húsfreyja í Keflavík, gift Helga Kristjáns- syni, látin fyrir fáum árum; Jensína saumakona, Una, gift Magnúsi Jónssyni trésmíða- meistara, lengst við Vatnsstíg 10 í Reykjavík; Ásta og Guðrún létuzt í æsku, Bergþóra, hús- freyja í Reykjavík. Árið 1926 kvæntist Ingvar vél stjóri Pálínu Jónsdóttur, ættaðri frá Ólafsfirði. Bjuggu þau hjón fyrst í Reykjavík, síðan á Akur- eyri og um tíma í Kaupmanna- höfn. Er mér í minni, er þau fluttu heim með barnahópinn sinn, og man ég veil hversu glæsi leg hjón mér þótti þau vera. Allsstaðar munu þau hafa átt fallegt heimili, var Ingvar mikill og samvizkusamur heimilisfað- ir. t Hjartanlegar þakkir til frænd fólks og vina er sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför mannsins míns og föður okkar, Þórólfs Einarssonar frá Meðalfelli. Björg Jónsdóttír, Einar Jóhann Þórólfsson, Vilborg Þórólfsdóttir, t Alúðarþakkir til allra er sýnt hafa samúð, vináttu og veitt ómetanlega hjálp í veikindum og við fráfall, Karls Gunnars Sigfússonar Norðurgötu 26, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs lyflæknings- deildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, samstarfsfólks og söngmanna. Sigurlína Jónsdóttir og börn. Eftir að við hjónin giftumst, 1940, hófst raunveruleg vinátta okkar hjónanna við Pálínu og Ingvar, og í skemmtilegum minn ingum um þá vináttu, fannst mér alltaf, að þau bættu hitt upp, eins og sönnum hjónum ber að gera. Með þakklæti og mik- illi gleði minnumst við nú margra stunda með fjölskyldu þeirra, fyrst í Tjarnargötu, seinna á heimili þeirra á Greni- mel 19 og seinast á Reynimeln- um. Kannski ekki síður á ferða- lögum innanlands, og þá í Am- eríkuflakki okkar. Og hugsum við þá kannski mest til Trölla- Hjartanlegar þakkir fyrir auð sýnda samú'ð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda- föður og afa, Kristins Brandssonar. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks fyrir góða hjúkrun á Sólvangi í Hafnarfirði. Börn, tengdabörn og bamaböm. foss, þar sem Ingvar var lengi yfirvélstjóri, og á fleiri skipum. En um Tröllafoss og þá skips- félaga mætti skrifa langan kafla. Börn áttu þau Pálína og Ing- var fimm og eru þau: Guðfinna, gift Ásgeiri Magnússyni, Sigur- jón Einar, kvæntur Þorghild Steingrímsdóttur; Óskar Ingi, Daniel og Alda menntaskóla- nemi. Færum við þeim hjónin okkar innilegustu samúðarkveðj ur. Vin okkar, Ingvar, kveðjum við með söknuði og þakklæti fyrir tTyggð og vináttu. Vinir á Hraunteig. Ég þakka innilega öllum sem af vinsemd sinni minntust mín á nítugasta afmælisdag- inn minn 18. ágúst, hvort sem það var heimsókn, blóm, gjaf ir, skeyti, orð, eða hlýjar hugs anir. Guð blessi þá alla. Lof- um þann sem lífið gaf. Valdimar Þorvaldsson, Súgandafirði. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Presturinn minn sagði nýlega, að allt mundi snúast á betri veg, ef ég yrði kristinn og gengi í söfnuðinn. Ég ákvað að helga mig Kristi og gekk í söfnuðinn, en mér finnst mér farnast verr en áður. Talar Biblían ekki einhvers staðar um, að þeim, sem elski Guð, samverki allt til góðs? Ekki hefur það orðið reynsla mín. Ef einhver hefur talið yður trú um, að yður gæfist allsherjar lausn á öllum vandamálum yðar, ef þér helg- uðuð yður Kristi og gengjuð í kristinn söfnuð, þá hefur sá hinn sami gefið yður rangar upplýsingar. Að treysta Kristi er ekki hið sama og að höndla „óskastein“, ekki eins konar galdur, sem tryggir yður velgengni, heilsu og heppni. Kaunar trúum við kristnir menn því, að menn verði betri menn á því að taka sinnaskiptum, og oft lærum við að taka nýjum tökum á lífinu og byrðum þess. En hvergi stendur það í Biblíunni, að öll vanda- mál okkar leysist, ef við fylgjum Kristi Jesú. Ef þér eruð fátækur, getur verið, að þér verðið áfram fátækur. Ef þér eruð ómenntaður, verðið þér ef til vill áfram ómenntaður. Ef þér eruð bæklaður, má vera, að þér verðið það einnig framvegis. En kjarni málsins er þessi: Kristur verður með yður í fátækt yðar, í fáfræði yðar og í líkamlegum veikleika, og okkur veitist hægara að takast á við þessa erfiðleika, af því að hann er með okkur. Og það kemur jafnvel fyrir að þessi vandamál leysast, þegar rhenn hafa eignazt hina nýju sýn og nýju trú. En við fáum engan töfrasprota í hendumar, þótt við tökum á móti Kristi. Hins vegar veitir hann okkur frið, gleði, von og þúsund aðrar blessunargjafir. HOFUM 20 TUNNUB AF demants síld Fyrra árs framleiðsla. Einnig fiskkassa fyrir ísfisk. Fiskhöllin Mjólkurísvél — kæliborð Til sölu er mjólkurísvél Ajax og kæliborð 2 m fyrir sjálfsafgreiðslu og djúpfrystir 2 y2 m. Einnig 2 stk. kassaborð. SUNNUBÚÐIN Skaftahlíð 24 — Sími 36373.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.