Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 13 Kristjáns fjórða. Margar kap ellur og afhýsi hafa risið og verið rifin, allt fraom á síð- ustu tíma. Þannig vék kap- ella Vorrar Frúar fyrir kap- eilu Kristjáns fyrsta og kap- ella Kristjáns níunda kom í stað forkirkju að norðvestan. AJhýsið að suðaustan hefur rómanskan kjarna, eibt við- bygginganna. Glæsilegast þeirra er kapella Kristjáns fyrsta, en fegurstu innan- stokksmuni hefur kapella Konungakirkja DÓMKIRKJAN í Hróars- keldu, fegursta tígulsteins- kirkja í Danmörku, skemmd- ist mikið í eldi í fyrradag, eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær. í>að var sennilega um 960 sem Haraldur blátönn, fyrsti Danakonungur sem játaði Danmerkur úr frauðsteini, svipuðum þeim sem Colosseum í Róm er hlaðið úr. Henni var lok- ið um 1080 og skömmu síð- ar var Lúkíus páfi Pislar- vottur (d. 255) gerður vernd- laust hafa byggingarmeistar- arnir haft kynni af kirkjum í Norður-Frakklandi, einkum dómkirkjunni í Tournai, sem nú er í Belgíu. Á þeim tvö hundruð árum sem kirkjan kristna trú, lét reisa staf- kirkju skammt frá konungs- garðinum í Hróarskeldu, þar sem dómkirkjan stendur nú. í þeirri kirkju var Haraldur grafinn. Um það bil einni öld síðar, þegar Vilhjálmur var biskup í Hróarskeldu, var hafin bygging nýrrar kirkju Danakonungar eru lagðir til hinztu hvílu í domkirkjunni í Hróarskeldu ardýrlingur hennar. En þessi kirkja varð ekki gömul frem ur en hinar fyrri. Það var líklega á áttunda tug tólftu aldar, þegar Absalon var biskup í Hróarskeldu, sem byrjað var að reisa þá tígul- steinskirkju, sem enn stend- ur. í fyrstu var byggt í róm- önskum stíl, en síðar náði hinn nýi stíll, gotíkin, yfirhöndinni og ber kirkjan merki þeirra beggja. Vafa- var í smíðum urðu tvisvar eldsvoðar í henni. Raunar hefur kirkjan ver- ið að nokkru leyti í smíðum fram eftir öldum, vegna þess að sífellt hafa verið gerðar breytingar á henni. Margrét- arturninn, sem nú er fallinn, var reistur á 16. öld og lag- færður árið 1963. í báðum vesturtumunum eru leifar af rómönsku múrverki. Oeir höfðu framan af söðulþök, en spírurnar eru frá tímum Friðriks fimmta sem Hars- dorff byggði. Auk þess að vera mjög fög- ur að innan og hafa að geyma fjölda legstaða frá miðöldum til vorra tíma, er dómkirkjan í Hróarskeldu sérstæð að því leyti, að hún er graftarkirkja danskra konunga. I>ar hvíla 15 danskar drottningar, 20 konungar og ein keisarafrú af Rússilandi. í>ar á meðal eru allir konungar, Danmerk- ur síðan um siðaskipti. Frá innri kór. Undirskrift verzlunarsamningsins við Rússa. Nýr viðskiptasamn- ingur við Rússa HINN 17. þ.m. kom tii Reykja- víkur samninganefnd frá Sovét- rikjunum undir forystu A. N. Manzhulo, forstjóra Vesturlanda deildar utanríkisviðskiptaráðu- neytisins í Moskva, til þess að semja um nýtt viðskiptasam- komulag mili íslands og Sovét- ríkjanna fyrir árin 1969—71, en slíkir samningar hafa verið gerð ir síðan 1953. Viðræður hafa síð- an farið fram milli sovézku nefndarinnar og islenzkrar samn inganefndar undir forystu Þór- halls Ásgeirssonar, ráðuneytis- stjóra. í dag var nýtt þriggja ára samkomulag undiritað, og gildir það frá 1. janúar 1969 til 31. desember 1971. Viðskipti land- anna verða áfram á jafnkeypis- grundvelli og var samið um svip a’ða árlega vörulista og vöru- magn eins og í núverandi sam- komulagi, sem gildir til 31. des- ember 1968. Vörur þær, sem ráðgert er, að Island selji til Sovétríkjanna á samningstímabilinu eru: Hrað fryst fiskflök, heilfrystur fisk- ur, fryst síld, saltsíld, niðursoð- ið og niðurlagt fiskmeti, prjón- aðar ullarvörur, ullarteppi og ýmsar iðnaðarvörur. Sovétríkin munu hins vegar aðallega selja til íslands: Benzín og brennslu- olíur, timbur, jám og stálvörur, jarðstreng, rúgmjöl, kol og koks, gler, hjólbarða, bifreiðar, vélar, áhöld og tæki. Samkomulagið var af íslands hálfiu uindirriteð af Emál Jóns- syni, utanríkisrá'ðherra, en af hálfu Sovétríkjanna af A. N. Manzhulo, formanni sovézku sendinefndarinnar. (Frá utanríkisráðuneytinu). Glæsilegt svefnsóiosett verð kr. 17.900.00. SVEFNBEKKJAIÐJAN Eins og tveggja manna svefnsófar, svefnbekkir, svefnstólar, dívanaT og stakir stólar. Allt á bezta verði. SVEFNBEKKJAIÐJAN KLÆÐNINGAR Tökum að okkur klæðningar á svefnbekkjum og sófum, fast verð, sækjum sendum. SVEFNBEKKJAIÐJAN Laufásvegi 4, simi 13492.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.