Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 AJ Vondu veðrin gleymast fljótt, þegar ekkert kemur fyrir Spjallað v/'ð Ágúst Ó/o/sson, verkstjóra hjá Eimskip sem á 50 ára starfsafmæli i dag Það mun vera næsta fátítt að menn starfi hálfa öld hjá sama fyrirtæki, en í dag á Ág-úst Ólafsson verkstjóri hjá h.f. Eimskipafélagi íslands 50 ára starfsafmæli hjá félaginu Hann hóf störf sín hjá því, sem liáseti á Willemoes 28. ágúst 1918, en var síðan sjó- maður á Lagarfossi og Brúar- fossi til ársins 1941 er hann fór í land og fór að vinna hjá Eimskip við höfnina fyrst sem verkamaður í nokkra mánuði, síðan sem verkstjóri. Þegar Mbl. bað Ágúst um viðtal í tilefni afmælisins var hann tregur til, og sagðist litlu hafa frá að segja. Þó varð úr að við ræddum sam- an um stund um þá tvennu tíma, sem hann hefur upplif- að í starfi sínu. — Ég er fæddur að Hamri í Borgarhreppi í Mýrarsýslu 16. ágúst 1897, sagði Ágúst. — Faðir minn bjó á Hamri ag var það hálfgert flátæktar- bas1!, eins og svo_ oft gerðist á þeim tímum. Ég var lítið heima sam barn, — var meira út á Akranesi hjá móðursyst ur minni. Þar af leiðandi hafði ég ekki mikil kynni af bú- Skap nema yfir sumartímann, en þá var ég í sveit. Ekki get ég sagt að ég hatfi verið spenntur fyrir því að verða bóndi. — Til sjós fer ég fyrst um fermingu, 1913, minnir mig. Byrjaði ég sem háseti á kútt er Sigríði, og var á því skipi í hálft annað ár. Á kútternum voru 22 menn og vorum við á handfæraveiðum. Allur afli var saltaður um borð. — Mér þótti heldur vænk- ast minn hagur er ég fékk skipsplláss á togaranum Nirði hj á Guðmundi Guðnasyni skip stjóra. Þá þótti nú heldurbet ur upphefð því að komast á togara og margir öfunduðu hina lánsömu togarasjómenn. Auðvitað var þetta nokkuð strembið. Miklar vökur og mikil vinna. Ég man t.d. að eftir fyrsta sólarhringínn höfð um við klukkutíma hvíld, en eftir það einis og hálfs tíma hvíld. Þetta var reyndar bara yfir vetrarvertíðina. Á sumr- in fórum við svo á síld og þá var minna að gera. En hvað um það, maður hafði vél upp úr sér, miðað við aðra vinniu og það var ekiki um nema tvennt að ræða, að duga eða drepast, því ef slak að var á voru nógir menn til að taka við stöðunni. — Það var eiginlega tilvilj un að ég fór til Eimskipafé- lagsins. Ég var búinn aðvera á Nirði í þrjú ár og ailt geng ið vel. Þetta var á stríðsár- unum og við silgdum með ís- fiskinn til Bretlands. Þeir sem voru lausir og liðugir fóru oft ast í siglingarnar, en fjöl- skyldumennirnir urðu eftir heima. Nú, þegar búið var að sigla svona lengi og allt hafði gengið að óskum fór svo, að Ágúst Ólafsson. þeir giftu vildu líka sigla, enda 200 kr. áhættuþóknun fyrir hvern túr. Það dæmdist því á mig eitt sinn að sitja eftir í Reykjavík. Svo vildi þá til að laust pláss var á Willemess, sem var að fara í Amerikusiglingu og égskellti mér í það. Ætlaði aldrei að 7Í fara nema þessa einu ferð, en þegar ég kom hieim aftur fé'kk ég þær fréttir að Nirði hefði verið sökkt. Því hélt ég áfram á skipinu, enda ekki svo gott að fá aðra atvinnu. — Þetta var 28. ágúst 1918 og á Willemoos var ég í 3 ár. Það skip var reyndar ekki í eigu Eimskipafélagsins, en það hafði umsjón með rekstri þess. Þegar skipið hætti ferð um fór ég á Lagarfoss og var á honum ti'l 8. marz 1927. en fór þá á Brúarfosa og var á honum til 1941, eða í 14 ár. Skipstjóri á öllum skipun um var himn sami, JuMus J'úl- ktsson, happasæll sjómaður. — Auðvitað var viss upp- hefð í því að vera farmaður og fara víða, og þótt vinnan væri mikil fór það ekki svo að maður kynntist dálítið þeim löndum sem maður kom til. Leiðin sem Brúarfoss fór var nærri því sú hin sama og Gullfoss fer núna, nema á haustin, en þá fórum við með kindakjöt til London. Fyrst var ég háseti en lemgst af bátsmaður. — Við lentum oft í vond- um veðrum, eins og gerist og gemgur, en það er allt gleymt núna, sennilega mest af þvi að aldrei kom neitt fyrir. Á striðs árunum urðum við stundum varir við afleiðingar stríðs- ins, brak úr skipum og einn- ig sáum við óglöggt er skip- um úr okkar skipalest var sökkt. — 1941 var mér farið að leiðast_ á sjónum og fór i land. I nokkra m/ámuði var ég verkamaður við uppskipunina hjá Eimskip, en tók síðan við verkstj órastörfum með Jóni Rögnvaldssyni. Ekki get ég sagt að ég hafi saknað sjó- mennskunnar, enda starfaði ég alltatf í skipunum oghafði því átfram tangsl við þau. — Þegar ég byirjaði að vinna við höfnina var verið að hætta með handvagnana, en í stað þeinra komu mió'tor- vagna.r sem drógu kernur á eftir sér. Þetta þótti stór- jkositlieg framtför. Eftir sam áðuir var allir.i vöru raðað í stroffur.nar með handafilá og eins tekim og raðað í stafla í skemmunum með handatfii. Þagair við byirjuðuim að vinina með Ameríkön.unum kom svo tæknin smátt og smátt, og þegar þeiir fóru í stríðsilok fengum við miikið atf tæikjuim þeirra. Þá komu lytftanaæ og kranar og síðast en ekiki sízt bílarnir. — Jú, það var minna um iskiipatfeirðir í höfniinmi. Oft vonu stórar eyður miliLi þess að sikip kæmu, en í kjöltfar aukinnar veimieguinair og at- vinnu kom auðivitað aufciinin mnflutnitnigur og meima at- hafnalíf við höfnima. — Ég held að menn vinni ekfcert verr núna en áður. Munurinn er bara sá að þá voru menn þrældóminum van ir. Voru aldir upp við hann og þekktu ekkert annað. Þetta er annað líf núna, merrn þraut slíta sér efcki eins út. — Ég var búinn að gera það upp við mig að hætta 1. júlí sl., enda kominn frarri yfir 70 ára aldurstakmörkin. Þá var þeim framlengf um tvö ár, og reiikna ég með að ég haldi þann tíma út. Annars er ég búinn að starfa 27 ár við hið sama. Það er orðinn góður tími, að mínu áliti og ég er farinn að þreytast. Ég held að það verði ekkert átak fyrir mig að hætta sförfum. Starfsdagurinn er orðinn ®vo langur og starfsstundimar margar. Góð aðsókn GÓÐ aðsókn var um helgina — þrátt fyrir óveðrið — að mál- verkasýndngu Jóns Jónssonar listmálara, sem hann opnaði i Bogasal Þjóðmimjasafnsins á ilaugardaginn. Jón sýnir rúmlega 30 olíu- og vatnslitamyndir, nær eingöngu landslagsmyndir. í gær höfðu 28 myndanna selzt, en sýn- ingin verður opin þessa viku frá klukkan 2—10 síðdegis daglega. Tvö innbrot TVÖ imnbrot voru framin um helgina. Brotizt var inn í Hjól- barðaverkstæðið við Vitatorg og stolið nokkrum fullum gosflösk- um og fimm, sex síga.retfculengj- um. Þá var brotizt inn í Breið- holtskjör og stolið um 1200 kr. og nokkru magni af sígarettum. Gripdeildarmennimir hafa ekki fundizt. Land lil leigu Land jarðanna eystra og vestan Stokkseyrarsels í Stokkseyrarhreppi Árnessýslu er til leigu. Upplýsingar í Jarðeignadeild ríkisins, Landbúnaðar- ráðuneytinu, sími 16750. Loftskeytaskólinn Nemendur verða teknir í 1. bekk Loftskeytaskólans nú í haust. Umsækjendur skulu hafa gagnfræðapróf eða hlið- stætt próf og ganga undir inntökupróf í ensku, dönsku og stærðfræði. Umsóknir ásamt prófskírteini og sundskírteini sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 14. september n.k. Tilhögun inntökuprófa tíl'kynnist síðar. 27. ágúst 1968. Póst- og símamálastjórnin. Barngóð stúlka eða kona óskast til heimilisstarfa 5—6 tíma á daga 5 daga í viku. Upplýsingar að Bugðulæk 1 milli kl. 15—17. Ólöf Helga Brekkan, tannlæknir. N auðungaruppboB Að kröfu Eagnars Jónssonar, hrl., og fleiri kröfuhafa verða rafsuðuvél og beygjuvél seldar á opinberu upp-. boði við Vélsmiðju Sandgerðis, fimmtudaginn 5. sept- ember, kl. 17.30. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, 26. ágúst 1968. Steingrímur Gautur Kristjánsson, settur. M.P. miBstöðvarofnar Sníðaskóli Kópavogs Tekur til stairfa 3. sept. — Kenmsla í sniðateikniun, mát- uin og kjólasaumi fyrir byrj- enduir. Framihaldsnámskeið fyrir fyrri niemendur. JYTTA EIRÍKSSON. Sími 40194. SAMKOMUR Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins í kvöld (miðvikudag) kl. 8. Hörgshlíð 12. Til sölu í Laugarasnum Glæsileg og vönduð um 100 ferm. sérhæð. 2 saml. stofur, bókaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og búr. Allar innrétting- ar nýjar og vandaðar. Sérinngangur. Sér hiti. Fagurt útsýni. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 Ragnar Tómasson, hdl., Stefán J. Richter sölum. Símar 24645 og 16870. Sænsku Panel-ofnarnir frá A/B Fellingsbro Verk- stáder, eru ekki aðeins tæknilegt afrek, heldur einnig sönn heimilisprýði. Verð hvergi lœgra LEITIÐ TILBOÐA Hannes Þorsteinsson heildverzlun, Hallveigarstíg 10, sími: 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.