Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 Útgefandi Framkvæmdas t j óri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrál Fréttastjóri Aaglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. FRELSISANDINN í TÉKKÖSL Ó VAKÍU Oamningaumleitunum leið ^ toga Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna, sem staðið hafa í Moskvu síðustu daga, er nú lokið og samkomulag hefur náðst, sem felur í sér að Dubcek, Svoboda og fé lagar þeirra verða áfram við völd, en landið verður áfram hernumið af innrásarherjun- um um óákveðinn tíma. Enn fremur er álitfð að prent- frelsi verði skert vegna krafna Rússa þess efnis. Ljóst er, að árásarríkin undir forustu Sovétríkjanna hafa orðið að gefa verulega eftir. Sú staðreynd að Alex- ander Dubcek, sem tekinn hafði verið höndum og flutt- ur nauðugur og bundinn á brott, tók samt sem áður þátt í samningaviðræðunum í Moskvu, sýnir glögglega að Sovéríkin hafa gefizt upp við að finna Kvislinga í Prag til þess að hafa forustu fyrir leppstjórn í Tékkósló- vakíu. Það er fyrst og fremst samhugur tékkóslóvakísku þjóðarinnar og einhugur hennar um að standa að baki forustumönnum sínum, sem hefur knúið Sovétríkin til þess að fallast á áframhald- andi forustu Dubceks, sem Pravda kallaði svikara fyrir aðeins nokkrum dögum. Þá hefur það einnig komið skýrt fram, að hinar frjálsu, leynilegu útvarpsstöðvar, sem Tékkóslóvakar hafa hald ið gangandi þessa daga hafa haft úrslitaþýðingu á gang mála og átt verulegan þátt í þeirri aðdáunarverðu fram- komu, sem þjóðir Tékkósló- vakíu hafa sýnt innrásarherj- unum. Sú almenna afstaða þjóðanna sýndi innrásaröfl- unum betur en flest annað, að þeim mundi ekki takast að kúga Tékkóslóvaka á sama hátt og sovézkir herir murkuðu lífið úr ungversku þjóðinni 1956. Það hefur einnig haft sín áhrif á inn- rásaröflin, að framferði þeirra vakti almennan við- bjóð um heim allan og kommúnistaflokkarnir á Vesturlöndum snerust yfir- leitt gegn innrásinni. Komm únistaflokkarnir á Vestur- löndum hafa alltaf varið of- beldi, sem framið hefur ver- ið í nafni kommúnismans og þess vegna eru þeir sam- ábyrgir um atburðina í Tékkóslóvakíu. Hins vegar ber að meta að verðleikum, að andstaða þeirra gegn inn- rásinni nú hefur haft sín áhrif. Loks hefur það tví- mælalaust vegið þungt á metaskálunum í Kreml, að hermennirnir, sem innrásina framkvæmdu, urðu fyrir óþægilegri lífsreynslu vegna þessara atburða og kommún- istaleiðtogarnir hafa ekki getað treyst þeim öllum til langframa. Samningarnir í Moskvu eru enginn sigur fyrir Tékkó slóvakíu, en þeir gefa vonir um, að þótt frelsisaldan í landinu hafi verið stöðvuð um sinn, verði stjórnarfar þar mannúðlegra en í öðrum kommúnistaríkjum og að fyrr en síðar muni Tékkó- slóvakíar hafa svigrúm til þess að endurheimta að fullu það frelsi, sem nú hefur að nokkru leyti verið frá þeim tekið með ofbeldi. Hver er svo „ávinningur“ ofbeldisaflanna, Sovétríkj- anna og leppríkja þeirra. Kommúnistaríkin hafa með ofbeldi og hervaldi pínt smá- þjóð til þess að taka við her- stöðvum í landi sínu, sem hún hefur ekki beðið um og vill ekki fá. Kommúnistarík- in hafa einnig fengið því framgengt að prentfrelsi, sem þykja sjálfsögð mann- réttindi í lýðræðisríkjum, verður takmarkað mjög í Tékkóslóvakíu. Svo mikið var forustumönnum komm- únismans í heiminum í mun að stöðva frjálsa skoðana- myndun, frjáls blöð, frjálst útvarp og sjónvarp, í stuttu máli, frelsi fólksins, að þeir vildu heldur bíða gífurlegan álitshnekki í augum heims- ins en að sæta því að frelsi ríkti með smáþjóð. Hvað segir þessi staðreynd okkur? Hún segir okkur það, að kommúnisminn, þetta stjórnarkerfi, sem sagt er fyrir öreigana, hina undirok- uðu, þolir ekki það sem manninum er dýrmætast frelsið. Kommúnistar í Tékkóslóvakíu ætluðu að gera tilraun með að byggja upp sósíalískt þjóðskipulag, þar sem frelsi ríkti. Svo sann færðir voru forustumenn heimskommúnismans um það að þetta tvennt — frelsi og sósíalismi •— færi ekki sam- an, að þeir vildu ekki bíða eftir því hvernig tilraunin tækist. Þeir stöðVuðu hana með hervaldi. Þar með höf- um við það svart á hvítu: kommúnismi og frelsi fara ekki saman, og er þess að vænta, að þeir, sem hingað til hafa stutt kommúnista- flokka í lýðræðislöndum og þ.á.m. hér á landi, veiti þess Eins og bændur — heyja þau á sumrin — f TÓLF ár samfleytt hafa hjónin Halla og Hal Linker ásamt Davíð Þór, syni sínum veriff á sjónvarpsskermum í Bandaríkjunum. Víffar hafa þau einnig sézt, í sjónvarpi og í eigin persónu. Fyrir nokkru vildi svo til, aff þau litlu inn á Morgunblaðið, ný- komin úr myndatökuferð, og höfffu þau þá ýmislegt í poka- horninu, til að hressa upp á andann. „Davíð Þór er nú sautján ára og lauik menntaskólanámi í vor. Hann fer í háskóla í haust, og mun þá leggjia eitt- hvað vísindalegt fyrir sig, það liggur svo vel fyrir honum“, segir faðirinn. „Já, það er undarlegt, þetta var eins og lokuð bók fyrir mér, en hann virðist fljúga í gegnum þetta“, segir Halla, og er ekki laust við stolt í rödd hennar. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því, að við komum hérna svo oft“, segir Hal. „í fyrsta lagi finnst mér gott að hvíla mig hér á íslandi eftir sumarannirnar, sumarið er sá tími, sem við höfum til að taka myndir. í öðru lagi finnst mér nauðsynlegt að taka myndir hérna til að fylgjast með því, sem hér er að gerast, þannig, að ég geti bætt við þær filmur, sem við eigum, svo að fiimurnar séu eins og þær eiga að vera. Þú skilur, að við erum svo oft með íslandsmyndir á sýning- um, vegna þess, að við vilj- um bæði kynna landið, og eins vill fólkið heima hjá okk ur í Randaríkjunum_ sjá hvemig landið hennar Höllu er, því að allir vita hvaðan hún kemur. Við höfðum til dæmis Ísílandssýningu, áður en við fórum í þetta ferða- lag, sem við erum að koma úr núna. Okkur langaði jafnvel til að tali við íslenaka sjón- varpið. Og síðast en ekki sízt, þá vil ég lofa Höllu og Davíð Þór að koma heim, og hitta ættingja og vini“. „Hvar er Davíð núna?“ „Hann er hjá vinum okkar. Hann er ekki í neinum vand- ræðum með málið, hann skil- ur og talar, þótt hann vanti eitfch vað á málfræðina. Hann fór með vinum sínum á úti- fundinn á miðvikudagskvöld ið, og hafði fullt gagn af, þ.e. skildi allt.“ „Hvaðan komið þið núna?“ „Þetta var dálítið einkenni legt ferðalag. Við byrjuðum í Karabíska hafinu, fyrst á Jaimaica, Porto R'ico og Virgin eyjum“. „Sögðu svertingjarnir ekki „gúmoren" við ykkur?" „Allt er mjög danskt í út- liti, og nöfnin eru afar dönsk, enda réðu Danir þarna ríkj- um. Við vorum fyrst á St. Croix-eyju, og síðan á St. Thomas-eyju, en þangað fara flestir ferðamenn. Höfuðborg staðarins heitir Chanlotte Amalie (eftir danskri drottn- ingu), og er engu líkara, en tíu göturaðir á hvorn veg, en þeir helilast inn hjá þeim pen ingarnir. Þeir dæla upp hér- umbil V2 milljón tunnum af olíu daglega, og hefur bara ríkissjóður á staðnum 7 millj. dollara upp úr þessu krafsi á sólarhring!“ „En annað miklu merki- legra skeði um svipað leyti“, segir Halla. „Þeir fundu vatn á staðnum, sem áætlað er að muni nægja til að vökva 3-4 milljón ekrur lands, í 3-400 ár. En þarna er bara einn hængur á, og hann er sá, að þeir nenna ekkert að hafa með þetta vatn að gera. Þeir Davíff Þór, Halla og Hal Linker. að maður sé kominn í Ný- höfnina í Kaupmannahöfn“. „Hvert var síðan haldið?" „Svo fórum við beint yfir Atlantsihaf til Spánar, til Santiago de Compostella, sem er píilagrímabær á norðvestur horni Spánar. Heilög Birgitta af Svíþjóð kom' þangað, sem gift kona, og er hún varð ekkja, helgaði hún sig trú- málum, og gekk í klaustur, og var tekin í tölu heilagra. Þetta var á þrettándu öld, minnir mig. Halila var sæmd orðu heilagrar Birgittu fyrir nokkru. Gg þetta er sag- an sem er að baki þessarar orðu.“ „Já, við sögðum frá þessu hérna“. „Satt. En svo fórum við frá Spáni til Lýbíu. Við vorum eiginlega á undan öðrum þang að, þ,e.a.s. þangað komu myndatökumenn fyrir h.u.b. tveimur árum til að taka kennslumyndir, en ekki beint svipaðar því, sem við erum með“. „Þeir gera það gott þar“, skaut Halla inn í, „og eru að drukkn/a í peningafilóði og velmegun!“ „Já,“ heldur Hal áfram, „fyrir 7-8 árum fundu Occid- ental Petroleum-félagið frá Bandaríkjunum, o.líu þama, og hún var miklu meiri en Kuwait-olían. Þetta var skömmu eftir að Mobiloil-fé- lagið hafði afsalað sér olíu- réttindum þarna. Olíubærinn er ekki nema svo sem eins og byggja hús, eins og óðir væru, og ekki nóg með það, menn eiga ekki einu sinni að þurfa að kaupa þau, heldur ætlar kóngurinn, Idras annar, 85 ára gamall, að gefa öllum þau í jólagjöf! Jólin eru þjóðhátíð ardagur Lýbíumanma. Af skelfingu yfir þessu jafn vægisleysi, hafa þeir í olíu- félaginu sett á stofn tilrauna- búsikap fyrir landsmenn, og eyða miLli 3 og 4% af eigin arði í fyrirtækið til að vekja áhuga á landbúnaði, en lands- menn hrista höfuðin, og segja sem svo: Því skyldum við vera að ofreyna okkur á vinnu?“ „Ég er nú svo aldeilis hlessa!“ „Jæja, frá Lýbíu fórum við síðan til Grikklands. Þaðan til Rúmeníu, og ferðuðumst þar um allt, upp í Transylvan íufjöll og á strendurnar, Mamaia og Konstanya. Svíar hafa meira og minma tekið Mamaia ströndina að sér, og beint þangað gífurlegum ferðamannastraumi. Við höfð um á tilfinningunni, að Rúm- enar teldu sig algerlega óháða Rússum, þó þeir væru vinstri vinstri sinnuð þjóð. — Síðan ókum við til Búlgaríu, og fannst þar margt miklu ný- tízkulegra. Þar hafði verið nýlega, vinstrisinnað alþjóð- legt æskulýðsmót, en okkur virðist nú, að Rússar hafi dreg ið innrás sína í Tékkóslóvakíu þangað til þetta unga fólk var farið úr Búlgaríu. — Því Framhald i bls. 16 ari ótvíræðu yfirlýsingu kommúnistaríkjanna verð- uga athygli. Tékkóslóvakar eru með mestu og elztu menningar- þjóðum Evrópu. Hvað eftir annað hafa þjóðir þessa lands haft örlagarík áhrif á framvindu mála í þessari heimsálfu. Smáþjóð má sín lítils gegn ofbeldi herveldis- ins — en skyldi það ekki koma í ljós fyrr en leiðtog- ana í Kreml órar fyrir, að frelsið verður ekki barið nið ur með ofbeldi, að frelsis- andinn lifir í Tékkóslóvakíu og að frelsisþrá fólksins í öðrum kommúnistaríkjum lætur að sér kveða fyrr en nokkurn varir. Rússar bundu Dubcek á höndum og fótum þegar þeir tóku hann til fanga. Og nú reyna þeir að færa tékkneskt frelsi í fjötra með hernámi. Vonandi fer eins um þá til- raun og hlekkina á höndum Dubceks og fótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.