Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 17 Á SLÓÐUM ÆSKUNNAR I UMSJA STEFÁNS HALLDÓRSSONAR OG TRAUSTA VALSSONAR POP-HÁTIDIN i ÞÖRSMðRK Það hefur mikið verið rætt um erlend áhrif á íslenzka menn ingu, og ekki hafa allir verið sammála. Unglingar hafa jafnan verið fljótið að tileinka sér er- lend tízkufyrirbrigði, hvort sem þau hafa verið talin íslenzkri menningu holl e'ða ekki. En lang- oftast hafa þau ekkert erindi átt til íslenzkrar æsku og ekkert gagn gert, allra sízt í menningar- legu tilliti. En það gleðilega hef- ur nú gerzt, að til landsins hefur borizt siður nokkur, sem er lík- legur til að hafa bætandi áhrif á tvær tegundir „menningar", — „drykkjumenningu" unglinga, sem því miður er mjög vanþró- uð (hugtakið „drykkjumenning unglinga" ætti ekki að vera til) og „bítlamenningu“ (allt, sem viðkemur íslenzkri bítlatónlist og flytjendum hennar), en hún verður einnig að teljast á lágu stigi — þó með örfáum undan- tekningum. Þessi merkilegi siður er hin svonefnda pop-hátíð. Ein slík var haldin í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina, sú fyrsta, sem haldin hefur verið á íslandi. Hátfðin tókst nokkuð vel að því leyti, að þarna mátti heyra ágæta pop-tónlist (og Stundum meira) og áhorfendur voru flest- ir ánægðir. Einnig var ölvun unglinga mun minni og hegðun þeirra betri en oft áðnr í Þórs- mörk um verzlunarmannahelgi. En á hinn bóginn má telja upp mörg smáatriði, sem ekki er þörf á að h'afa með í spilinu næst, þegar pop-hátíð verður haldin á íslandi. Má þar nefna stöðugar bilanir á söngmögnurum, hvim- leiðar gangtruflanir í vél þeirri, er framleiddi rafmagn hljómsveit unum til handa, slæma hegðun nokkurra hljóðfæraleikara og fullmikla hörku eins lögreglu- þjóns. Hátíðin hófst á laugardags- kvöldi, hálfum öðrum tíma á eftir áætlun, méð leik hljómsveit arinnar OPUS 4. Sú hljómsveit fór nú aftur af stað eftir manna- skipti. Greinilegt var að hljóm- sveitin er ný, því að meðlimimir höfðu ekki náð þeirri samstill- ingu, sem nauðsynleg telst. Eng- inn sérstakur skaraði fram úr, en sólóleikarinn tók þó stundum skemmtileg sóló. Gaman verður að heyra í hljómsveitinni eftir eitt ár. Næstir voru Bendix. Það fyrsta, sem maður rJkkur augun í hjá Bendix, er hvað hljómsveit in er samstæð og heildarsvipur- inn góður. Þannig er einnig með þá músík, sem hljómsveitin flyt- ur. Hljó'ðfærin falla vel saman og lögin koma vel út. Lagavalið er líka gott, hæfileg blanda af nýjum, soul-lögum og gömlum lögum, eitthvað fyrir alla. Söngv varinn, Björgvin, hefur einkar eðlilega sviðsframkomu, og augu áhorfenda beinast fyrst og fremst að honum, enda á það líka að vera svo. POPS tóku við af Bendix og Herb Albert syngur HERB ALPERT syngur. Hann var meira að segja einu sinni á samningi við þekkt hljómplötu- fyrirtæki sem söngvari. En það var árið 1960 og hann var þá þekktari fyrir trompetleik sinn í brúðkaupsveizlum og veitinga- húsum. ,,Ég vil ekki einu sinni muna nöfnin á þeim lögum, sem ég söng í þá daga“, segir Herb sjálfur. Til allrar hamingju hafa þær minningar auðveldlega fall- ið í skuggann. Hann hefur feng- ið 10 gullplötur fyrir stórar plöt ur, sem hafa selzt í meira en milljon eintökum. Og hann þarf ek'ki að sjá eftir því, að hafa lagt upphæð, sem samsvarar 10 þús. krónum i tónlistarfyrirtæki. Það fyrirtæki er nú metið á um 1500 milljónir króna. Það hefur á sín- um snærum 42 listamenn og ár- leg hljómplötusala þeirra er um 15 milljónir eintaka. Nýlega hef- ur Herb Alpert komið sér upp s j á 1 fs t æð u k v i kmyndaf y r i r t æk i:, og þannig vex auður hans stöð- ugt. í apríl var fluttur í Bandaríkj- unum sjónvarpslþáttur, sem ein- göngu var helgaður Herb Alp- ert, hljómsveit hans, The Tiju- ana Brass og þeirri sérstöku tón- list, sem hann hefur orðið fræg ur fyrir. „Ég vildi blanda konu minni inn í þetta á einhvern hátt og þá kom fram þessi hugmynd: Hvers vegna ekki að syngja lag tileinkað henni?“ Herb hlustaði á 50 lög og valdi síðan lagið „This Guy’s in Love With You“. Tveim „dögum eftir flutning sjónvarpsþáttarins var lagið gef ið út á hljómplötu, sem nú er að nálgast tveggja milljóna markið í sölu. Fyrir stuttu söng hann þetta sama lag inn á plötur á ítölsku og spænsku. Nýja stóra platan hans „The Beat of the Brass“, hefur einnig selzt meira en milljón eintökum. Og hvað hefur svo Herb Alpert sjálfur að segja um þessar miklu vinsæld- ir? „Allir tónlistarmenn geta sung ið. Þegar leikið er á 'hljóðfæri, þá er aðeins verið að líkja eftir röddinni". Hvernig rödd hefur Herb sjálf ur? „Aðeins venjulega", segir hann og þakkar vinsældirnar góð um lögum. „Gött lag er það sem gildlr. Ef Hubert Humphrey hefði rétta lagið, þá gæti hann orðið vinsæll söngvari“. fór vej á því, hljómsveitirnar eru líkar um margt — en Pops þó betri. Munar þar mestu, að allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa leikið lengur en félagarnir í Bendix. Pops voru öruggari og léttara yfir þeirra músík og greinilegt var, að þeir voru „í stuði“ þetta kvöld. Lagavalið er mjög gott — eitthváð 'fyrir alla — og sérstakíega var gaman að heyra hið fallega lag „Edelweiss" úr kvikmyndinni „Sound of Music“. Væri óskandi, að fleiri hljómsveitir hefðu sama háttinn á og flyttu slík lög, sem allir hafa gaman af. Þá var komið að öðru stóra númerinu á dagskránni: FLOW- ERS. Þeir, sem eitthvað hafa hlustað á Flowers upp á síðkast- ið, gátu fljótlega heyrt, að hljóm sveitin var ekki í stuði þetta kvöld. Hverjar orsakir voru fyrfr því, vjeit ég ekki, en ekki er ósennilegt, að veðrið og bilanir á mögnurum og rafmótor hafi átt Bezti beat-organistinn Karl Sighvatsson (Fiowers). skal ég með ánægju éta hattinn minn. SÁLIN var næst á dagskrá. Hún er skipuð mjög góðum hljóð færaleikurum, en þó er útkoman ekki eins og hún ætti að vera. Jónas í Flowers og Shady Owens taka lagið á „Jam Session“ — Ljósm.‘ Kr. Sig. sinn þátt í því, að ekki tókst a’ð koma lífi í músíkina. En engu að síður var framleiðslan fyrsta flokks og áhorfendur ánægðir. Gunnar Jökull og Karl Sighvats son eru langbeztir og væri mikill skaði að missa annanhvorn eða báða úr hljómsveitinni. Trommu leikur Gunnars er frábær og eru beztu lögin hjá Flowers einmitt þau, sem hann tekur til hend- inni í. Karl er sennilega bezti beatorganistinn á landinu í dag. Ef einhver er ekki á sömu skoð- un, þá ráðlegg ég honum að hlusta á „House of the Rising Sun“ og sannfærast. Arnar er mjög góður gítnrleikari, en lætur allt of lítið til sín taka. Alger óþarfi er að hafa ryhmagitar í sömu hljómsveit og orgel, og ætti Arnar að nota gítarinn mun meira sem sólóhljóðfæri. Jónas söngvari hefur ekki mikla rödd, en hann notar hana vel. Þá er hann mjög góður á sviði, og hef- ur það ekki lítið að segja, Sigur- jón bassaleikari er mjög góður, en lætur bassann dynja fullmik- ið. En hann er einnig ágætur trompetleikari, og er slíka óvenju legt nú til dags, að heyra tromp ethljóð á dansleik. Einhvern tima var mér sagt, að á væntanlegri hljómplötu Flowers væru tvö erlend lög. Mér þykir mjög sennilegt, að það séu lögin Try a Little Tend- erness (Otis Redding) og You Keep Me Hangin’On (Vanilla Fudge, Ferris Wheel). Ef þessi tilgáta mín reynist ekki rétt, þá Söngur er greinilega ekki sterk- asta hlið Sálarinnar og rýrir það mjög gæði tónlistarinnar. Axel sólóleik’ari er mjög góður „blues“ leikari og minnist ég þess ekki að hafa heyrt betri sóló hér áður. En framkoma hljómsveit- armeðlima er'ekki til fyrirmynd ar. Þegar Sálin hafði lokið leik sínum var farið að birta af nýj- um degi. Gerðust þá margir all- þreyttir og syfjaðir og var þá öllum tónlistarflutningi hætt, en Óðmenn geymdir ti] næsta kvölds. JAM SESSION Margir biðu með óþreyju eftir þessum merkilega dagskrárlið, enda áttu nokkrir af beztu beat- hljóðfæraleikurum landsins að sýna þarna sinar beztu hliðar. En þær komu þó ekki í ljós, nema að takmörkuðu leyti. Pétur Östlund tók áð sér trommumar, en hann naut sín ekki sem skyldi vegna hávaða og láta frá öðrum hljóðfærum. Eins fór fyrir Kalla í Flowers, sem lék á orgelið. Hann lék mjög vel, en það heyrð ist bara illa. Bassinn drundi, svo undir tók í nálægum fjöllum, og ekki bætti það úr skák, að sá, sem lék á þetta forláta hljóð- færi, var ekki vandanum vaxinn og ger'ði margar vitleysur. Reynd ist það vera Magnús Kjartans- son úr Óðmönnum, sem þar átti hlut að máli. Ólíkt skemmti- legra hefði verið að heyra hann leika á orgel eða trompet. Gítar- leikari var Arnar (Flowers) og heyrðist lítið til hans. Um söng- inn sáu þau Shady Owens og Jónas Jónsson, og tókst þeim vel upp. Auk þess voru á sviðinu ýmsir sjálfboðaliðar, sem tóku þátt í tónlistarflutningnum með miklum áhuga, en takmark»ðri getu. Ég hef grun um að mörgum hafi þótt lítið td þessara skemmt unar koma og er þáð leitt, því áð þetta er eitt það allra skemmti legasta sem til er í bítlatónlist- inni, þegar vel tekst til, en það var ekki í þetta skipti. Ef ein- hver er þeirra gæfu aðnjótandi, að vera viðstaddur æfingu hjá góðri hljómsveit, þá er ekki ólík- legt, að hann geti kynnst þessu fyrirbrigði á eftirminnilegan hátt. Væri ekki úr vegi, að einhver áhugasamur hljómlistarmaður stæði fyrir annarri Jam Session hér í höfuðstaðnum, þar sem áhugamönnum gæfist gott tæki- færi til að heyra beztu beathljóð færaleikara landsins spila saman. Óðmenn Ekki verður með sanni sagt, að lánið hafi leikið við Óðmenn að þessu sinni. Lélegt söng- kerfi, of lág spenna rafmagns, sem m.a. orsakaði það, að org- elið var ónothæft mestallan tím- ann, og rafmagnsleysi í tíma og ótíma, allt þetta dundi yfir Óð- menn allar truflanirnar. En þrátt fyrir allar stufianirnar stóðu Ó3 menn sig af stakri prýði og gerðu kvöldið eftirminnilegt. Pétur Östlund var svo sannarlega í ess inu sínu og sýndi nú sínar beztu hliðar. Þó að rafmagnið færi af alltaf annað slagið, þá var Pét- ur ekkert að hika, heldur skellti hann sér strax út í trommusóló og — og það voru líka sóló í lagi. Hinir Óðmennirnir voru einnig í toppformi, — Shady sannaði svo um munaði, að hún er lang- bezta söngkonan á landinu og sviðsframkoman í sérflokki. Jó- hann bassaleikari leikur einstak lega skemmtilega á sitt hljóð- færi, hann hefur gott vald á Tamla-stílnum og stillir magn- ara sinn eftir því. Valur Emils- son gerir Hendrix-lögum mjög góð skil, -og einnig leikur hann afbragðsvel rythma í soul-lög- um. Magnús Kjartansson fékk ekki mörg tækifæri til að sýna getu sína á orgelið, en í stað þess brá hann á leik á sviðinu, og náði áhorfendum algjörlega á sitt band. Gaman væri að sjá hann og Rúnar í Hljómum saman á sviði. En þrátt fyrir góða frammistöðu einstakra hljóm- sveitarmeðlima varð útkrjman í heild ekki sambærileg við það, sem Óðmenn höfðu bezt gert áð- Framhald á bls. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.