Morgunblaðið - 17.09.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.09.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTBMBER 196« 21 Vestan undir Þjófadalafjöllum. Fúlakvisl. Sér í jaðar Langjökuls. Frá Kili og Þjófadalaf jöllum um austan við Kjalhraun. Þaðan er ágætt útsýni en fábreytt land hið mesta. Kjalhraun er ófært bílum, enda leggja fáir leið sína þangað. Þjófadalafjöll seiða fáa til sín. Næstum allir, sem fara Kjöl, láta sér nægja að sjá þau frá bílveginum og kynnast því engu, sem á bak vfð þau býr. Nokkrir fara þó í Þjófadali, því að þangað er hægt að komast á bíl. Örfáir ganga á Beinhól. Er þó ekki nema rúmlega klukku- stundar rölt þangað frá sunnan- verðu Rjúpnafelli. Á þeirri leið er Kjalvegur hinni fomi. Þar er Grettishellir, þar eru vörður svo haglega hlaðnar, að þær virðast geta staðið endalaust, og hraun- mest, sem lengst fara, því að tíð- um leynast undur og unaður skammt frá bílveginum og nátt- staðnum. Þúsundir manna þeyt- ast á milli frægra og fagurra staða, og sumir eiga í erfiðleik- um með að finna einhverja nýja leið, sem þeir komast á bílnum sínum, þeir eru búnir að fara svo víða. Væri þá ekki ráð að líta ögn meira til hliðar og grennslast eftir, hvort þar er ekki eitthvað að finna og sjá, sem gleður aug- að og göfigar sálina engu minna en hitt, sem hlotið hefur frægð. Kannski er þar lítili og fallegur steinn, eða litfagurt blóm. Kannski lind, sem leikur sér við Um aldaraðir lá fjölfarin þjóð leið yfir Kjöl og ferðalaga þar er víða getið í fornum ritum. En eftir slysför Reynistaðarmanna í nóvember 1780 og óhugnanleg eftirmál lögðust Kjalferðir næst- um alveg niður. Kjalvegimir voru tveir, annar lá um miðjan Kjöl og yfir Kjal- hraun, en hinn um Þjófadali og suður me'ð Fúlukvísl. Um síðustu aldamót var vegurinn yfir Mið- Kjöl leitaður uppi otg varðaður fyrir atbeina danska höfuðs- mannsins Daníels Bruun. Hann varð þó aldrei fjölfcuinn. Vestari leiðin var vörðuð sumarið 1920. Síðan bílferðir hófust yfir Kjöl hefur Kjalvegur hafizt að nýju til vegs og virðingar hjá þeim, sem öræfunum unna, og frá því hann verður fær á vorin og fram á haust, er þar stöðugur straum- ur ferðamanna. Hveravellir voru fáum kunnir fyrr en á síðustu árum. Fornu vegirnir lágu þar ekki um og á fyrri tíð tóku ferðamenn sjaldan á sig krók til þess að sjá náttúru undur. Nú eru Hvexavellir komn ir í tölu frægustu ferðamanna- staða á öræfum uppi og engin hætta á að þeir glati aðdráttar- afli sínu. Bílvegurinn liggur á söndun- Göngufólk og haglega hlaðin varða á Kjalvegi hinum forna. Oddnýjarhnjúkur á Þjófadalafjöllum og Fúlakvísl. Grettishellir. Þar er talið að Grettir hafi dvalizt um skeið í útlegðinni. Beinhóll. Blásin og skinin bein úr lirossum Reynistaðarmanna liggja þar enn eftir 188 ár frá slysförinni miklu. ið býr yfir ótrúlegri fjölbreytni. Gönguferðum fylgir ró, ef fólk inu liggur ekki alltof mikið á, og rólegt rölt, jafnvel þó um brattar fjallahlfðar sé að fara, er ekki eins erfitt og margur hyggur. Og þeir sjá ekki alltaf dýjamosa. Gáta, sem gaman er að ráða. Hér fylgja nokkrar myndir, sem teknar voru í síðustu viku ágústmánaðar í sumar. Björn Bergmann. Skákmenn athugið Teflit verður til úi-slita í firmakeppni T.R. í kv.ld kl. 8. Septembermótið hefst mánudaginn 23. september kl. 8, og verður framhaldið þriðjudaginn 24. september, fimtudaginn 26. september og lýkur mánudaginn 30. september. Haustmót Taflfélags Reykjavlkur hefst sunnudaginn 8. október n.k. Innritun í kvöld og næstu daga. TAFI-FÉLAG REYKJAVÍKUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.