Morgunblaðið - 17.09.1968, Page 24

Morgunblaðið - 17.09.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1968 Tilboð óskast í Fiat 850 árgerð 1966 skemmda eftir bruna. Bifreiðin er til sýnis í Bifreiðaverkstæðinu Armur, Skeifan 5. Tiiboð sendist skrifstofu vorrí Borgartúni 1, fyrir há- degi næstkomandi fimmtudag 20. þ. mánaðar. Vátryggingarfélagið h.f. Vigfús Ingvarsson blikksmiður—Minning Skrifstofustúlko óskust Útfiutningsstc.fnun óskar eftir að ráða duglega skrif- stofustúlku. Vélritunar- og málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 19. þ.m., merktar: „Skrifstofustúlka — 2243*. Tilkynning Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á, að vegna breyttra aðstæðna getum við ekki tekið skinn til sút- unar fyrir einstaklinga. Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands Grensásvegi 14. Hnoðvél Lítið notuð loftdrifin hnoðvél fyrir bremsuborðásetn- ingu er til sölu og sýnis hjá okkur. verkfœri & járnvörur h.f. Skeifan 3 B, sími 84480. TilboB óskast í Bedford Viva árg. 1967 skemmda eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis 1 oiíustöð E5SO á Gelgjutanga, í dag og á morgun kl. 1—5. Tilboð leggist inn á skrifstofuna, Borgartúni 1 fyrir hádegi fimtudaginn 20. þessa mánaðar. Vátryggingarfélagið h.f. f>að fækkar óðum förunautum um, sem fæddir voru um og fyrir aldamótin síðustu. Nú er einn af okkar gömlu góðu ísfirðingum, Vigffúsf Ingvarsson fallinn í val- inn. Hann lézt í Landsspítalan- um 10. þ.m., og verður í dag kvaddur hinztu kveðju. Vigfús var fæddur í Hafnar- firði 29. júní 1892, sonur hjón- anna Sigríðar Árnadóttur Magn ússonar frá Þórkötlustöðum í Grindavík (af Bergsætt) og Ing vars Vigfússonar blikksmiðs frá Krísuvík. Hófu þau búskap í Hafnarfirði, en fluttu til ísa fjarðar á mestu vaxtarárum kaupstaðarins, og bjuggu þar síð an æfilangt. Vigfús ólst upp í foreldrahús- um í hópi sinna glaðværu og starfsömu systra: Arnfríðar, er gift var Jóni Ólafi Jónssyni, málarameistara á ísafirði, Sigríð ar, er gift var Þórami Stefáns- syni bóksala á Húsavík, og Önnu, sem gift var Jónasi Tóm- assyni tónskáldi á ísafirði. Þau eru nú öll látin, nema Sigríð- ur sem ennþá býr á Húsavík. Öll tóku þau systkin mikinn þátt í félagslífi á ísafirði á sín- um tima og reyndust nýtir fé- lagar á sviði leiklistar, söngs og tónlistar. Vigfús var meðlimur í Góðtemplarareglunni um 60 ára skeið, fyrst í unglingastúkunni Mjallhvít og síðan í st. Nönnu, og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Hann byrjaði snemma að hjálpa til á verkstæði föður síns, og leiddi það til þess að hanm að loknu skyldunámi lærði blikksmíðaiðn hjá Bjarna Pét- urssyni blikksmíðameistara í Reykjavík. Þegar ástæður leyfðu hélt hann til Danmerkur til að sjá sig um og læra meira á sínu starfssviði, og lauk þá prófi í pípulögnum hjá Tekno logisk Institut í Kaupmannahöfn. Eftir það stundaði hann þessar iðnir báðar jöfnum höndum um margra ára skeið á Vestfjörðum. Við andlátsfregn góðra manma og gamalla vina vakna minning arnar, sem þeim voru tengdar á lífsins leið, og hljóðlátar þakkir fyrir góða samfylgd gagntaka hugann. Vigfús var í blóma lífsins þeg- ar ungmennafélögin héldu inn- reið sína hingað, og hneigðist hann brátt að þeirri fjölmennu fylkingu, fyrst í U.M.F. ísfirð- inga og síðar í U.M.F. Árvakur. Voru þar meðal annars sungin ættjarðarljóð og önnur fögur ljóð góðskáldanma og heita mátti að á hverjum fundi væri kyrjað hið snildarlega hvatningarljóð Guðmundar Guðmundssonar: Vormenn íslands. Félagamir HI0 HEILAGA HLUTVERK NORDURLANDA Fyrirlestrar og fræðsla hefjast nú í DULSPEKISKÓLANUM 1 Reykjavík viðvíkjandi hinu heilaga hlutverki Norðurlanda fyrir allt mannkyn. Opinberaðir verða leyndardómar um þjóna Guðs og speki þeirra, er þeir hafa birt í ljóma þess norræna heiðis. Sýndir verða Lyklar leyndardómanna, ásamt táknrænum landabréfum af öllum Norðurlöndum, til þess að sanna hið volduga hlutverk hinna útvöldu norænu þjóða fyrir allt mannkyn á komandi árum. Prentuð listaverk, rit og bækur fyrir alla, er kynnast vilja hinni nýju stefnu, spekinni um hinn eilífa R Ö Ð U L sannleikans, er nú rís í norðri. Leyniskjöl verða lesin fyrir þá, sem lengra eru komnir á Kristsbraut kærleikans. Síðar verða þau afhent þeim hinum trúföstu hin- um verðugu. Takmarkið er: Helgistöðvar um öll Norðurlönd. Pósthólf 1322. Símanúmer 19401. Sigfús Elíasson DULSPEKISKÓLINN í REYKJAVÍK. reyndu að fylgja hvatningarorð- um skáldsins. Var þarna uninið göfugt og merkilegt starf til ræktunar lýðs og lands, og búa margir að því starfi enn í dag. Einn þáttur þessa Starfs á ísa- firði voru ferðalög um landið, og þá sérstaklega gönguferðir víðs- vegar um Vestfirði. Gerðist Vig- fús þar ótrauður forgöngumað- ur og „fór margar ferðir glæfra“. Ég hafði á einhvern hátt smeygt mér í þessa ferða- klíku, þótt ég væri raunar í öðr- um aldursfflokki og minnist jafn an minna ágætu, skemmtilegu og úrræðagóðu ferðafélaga með á- nægju, ekki sízt Vigfúsar, enda var hann oftast í fararbroddi og „kgl.“ ljósmyndari hópsins! Ég hygg hann hafi verið með fyrstu áhugaljósmyndurum á ísafirði og nauit e.t.v. í því efni uppörvun ar og leiðbeiningar, Sigriðar syst- ur sinnar, sem var lærður Ijós- myndar.i Árið 1949 giftist Vigfús eftir- lifandi konu sinni, Hlíf Pálsdótt ur frá Kirkjubóli í Korpudal í Önundafirði og hafa þau búið hér í Reykjavík. Eftir að Vigfús flutti frá ísa- firði slitnaði sá þráður sem okk ur tengdi saman, og mun hann að mestu hafa helgað sig heim- ili sínu, og hefi ég fyrir satt að þar hafi hanm reynst sami góði og göfugi drengurinn sem fyrr. Vigfús var hæglátur maður og hlédrægur. Hann erfði þann eig- inleika frá föður sínum að lofa aldrei meiru en unnit var að efna, og loforð hans stóðu „sem stafur á bók“. Kemur mér í hug gamalt rímnastef sem tileinka mætti þeim feðgum: „Betri eru Hálfdán heitin þín, en handsöl annara manna“. Ef þörfin krafði var lögð nótt við dag til þess að halda gefin heit. Með Vigfúsi Ingvarssyni er góður maður genginn. Er hans sárt saknað af vinum og ættingj- um en þó sérstaklega af eftir- Uifandi eiginkonu, er misst heff- ur sinn lífsförunaut. Ég sam- hryggist þeim innilega. En minn ingin lifir um mætan og góðan dreng, og nafnið lifir með litlum frænda. Friður og þakklæti fylgi þér á braut. Ólafur Magnússon H -----------» ♦ ■»---- - UM KENNSLU Framhald af hls. 15 myndum meiri gaum, en þær sýna ótvírætt hvaða árangri er hægt að ná með nýja skipulag- inu í kemnslu heyrnardaufra**. Það væri vissulega fróðlegt að vita ótvírætt um samanburð á nýja skipulaginu sem svo ex kallað í kennslu heymardaufra og því gamla, en því miður gef- ur myndin ekki þann samanburð hinsvegar sýnir hún hvað hægt er að gera fyrir eiinstakling með góða greind, þegar öllum nú- tímaaðferðum er beitt. Annars er ekki getið um hvað heyrnartap stúlkunnar í mynd- inmi er mikið í % né gefið upp línurit yfir heymardeyfu hemn- ar, en það væri mjög fróðlegt að vita. í framhaldi af því sem hér hef ur komið fram má bæta við, að hér á landi hafa verið gerðar 2 tilraunir með að setja heyrnar- skert börn sem áður höfðu hlot- ið sinn undirbúning í Heymleys ingjaskólanum í almenna skóla, haía þessar tilraunir gefizt vel og sýna að með réttri meðferð er þetta hægt þrátt fyrir ýmsa annmarka, en geta má þess að kennarar beggja þessara barna málum heymrdaufra. Á hinn bóginin er því ekki að leyna að börn með fremur lítið heyrnartap hafa hlotið ranga meðferð í almennum skólum og þessi börn hafa orðið að koma í Heyrnleysingjaskólairun til að njóta menntunar, þrátt yfirheyr arleyfar sem hugsanlega hefðu hjálpað bömunum verulega ef þau hefðu fengið rétta meðferð strax og heyrnardeyfunnar varð vart. Að lokum vill Foreldra- og styrktarfélög heymardaufra vona að þau skrif sem orðið hafa um þessi má'l verði heyrnardauf um til góðs og við leggjum meg- styrktarfélag heymardaufra ináherzlu á að nýju skólahúsi verði komið upp fyrir þessi böm, sem halda áfr-am að vaxa hvort sem þau fá viðanandi aðstöðu itiJ menntunar eða ekki, og jafn- framt verði unnið að því að opna þeim leiðir út í hið almenna skólakerfL Skólinn þarf að vera tilbúinn fyrir næsta haust, núverandi ástand er óviðunandi með öllu og útilokað er að una því nema í 1 ár. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra heitir á alla góða menn að veita málinu þann stuðn ing sem verða má. Málið þolir enga bið. Virðingarfyllst, F.h. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra. Vilhjálmur Vilhjálmsson. formaður, E.S. í dag 12.9. 1968 skrifar Sig- ríður Guðmundsdóttir í Velvak- andadálk Morgunblaðsins undir fyrirsögninni: Heymardauf börn“. Er þar margt vel sagt 1 upphafi og enda bréfs. Því mið- ur verður Sigriði á að fara ran-gt með þegar hún vitnar í bréf for eldranna varðaindi fóstureyðing ar, en þar sem svo stutt er síðan bréf foreldranna var birt, þarf ekki að endurtaka það hér. Að öðru leyti er ábending hennar um rannsókn sjálfsögð. Einnig verður henni á að tala um sjóð til stuðnings Heyrnleysingjaskól anum en sjóðurinn er ætlaður hejrrnardaufum börnum. Annars er bréf Sigríðar að ýmslu leyti svipað bréf H.J í A1 þýðublaðinu sem vitn-að er í hér að framan, og lýsir það vanmati á vandamálinu niðað við aðs-tæð ur hér á landi. Svar félagsins við grein H.J. á því að verulegu leyti einnig við varðandi grein Sigríðar. V.V. FramJiald af bls. 23 ef svo mætti segja. — Á ég þar ekki við neinar verur úr öðrum heimi, sem sumir telja a'ð fylgi sérhverjum manni, heldm- þau hughrif sem einn hefur á ann- an. — Hughrifin frá Pálma voru góð. Öl-lum þótti okkur gott með honum að vera og hugurinn fyllist þakklæti til þessa -góða og heiðarlega samferðamanns, sem nú er genginn. Gauti Hannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.