Morgunblaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 18. SEPT. 1960
3
Norðmenn hætta hvalveiöum í Suður-íshafi
HVALVEIÐUM Norðmanna í
Suðurhöfum er sennilega lok
ið fyrir fullt og allt. Árið
1930 stunduðu yfir tíu þúsund
Norðmenn hvalveiðar, en 384
voru á sáðustu vertíð. Nú hef
ur hvalveiðifélagið Kosmos
ákveðið að gera ekki út fleiri
leiðangra til Suður-íshafsins,
vegna mikils verðfalls á af-
urðum og sívaxandi rekstrar
erfiðleika.
Hvalveiðar Norðmanna eiga
laniga sögu. f fornöld neru
Norðmenn árabátum til hvala
og höfðu spjót og skutla að
vopnum. Árið 1863 var fyrsta
skutulbyssan smíðuð í Töns-
berg og sett í allstóran gufu-
bát, sem stundaði veiðar und-
an Finnmörku.
Eftir það stunduðu Norð-
menn veiðina einkum í Norð-
ur-íshafinu, len hvölum þar
fækkaði svo mjög, að öll hval
veiði var bönnuð árið 1904.
En einum áratug fyrr hafði
Chr. Christensen, iðjuhöldur
í Sandefjord, gert út leiðangra
til Suður-íshafsins og stjórn-
aði þeim C. A. Larsen, þekkt-
ur fyrir siglingar um íshöfin.
Þetta leiddi til þess, að Lar-
sen stofnaði árið 1904 hval-
veiðifélag í Buenos Aires,
Compania Argentina de
Pesca. Það starfaði a'llt fram
yfir síðari heimsstyrjöldina.
Um svipað leyti og hval-
veiðar í Norðurhöfum voru
bannaðar, keypti Christensen
gamalt flutningaskip, um
2400 tonn, og breytti því í
fyrsta hvalveiðimóðurskipið.
Þá var aðeins sótzt eftir lýs-
inu, en kjötinu var hent,
vegna þess að lekki var unnt
að geyma það.
Norðmenn voru einir um
hvalveiðar í Suður-íshafi
fram um 1920, en þá slógust
Bretar í hópinn og smám sam
' :• •
Norskir hvalveiðibátar í Sandefjord. Merkum þætti í atvinnusögu Noregs er lokið.
Hvalveiðimóðurskipið „Kosmos IV“. Um borð er fullkomin
verksmiðja, sem ekki er vitað hvað verður um.
an aðrar þjóðir. Veiðarnar
jukuist gifurlega og verð fram
leiðsluvörunnar lækkaði, jafn
framt því sem menn fóru að
óttast að hvölum yrði útrýmt.
Árið 1936 komu norskir og
brezkir hvalveiðimenn sér
saman um takmörkun á veiði
tíma og lágmarksstærð á
hvölum sem mátti veiða. Ár-
ið eftir var gerð alþjóðleg
samþykkt um hvalveiðar í
Suður-íshafi
Árið 1928 stofnaði Anders
Jahre hvalveiðifélagið Kesm-
ois og átti það félag eftir að
hafa mikil áhrif á atvinnu-
líf Noregs. Smám saman tók
það forystuna í hvalveiðum
Norðmanna. Þá var farið að
hafa dráttarbrautir um borð
í skipunum ag draga hvalina
um borð til vinnslu.
Nýir Mercedes Benz
eru aðalvinningarnir
Sjálfstœðisflokkurinn efnir til
glœsilegs landshappdrœttis
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR-
INN hleypir nú af stokkun-
um landshappadrætti. Er hér
um að ræða óvenju glæsilegt
happdrætti — vinningarnir
eru tveir Mercedes Benz 220
fólksbílar og er verðmæti
þeirra samtals 914 þúsund
krónur. Bílarnir eru af ár-
gerðinni 1969 og hinir fyrstu,
sem koma hér á markaðinn.
Verð happdrættismiðanna
er aðeins 100 krónur, eða hið
sama og verið hefur í undan-
fömum landshappdrættum.
Dregið verður í happdrætt-
inu 5. nóvember næstkomandi.
Miðar hafa þegar verið
sendir Sjálfstæðismönnum
víðsvegar um land svo og hér
í bænum. Þá munu miðar
verða seldir hér í miðborginni
næistu daga — til að mynda úr
happdrættisbílunum, þegar
þeir koma á göturnar í lok
vikunnar. Skrifstofa flokks-
ins er í Sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll.
Mikið ríður á að þetta
landshappdrætti fái góðar
viðtökur hjá stuðningsmönn-
um, þar siem um þessar mund-
ir reynir mjög á starf og
styrkleika Sjálfstæðisflokks-
ins. Fer hér á eftir hluti úr
bréfi miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins, er hún fylgir happ
drættinu úr hlaði:
Andstæðingar flokksins veit
ast hart að honum vegna örð
ugleika efnahagislífins, er nú
steðja að. f þeim ásökunum
er þó öllu snúið við, því að
enginn flokkur ræður við
veðurfar, aflabrögð, verðfall á
erlendum mörkuðum eða lok-
un þeirra vegna innbyrðis
borgarastyrjaldar. Hinsvagar
eru íslendingar nú miklu fær
ari en áður til að standast því
líka örðugleika einmitt vegna
stjórnarstefnu undanfarinna
ára, svo sem söfnunar gjald-
eyriisvarasjóðs og upphafs
stóriðju.
Nú ríður á, að Sjálfstæðis-
menn sýni árvekni, herði bar
áttuna fyrir góðum málstað
og efli samtök sín. Mieð því
móti munum við bezt koma í
veg fyrir, að villt verði fyrir
r _
'^rr y1) jllilll ft/ Z
VERÐMÆTI
KR.: 854.000,00
VERÐ KR.: 100
DREGIÐ 5. NÖVEMBER 1968
almenningi um hið sanna eðli
hinna tímabundnu erfiðleika,
sem nú er við að fást. Og
með því móti munum við
tryggja bezt, að ráðum og for
ustu flokks okkar verði fylgt
við úrlausn vandans.
En nú sem fyrr þarf á fé
að halda til reksturs flokks-
ins og treystir miðstjórnin
því á samhug og einbeittni
Sjálfstæðismanna.
Rœða inngöngu
Bretn í E B E
Lorndon, 17. sept. NTB.
UTANRÍKISRÁBHERRA Belgíu,
Pierre Harmel, og Michael Stew-
art, utanríkisráffherra Bretlands
munu á morgun ræffa á fundi í
London nýjar ráffstafanir í þvi
skyni aff færa Bretland nær Efna
hagsbandalagi Evrópu. Belgia
hefur aUtaf veriff fylgjandi því,
aff Bretar fengju inngöngu í
bandalagiff eins fljótt og unnt
væri, en slíkt hefur alltaf strand
aff á neitun Frakka. Joseph Luns,
forsætisráffherra Hollands, átti
samskonar viffræffur viff Stewart
í London 30. ágúst sL
Haft var eftir áreiðanlegum
heimildum í Bretlandi í dag, að
Stewart myndi skýra Harmel frá
því, að Bretar óski eftir fullri
aðild þrátt fyrir neikvæðar yfir-
•lýsingar de Gaulles um þetta efni
að 'undanfömu. Bretar eru einn-
ig fúsir til þess að íhuga aðrar
tillögur frá ríkjunum sex innan
EBE, þ. e. s. ef þessar tillögur
standa í sambandi við inngöngu
Breta innan skamms.
Þá mun Harmel einnig ræða
við Stewart um ástandið milli
austurs og vesturs eftir það, sem
gerzt hefur í Tékkóslóvakíu svo
og um málefni Atlantshafsbanda
lagsins. Haft er eftir sömu heim-
ildum, að utanríkisráðherrar að-
ildarTÍkja Atlantshafsbandalags-
ins muni koma saman til sérstaks
fundar í Briissel snemma í nóv-
ember til þess að ræða ástandið
í Evrópu.
Þá munu þeir Harmel og Stew-
art sennilega taka fyrir á fundi
sínurn viðræður þær, sem þeir
áttu fyrir skömmu við rúmenska
leiðtoga i Búkarest.
STAKSTEIMAR
Hvert fer unga fólkið?,
Þaff hefur orffiff stöffugC
meira áberandi á undanförnum
árum, aff ungt fólk, sem hefur
aflaff sér vífftækrar menntunar
m.a. í öffrum löndum, leitar
fyrst og fremst til opinberra.
affila, ríkis, sveitarfélaga, lána- *
stofnana og annarra opinberrat
affila um störf aff námi loknu.
Erlendis er þaff svo, aff atvinnu-
fyrirtækin sitja um þá, sem út-
skrifast úr beztu háskólunum og
bjóffa þeim atvinnu, er hérlend-
is virffist unga menntafólkiff
fælast atvinnulífiff og leita sét
rólegri atvinnu og meira örygg-
is undir verndarvæng hins opin-
bera. Smátt og smátt leiffir þessi
þróun til þess aff hæfa starfs-
krafta skortir til stjórnunar-*
starfa í atvinnulífinu, en hint
raunverulega stefnumörkun fyr-
ir atvinnuvegina færist meir og
meir í hendur háns opinbera„
sem hefur dregiff til sín hæfustxi
starfskraftana- Auffvitaff et
þetta engan veginn einhiýtt. Eit
þaff er athyglisvert, aff þeir sent *
mest kveður aff í atvinnulífinu.
eru yfirleitt ekki langskóla—
gengnir menn, heldur hinir, sent
litla menntun hafa hlotiff, en
hafa freistaff gæfunnar í örygg-
isleysi atvinnulífsins, tekiff
mikla áhættu og sigraff. Hvers
vegna leitar unga fólkiff ekki til
atvinnuveganna eins og í öffrun*
löndum?
Skipulag og
jafnvægisleysi
f affra röndina er ástæffai*
vafalaust sú, aff atvinnufyrir-i
fyrirtæki á íslandi eru enit
þannig upp byggff, aff þau Ieita
fremur eftir starfskröftum til
f jölskyldunnar, sem á fyrir-j
tækiff, heldur en utan hennarj
Fyrirtækin eru einnig þaff smá*!
aff þau hafa einfaldlega hvorkl
bolmagn né rúm til þess aff ráða
sénnenntað fólk. En einnig má
búast viff, aff þaff jafnvægisleysi,
sem er í islenzku atvinnulífi,
þau skjótu umskipti, sem orffifl
geta í örlögum fyrirtækja ©g
dæmin sanna, fæli unga fólkið
frá atvinnulífinu. Þaff leitar
frekar þess öryggis, sem er fyrir
hendi hjá opinberum affilum og
þeirra áhrifa, sem þar standa til
boffa þeim sem skara fram úcj
Þaff hlýtur aff verffa eitt megin—i
verkefniff í uppbyggingu ís-J
lenzkra atvinnuvega á næsttf
árum og áratugum aff breytá
þessu og gera atvinnuvegunum
kleift aff draga til síu hæfa off
vel menntaffa menn. Aff vísu ertt
starfandi ýmis konar samtök á
vegum einstakra greina atvinnu—
lifsdns, sem hafa Iaffaff til sátt
unga hæfileikamenn, en þeir
starfa ekki aff beinni stjóm
atvinnufyrirtækjanna, heldur
sem fulltrúar hagsmunasamtaka
þeirra.
Ungt fólk
-atvinnulífið
Þaff hefur meginþýffingu fyrir
framþróun íslenzkra atvinnu-
vega að okkur takist aff fá ungt
fólk út í atvinnulífiff, aff draga c
þaff frá hinu opinbera og út i
iðandi hversdagslíf atvinnufyrir-
tækjanna, sem valda kannskl
erfiffleikum og áhyggjum, en
gefa einnig mikiff í affra hönd,
ef rétt er á haldið. Okkur tekst
aldrei aff byggja atvinnulífiff upp
svo vel sé, ef fólkiff meff mennt-
unina situr á bak við skrifbor®
á stjórnarskrifstofu.