Morgunblaðið - 27.09.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.09.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 196«. ALITSGERÐ IÐNÞROUNARRAOSTEFNU HÉR birtist álitsgerð iðnþróun- arráðstefnu Sjálfstæðismanna, kafli II og III. — Kafli I. er á forsíðu. n. Sú staðreynd blasir við ís- lendingum eftir langa reynslu, að lífskjör og efnahagsþróun hér á landi munu ekki geta hald izt í hendur við þróunina hjá grannaþjóðunum, ef afkoma þjóð arbúsins verður áfram svo háð sveiflum í aflabrögðum og mark aðskjörum fyrir sjávarafurðir og verið hefur fram til þessa. Þegar þess er einnig gætt, að á næstu 20 árum er áætluð fjölgun vinnufærra manna um 35 þús. og að frumvinnslugrein arnar, landbúnaður og fiskveið ar munu varia geta veitt öllu fleira fólki atvinnu en nú er, verður ekki umflúið að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf- ið, sem efnahagur þjóðarinnar hvílir á. Efling iðnaðar á íslandi, sem leiði til aukinnar fjölbreytni í útfiutningi, er meginforsenda fyrir batnandi lífskjörum og nægri atvinnu næstu ár og ára tugi. Ekki verður séð, að því mark miði verði náð, nema landsmenn sameinist um iðnþróunarstefnu í atvinnumálum þjóðarinnar, á h'liðstæðan hátt og átt hefur sér stað hjá frændþjóðum. Þjóðin öll verður að gera sér ljóst, að verðmætasköpun til að standa undir batnandi lífskjörum ört vaxandi menningarþjóðfélags er að verulegu leyti háð getu lands manna á iðnaðarsviðinu, enda þótt mikilvægi hinna hefð- bundnu frumvinnslugreina sé ekki dregið í efa og að sköp- un og efling atvinnugreina eins og t.d. loðdýraræktar, fiski- ræktar og ferðamannamóttöku muni að sjálfsögðu geta gegnt veigamiklu h’lutverki í efna- hagslífi þjóðarinnar í framtíð- inni. Brýna nauðsyn ber til að gera almenningi sem gleggsta og sann asta grein fyrir efnahags- og atvinnuástandi í landinu á hver j um tíma, meðal annars með því að láta þjóðinni í té haldgóða fræðslu um iðnaðinn og hlut- deild hans í þjóðarbúinu. f þessu sambandi má benda á, að í kennslubókum á barna- og unglingaskólastigi er h'lutur iðnaðarins mjög fyrir borð bor inn, svo að nemendur þessraa skóla vita vart af lestri þess- ara kennslubóka að til sé annar iðnrekstur í landinu en rekst- ur sements- og áburðarverk- smiðju. Fram á síðustu ár hefur ís- lenzkur iðnaður ekki notið þeirr ar viðurkenningar þjóðarinnar, sem ætla mæiti, þegar haft er í huga hve ríkur þáttur hann er í atvinnulífi fólksins í lamd- inu. Á árinu 1966 var t.d. hlut- deild iðnaðarins í vinnumark- aðnum 37,1 prs. þar af fisk- iðnaður 8,3 prs. og byggingar- iðnaður 11,9 prs. Atvinnuöryggi verulegs h'luta þjóðarinnar er þannig nú þegar komið undir því að iðnaðurinn skili nægum arði, svo að hann geti staðizt erlenda samkeppni, því að eins og fyrr segir eru vel rekin og fjárhagslega sterk fyrirtæki forsendur atvinnuör- yggis og bættra lífskjara. Til skamms tíma hefur þessa skorts á viðurkenningu og skiln ingi almennings á mikilvægi iðn aðarins gætt um of í afstöðu löggjafarvalds og annarra opin berra aðila. Iðnaðurinn hefur þannig setið skör lægra um stuðning og fyrirgreiðslu en frumvinnálugreinar, að því er varðar fjármagn, lánsfjárskil- yrði, möguleika til útflutnings os.frv. Hverskonar mismunun stjórn válda gagnvart einstökum at- vinnugreinum verður að hverfa úr sögunni og komast á fullt jafnrétti allra atvinnugreina þjóðarinnar, óháð sögulegum eða pólitískum forréttindum, hvort heldur er um að ræða í fjármálum, eða opinberri fyr- irgreiðslu i öðrum efnum. Horf ið sé frá þeirri tilhneigingu að láta opinber fyrirtæki njótasér réttinda t.d. í tolla- skatta- og verðlagsmálum á kostnað einka fyrirtækja. Forðazt sé að fram- kvæma fyrirvarslausar ráðstaf anir, er skerði starfsgrundvöll einstakra atvinnugreina. Að sjálfsögðu hlýtur ætíð að reyna umfram alilt á framtak og forustu iðnaðarmanna og iðn rekenda sjálfra, að þeir geri ítrustu kröfur til sjálfra sín, til framl.gæða og hagkvæm- ari reksturs fyrirtækja sinna og notfæra sér nýjustu tækni og stjórnunaraðferðir. III Iðnþróunarráðstefna Sjálf- stæðismanna telur, að margvís- legar ráðstafanir þurfi að gera, til að hefja stefnu iðnþróunar til vegs og virðingar með þjóð- inni, á hliðstæðan hátt og átt hefur sér stað hjá þeim þjóð- um, sem bezt lífskjör geta boð- ið þegnum sínum. Þessar ráðstafanir miða að því: 1) að uppræta þá mismunun, sem bitnað hefur á iðnaði um langan aldur í afskipt um Alþingis og opinberra aðila af atvinnuvegunum, 2) að fjarlægja ýmsa agnúa, sem hamlað hafa þróun iðnaðar í landinu, 3) að færa sér í nyt reynslu grannþjóðanna í meðferð efnahagsmá'la og loks 4) að taka upp vissa ný- breyttni vegna aðlögunar að breyttum markaðsað- stæðum. TOLLAMÁL. Tollar af vélum og verkfær- um til iðnaðarframleiðslu verði færðir til samræmis við tolla- kjör landbúnaðar og sjávarút- vegs. Lækkun tolla á efnivöru fari fram eftir áætlun, þannig að sú lækkun fari á undan tólla- lækkunum á fullunnum vörum og ennfremur, að hlutfallið milli tolla á unnum vörum og efni- vörum verði samræmt milli hina einstöku greina iðnaðarins. Á æftlunin miði að því að tol'lar á efnivörum til iðnaðar verði eigi hærri en lægstu tollar, sem greiddir eru af hliðstæðum efni vörum í þeim löndum, sem við kaupum fullunnar iðnaðarvörur frá. Skipuð verði nefnd, sem í eigi sæti fulltrúi fjármálaráðuneytis og fulltrúar innflytjenda, iðn- verkafólks og iðnrekenda, sem taki til meðferðar kærur vegna meintra undirboða. Þau mistök í tollskrá, sem orsakar öfuga tollvernd, eins og t.d. á sér stað í sambandi við prentun og bókband verði lag- færð hið bráðasta. SKATTAMÁL. Skattlagningu fyrirtækja verði stillt í hóf, þannig að þau geti af eigin rammleik endur- nýjað sig og endurbætt og orð- ið óháðari lánsfé en nú er. Afskriftir miðist við endur- kaupsverð, og sömu reglur gi'ldi um afskriftir af húsum og vél- um verksmiðjujðnaðar og ann- arra framleiðslu-atvinnuvega. Endurbæta þarf skattareglur, þannig að þær hindri ekki eðli lega verkaskiptingu og sam- starf, eða samruna fyrirtækja. Varast ber að skattbyrði, og hin fjölmörgu önnur opinber gjöld iðnfyrirtækja hérlendis, séu meiri, en hjá þeim þjóðum sem við kaupum fullunnar vör- ur frá. Létt verði skattbyrði iðnfyr- irtækja meðan aðlögun að minnk andi tollvernd stendur yfir, t. d. með því að veita skattfre'lsi á þeim hluta hagnaðar iðnfyrir tækja, sem varið yrði til kaupa á nýrri og fullkomnari véla- og tækjakosti. Haga verður skattalöggjöf og löggjöf um önnur gjöld til hins opinbera á þann veg, að at- vinnurekendum sé ekki íþyngt með störfum fyrir stjórnvöld án endurgjalds. Samkvæmt þarf og einfalda þá upplýsinga og innheimtustarfsemi fyrir hið op inbera, sem fyrirtækjum er lögð á herðar. VERÐLAGSMÁL Aukið innflutningsfre'lsi, sam fara breytingum á tolllöggjöf og aukinni samkeppni innan- lands hafa þegar gert verðlags ákvæði á iðnaðarvörum löngu úrelt og ber því að afnemaþau með öllu. Hinsvegar er æski- legt, að hraða verði lagasetn- ingu ufn eftiriit með hringum og verðlagi. FJÁRMAL. Afnema ber með öl'lu for- gangsrétt einstakra atvinnu- greina til fjármagns og sérfríð- inda í lánakjörum. Framlag rík isins í Iðnlánasjóð verði sam- ræmt framlögum ríkisins í fjár- festingarsjóði landbúnaðar og sjávarútvegs. Lánastofnanir hafi forgöngu um, að vandað verði betur til undirbúnings nýrra fyrirtækja en tíðkazt hefur og þjóðhags- legt mat á arðsemisgrundvelli látið skera úr, hvort fjármagn skuli lánað til nýrra fyrirtækja óháð því hver atvinnugreinin er, Starfsaðferðir 'lánastofnana í þessum efnum verði samræmd ar. Varazt sé, að láta ranga geng isskráningu færa starfsgrund- völl iðnaðar úr skorðum, eins og algengt hefur verið fyrr og síðar. Unnið verði að stofnun fjár- festingarfélags, sem hafi for- göngu um stofnun atvinnufyrir tækja og endurskipulagningu, kaupi hlutabréf og veiti stofn- lán til arðvænlegra fyrirtækja. Komið verði á verðbréfamark aði og hraðað verði endurskoð- un hlutafélaga- og skattalaga m.a. í þeim tilgangi að auka áhuga almennings á því að 'leggja fé sitt í atvinnurekstur, til dæmis með skattfrelsi ákveð innar hlutafjáreignar og arðs af henni. Ennfremur verði settar mun strangari reglur en nú gilda, um stofnun fyrirtækja og þá sérstaklega hlultafélaga. Stofnaður verði sérstakur sjóður, sem nefna mætti tækni- nýjungasjóð, sem veiti lán og styrki til hugvitsmanna og til framleiðslu nýrra vörutegunda. FRÆÐSLU OG UPPLÝS- INGAMAL. Efla verður iðnskólann til að gegna því hlutverki að sjá þeim sem starfa við iðnað, fyrir nauð synlegri menntun og verklegri þjálfun. Nauðsynlegt er að menntun iðnaðarmanna og iðnverkafólks njóti sama skilnings og mennt- un bændaefna við ákvörðun fjárveitinga til menntamála úr iríkissjóði. Auka þarf kennslu í mennta skólum og bæta þarf menntun iðnmeistara sem stjórnenda iðn fyrirtækj-a. Stuðla þarf að auk inni framhalds- og viðha'ldsmenn un iðnaðarmanna, iðnverkafólks og iðnmeistara. Haldið skal áfram á þeirri braut að auka og efla tækni- menntun og stuðla að því, að iðnfyrirtæki njóti þjónustu tækn fræðinga og verkfræðinga frek ar en nú gerist, m.a. með því að bæta aðstöðu rannsókna-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.