Morgunblaðið - 04.10.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1968
11
Sölvi Sigurðsson, fyrir miðju, leiðbeinir kennurum í meðferð
fjölrita.
þessu fyrirkomulagi?
— Svo telja margir. Það hef-
ur verið álit okkar námsstjór-
anna að breyta ætti þessu þann-
ig að fyrir landsfjórðungana,
eða helzt hvert kjördæmi væri
fræðslustjóri með sérstaka skrif
stofu starfandi í kjördæminu og
væri skrifstofan rekin á grund-
velli samvinnu milli ríkisins og
viðkomandi kjördæmis eða hér-
aðs. ÖU skólamál á viðkomandi
svæði heyrðu þá undir skrifstof
una og fræðslustjórn þar, eða
kannski sérstaks skólaráðs. Síð-
an væri auðvitað náið samband
á milli svæðisskrifstofunnar og
yfirfræðslustjórnar, sem væri
staðsett í höfuðborginni.
— Myndi þetta fyrirkomulag
efla aðstöðu skólanna?
— Þetta yrði miklu þægilegra
Hver skrifstofa yrði miðstöð fyr
ir þessi mál á sinu svæði og mál-
in eru svo ólík í hverju héraði
og þarfir mismunandi, að þetta
myndi auðvelda skipan og af-
greiðslu mála mjög mikið. Það
Sigurður R. Guðmundsson
skólastjóri
er ekki hægt í raun og veru að
setja neina ákveðna reglu og
segja að hún eigi að gilda um
a!la staði. Með þessu móti væri
einnig meiri ábyrgð falin hverju
skólasvæði í þessum málum og
úrvinnsla lausna á hinum ýmsu
vandamálum yrði mun auðveld-
ari.
— Nú eru margir heimavistar
skólar á Vesturlandi.
— Á Vesturlandssvæði er
einna mest af stórum heimavist
arskólum fyrir börn og unglinga
og unglingafræðslan er víðast
komin á, t.d. í öl'lum heimavist-
arskólunum. Ennþá er þó verk
að vinna, þar sem kennslutíminn
er enn of stuttur fyrir nemend-
ur, en skólatímanum er skipt á
milli hópa. En það er unnið mark
visst að því að lengja fræðslu-
tímann fyrir sérhvern aldurs-
flokk og koma honum í eðlilegt
horf. Á síðutsu 15-20 árum hafa
yfir 30 skólahverfi á Vestur
landi sameinast um 6 stóra skóla,
þannig að þetta hefur færst sam
an og orðið viðráðan'Iegra.
XXX
Eftir að námskeiðinu lauk hitt
um við að máli Ásgeir Guðmunds
son yfirkennara í Hlíðarskóla og
inntum eftir nokkrum atriðum,
sem um var rætt og niðurstöðum
Ásgeir var einn af leiðbeinend-
um og fara svör hans hér á eft-
ir í nokkrum liðum, en það skal
tekið fram að hér verður aðeins
getið nokkurra helztu atriða:
Skólatilhögun og byrjun
— Sérhæfing kennara —
Bætt menntunaraðstaða
dreifbýlisins
c „I einum hópnum var rætt um
skólabyrjunina, Bæði varðandi
hvenær á að hefja skólanámið,
hvernig er æskilegt að haga
skólanáminu í byrjun, hvernig
haga eigi lestrarkennslunni, skip
un í bekki o.fl.
Niðurstöður af þessum umræð
um voru ýmsar samþykktir, sem
stefna að rótum vissra vandamála
í okkar skólakerfi t.d. var rætt
um að forskólakennslu í a.m.k.
hólft ár fyrir skólaskyldu, þyrfti
að taka upp í fræðslukerfið. Þar
yrði þá um að ræða undirbún-
ing fyrir skólafræðsluna, en
ekki beina kennslu. Þessi sam-
þykkt siglir i kjölfar þeirrar
þróunar að lestrarkennslan
fari verulega fram utan skól-
anna fyrir skólabyrjun. Kennar
ar líta þetta mál mjög alvarleg-
um augum og telja að fræðslu-
málastjórn verði að stöðva þessa
þróun.
T.d. er það mjög algengt að
fólk sem kennir þessa byrjun-
arkennslu hefur ekki kennara-
próf og þetta er eitt vandasam-
asta verkefni í allri kennslu.
Þá taldi fundurinn mjög æski
legt að Kennaraskólinn hérhæfði
kennara í vissa aldursflokka.
T.d. 7-9 ára og 10-12 ára og
jafnframt ættu kennarar að fá
sérmenntun í einstökum greinum,
svo sem byrjað mun vera á í
Kennaraskólanum.
Eins og vitað er þá búa börn
í dreifbýlinu ekki við sömu
menntunarmöguleika og kaup
staðabörn, enda komu fram mjög
ákveðnar kröfur um að dreifbýl
ið fengi sess við sama borð og
þéttbýliskjarnarnir. T.d. er það
mjög algengt enn í dag að börn
dreifbýlisins fái í allt aðeins 3
mánaða kennslu á ári. Þá telja
kennarar mjög brýna nauðsyn
að skipa námsstjóra í lestri fyr-
ir allt landið og yrði verkefni
hans fyrst og fremst að samræma
alla lestrarkennslu.
Tungumálakennsla
í barnaskólum — mál
nr. 1?
„Þá var rætt um tungumála-
nám í barnaskólum og kom þar
fram einróma álit kennara að
hefja bæri kenn&u í fyrsta er-
lenda tungumáilinu strax við 9-10
ára aldur og að Kennaraskólinm
tæki nú þegar að mennta kenn-
ara til þessa starfs“
Þegar við fylgdumst með um-
ræðum um tungumálakennsluna
komu æði mörg sjónarmið fram
og kennararnir voru ekki á eitt
sáttir hvort danska eða enska
ætti að vera tungumál númer 1,
en fleiri voru því fylgjandi að
leggja bæri meiri áherzlu á
dönsku og þá fyrst og fremst
vegna tengsla þjóðanna og nor-
rænnar samvinnu.
Próftilhögun —
einkunnarg j af ir
„Þá var rætt um einkunnar-
gjafir, próf, eða umsagnir. Þar
kom fram sú skoðun að það
skipti kannski ekki svo miklu
máli hvaða einkunnakerfi væri
notað, en það þyrfti að samræma
þessi mál yfir landið. að var
mjög almenn skoðun kennara, að
ef notað væri kerfið 0-10 ætti
aðeins að nota heilu tölurnar,
en ekki hundraðseiningar.
Það kom einnig fram að all-
margir skólar hafa tekið upp þá
framkvæmd að gefa umsagnir
til nemenda, bæði á eldra og
yngra stiginu og töldu kennar-
ar það mjög til bóta“.
Sameining barna-
og unglingaskóla
„Einnig var rætt um hvort
sameina ætti skólastig barna- og
unglingaskóla í eitt skólastig og
voru flestir fylgjandi því að það
yrði gert og barnaskólaprófum
sleppt og aðeins yrði eitt
lokapróf út úr skyldunáminu.
Þá var það einnig almenn skoð-
un að draga bæri mjög úr milli-
bekk j arpróf um“.
Aukið félagsstarf
„Þá var rætt um félagsmál
nemenda í unglinga- og barna-
skólum og töldu kennarar að
mjög ætti að auka tómstunda og
félagsstarf í barna- og unglinga-
skólunum. Voru settar fram ósk
ir til bæjar og sveitarfélaga að
skólunum yrði gert kleift fjár-
hagslega að stunda meir þennan
þátt skólastarfsins. M.a. kom
fram tillaga um að Kennaraskóli
íslands undirbyggi sérstaklega
kennaraefni í stjórn félagsmála
barna- og unglingaskóla.
Upplýsingamiðstöð um
tækjakaup — Fræðslu-
skrifstofur í landshlutum
„Skólastjórarnir ræddu inn-
byrðis um ýmis vandamál skóla
stjóranna og m.a. ítrekuðu þeir
samþykkt fyrri funda um að
stofnsettar verði fræðslumiðstöðv
ar eða fræðsluskrifstofur fyrir
sérstaka landshluta, svipað og
Reykjavík hefur fyrir sitt skóla
svæði.
Skólastjórarnir þurfa yfirleitt
að annazt um tækjakaup skóla
sinna og kom fram að það starf
er mjög erfitt; þar sem engin
upplýsingamiðstöð er til varð-
andi kaup á tækjum í skólanna
og engar ákveðnar reglur eru
til um það hvað hver skólaein-
ing á aö hafa af kennslu-
tækjum. Um þetta tvennt gerðu
skólastjórarnir ákveðnar tillög-
ur til úrbóta og vísuðu þeim til
fræðslumálastjórnar".
Starfræn kennsla —
náms- og kennslu-
áætlanir
Það var forvitnilegt að fylgj-
ast með umræðum og kennslu í
tíma hjá Sigurþór Þorgilssyni,
sem fræddi um starfræna
kennslu.
Og þar kom fram að það er
mjög æskilegt fyrir kennara að
hafa aðgang að námsáætlunum í
hinum ýmsu greinum, miklu ná-
kvæmari og víðtækari, heldur
heldur en hægt er í líklega einu
bókinni, sem til er um þessi mál,
námsskránni.
„Kennarar unnu þar að áætl-
unum í kennslu vissra náms-
greina og aldursflokka og einn-
ig var í skólastjórahópnum gerð
heildaráætlun um námsefni eldri
deilda barnaskólanna. Má nefna
nokkur dæmi um þá þætti, sem
teknir voru fyrir hjá Sigurþór
og undirbúnir vandlega fyrir
kennslu og þar sem lögð var
áherzla á að notuð væru í
kennslunni öll tiltæk hjálpar-
gögn. Þættir sem voru undirbún-
ir voru t.d.: Landafræði, saga,
kristinfræði, átthagafræði og nátt
úrufræðL
Þótti kennurum mjög mikil-
vægt að geta gert áætlanir um
starf sitt fyrir veturinn.
Reynslu í þessum efnum gátu
þeir einnig yfirfært á undirbún
ing í ýmsum námsgreinum öðr-
um.“
Námskeið til fyrir-
myndar
Að lokum spurðum við Ásgeir
rnn hans álit á námskeiði sem
þessu og svaraði hann eftirfar-
andi: „Mér finnst sérstaklega at ,
hyglisvert að kennarar á svæð-
inu sóttu almennt þetta nám-
skeið.
Áhugi þeirra á verkefnunum
var mjög mikill og samstarfið
við forráðamenn námskeiðsins og
kennarana var með sérstökum
ágætum.
Við sem vorum leiðbeinendur
þarna á námskeiðinu undruð-
umst mjög hve tækjabúnaður
skólanna á þessu svæði er yfir
leitt mikill og ber það vissulega
vott um framsýni og dugnað
þeirra skólamanna, sem þarna
vinna að málum. Umræðurnar
báru með sér að þeir hafa við
mörg vandamál að glíma, vanda-
mál sem við kaupstaðabúarnir
þekkjum ekki tiL En þeir reyna
sameiginlega að leysa vandamál
in, en ekki hver og einn út af
fyrir sig. Samvinna skólanna inn
byrðis, milli kennara og milli
skólastjóra er til sérstakrar fyr
irmyndar og hefur án efa hjálp
að þeim til þess að leysa marg-
an vandann betur og fljótar en
ella. Það var okkur í Kennslu-
tækni mikið ánægjuefni að fá
tækifæri til þess að vinna með
þessu áhugasama fólki.“ — á.j.
Ásgeir Guðmundsson, fyrlr miðju, stjórnar umræðum eins
kennarahópsins um skólamál. Mörg sjónarmið komu fram í um
ræðunum, sem voru hinar fjör ugustu.
Sendisveinn óskast
hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar á skrifstofunni Þingholtsstræti 2.
ÁLAFOSS H/F.
Til sölu
vegna brottflutnings af landinu Gen. Electric elda-
vélasamstæða í umbúðum (veggbakaraofn, stálsuðu-
plötur, vifta). Gen. Electric kæliskápur, hjónarúm,
amerískt, King size. — Upplýsingar í síma 17634.
Veggióður — verðlækkun
Japanska LONFIX veggfóðrið verður selt með allt að
34% afslætti í dag og næstu daga.
S.Í.S. Hafnarstræti, Reykjavík,
Verzl. Álfhóll, Álfhólsvegi, Kópavogi.
Hafnarf jörður
Til sölu glæsileg 3ja herb. íbúð með sérinng.
við Köldukinn.
Útborgun kr. 250 þús. Laus fljótlega.
HRAFNKELL ÁSGEIRSSON, HDL.
Strandgötu 45, Hafnarfirði. — Sími 50318.
Aðalfundur
Aðalfundur ísfélags Vestmannaeyja h.f., Vestmanna-
eyjum, fyrir árið 1967 verður haldinn í húsi félagsins
við Strandveg í Vestmannaeyjum 16. nóvember n.k.
og hefst kl. 2 e.h.
Dagskrá sanikvæmt félagslögum.
Vestmannaeyjum 30. september 1968.
STJÓRNIN.