Morgunblaðið - 15.10.1968, Side 22

Morgunblaðið - 15.10.1968, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR OKTÓBER 1968 Jörundur Sveinsson - Minning F. 2. sept. 1919. D. 29. sept. 1968. ÞA® hefir húmað að, blíða sum- areins er liðin hjá í þettta sinn, komið haust 29. sept. Vetrarveðr- átta hefir geisað fyrir norður- landi síðu-stu daga. Skipin hafa leitað hafnar. Á þessu drungalega haust- kvöldi berst skyndilega harma- fregn þaðan. Æskuvinur og félagi er látinn. Jörundur Sveinsson frá Þykkva- bæjarklaustri hefir dáið af slys- förum þennan sama dag. Við fregnina koma mér fyrst í huga þessar sígildu Ijóðlínur: „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls. Og brugðist getur lánið frá morgni til kvölds". Og ég spyr enn spurningar- t Konan mín, Helga Þorsteinsdóttir Gauksstöðum, Garðl andaðist á heimili sínu 14. þ.m. Jóhannes Jónsson. t Konan mín, Ólöf Úlfarsdóttir andaðist á Landsspítalanum 13. þ.m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Sigurður Jónsson. t Eiginmaður minn, Hallur L. Hallsson, tannlæknir, andaðist að heimili sínu 12. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Amalía H. Skúladóttir. t Maðurinn minn, Jón Sveinbjörn Pétursson, andaðist í sjúkrahúsinu, Stykkishólmi, 12. okt. Katrín Guðmundsdóttir. t Maðurinn minn, Guðjón Bjarnason, Krosseyrarveg 3, Hafnarfirði, lézt í Landakotsspítala 13. þ.m. María Eiríksdóttir. innar miklu: „Hvers vegna“. Hvers vegna ert þú nú kallaður burt á einu augabragði, í fullu fjöri, burt frá öllu hér á jörðu, burt frá ástvinum og ættingjum, frá vinum og starfsbræðrum, frá ábyrgðarmiklu starfi? Eru þetta forlögin? Hvers vegna eru þau þá svona grimm og hörð. Og þótt ég hlusti og hlusti, fæ ég ekki svarið. Og nú líða minn- ingarnar framhjá huga mínum, frá liðnum dögum, langt aftur í tímann. Ég sé fyrir mér tvo litla drengi, jafnaldra, una sam- an við margskonar leiki, stund- um mörg fleiri börn á svipuðu reki, öll frændbörn af nágranna- bæjum. Þá ríkti barnslegt sak- leysi yfir hópnum, allt var þá svo hreint og fagurt. Enginn kviði. Engar áhyggjur. Ekkert truflaði okkar hugarheim og t l Maðurinn minn, Helgi Helgason Brekkustíg 1, ver'ður jarðsettur frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 16. okt. kl. 10.30. Guðrún Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, Tryggvi Jónatansson, fyrrverandl byggingafulltrúi á Akureyri, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 17. okt. kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast af- beðin, en þeir sem vildu minn ast hans láti Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri njóta þess. Fyrir okkar hönd og- ann- arra vandamanna, Helga Hermannsdóttir, Anna Tryggva. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigríðar V. Magnúsdóttur, Höfn, Vestmannaeyjum. Rósa Tómasdóttir, Sigríður E. Tómasdóttir, Bragi Tómasson, Marteinn Tómasson, Hannes Tómasson Jóhannes Tómasson, tengdaböm og barnaböm. þótt hann væri þá ef til vill ekki víðari en fagri fjallahring- urimi litlu sveitarinnar okkar, þá var hann okkur nægilega stór. En bernskuárin liðu ótrúlega fljótt og áður en okkur varði voru þau farin hjá. Þá tóku æskuárin við, bæði í glaðværð og alvöru. Störfin kölluðu. Þörf- in fyrir vinnandi hendur. Véla- öldin var ekki gengin í garð og allir urðu að leggja fram sinn skerf, viinna fyrir daglegu brauði jafnóðum og þeir höfðu þroska og getu til. Og enn gátum við fylgst að bæði í leik og störfum við félags mál og í daglegum störfum, bæði heima í litlu kæru sveit- innj okkar og við atvinnuleit til fjarlægra staða. En svo kom að því að leiðir okkar skildu, störf okkar urðu við ólíkar atvinnugreinar. Vettvangur þinn varð á haf- inu, þar sem þú helgaðir starfs- krafta þína göfugu þjónustu- starfi til öryggis skipsfélögum þínum og stéttarbræðrum. Og þar héist þú vöku þinni fram til síðustu stundar og félagar þinir fyrr og síðar vissu sér öryggi tryggt undir þinni vakt, því þú ávannst þér svo mikið traust og virðingu allra sem þá áttir sam- leið með. Þess vegna er þín nú svo sárt saknað af öllum sam- ferðarmönnum. Og nú hefur þú lagt út í djúpið í þína hinztu för héðan, út á hið víða haf eilífðarinnar. Eins og ástrík fjölskylda fagnaði þér er þú komst heim, oft úr hættu- legri för ,og harðri baráttu við að sækja feng í greipar Ægis. Eins munu nú þeir ástvinir, sem farnir voru á undan þér yf- ir hafið í nöfn almættisins taka fagnandi í þína útréttu hönd og leiða þig inn í samfélag sitt þar sem ríkir eilifur friður. Og er ég nú reika um bæjar- hólinn heima á Klaustri, þar sem æskuheimili þitt stóð og gamla kirkjan stendur nú eiin eftir í þögninni, þar heyrist nú ekki lengur kliður frá leikjum og störfum, þar rikir algjör kyrrð. En mér finnst er ég stend hér, hlusta og horfi á grösin sem nú hylja gömul. spor og drjúpa í þögn eins og þau vilji hvísla til mín svarinu við spurningunni miklu sem ég fékk ekki svarað hér að framan, og svarið sé fólg ið í einni setningu: „Þetta allt er guðs eilífa ráðstöfun“. Svo vil ég votta eftirlifandi konu þinni, elskulegum börnum, aldraðri móður, tengdaföður, systkinum og öðrum vinum, mína dýpstu samúð í þeirra þunga harmi. Megi náð Guðs vera með þeim öllum. Þig kveð ég svo minni hinztu kveðju með alúðar þökk fyrir allar gömiu samverustundirnar. Vertu sæll kæri vinur, megi friður Guðs fylgja þér til eilífð- arljóssins. Æskuvinur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Ásdísar Sigurgeirsdóttur, Lindargötu 2, Siglufirði. Helga Torfadóttir, Matthías Guðmundsson, Ólafur Torfason, Hulda Sigurðardóttir, Auður Sigurgeirsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda hluttekningu við fráfall mannsins míns Kristins Guðnasonar. Una Guðmundsdóttir. Hjörleifur - Minning M. Jónsson nú blunda sínum þögla róm. GJ>. Vinafólk. F. 7/8. 1899. D. 6/10. 1968. Hvert ljós er slokknar lífs um stig er lofgjörð drottinn minn um þig. Þú gafst því anda gafst því líf að ganga heims í gegnum kíf. Og nú er lífsins lokast brá leikur bjarmi um þennan ná. Hann átti hjarta heitt og bjart en heimsins stundum flúði skart. Hann gaf af sínum gæðum það er gladdi stundum mannshjartað. Og tryggur sínum vinum var þó votann harm í hjarta bar. Og það er margt að minnast á í mannsins hjarta, Drottinn sjá í moldu aftur blessað b|5m Kirkjuþing hefst Á MORGUN, miðvikudaginn 16. október, hefst kirkjuþing í Reykjavík, hið sjötta í röðinni. Kirkjuþing á, samkvæmt lögum, að koma saman annað hvort ár. Það er skipað 15 fulltrúum, sem kjörnir eru í kjördæmum, en biskup og kirkjumálaráðherra eru sjálfkjörnir. Kirkjuþingið hefst með guðs- þjónustu í Neskirkju. kl. 14. Séra Þorgrímur Sigurðsson prédikar og þjónar fyrir altari. Þingfund- ir verða haldnir í safnaðarheim- ili Neskirkju. Halldóra Bjarnadóttir 95 ára 14. október NÍTÍU og fimm ára — þegar slík afmælisfregn berst mannj til eyrna, þá verður oft fyrsta hugsunin þessi: Ósköp er nú þetta orðið gam- alt fól'k. — Ekkert slíkt kemur í hug þegar fregnin segir að Hall- dóra Bjarnadóttir á Blönduósi sé 95 ára. ég sagði á Blönduósi. — Já, þar á hún heimili samkvæmt þjóðskránni en hún er saamt ein þeirra sem á heima í hverju ein- asta héraði á fslandi. Sú byggð, er ekki þekkir Halldóriu Bjarna- dóttur telur ekki marga íbúa, og ef til vill á hún spor orpin sandi eða hulin mjúkum gróður- feldi, þar sem nú er auðn en áð- ur lifðu glaðir æskuhlátrar. Halldóra verður aldrei gömwl. Þegar hún verður kölluð af vett- vangi þessarar tilveru þá fer hún ung — því „fögur sál er valt ung undir silfurhærum." ég kynntist Halldónu Barna- dóttur fyrst fákænn útskagapilt- ur, í Kennaraskólanum. Hafði aldrei fyrr séð hinn víða heim utan minnar heimabyggðar. — Minnimáttarkenndin sem mörg- um hefur verið fjötur um fót langa ævi, var min heimafylgja. Til hvers mundi ég duga- í hópi allra þeirra, sem þekktu helm- inn svo mfkið betur? Kannske á ég það Halldóru Bjarnadóttur að þakka flestum öðrum fremur að ég, þá 18 ára sveinsstauli, fann í mörgu tilliti sjálfan mig í samskiptum við þann heim sem í minum augum var þá stór. Og þó margt hafi miður farið. á vegferð minni á þeim 42 árum, sem liðin eru síðan ég fyrst naut handleiðslu Halldóru Bjarnadótt- ur, þá er það víst að þar er ekki um að kenna hennar áhrifum. Hitt vil ég segja, að margt það, sem hefur bezt tekist á 36 ára kennsluferli, tel ég mig geta rak- ið til þeirrar reisnar sem jafnan var í fari hennar, hvar sem hún fór, -»tan dyra eða innan. Nýlega átti ég tal við konu, sem þekkti Halldóru Bjarnadótt- ur, þegar hún bjó ein á Mólandi í Glerárþorpi og hafði mikil um- svif á Akureyri. Þá þurfti hún stundum að grípa mannbroddana sína þegar hált var. Þvi Halldóra hefur ajla' tíð viljað sjá fótum sinum forráð. Þessi kona, sem þekkti hana vel á Mólandi er vinur hennar og nemandi, eins og ég, og hún hefur sömu sögu að segja — yfir þeim samskiptum er aðeins heið- ríkja minninganna. Jú, víst man ég hana i íslenzka búningnum, hieð köflóttu heirna- ofnu dúksvuntuna, þegar hún gekk í fararbroddi nemenda sinna gegnum þveran Reykjavík- urbæ með handavinnuefni neðan úr Brynju — og ég leggjalangur útnesingur dró á eftir mér stór- an bastvöndul, kinnroðalaust, vegna þess að Halldóra gekk I fararbroddi. Það er staðreynd tímans að Halldóra Bjarnadóttir er 95 ára. En hennar heillyndi, hjarta- hlýja og manngöfgi er jafnungt eða ef til vill yngra en þegar ég kynntist henni fyrst. — Því konan mín henni áður ókunn hefur notið þeirrar vel- vildar og hlýju, sem vermir hug hennar í hvert sinn og Halldóra er nefnd. Fyrir það þakkar hún í dag og alla daga. — Breyzk börn geta líka verið þakklát, Halldóra mín, þótt allt hafi ekki fallið í þann farveg, sem þú bentir á forðum. Guð blessi þig síunga sál. Þorst. Matth. CDX Æ[. ÍTCO MERCEDES BENZ 220 VERÐMÆTl KR.: 854.000,00 VERD KR.: 100 DREGIÐ 5. NÖVEMBER 1968 Ég þakka af alhug auð- sýnda vinsemd og hlýhug öll- um þeim fjölmörgu sem heim- sóttu mig og sendu / mér skeyti, blóm og aðrar gjafir á sjötugsafmæli mínu, 9. okt. sl. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Magnúsdóttir, Staðarhóli, Aðaldal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.