Morgunblaðið - 15.10.1968, Síða 31

Morgunblaðið - 15.10.1968, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1»&8 31 — Geimfarar Framhald af bls. 1 Upprunalega var ætlunin að sjónvarpa frá Apollo-7 á laug- ardag, en þegar til átti að taka neitaði Schirra að setja sjónvarps vélina í gang. Hann sagði að geimfararir ættu eftir að borða, hann væri sjálfur kvefaður og neitaði að taka bátt í sjónvarps- þætti. Var því sjónvarpsþættin- um frestað þar til í dag. Virtust geimfararnir þrír í bezta skapi, og sáust myndirnar mjög greini- lega í sjónvarpstækjum á jörðu. Sjónvarpssendingin hófst klukkan 10.44 að staðartíma í Houston, og voru fyrstu mynd- irnar nokkuð ógreinilegar. Sagði Donald K. Slayton, yfirmaður geimfaraskrifstofunnar í Houst- on, að myndirnar ættu eftir að batna eftir að sjónvarpstökuvél- in um borð í geimfarinu hitnaði, og reyndist það rétt. Sáust geim fararnir fyrst veifa spjáldi, sem á stóð: „Haldið áfram að senda póstkort og bréf“, og öðru með áletruninni: „Halló frá fallega Appollosalnum, hátt uppi yfir öllu“. Þá sást Donn Eisele þar sem hann stóð uppréttur og hlæj- andi klæddur hyítum geimfara- búningi í miðjum stjórnklefanum, en Schirra hallaði sér útaf hægra megin við hann. Það var Cunningham, sem kveikti á sjónvarpsvélinni, og beindi hann henni að glugga geimfarsins, svo áhorfendur fengu að sjá niður til jarða.r Fyrir neðan skýin mátti greina strandlengju Texas og Louisi- ana, og skömmu síðar einnig Flo- rida. Niðri í aðalstöðvum í Texas sagði Slayton: „Sjáið Eisele þetta er góð mynd. Hann er á hreyfingu og sést mjög greini- lega“ Þá bætti einn af starfs- mönnunum við: „Þú hefur gleymt að raka þig í morgun, Eisele". Um það leyti sem sjónvarps- sendingunni lauk hófu geimfar- arnir 46. hringferðina umhverf- is jörðu, og hafa þeir alls far- ið rúmlega milljón mílna — 1.600.000 kílómetra — vegalengd frá því að þeim var skotið á loft síðastliðinn föstudag. Alls eiga þeir að fara 163 hringferðir, eða um 6,5 milljón kílómetra, áður en þeir lenda Apollo-7 þriðju- daginn 22. þessa mánaðar. Geimfararnir gerðu að gamni sínu í dag í viðtölum við eftir- litsstöðvarnar á jörðu niðri. Sagði Schirra að þeir væru létt- ir í skapi, og getur það stafað af því að þeir anda að sér hreinu súrefni í ferðinni. Tekið var eftir því að geimfararnir höfðu breytt röðinni á stjórn- tækjum á mælaborði í geimfar- inu, og var þeim bent á að röð tækjanna væri ekki rétt. Schirra varð fyrir svörum og sagði: „Við vorum að bíða eftir að þið kæmuð auga á þetta. En við erum svo léttlyndir að þið verðið að líða okkur það“. Þótt geimferðin hafi í aðal- atriðum gengið mjög vel, hefur þó smávegis bilana orðið vart í geimfarinu, _og er þar helzt að nefna bilun* sem varð í dag á rafkerfinu. Var geimfarið þá statt yfir Rauða hafinu, og leiddi bilunin til þess að raf magnslaust varð í því um stund arsakir. Ekki töldu stjórnendur tilraunastöðvarinnar í Houston bilunina hættulega, því þó geim förunum hefði ekki tekizt að lag- færa bilunina fljótlega, er Ap- ollo-7 búið rafhlöðum, sem nægja geimfarinu í 12 klukku- stundir, og er það meira en nóg til að ná farinu heilu og höldnu til jarðar. En geimförunum tókst að lagfæra bilunina til bráða- birgða, og seinna að gera við hana með aðstoð frá jörðu. Fengu þeir allar nauðsynlegar upplýsingar frá sérfræðingum í Houston. Ferð Apollo-7 hefur að von- um vakið heimsathygli, og er fylgzt með hverju orði, sem frá geimförunum þremur kemur. En fréttamenn reyna einnig að fylgj ast með fjölskyldum geimfar anna niðri á jörðinni. Gengur það nokkuð erfiðlega, því eigin- konurnar vilja helzt ekkert Hvei hlýtoi bókmennta- veiðlnun Nóbels? Stokkhólmi, 14. okt. (NTB). TILKYNNT verður á hádegi n.k. fimmtudag, hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels að þessu sinni, og segir „Afton- bladet" sænska, að mestar líkur bendi til þess að vestur- þýzki rithöfundurinn Giinter Grass verði fyrir valinu. Fleiri koma þó tiil greina, að sögn blaðsins, og þá helzt þeir Claude Simon frá Frakk landi og sovézka ljóðskáldið Évgenjý Évtúsjenko. Meðal rithöfunda, koma til greina, nefnir blað- ið Bretana Robert Graves, Graham Greene og W. H. Auden og írann SamueQ. Bec- kett. Það er sænska Akademían, sem ákveður hver skuli hljóta bókmenntaverðlaunin. Karo- linska stofnunin ákveður hinsvegar hver hlýtur læknis fræðiverðlaun Nobels, og verður sú ákvörðun tekin á miðvikudag. Hinn 30. þessa mánaðar, verður svo ákveðið hverjir hljóta verðlaunin í efna- og eðlisfræði. Bandarisku geimfararnir í Apollo-7 sendu í gær sjónvarps- myndir beint úr geimfarinu og gátu sjónvarpsáhorfendur víða um heim fylgzt með störfum á hafnarinnar. En þessi beina sjón varpssending var óskýr eins og meðfylgjandi mynd, sem sýnir geimfarana (talið frá vinstri) Walter Cunningham, Donn Eis- eia og Walter Schidda, ber meðsér. segja. Einn er það þó, sem er reiðubúinn til að ræða við frétta- mennina einstaka sinnum, og það er Jon Eisele, sonur Donn Eisele. Jon verður fjögurra ára mánu- daginn 21. þessa mánaðar, það er daginn áður en pabbinn á að lenda. Hann er alveg sannfærð- ur um að allt fari vel af því að „pabbi er alltaf í eldflaug- um“. Á laugardag ræddi hann við fréttamenn, og var þá kominn í náttfötin. Á sunnudag náðu fréttamenn aftur tali af honum úti á götu, og sagði Jon þá að ekkert gerði til þótt pabbinn yrði ekki við á afmælinu. „Hann verður að fljúga þessum eld- flaugum", sagði Jon. „Það er það sem hann gerir bezt — betur en nokkur annar“. Ekki segist Jon sjálfur hafa komið um borð í eldflaug „vegna þess að ég er ekki nógu gamall". En hann ætl ar að verða geimfari, og „pabbi ætlar að kenna mér“, segir hann. - VAKA Framhald af bls. 32 stud. med., Finnur T. Stefáns- son stud jur., og Jóhann Berg- mann stud. polyt. í kosningunum í fyrrá hlut B-listinn 21 atkvæði umfram lista Vöku en árið áður munaði 19 atkvæðum. Helztu stefnumál Vöku í kosn ingunum voru þríþætt. Fyrst og fremst lagði Vaka áherzlu á, að stúdentar hæfu öfluga sókn fyr- ir hagsmunamálum sínum og Há skólans með margvíslegum ráð stefnu- og fundarhöldum. M.a. er krafizt aukinna áhrifa stúd- enta í stjórn Háskóla íslands, að stjórnarvöld grípi til'róttækra að gerða til að koma húsnæðismál- um Háskólans í viðunandi á- stand, og a'ð félagsheimili stúd- enta verði risið innan tveggja ára. Einnig 'var lögð áherzla á, að Stúdentafélag Háskólans beitti sér fyrir umræðum um stjóm- málalíf þjóðarinnar, en Vaka tel uir nauðsynlegt að fá verði nýj- an grundvöll þar, og verði það bezt gert með því, að skipta land inu niður í einmenningskjör- dæmi. Þá var lögð mikil áherzla á stöðu íslands me'ðal Sameinuðu þjóðanna. Stefna Vöku í þéim málum er m.a., að Island verði áfram í Atlantshafsbandalaginu, og að varnarsamnmgurinn verðj endurskoðaðuir hið bráðasta. Af helztu stefnumálum B-list- ans m.a. má nefna kröfu um námslýðræði, en í því felst, að námsfólk fái stóraukin áhrif á stjórn skólanna, og uppbyggingu skólanna. í utanríkismálum er m.a. lagt til, að tekin verði upp sjálfstæð ari utanríkisstefna, a‘ð her verði hér ekki á friðartímum og ítar- lega endurskoðun fari fram á að- ild íslands að Atlantshafsbanda- laginu. Þá var ennfremur lögð áherzla á róttækar umbætur í atvinnu- málum þjóðarinnar og m.a. hald ið fram, að efling innlendra at- vinnuvega sé meginforsenda efna hagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Báðir listar lögðu fram ítar- lega starfsáætlun fyrir Stúdenta félagið í vetur og lögðu þeir á- herzlu á að haldið ydði í hví- vetna samkomulag um hátíða- höldin 1. des. 1968, en mikil á- herzla er lögð á, að eining ríki þann dag. Norræna sýningin á Akureyri Akureyri, 14. október NORRÆNA list og handiðna'ðar sýningin, sem opnuð var á Akur eyri sl. laugardag, verðuir opin að Hótel KEA og í Landsbanka salnu mtil 27. október kl. 14-22 laugardag og sunnudaga, en 17-22 aðra daga. — Sv. P. - SÍLDIN Framhald af bls. 32 til BÚR, Akurey með rúm 120 tonn til Hraðfrystistöðvarinnar, Gísli Árni með 91 tonn, en var áður búinn að landa í Garði, og Reykjaborgin með 45 tonn. Til Grindavíkur komu þrírbát ar: Arnfirðingur með 50—60tonn Þórkatla með 80—90 tonn og Hrafn Sveinbjarnarson með 50 tonn. Aðrir Grindavíkurbátar lönduðu í Keflavík og Hafnar- firði. Ekki var byrjað að salta í Grindavík í gær, en síldin fór í frystingu. Til Vestmanneyja komu tveir bátar, Gjafar með 170—180 tonn og Gideon með um 70 tonn. Fór það í frystingu, en söltun er í undirbúningi í Eyjum. Til Akraness komu Höfrung- ur III með 111 tonn, Jörundur II með 63 tonn, Höfrungur II með 40 tonn, Skírnir með 47 tonn, Haraldur með 37 tonn, Sig urfari með 40 tonn, Óskar Magn ússon með 12 tonn og Sólfari með 40 tonn. Fór aflinn í salt og frystingu. Til Keflavíkur komu 11 bátar með 800 tonn. Hæstir voru Jón Finsson með 130 tonn og Ingi- ber Ólafsson með 137 tonn. Tii Hafnarfjarðar komu 4 bát- ar með 247 tonn. Hæstur var Geirfugl, sem landaði hjá Norð- urstjörnunni. Annað fór í hrað- frystingu. Bílar fóru með síld til Keflavíkur og Reykjavíkur. Sjá frásögn af síldarverkun á bls. 10. - SUÐURNES Framhald af bls. 2 — Hvernig verður rann- sóknym háttað? — Þessar stöðvar eins og hér, eru ákaflega fullkomnar og að miklu leyti sjálfvirkar. Eftir að búið er að skjóta gervitunglinu á loft er reikn- að út hvenær gervitunglið fer yfir svæði stöðvarinnar hér og niðurstöðurnar síðan sett- ar á sérstakar gataræmur. Gataræmurnar, sem eru gerð ar til viku í senn koma síð- an til með að stjórna móttöku loftnetinu þannig að það snýst í átt að gervitunglinu þegar það fer yfir íslandssvæðið. Allar upplýsingar frá gervi- tunglinu fara síðan inn á seg- ulband og þaðan eru þær unn ar. Þjóðverjarnir hafa samið við Raunvísindastofi^jnina um þessar rannsóknir hérlend is, en starfsmenn Landsímans í Gufunesi munu sjá um dag- legan rekstur stöðvarinnar. Við njótum góðs af þessum rannsóknum, því við fáum not af öl'lum upplýsingum, sem þar koma fram. Við höfum verið að gera rannsóknir á sömu og líkum sviðum og þessar rannsóknir beinast að og því kemur þetta sér vel. Auk þess að við fáum aðgang að öllum upplýsingum, sem fram kunna að koma greiðir Geimvísindastofnunin fyrir alla þjónustu í þessu sam- bandi, sem innt er af hendi hérlendis. Það kemur sér einnig vel fyrir Land.imann að geta tek ið þátt í þessu rannsóknar- starfi, því að þróunin er í bá átt að fjarskipti eiga í æ rík- ari mæli eftir að fara fram i gegn um gervihnetti og gefst þarna kostur á að kynnast þeirri tækni, sem við þetta er notuð. — Hvenær verður stöðin hér tilbúin? — Stöðin hér verður tilbú- in fyrir áramót og þá verður byrjað að reyna hana með því að nota önnur gervitungl, því að allt verður að vera í full- komnu lagi þegar þessi fyrsta þýzka gervitungli verður skot ið á loft. — Er ekki mikill akkur fyr ir ykkur að gata fylgzt með rannsóknum, sem þessum? — Þetta er gullið tækifæri, því að sjálfir höfum við ekki fjárhagslegt bolmagn til slíkra rannsókna, og t.d. ein slík stöð, sem er í Gufunesi kostar 10-15 milljónir króna. N.ú, sem oft áður, njótum við þess hvað laadið er vel staðsett fyrir ýmsar rannsóknir og í þessu tilfelli eruom við í mii|ja norðurljósabeltinu. Móttöku- stöðin verður hér í tvö ár, að minnsta kosti, en það er áætl- aður tími fyrir þessa rann- sókn. Heilsufar óvenju gott ÓVENJU gott heilsufar er í borg inni um þessar mundir, sagði Bragi Ólafsson, aðstoðarlæknir hjá borgarlækni, er Mbl. spurðist fyrir um heilsufar í borginni í gær. — Við erum einmitt nýbún- ir að fara yfir skýrslUr og á þeim er ekkert óvenjulegt, bætti hann við. Það er ekki nema eitfhvað hafi stungið sér niður núna um helgina. Hemómsóiin bumsýnd KVIKMYND R;ynis Oddssonar, Hernámsárin „1940-45 + 67/68, síðari hluti, verður frumsýnd í Nýja Bíói í Reykjavík og Nýja Bíói á Akureyri kl. 9 í kvöld, þrið j udagsk völd. Þess má geta, að í kvikmynd- inni er getraun, „Hver er mað- urinn?“. Kvikmyndin er stöðvuð andarak tvisvar sinnum og kem- ur þá fram á léreftinu spurning- armerki utan um andlit. Getraunin felst í því, að þskkja andlitin og skrifa nafn viðkom- andi á þar til gerða getrauna- miða, sem fylgja öllum aðgöngu- miðum. Verðlaun eru 17 daga ferð til Mallorca og eir hún á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. Ferð in er fyrir tvo. Hálka og ölvun olli 7 bílveltum Mikið var að gera hjá lög- reglunni í Hafnarfirði á sunnu- dagsmorgun vegna ölvaðra bíl- stjóra og á mánudagsmorgun vegna glerhálku á Reykjanes- braut. Þetta olli 7 bílveltum, og auk þess þurfti að aflífa hest, sem hljóp fyrir bíl og olli slysi á mönnum. Hesturinn hljóp fyrir bíl á Reykjanesbrautinni. Varð að af- lífa hann, en þrír Svisslending meiddust. Bíllinn var mjög mik- ið skemmdur. Á sunnudagsmorgun kl. 5.40 valt bíll á Suðurgötu móts við knattspyrnuvöllinn. Piltur meidd ist lítiliega. Stúlkan við stýrið Virtist 'undir áhrifum áfengis. Kl. 21 varð árekstur milli þriggja bíla í Engidal, sá sem olli árekstr inum stakk af, en lögreglan fann hann og var hann drukkinn. í gærmorgun var svo komin glerhálka á Reykjanesbraut fyr ir sunman gjaldskýlið. Vegna hálk unnar ultu þrír bílar og fóru út af og skemmdust allir mikið.' Fyrsti áreksturinn varð kl. 5 um, 3 km. sunnan við Straum. Ökumaður slapp ómeiddur. Næsta velta varð kl. 7.36 er Volks wagen bíll fór út af og fór tvær veltur við Kúagerði. Og kl. 8.55 valt annar bíll 3 km sunnan við Kúagerði og fór hálfa aðra veltu með hjón og barn. Skarst maðurinn á hönd- um og höfði. Loks varð árekstur í gær á gatnamótum Bárukinnar og Brött kinnar í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.