Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.10.1968, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1968 11 ÓLAFUR SIGURÐgSON SKRIFAR UM fTrrrrnTran ■■■ÉMBHIÍHIIS í auglýsingum tveggja kvik- myndahúsa má nú lesa þessa klausu: „Þeim, sem ekki kæra sig um að sjá berorðar ástar- myndir er ekki ráðlagt að sjá myndina“. Þetta er í meira lagi forvitnilegt. Hvað er nú á seyði. Einu sinni var í tízku að aug- lýsa að taugaveiklað fólk væri varað við að sjá hryllingsmynd ir. Að sjálfsögðu hópaðist tauga veiklaða fólkið að, en svo kom í ljós að þetta var notað við myndir, sem ekki voru vitund hryllilegar og nú hefur það eng- in áhrif lengur. Ég reikna með að það sama eigi eftir að ske með þennan frasa, sem nú er notaður. í þessum tveimur mynd um, sézt að minnsta kosti ekk- ert, sem ekki hefur verið sýnt oft áður. Kópavogsbíó sýnir Ég er kona annan hluta og örugglega þann síðasta. Til að tryggja það, að allir geri sér grein fyrir að hér sé um klámmynd að ræða, er notaður hluti úr danskri aug- lýsingu. Þar segir meðal ann- ars: „Danska litmyndin sem 37 lönd hafa beðið eftir. Myndin sem sýnir það sem aðrir leyna“. Ég þykist vita að löndin séu Kolbeinsey, Eldey, Surtsey, og önnur álíka þéttbýl lönd. Hvað viðvíkur að segja frá því sem aðrir leyna, þá er það eitt af einkennum okkar tíma, að ekki er mikið eftir af leyndarmálum í sambandi við kynferðislíf, hovrt sem það er eðlilegt eða afbrigði legt. Þessi mynd segir frá hjónum, forngripasala og óhamingju- samri konu hans (Lars Lunöe og Gio Petré). Býður hann við- skiptavini heim, til að njóta konunnar og horfir sjálfur á. Kópavogsbíó var fullt, til að horfa á þessar aðfarir, og það verður að segja því ágæta fólki til ævarandi hróss, að það hló að öllu saman. Það gefur til kynna miklu meira andlegt heil- brigði, en vænta má þar sem slík framleiðsla fer fram. Klámið gerir þessa mynd ekki spennandi, né gerir það hana hneykslanlega. Það eina, sem hægt er að segja um hana með öryggi er það, að hún er fárán- leg. Ég fer oft í bíó, en það kemur mjög sjaldan fyrir að ég geng út í hléi, en þarna gerði ég það. Kvikmyndahandritið er fáránlegt. Leikurinn er svo slæmur, að það nálgast geðbil- un að láta hann sjást. Raunar eru geðtruflanir það eina sem getur skýrt þessa framleiðslu. Það hlýtur að vera um að ræða einhverskonar met, að sýndar eru sjö nærmyndir af rassi aðalleikkonunnar, fram að hléi. Ekki er mér tilgangurinn að fullu Ijós, enda hef ég aldrei séð þetta í öðrum kvikmyndum. Mynd þessi er sögð framhald af mynd sem sýnd var í Hafnar- fjarðarbíó í fyrra. Sú mynd var léleg, en var þó hreinasta lista- verk miðað við þessa. Eitt hafði hún til að bera, sem var aðal- leikkonan Essy Person. Þótti hún standa sig svo vel að nú fær hún að leika í fötum í al- vörukvikmyndum. Skýrir það að önnur skuli hafa verið fengin, en það skýrir ekki hversu léleg sú nýja er. Hún er ekki einu sinni lagleg. Það finnst mér þó vera lágmarkskrafa. Ef velja á lélegustu mynd árs ins, myndi þessi mynd sigra án samkeppni, ef ekki væri hin myndin, sem auglýst er, sem klámmynd. Það er kvikmynd Vilgot Sjöman Ég er forvitin — blá (Jag er nyfiken — blá), sem er framhald eða viðbót við myndina Ég er forvitin — gul. Vakti sú mynd athygli fyrir óvenjulega opinskáa meðferð á kynferðislífinu. Ekki sá ég hana, en ekki fór af henni mikið orð. Vafalaust má þó teljast að hún hafi verið eitthvað skárri en þessi. Nú er fólki talin trú um að þetta sé klámmynd. Það er ekki rétt. Að visu koma fyrir sam- lífssenur karla og kvenna og einu sinni eingöngu kvenna. En það sem gert er fáránlegt og hlægilegt í myndinni, sem um var rætt hér á undan, er í þess- ari gert ljótt, subbulegt og and- styggilegt, auk þess að vera al- gerlega laust við alla gleði, sem eðlilegt fólk getur fengið úr kynferðislífinu. En hvað er þessi mynd? Hún segir enga sögu. Hún er stefnu- laust rangl um heiminn, þar sem myndavélin er látin þvælast með af algeru kæruleysi og meining arleysi. Hvað varðar mig um það, þó að Vilgot Sjöman og Lena Nyman, sem leikur aðal- hlutverkið, ef hægt er að kalla þetta hlutverk, þurfi að bíða í kvikmyndasal eftir, að annar leikari, Börje Ahlstedt komi. Þetta er allt sýnt. En hvað kemur svo? Lena Nyman rangl- ar um með hljóðnema og spyr fólk spurninga, svo sem hvort karlmaðurinn eða konan eigi að sjá um getnaðarvarnir, hvort að fólk sé ánægt með jafnréttið í þjóðfélaginu, og hvort því finn- ist kirkjan hafa of mikil áhrif, etc. Fyrir tíu árum hefði vafa- laust mátt heyra þriðjubekk- inga í menntaskóla kappræða um þessa hluti, en þetta getur varla talist efni, sem er ástæða til að setja á filmu. f prógrammi er haft eftir höf- undi að myndin sé „blanda af frásögn, ímyndun, lýðskrumi, séð frá sjónarhóli óánægðs vinstri- manns“. Þetta er rétt. Gallinn er bara sá, að blandan er léleg. Þar segir einnig að myndin hafi verið gerð án nokkurs hand rits. Virðist mér það tryggja að slíkt verði ekki gert á næstunni leikararnir leika hvert atriði eins aftur. Þá segir og: „. . . skyldu og andinn blési þeim í brjóst hverju sinni“. Ef þetta er rétt, er innblástur þessara leikaraa f ar lítill og lélegur. Lena Nyman er lítil stúlka og varla sæmilega vaxin. Hún leikur aðalhlutverkið, sem virð- ist aðallega vera hún sjálf. Stundum vottar fyrir hæfileik- um, en illa fer henni að vera nakin. Önnur hlutverk eru smærri og ekki orð á þeim ger- andi. Önnur myndin er dönsk með sænska leikara, og hin er að öllu sænsk. Verður ekki annað gert en efast um hvert stefnir með þjóðmenningu þeirra landa, sem framleiða þessi ósköp. Aðvörun til bifreiðaeigenda Samkværrit kröfu Tollstjórans í Reykjavík og heimild í 91. gr. laga nr. 71/1963, sbr. 5. gr. laga nr. 7/1968, verða bifreiðir, sem ekki hefur verið greiddur bif- reiðaskattur af, stöðvaðar hvar sem þær hittast án frekari aðvörunar. Er því hér með skorað á bifreiðaeigendur að greiða áfallinn bifreiðaskatt nú þegar í skrifstofu tollstjórans, svo ekki þurfi að koma til framangreindrar stöðvunar. Reykjavik, 24. október 1968. Lögreglustjórinn í Reykjavík Sigurjón Sigurðsson. MAY lair? MAY FAIR!! Aldrei meira úrval af MAY FAIR vinylveggfóðri Hlýlegt heimili. Fallegt heimili með MAY FAIR. Kaupið aðeins það bezta. \féðw**9hi’ LAUGAVEGI 164 SÍM 21444--- DANISH GOLF Nýr stór! gódur smávinaill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja eradkynnast.DANISHGOLF er framleiddur afstærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid i dag DANISH GOLF í þegilega 3 stk.pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.