Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 4
V 4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 Simi 22-0-22 kaubarársiig 31 |,M' 1-44-44 mniF/m Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31100. MAGNÚSAR skiphoui 21 sima«21190 lokun *.ír 403S1 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstætt leiguejald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81740. Sigurð'ur Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDl'M NÝIR BÍLAR ÁRG. ’69 SÍMI 8-23-47 NANCY-bækurnar eru eftirlætis- bækur allra ungra stúlkna. — ■ HÚSSTJÓRNARBÓKIN sparar yður tíma og peninga. Jóna bjargar vinum sínum heitir nýja bókin um Jónu. — En nýja PÉTUR MOST-bókin heitir Pétur stýrimaður. — Spennandi bók. VOLTER ANTONSSON æslaréttaríögmaður EsklhUS 0 Sími 12689 ViStalstlmi 10—12 Gjafnvörur Vorum að taka upp glæsilegt úr val af bursta- settum, skraut- speglum og púð- urdósum frá Regent of Lond- on. Vesturgötu 2, sími 13155. 0 Hvað getur fráskilinn borgað mikið? Hart hefur verið deilt á „Már- us“ fyrir afstöðu hans til með- lagsgjalda. Hér er svar frá honum til Ein- stæðrar móður: „Kæra einstæða móðir. Það veld ur mér sársauka að vita af yður í vandræðum en það vill nú svo til, að ég er fráskilinn karlmað- ur og greiði meðlag með þremur þörnum. Kann ég því skil á aðstöðu fráskilinna manna. Hvers vegna fólk skilur er svo önnur saga. Þér talið um þrotthlaupna feður. Af hverju hlaupa feður? Eða hlaupa þeir meira en mæð- urnar? Það hefur verið haft fyrir satt, að þegar tveir deila eigi hvor aðilinn um sig sína sök. Enginn má taka skrif mín þann ig að mér finnist einstæðar mæð- ur hafa of mikið handa á milli, en það eru þara margir aðrir, sem lítið hafa. Spurningin erhins vegar sú, hvað eru réttmætar kröfur, og hvað getur fráskilinn maður borgað mikið? Þvi eðli- legt verður að teljast, að maður, sem lendir í skilnaði, um eða fyr ir þrítugt, kvænist aftur. Þó eru víst skiftar skoðanir á því eins og öðru.“ 0 Leysa hærri meðlög vandann? „Ég gæti farið í talnaleik, en sé ekki 1 því neinn tilgang, allir sjá sem vilja sjá, að venjulegur dag- launamaður getur ekki séð far- þorða tveimur eða fleiri heimil- um hversu mjög sem hann vildi. Fráskilin einstæð móðir talar um karlmenn, sem lent hafa 1 skilnaði, eins og þeir einir eigi alla sökina, en vandinn er ekki alltaf leystur með því að kasta sökinni á aðra. Að mínu áliti verður vandinn ekki leystur með meðlögum. Mitt álit er, að ef meðlagsgreiðslur hækka, komi i enn ríkari mæli á það opinbera að greiða meðlagið, skilnuðum hjóna mundi stór fjölga og vist- mönnum mundi fjölga á vissum stað í beinu hlutfalli við skilnað- ina. Enda má segja, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að auð velda fólki meira en orðið er samvistaslit." 0 Nokkrar spurningar „Það eru margar spurningar, sem brenna mér á vörum, spurn- ingar, sem mig langar að leggja fyrir það fólk sem sér aðeins eina hlið á hverju máli, það er hliðina, sem að því sjálfu snýr. Eða skil ég það ekki rétt, að ein- stæð móðir vill fá meiri peninga úr hendi barnsföðurins. Vill svo ekki „fráskilin móðir“ vera svo vinsamleg að svara eft- irfarandi spurningum, það varp- ar kannski einhverju ljósi á mál- ið. 1. Teljið þér að banna eigi frá- skildum mönnum að kvænast aft- ur? 2. Hvað álítið þér að venjuleg- ur daglaunamaður, sem kvæntur er aftur, hafi mikla afgangs pen- inga frá heimilisframfærslunni? 3. Ef fráskilinn maður hefur forræði barnanna, eins og stund- um kemiu: fyrir, hvað álítið þér konuna geta greitt hátt meðlag? 4. Hverja telur fráskilin móðir orsökina fyrir því, að karlmenn hlaupa frá konu og börnum? 5. Hvað telur einstæð móðir að hægt sé að gera til að ráða bót á ástandinu, annað en heimta meiri peninga? Með vinsemd og virðingu. Márus.“ 0 Hefur „táldregið“ tvo Og enn fær Márus kveðjurnar — nú frá „einni bersyndugri": „Kæri Velvakandi. Ég þakka þér kærlega fyrir þitt ágæta starf, þótt sumar grein arnar fái blóðið til þess að frjósa í æðunum. Ég get ekki látið vera að svara Márusi, vegna þess að ég er ein af þessum bersyndugu konum, sem hafa táldreigð pilta — ekki bara einn heldur tvo — og vegna þess, að ég hef það á tilfinn- ingunni, að Márus sé einn af þess um táldregnu saklausu piltum, sem hafa verið flekaðir, þó ég sé ekki að fullyrða það (nema þá hann vinni hjá Tryggingarstofnun ríkisins og viti þess vegna, hversu háa upphæð þessir tál- dregnu menn þurfa að greiða). Ég skil afstöðu hans i málinu (ef hann hefur verið flekaður). Það er hart, að þau lög, sem heimiluðu að drekkja skyldi þess um bersyndugu konum, öðrum til viðvörunar, skuli ekki vera við lýði enn. Það myndi spara mörg- um, góðum pilti mikil peningaút- lát. Ekki svo að skilja, að ég sé ekki þakklát, því annars hefði mér verið tvídrekkt." £ „Það ætti að kag- hýða .........“ „Ég minnist þess, þegar annar piltanna, sem ég flekaði, kom til mín og fór fram á það að ég gæfi honum eftir meðlagið með barninu og hvað mig tók sárt að láta hann fara til baka bónleiðan. Hann hótaði mér lögfræðingi, en hvað gat ég gert? Það eina, sem ég hafði mér til afsökunar var, að ég gat ekki unnið úti, þvl börnin voru svo ung. Haxm bætir sér það upp með því að gleyma barninu allt árið að undantekn- um þeim 12 dögum, sem hann sendir sína siðprúðu og saklausu konu upp í Tryggingar til að greiða meðlagið, ef hann man þá eftir að greiða það. Svo sendi ég mínar samúðar- kveðjur til allra þeirra manna, sem flekaðir hafa verið og þeirra eiginmanna, sem skilið hafa við konur sínar og þurfa svo að standa reiknisskil af gerðum sín- um, sem auðvitað er mjög órétt- látt. Ein bersyndng. P.S.: — Það ætti að kaghýða hr. Márus og hans líka niður á Lækjartorgi. Ég myndi taka það að mér. — Sama.“ KAUPIÐ NÚNA Norsk borðstofuhúsgögn Skápar, verb frá kr. 11.665 til 15.965 8 tegundir. Borð, verð frá kr. 6.465 til 8.985 5 tegundir. Hringborð, verð frá kr. 8.945 til 9.365 3 tegundir. Stólar, verð frá kr. 1.560 til 3.985 14 tegundir Norsk svefnherbergishúsgögn Eigum ennbá fallegu norsku svefnherbergissettin með lausum nátt- borðum og rimlagöflum i 3 aðalgerðum, sem fást i eik, fekki og máluð hvit. Eigum einnig stök snyrtiborð og Svane- springdýnur T —r | 1 u <^T| W* W1W1 W1 r w i r w i « » * w V-' Sími-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.