Morgunblaðið - 13.11.1968, Side 5

Morgunblaðið - 13.11.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 Söguskrifin hafa veriÖ mér dœgrastytting — segir Hafsteinn Björnsson miðill um bók sína „Nœturvaka" sem nýkomin er út KOMIN er í bókaverzlanir bókin Næturvaka — sjö smá- sögur eftir Hafstein Björns- son miðil. Bókin, sem gefin er út af Skuggsjá er 191 blað- síða, prentuð í Prentverki Akraness. í viðtal'i við Mbl., sagði Hafsteinn Björnsson, að hann hefði samið sögurnai síðast- liðin 2 og hálft ár. Síðan sagði Hafsteinn: — Sögurnar eru um viss atriði, sem sótt hafa á mig — um sögu liðinna kynslóða og festst hafa í huga mér. Þar urðu þær að myndum og þannig er þetta til orðið. Söguskrifin hafa verið mér eins konar dægrastytting. — Eru þessi skrif yðar eitt hvað tengd miðilsstarfinu? — Nei, þau koma ekki ná- lægt miðilsstarfinu og eru al veg þar fyrir utan. Eftir því sem ég hefi elzt og þroskazt hefur íslenzk tunga sótt á mig og mig hefur langað til þess að spreyta mig á henni. Allar sögurnar eru fortíð- arsögur og þó geta þær eins gerzt í dag — þær eru alltaf að gerast og geta gerzt á morgun. Þetta er fyrsta bók- in eftir mig. — Hafið þér mikinn áhuga á fortíðinni? — Áhugi minn gagnvart sögunni er ótakmarkaður og gagnvart ís'lenzkum fróðleik — þjóðsögunni eins og hún birtist hverju sinni. sagði Haf steinn Björnsson. Frú Elínborg Lárusdóttir segir í inngangi að bókinni: „Þessar sögur Hafsteins eru sveitasögur. Sögur um ís- lenzkt fólk og íslenzka stað- Hafsteinn Björnsson. hætti. Aúðfundið er að höf- undur gerþekkir fólkið, sem hann lýsir, svo lifandi verða persónúrnar, að manni finnst maður þekkja þær. Að lestri loknum er ekkert tóm. Mynd ir og atburðir eru svo raun- sæir, að þeir gleymast ekki. Þetta eru myndir úr lífinu sjálfu. Þær gætu hafa gerzt fyrir langa löngu, gætu hafa gerzt í gær eða í dag og verða álltaf að gerast.“ Á baksíðu bókarkápunnar segir útgefandi: „Eftir langan, erilsaman og þreytandi starfsdag sezt hann (Hafsteinn) gjarnan við skrifborð sitt og nýtur þar hvíldar á þann sérstæða hátt að skrifa. Og einmitt þá koma að góðu haldi hin marg víslegu kynni hans af sam- ferðamönnunum. Ýmsum vina hans var kunnugt að hann var að rita minningarþætti úr ævisögu sinni. En þeir voru ekki margir, sem vitneskju höfðu um, að hann fengist einnig við smásagnagerð í tómstundum sínum. — Þetta sagnakver, NÆTURVAKA, er sýnishorn þessarar tóm- stundaiðju miðilsins Haf- steins Björnssonar.“ Sultukaupmoðui hundtekinn MAÐUR, sem sagðist vena að gera innkaup fyrir hælið að Gunnarsholti, kom í niður- suðuverkisimiðju'nia Val fyrir nokkru og tók út vörur fyrir rúma'r 5000 krómuir — isiuitiu, ávax'taisiafa o.fl. Skömmu síðar kom sami maður inn í verzlun eina hér í borg og vildi selja sultu og ávaxtasafa frá Val. Kaupmað urinn keypti góssið, en þar sem honum þótti maðurinn eitthvað undarlegur til augn- anna hringdi hann í verk- smiðjuna og spurðist fyrir um þennan sölumann. Jú, þar könuðust menn við kauða — höfðu reyndar hrimgt að Gunn . arsholti, hvar eniginn kann- aðist við 'hann. Nú kom til kasta lögregl- unnar. Hún var ekki lengi að hafa hendur í hári hins sjálf- skipaða sölumanns. Kaupmað urinn fékk penioigana ®ína, Valur sultuna sína, en kauði fékk ókeypis gistingu í Síðu- múla og í gær beið lögreglan þess að hann yrði viðmæl- andi. Kannski hann verði lát- inn greiða „söluskatt". Suuðfjúrslútrun í Skuftnfellssýslu Höfn, Hornafirði, 9. nóv. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Kaup félagi AiU'Sbur-SkafitfetlMnga er nýlega lokið. Allis var slátrað 25.128 kindum, þar af 3.584 á Fagurhólsimýri. Er þet'ta 2.178 ■kindium fleira en í fynra. Lnn- vegið kjöitmiagn va.rð 342.141 kíló og nema upp í greiðsliuir til fnamíeiðenda 23,4 mLLljón krón- uim. Meðal þungi dilka reymdis't 13,5 kíló, en var í fyrra 13,78. Mestan meðalþunga diltka áttu bræðurnir Sigurður Geimson Hö'fn, 18,17 kíló og Þoröteinn Geirsson Reyðará, 17,72, en hainn ihafði einnig mesit einistaklings- innlegg eða um 300 dilika. Þeir bræður áttiu eirunig þyngsbu dilk- aina, 27 kíló hjá hvorum um sig. Mestur fjöldi sláturfjáir frá einu heimili voru 400 kindiur, frá heimili Jónis Jónssoniar, Smyrla- björgum .Naiutgripasliátnun stend ur nú yfir. — Gunnar. Prjónið,vinnið peninga fyrir Takið þátt í stóru prjónasamkeppninni. Verðlaunin eru samtals kr.50,ooo" Farið strax í dag í eina af verzlununum, sem selja Dralon-prjónagarn frá Gefjun. Fáið samkeppnisreglurnar þar og byrjið strax. Þér getið keppt um há peningaverðlaun með því aðeins að prjóna eitthvað nýtt og fallegt úr Dralon Gefjunargarni. dralon BAYER Úrvals trefjaefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.