Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 Jóhann Hjdlmarsson skriíar um BÓKMENNTIR Ljóðið og boðskapurinn Jón úr Vör: MJ ALLHVÍT ARKIST AN. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1968. BILIÐ er oft mjótt á milll Ijóðs- ins og þess, sem á eriendum mái- ttm er kallað aforismar. Flest skáld giera þó greinarmun á ljóði og spakmæli, eða IpvL sem Jón úr Vör nefnir hnit. Eg minnist þess sérstafclega hive aforismar em tíðir í verkum finnskra skálda, sem yifcja á sænsku. í skáldskap Jóns úr Vör er tölu- vert um spafcmæli, hann leggur fyrir sig þenkimgar, sem stund- um virðast slitnar úr tengslum við ijóðagerð hans. Um þetta em dæmi í Mjallhvítarkdstunni og fleiri bófcuim. Aftur á móti er rétt að tafca það frarn, að Jóni tekst oft með miklum ágætum að fella aforisma inn i Ijóðagerð sína. Efcki þartf lengi að leita í Mjallhvítarfcistunni tii að rekast á hvort tveggja: eðlilegt sambýli skyldra bófcmenntagreina, og það, sem lítið erindi á í Ijóða- bófc. Hreiður er til að mynda ljóð, sem nýtur visfcu höfundar- ins: Ásit min, ást þín, tveir fuglar, sem vilja gera sér hreiður í sama hjarta. í trénu rauða grúfir sig sársaukinn yfir egg sín, eggin sín svörtu. Stjómmálamaður, vitnar um hið gagnstæða: I>ögnin er hans beztu sam kvæmis föt. Hann hefðd aldrei átt að læra að tala. Þótt höfundurinn setji „spak- mælið“ upp eins og Ijóð, gildir 'það einu. Hann kemur upp um sig þráitt fyrir það, Jóni úr Vör dettur vissulega ýmislegt í hug, en sumt af því er of hversdags- lliegt, margnotuð flík, sem ekki hæfir góðum skáldum. i Það er mikið undir þvi komið, að velja hugsunum sínum eðli- legt umhiverfi þegar raðað er i toæfcur. Safcieysislegar þenfcing- ar skáldsins nytu sín eflaust betur samankomnar í heild, en hvorki skáldið né lesendur þess 'græða á því, að þær séu að þvæi- ast fyrir veigameiri hluturn. Lesendur Jóns úr Vör verða aftuT á móti að sætta sig við hve einkennilega hann velur í bæk- ur sínar. Nokkur orð hans aftan við ljóðin gefa margt til kynina: „Meginhluti kvæðanna í þessari bófc er frá síðustu sex árum, en nofckur eru miklu eldri, jafnvel 25 ára gömul.“ Eða má kannski skilja þessi orð svo, að Jón úr Vör hafi látið breytst síðan hann var á þrítugsaldri? Ekki væri sanngjamt, að halda því fram, þótt hitt sé hverju orði sannara, að Jón varð snemma eftirminmi- legt skáld. Jón hefur vaxið með árum og neynslu, þótt síðustu bækur hans vitni ekfci beinlínis um það. En á víð og dreif í þeim er að finna ljóð, sem eru með því snjallasta, sem skáldið hefur ort. Einnig í Mjallhvítarkistunni eru ljóð, sem einumgis góðskáld geta ort, ljóð, sem skipa Jóni 1 sveit þeirra sikálda, sem mest kveður að um þessar mundir. Ekki er hægt að segja, að yfir ljóð Jóns færist birta og ham- ingja eftir þvi sem árin líða; í staðinn fyrir hina einföldu lífs- sýn hans heldur myrkur og amgist inmreið síma, þjaikar skáld- ið, mæðir það og særir. Þegar Jón úr Vör glímir við hin dimmu öfl, nær hann að mínu áliti mestum árangri, þá er eins og skáldskapur hans eigi brýnast erindi við lesandann. Jón úr Vör er móralisti. Hann hefiur gert efann að vini sínum, en sættir Jón úr Vör sig ekki við návist hans. Þetta raumsæja sfcáld er haldið trúar- þörf, hann fimmur sífieUf nauðsyn þess að boða eitthvað. ÁkaU, Mjallhvitarkistan, Und- arlegur draumur, og Draum- kvæðið eru þróttmestu ljóðin í bókinni; þau sýna að skáldið lætur efcki staðar numið við að kanna það, sem íþyngir lifi hams, gefst dkki upp í leitinmi að stað- festu í misfeunnarlafusri veröld. f Ákalli, biður skéldið guð um að gefa sér „aðeins eina fagra sanna minningu“; Mjallhvítar- kástan greinir frá þjáningunni sem „okkar eina vegamesti"; í Undarlegum draurni eignast sfeáldið „hræðilega vissu“; og Draumikvæðið, kamnski merkii- legasta Xjóðið í bókinni, segir frá kvæði, sem aldrei verður ritað: Tjöldin voru dregin frá gluggunum og dauf morgunskiman gerði sjúkrastofiuna að skýi, sem sveif milli lúmins og jarðar með fijögur járnrúm, og beimagrindur undir hvítum sængum. Kvæðið um garðinn var fúXlskapað, ég hafði vaknað til að rita það. En gaimii maðúrinn lá í næsta rúmi og pú hans brutu skurn varanna. Ég fór að telja andvörpin: Eitt — tvö — þrjú — en þau skiptu þúsumdrum. Eilífðin er löng. Nú man ég ekki draumkvæðið. Það verður aldrei ritað. Svona byrjaði það: Ég er garðúrinn . . . En dóttir min fann eitt sinn ! öll fötin af trjámum í rúmi föður síns. Þetta ljóð túlkar mannlega kvöl og vamda skáldsins af meiri alvöruþunga og kunuáttu en flest ef ekki öll ljóð Jóns úr Vör. Jón hefur tileimkað sér hið meitlaða, fáorða ljóðform. En skáldskapur hans öðlast stundum nærtækara líf þegar hann leyfir sér hvað mest frelsi. Ljóðm fjögur, sem fyrr voru nefnd, sanna það áþreifanlega. Kær- komnir eru saman fundir við Xjóð, sem sýna gamalkunnan hátt hans í nýju Ijósi, eins og til dæmis f garðinum. Enginn nema Jón úr Vör gæti þannig ort: Lofið grasinu að vaxa þar sem ég var lagður, greiðið úr moldinni og breiðið þökurnar yfir. Sendið mér frá ströndinni notokra sæbarða hnullunga, gefið stráunum frið að vaxa upp með steinum. Glaður mun ég þá hortfa á það í sólskini og rigningu. Ekki blóm. Ekki tár. Þetta ljóð er mjög í anda skáldsins og lýsir vel kirkju- görðum úti á landi, nafnlaiusum leiðum forfeðra þeirrar þjóðar, sem hvað mest stærir sig af ætt- göfgi og mikilleik liðsins tíma. Eins og mörgum sfcáildum kreppuáranna, sem enn ganga með hina ógurlegu tíma í and- litinu, er þjóðtfélagsleg vandlæt- ing og ádeila Jóni úr Vör ástríða, sem yfirgefur hann ©kki. Hann hefur fengið stríðið og hörmunig- arnar inn í stotfuna sína með sjónvarpinu, neyð heimsins lætur hann ekki ósnortinn, Það er einkum Víetnam, sem heldur fyrir honum vöku, og er það í samræmi við lífsskoðanir hans. Homum verðUr líka koma John- sons hingað til lands að yrkis- efni, háttemi forsetans gefur til- efni til að vega að Bandaríkjun- um. Hálfskrifað bréf, sætir mesturn tíðindum, berort prósa- ljóð „fundið á föllnum her- manni“. Borið liefur á því, eink- um í seinni tíð, að kynferðismái væru skáldinu umhugsunarefni. Ekki er nema gott eitt um það að segja, að Jón úr Vör freisti þess að tolla í tískunni í þeim efnum. Nafn þitt, er best heppn- að af þessum ,,stríðsljóðum“, gamalkunnugt yrkisefni lagt í munn ikonunnar, sem ein man hermanninm fallinn „að vilja ókunnugra manna, fyrir hug- sjónir, sem við gátum aldrei skilið". Jón úr Vör hefiur hina óbrotnu hugsun og einfalda ljóðtform á valdi sínu, en ádeiluljóð hans eru ekki nægilega vel ort: þau kafna oftast í málskrafi, og boðskapur- inn, sem á að bera þau uppi, verður að venjulegri einfeldni. Jafnvel snjöLl blaðamennska sænska blaðsins Dagens Nyheter dugir honum efcki, og hversdags- legt stofulíf fyrir framan sjón- varpið eflir ekki skáldskap hans að nokkrum mun. Skáldskapur hans er enn sem fyrr lífvænleg- astur þegar það gerist, sem greint er frá í upphafsljóði bók- arinnar: Skáldið og Xiinn góði lesandi mætast andartak á umdarlegri strönd í annarlegum hljómi, sem tovorugur veit hver hef'Ur slegið. En til þieis að ljóðið eigi við um skiálidskap Jóns úr Vör, þarf að nema brott lýsimgarorðin „undarleg" og „annarlegur“. Hann er ekki af þeirri tegund skálda, sem erfitt er að skilja. Jóhann Hjálmarsson. Brothættur heimur Nína Björk Arnadóttir: UNDARLEGT ER AÐ SPYRJA MENNINA. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1968. Ánægjulegt er að fylgjast með því hvemig ungri skáld- konu vex kraftur, ljóðheimur hennar breikkar og stækkar án þess að sjálfsagður agi ljóð- ur eru varfæmisleg, einföld að gerð, kvenleg í bestu merkingu þess orðs. Innileiki þeirra, bams leg tóntegund eru styrkur þeirra en ekki veikleiki; þau eru furðu óflekkuð um leið og þau eru lífsreynd. í ljóði til sonar síns, segir skáldkonan: Vindurinn hvislar og vindurinn hvín bamið mitt óskin mín ókomin ókomin árin þin |IM hlustaðu hvað hann segir __ þó segi hanrn eitthvað kalt og ®árt ^ "-"V> 9 bamfð mitt óskin min þó segi hann eitthvað kalt og sárt hlustaðu hvað hann segir hann hvíslar líka svo hlýtt og ljúft bamið mitt óskin mín þú finnur hvað þitt hjarta er djúpt ef þú hlustar á allt sem hann segir. Nína Björk Arnadóttir skáldsins bíði tjón af. Ung ljó’ð Nínu Bjarkar Ámadóttur gáfu til kynna, að skáldkonan kimni sér hóf og stefndi markvíst að fágun ljóðmyndar sinnar. Sama er að segja um Undarlegt er að spyrja mennina, aðra bók henn- ar; jafnframt er ljóst eftir lest- ur þeirrar bókar, að hinn við- kvæmi, brofihætti heimiur, sem skáldkonan leggur rækt við, þarf að eignast víðari leikvang. Skáldkonunni er þetta ljóst; hún gerir, að því mér virðist, vel heppnaða tilraun til að skipta um svið, er nógu hyggin til að fara sér hægt. Ljóð Nínu Bjarkar Ámadótt- Þetta Ijóð segir okkur tölu- vert um skáldskap Nínu Bjark- ar. Andi þess minnir á Svart- ar fjaðrir, eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Grunurinn styrkist eftir lestur Þjóðkvæðis, sem fjallar um litla stúlku: Eitt siinin haifðd hún eigmiazt ofurlítið nisti hún hélt því oft í hendinni og árin fóxu að líða. Sum Ijóð Nínu Bjarkar eru ekki óskyld æskuljó'ðum Daviðs Stefánssonar. Hún virðist þess umkomiin að búa Ljóð sín töfr- um þess ósagða, láta þau fljúga á vængjum eiinfaMfeikams. Framhald á bls. 20 I byggingar- samvinnuíélagi Til ráðstöfunar er aðeins ein 3ja herb. íbúð 90 ferm. Byggingarkostnað má gr. á árunum 1968, 1969 og 1970. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingarmeistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414. Kvöldsími sölum. 35392. 13. 2 4 8 5 0 3ja herb. kjallaraíbúð við Háteigsveg, útb. 300 þús. 3ja herb. góð kjallaraíbúð um 70 ferm. við Goðatún í Garðahreppi, sérinng., útb. 250 þús., harðviðar- innréttingar, mosai'k á baði. 3ja herb. endaíbúð við Laugarnesveg, útb. 500 þúsund. 4ra herb. góð íbúð í háhýsi við Ljósheima, útb. 600 þús. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Stóragerði ásamt einu herbergi í kjallara, góð Ibúð. 4ra herb. íbúð á 4. hæð við Hvassaleiti, sérlega vönd uð íbúð. 4ra herb. íbúð á 4. hæð við Hraunbæ, útb. 500—550 þúsund. í smíðum 4ra herb. íbúðir, tilb. undir tréverk og málningu við Hraunbæ, um 122 ferm. þvottahús og geymsla á sömu hæð. Selst tilto. undir tréverk og máln- ingu. 5 herb. endaíbúð við Hraun bæ selst tilb. undix tré- verk og málningu, suður- og vestursvalir, þvotta- hús og geymsla á sömu hæð. 4ra herb. endaíbúðir í Breiðholtshverfi, s e m seljast tilb. undir tré- verk og málningu. Sam- eign frágengin, þvotta- hús oig geymsla á sömu hæð. Beðið eftir öllu húsnæðismálaláninu. Austurstrætt 10 A, 5. hæð Simi 24850 Kvöldsími 37272. Sknldabréf ríkistryggð, fasteignatryggð eða spariskírteini eru bezta tryggingin í ellinni. — Ekkjur, svona verðbréfakaup henta vel yður og börnunum. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heima 12469. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.