Morgunblaðið - 13.11.1968, Síða 21

Morgunblaðið - 13.11.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 21 íslendingum brýn nauðsyn að dragast ekki aftur úr öðrum þjóðum í verklegri menningu Frá ráðstefnu verkfræöinema og starfandi verkfræðinga Á síðastliðnn ári gekkst Sam- band íslenzkra stúdenta erlend- is (SÍSE) fyrir ráðstefnu stúd- enta og sérfræðinga á sviði eðlis fræði, jarðeðlisfræði og stærð- fræði. Ráðstefnunni var ætlað að efna kynni stúdenta og starf andi sérfræðinga og kynna náms mönnum verkefni, sem eru á döf inni hjá íslenzkum rannsóknar- stofnunum og öðrum íslenzkum atvinnurekendum. Undirtektir allra þátttakenda voru mjög já- kvæðar og komu þegar fram ýms ar tillögur um fleiri ráðstefnur og um önnur svið. Þá var tal- ið mjög æskilegt að leita sam- starfs við stúdenta við Háskóla íslands, þegar verkefnin gæfu tilefni til þess. SÍSE leitaði á miðjum vetri til Félags verk- fræðinema við Háskóla fslands (FVHÍ) um samstarf til undir- búnings ráðstefnu um verkleg- ar framkvæmdir á fslandi. í ágústmánuði síðastliðnum var haldin ráðstefna á vegum SÍSE og FVHÍ og til hennar boðið öllum verkfræðinemum heima og við nám erlendis svo og helztu framámönnum á sviði verkfræði. FVHÍ átti veg og vanda að öll- um undirbúningi. í undirbúnings nefnd áttu sæti: Óskar Sverris- son, Leifur Benediktsson og Páll Jensson, allir við nám í Háskóla íslands. Ráðstefnan var sett að kvöldi 15. ágústs og stóð tvö kvöld. Fundarstjóri var Þórður Vigfús- son, verkfræðinemi í Berlín. Milli 80 og 100 þátttakendur sátu ráð stefnuna bæði kvöldin. Hér verða rakin nokkur helztu atriði framsöguerinida. Framsögu erindi munu birtast í heild og ýtarleg greinargerð um umræð- ur í Tímariti Verkfræðingafé- lags fslands. Sérstök ástæða er til að þakka menntamálaráðherra, en hann veitti fyrir skemmstu SÍSE 20.000 kr. styrk vegna ráðstefnuhalda. Kom sá styrkur sér einkar vel, þar sem ráðstefnurnar hafa höggvið stór skörð í rýra sjóði samtakanna. VERKFRÆÐINGAR Á ÍS- LANDI OG NÝTING ÞEIRRA Framsöguerindi Hinriks Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra V.í. fjalla m. a. um það þjóð- félagslega tap, sem leiddi af rangsnúnu hugarfari í garð verk fræðinga. Eðlilegt hlutverkverk fræðinga er að hafa forustu í verkmenningu þjóðarinnar, og því mikilsvert að ráðamenn skilji það og hagi stjórnstörfum sínum samkvæmt þvi Eðlilega lífsbjörg þjóðarinnar taldi Hinrik liggja í fiskveiðum og fiskiðnaði. Til þess að fiskiðnaður okkar gæti staðizt samkeppni, væriþað nauðysnlegt að verkmenning þar væri aukin, þ. e. hraðfrystihús og fiskvinnslustöðvar tækju véla og efnaverkfræðinga í sína þjón ustu. Nýting verkfræðinga hér á landi taldi Hinrik lélegavegna skorts á tæknifræðingum, sem í mörgum tilfellum gætu leyst þau störf, sem verkfræðingar ynnu. í lokaorðum sagði Hinrik. „Það má búast við því, að nokkru erfiðara verði að lifa hér en í öðrum menningarlönd- vun, en það er verkefni þrótt- mikilla og kunnáttusamra manna að leysa þá þraut og njóta þeirra lífsgleði, sem 1 því er fólgin. Þá geta þeir að leiðarlokum lit- ið ánægðir yfir farinn veg og þjóðin lifað við fengið frelsi og frjálsræði, sem e.t.v. er meira en flestar aðrar þjóðir þekkja“. STÖRF RÁÐGJAFAVERK- FRÆDINGA NÚ OG í FRAM- Tíð. Ráðgj afaverkfræðingar hér á landi stofnuðu með sér félag ár- ið 1901 og fékk það upptöku í alþjóðleg samtök ráðgjafaverk fræðinga (FIDI) árið 1964. í erindi Sigurðar Thoroddsen, verkfræðings kom fram, að ís- lenzkir ráðgjafaverkfræðingar fá til úrlausnar hlutfallslega miklu færri verkefni en starfsbræður þeirra á hinum Norðurlöndun- um og Bandaríkjunum, og enn fremur að opinberir aðilar leysa sjálfir af höndum mun fleiri verk eíni hér, en þar er. Hjá sumum innlendmn stofn- unum virðist gæta meira og minna handahófs, en hjá öðrum er það ráðandi stefna, að þjón- ustu ráðgjafaverkfræðinga skuli ekki nota fyrr en í síðustu lög og helzt ekki. Framsögumaður gagnrýndi þann hátt, sem hafður er á um gatna-, holræsa- og vatnsveitu- gerð. Verkefnin þar eru miklum hluta unnin í aukavinnu af starfs mönnum borgarinnar, sem nota svo vinnutímann í að gagnrýna og yfirfara og síðan samþykkja eigin aðgerðir. Sama anda kvað hann ríkjandi við vega- og hafn argerð. Um vegagerðina segir í framsöguerindi m. a. „þar ríkir andi Friðriks sjötta: „Vi alene vide“ og hafi það hent, að út frá þeim anda hafi brugðið og þeir hafi með verkefni leitað út fyrir stofnunina, en ekki hygl- að þeim eigin starfsmönnum með aukavinnu, þá hefur ekki verið farið á flot við íslenzka stétt- arbræður, heldur til útlendra. VERKLEGAR ÁÆTLANIR, SKIPULAGNING OG ÁÆTLUN ARGERÐ. Framsögumaður, Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, skýrði í framsöguerindi sínu grundvöll CPM áætlunarkerfis- ins og þá miklu möguleika, sem þetta kerfi býður, sem stjórn- unarkerfi. Höfuðatriði CPM kerf isins eru: 1. Skipulagning —þ.e. rökrétt örvarit, 2. Tímareikningur, 3. Útjöfnun fjármuna. 4 Tímasetn- ing — þ.e. endanleg dagsetning á byrjunar og lokastígi hvers verkhluta. Við CPM áætlanir eru notað- ir rafreiknar. CPM kerfið hent- ar bezt við, stór verkefni sem margir aðilar þurfa að samein- ast um. í lokaorðum sagði Egill að áætlun væri verkfæri, sem ætti-að nota og nýta. STARFSSVIÐ VERFRÆÐINGA OG TÆKNIFRÆÐINGA. Framsögumaður, Bjarni Krist- jánsson, skólastjóri. T.í. gerði samanburð á námi tæknifræð- inga, sem fengju menntun danskra tæknifræðiskóla, og verk fræðinga. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að í mörgum aðal- atriðum væri menntun þeirra á- þekk. Leiðir þessara skóla skilj- ast við miðskólapróf. Verðandi tæknifræðingar halda í iðnskóla en verðandi verkfræðingar í menntaskóla. Ekki taldi Bjarni þó námskröfur eða úrval strang ara í einum hópnum en hinum. Hlutfallið verkfræðingar: tækni fræðingar er 2,5: 1 hér á landi en hjá grannþjóðunum 1 : 2,5 Sjálfur taldi Bjarni hlutfallið ekki aðalatriði, heldur hitt, að virkja í vaxandi mæli hæfileika straum þjóðarinnar. SAMSTARF VERKFRÆÐINGA OG ARKITEKTA Geirharður Þorsteinsson, arki tekt gerði grein fyrir þessu sam starfi með því að lýsa í máli og myndum samstarfi arkitekta og verkfræðinga við hönnun á fskipulagi Breiðholtssvæðisins. Hann lýsti, hvernig verkefnið hefði þróazt stig af stigi, og hvern þátt hvor aðili lagði í heildarmyndina. VERFRÆÐILEGAR RANN- SÓKNIR Á ÍSLANDI Framsögumaður, Jónas Elías- son, verkfræðingur, gat þess í upphafi, að tæknilegur unidirbún ingur framkvæmda er nú á tím- um álitinn óumflýjanlegur. Slík- ur verkfræðilegur undirbúning- ur mannvirkjagerðar er raun- verulega í 2 hlutum, frumathug- un og fullnaðarhönnun. Ákvörð un um framkvæmdina er tekin á grundvelli frumathugunar, en fullnaðarhönnun hefur að mark- miði, að bygging og starfsemi mannvirkisins sé möguleg við hin ar ríkjandi aðstæður. Jónas ræddi síðan nauðsyn rannsókna, sem hann taldi undirstöðu áfram haldandi tækniþróunar. Meginhluti erindisins fjallaði um straumfræðirannsóknir, lík- anatilraunir og gildi rannsókna fyrir mannvirkjagerð. Að lok- um benti Jónas á mikilvægi grundvallarrannsókna fyrir verk fræðilegar rannsóknir. BYGGINGARRANNSÓKNIR f framsöguerindi Haralds Ás- geirssonar, forstjóra Rannsókn- lairstofnunar Byggingariðnaðar- ins kom fram, að saga bygginga rannsókna á fslandi er fábrotin og raunverulega _ bundin sögu Atvinnudeildar H.f. f ársbyrjun 1965 voru Bygg- ingarrannsóknir gerðar að sjálf stæðri deild við Atvinnudeild H. f. en lög um Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins var samþykkt sama ár.' í framsögu- erindi segir m.a. um íslenzkar rannsóknir: „oft er bent á það, að íslenzkt þjóðfélag sé of lítils megnugt til þess að reka öfluga rannsóknarstarfsemi, og víst er, að orð og ályktanir útlendings- ins hafa oft hlotið betri hljóm- grunn en íslenzka sérfræðings- ins. Venjulegast eiga þó þessar skoðanir fyrst og fremst hljóm- grunn hjá aiðlum, sem litla inn- sýn hafa í gildi tæknilegra und- irstöðuatriða — en stundum líka af því að íslenzki sérfræðingur- inn er nýr og lítið þekktur aðili í þjóðfélaginu. Gagnstætt þessu er það reynsla og skoðun undir ritaðs, að innlendi sérfræðing- urinn sé að öðru jöfnu miklu hæfari til að leysá rannsóknar- verkefnin af hendi“. Rannsóknarstofnuninni eru á þessu ári ætlaðar 3,5 millj. kr. í fjárlögum, en fjármunafest- ing í húsbyggingum, gatna- og vegagerð mun verða hátt á 5 milljarð. Það framlag er afar lágt ef það er haft í huga, að ýmis stórfyrirtæki í iðnaði í hin um vestræna heimi leggja allt að 5% af vergri (brúttó) fram- leiðslu sinni í rannsóknir og hagnast vel af. VERKFRÆðlDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Prófessor Loftur Þorsteinsson rakti í framsöguerindi sögu og þróun verkfræðideildar Háskóla íslands. f ársbyrjun 1940 var gerð^ ályktun í Verkfræðingafé- lagi fslands um verkfræðikennslu við H. f. Hófst sú kennsla þá þegar haustið eftir. Hins vegar var verkfræði- kennsla við H. í. ekki lögfest fyrr en 1. júlí 1945 með stofn- un þriggja prófessorsembætta. |Hlutverk verkfræðideildar er kennsla og rannsóknir á sviði raunvísinda, hreinna og hagnýtt ar. Deildin veitir nú kennslu til fyrrihlutaprófs í byggingar-, vela- og rafmagnsverkfræði og auk þess til B.A.-prófa í nokkr- um raungreinum. Fyrrihlutanám í verkfræðimið ast við þrjú ár og er tekið próf í lok hvers árs. Fullnaðarpróf- ið, sem fólgið er í hinum þremur ársprófum, er miðað við fram- haldsnám í verkfræðiháskólum í Kaupmannahöfn (D.T.H.), Þránd heimi (N.T.H.), Stokkhólmi (K. T.H.) og Lundi (L.T.H.). Eitt af megin vandamálum verkfræði deildar er, hvernig gera á stúd- enta hlutgenga til síðarihluta- náms við fjóra tækniháskóla, sem allir kenna nokkuð mismunandi námsefni fyrstu árin, án þess að leggja námstímann eða hlaða á hann um of. Við deildina starfa 6 prófessorar, fjórir dósentar, einn lektor og um 20 aukakennarar. Prófessorar kenna 25% af Jheildarstundafjölda og dósent- ar og lektor um 20%. Auka- kennarar annast þannig meira en helming kennslunnar. Á næstu árum hlýtur þróunin að verða aukin kennsla í verkfræðilegum greinum með því takmarki að útskrifa stúdenta með almennt próf 1 hinum mismunandi höf- uðgreinum verkfræði eftir 4 ár nám. Prófið ætti ennfremur að tryggja aðgang að sérgreinar- námi við erlenda tækniháskóla. NÁM í VERKFRÆðl Sveinbjörn Björnsson, eðlis- fræðingur, fjallaði í framsögu- erindi um almennt nám í verk- fræði. Menn vita ekki hverjar kröfur framtíðin muni gera til verkfræðinga, þess vegna er erf itt að mennta verkfræðinga, þann ig að menntun þeirra verði hæfi lega mikil. Almennt er talið, að sérhæfni í námi ætti að vera sem minnst og koma eins seint á námsbraut- Snni og unnt er, sérhæfingin ætti að fara fram á námi loknu í fyrirtækjum, stofnunum eða skólum. Talið er rétt, að á 2—3 fyrstu námsárunum sé lagður traustur grundvöllur í raunvísindum. Þá er og mikilvægt, að nemendur hljóti þjálfun í lausn dæma, teikningu og verklegum æfing-' um og venjist á nákvæma úr- vinnslu gagna. Á seinni hluta námsins er lögð áherzla á fyrir- lestra og æfingar í ýmsum grei» um verkfræði. Kennarar við H. í. eru furðanlega fastheldnir á kennslubækur. Margar bókanna hafa verið notaðar í 15 ár eða lengur. Síendurtekin yfirferð sama kennara yfir sömu bók hlýtur hins vegar að bjóðastöðn un heim. Æskilegt væri að nemendur létu kennsluhætti og námsefni meirn til sín taka en verið hef- ur, og veittu kennurum það að hald, sem hér skortir. ÁLYKTANIR SÍSE OG FVHÍ AÐ LOKINNI RÁÐSTEFNU VERK- FRÆÐINEMA MEÐ STARF- ANDI VERKFRÆÐINGUM UM VERKLEGAR FAMKVÆMD- IR Verkmenning þjóðar er nú, fremur en nokkru sinni fyrr, meginstoð sjálfstæðis hennar og velmegunar, og er okkur íslend ingum brýn nauðsyn að dragast ekki aftur úr öðrum þjóðum 1 þeim efnum. Ráðstefna verkfræð inema með verkfræðingum gaf stúdentum uggvænlega mynd af islenzkri verkmenningu og hvet ur til eftirfarandi ályktana: SÍSE og FVHÍ telja fráleitt, að íslenzkir námsmenn séuhvatt ir til tæknivísindanáms á sama tíma og lítið virðist notuð kunn átta þeirra sérfræðinga, sem þeg ar eru komnir heim frá námi. Auk þess er ekkert vitað um væntanlega eftirspurn eftir sér- fræðingum hér í hinum ýmsu sviðum tæknivísinda, og fjöldi íslenzkra tæknivísindamanna er seztur að erlendis. Rannsóknir og undirbúnings- vinna eru geigvænlega lítill þátt ur í verklegum framkvæmdum á íslandi, og fara stórar fjár- hæðir í súginn þess vegna. SÍSE og FVHf skora á Verkfræðinga- félag fslands að hefja þegar í stað öflugan áróður til að kynna alþjóð, hve sérþekking og rann- sóknir í tæknivísindum eru þjóð félaginu dýrmæt, og hvernig þau megi bezt nýtast. Um leið er skorað á alla íslenzka tæknivís- indamenn að rísa upp gegn glund roða og flaustri í umfangsmikl- m framkvæmdum hérlendis með opinberri málefnalegri gagnrýni, sem er mun vænlegra til árang- urs en barlómur innan stéttar- félags. SÍSE og FVHÍ vilja vekja at- hygli á þeirri staðreynd að er- lend fyrirtæki hafa verið látin annast allar meiri háttar undir- búningsrannsóknir að framkv. á íslandi, svo sem vegna Burfells- virkjunar. f þessu efni, svo og m. a. í skipasmíðaiðnaði, höfum við beinlínis staðið undir fjárfest ingu hinna erlendu fyrirtækja, á sama tíma og hægt væri að byggja hér upp hliðstæða starf- semi með næg verkefni um fyrir sjáanlega framtíð og með lítið meiri tilkostnaði. SÍSE og FVHÍ álíta það hneisu fyrir íslenzka þjóð, að Háskóli íslands skuli ekki mennta sér- fræðinga í sérgreinum mikilvæg ustu atvinnuvega landsins, svo sem fiskiðnaði og hafrannsókn- um. Einnig er nauðsynlegt, að þegar í stað verði hafin kennsla í síðarihlut|anámsefni ýmissa verkfræðigreina sökum sérstöðu íslenzkra landshátta og atvinnu greina. Bregðist Háskóli fslands hlut- verki sínu, verður Verkfræðifé- lag íslands að axla byrðina og efna til víðtækrar fræðslustarf- semi, þar sem reynsla og niður- stöður einstaklinga og rannsókn arstofnana í sérstæðum Wlenzk- um vandamálum verði kynnt nýj ^rn verkfræðingum, er koma heim frá námi. (Frá SÍSE og FVHÍ).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.