Morgunblaðið - 13.11.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.11.1968, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 segja um gengisbreytinguno? Hvuð viljið þér Morgunblaðið lagði í gær spurninguna hér að ofan fyrir nokkra forystumenn atvinnulífs og Iaunþegasam- taka í landinu. Svör þeirra fara hér á eftir: Pétur Sigurðsson form. Kaup- mannasamtaka íslands: „Ég geri ráð fyrir, að eins og efnahagsm/álunum. var komið, hafi naumast verið um margar úfcgöngutleiðir að ræða. Hins- vegar finnst mér, að áheyrileg- ur dráttur hafi orðið á því að grípa til nauðsynlegra aðgerða, því fyrir löngu mun öllum hafa verið ljóst, að róttækra aðgerða var þörf. Það, að tala um það mánuð- uffl saman, að róttækra efna- hagsaðgerða sé þörf, er koma muni mjög illa við allan al- menning, er. einungis til þess fallið að skapa óvissu og ring- ulreið á fjármálasviðinu, sem m. a. lýsir sér í allsherjar kaup- æði og óhóflegri peningaeyðslu. Þar sem ég þekiki til ger- ast gengisbreytingar fyrirvara- laust. Hvað smásöloiverzluninni við víkur er augljóst, að gengisfell- ingin hefur í för með sér gífur- legar verðhækkanir, sem valda rnunu stórminnkandi neyzlu og þar með verisnandi hag þeirra, er við vörudreifingu fást. Alvarlegast er þó sennilega sú ákvörðun stjórnvalda 1 hvert sinn sem gengisfelling verður, að banna verzlunum að hækka vörubirgðir til samræmis við endurfkaupsverð. Þar er í raun- inni um hreina eignaupptöku að ræða. Þetta skilur kannske allur al- menningur betur, ef dregin er upp sambærileg mynd, er gæti snert t. d. hvem íbúðareigenda. Segjum sem svo, að maður byggi íbúð fyrir einu ári og hafi kostnaðarverð hennar ver- ið 1 milljón 'króna, Sama íbúð mundi e.t.v. kosta eftir gengis- breytingu 1,3 millj. króna, en þeim, sem byggði íbúðina fyrir einu ári, væri óheimilt að selja hana fyrir rneira en það sem hún kostaði í upphafi Mundi ekki marg.ur una illa slíkum ráðstöfunum.“ Þorsteinn Sigurðsson, for- maður Búnaðarfélags íslands: „Ég hef á undanförnum vik- um og mátnuðum átt tal við fjölda man/ns, bæði í höfuð- borginni og í sveitium, og al'ltaf hafa efnah agsmálin verið mál mátanna í viðræðum manna. Mér er óhætt að segja það, að almenmt litu menn þannig á, að óhjákvæmilegt væri að gera einhverskonar allróttækar efna hagslegar aðgerðiir. En það get ég líka sagt, að gengisfellingu óttuðust menn mest og vildu frernur aðrar ráð stafanir. Þessi skoðun manna byggist á því, að í kjölfar geng- isfellingamna hefur risið óða- verðbólga. Það er þetta sem mem.n óttast. Nú Skal ég taka fram fyrir mi'tt leyti, og ég held að það sé l'íka áliit fjölda mainna, að fyrsta gengisfetlimg í tíð þes3- ar.ar stjórnar 1960, hafi verið réttmæt vegna þess, að það var mjög mikið gjaldeyrisbrask og mikið af gjaldeyri selt á miklu 'hærra verði en á skráðu gengi. Frá því sjónarmiði og stöðu út- flutningsaitvinmuvegaininia var gengisbreyting eðlileg. Hins vegar taldi ég og fieiri, að geng isfel'limgim 1961 v-æri pólitískt hrekkjabragð. Nú skal ég taka fram, hvað þessa síðustu gengisfellingu snertir, að frá sjómiairmiði bænda og landbúiniaiðarinis, verð ur það tiil ha.gsbóta hvað út- fluitmimg á lamdbúnaðarfram- leiðslu smer.tir, en þó er ég hér um bil vilss um það, að bæmdur hefðu ekki kosið gengiefellingu mú vegna þess, að augljóst er, að aliur tilkostnaður við bú- reikstur hlýtur að va»a gífur- lega mikið. Ætli ríkisstjómin að beita eirihverjum dýrtíðar- hömlum mium verða mjög erf- itt að koma auknum kostmaði imn í verðlag landbúnaðaraf- urða. Ég skal vera hreimskilimm og segja einis og er, að við litum á þessi viðtöl stjórnmálaflokk- anma eem sýndarmennsku, sem ekkert væri upp úr að hafa, eiras og komið er á daginm. Hims vegar var töluverður ábugi á því, að spilin yrðu stokkuð upp og ný stjórn mynduð, helzt allira flokka stjórn. Við bændur, sem erum held- ur rólegir í tíðinni, höfum alla tíð litið svo á, að hömlulaus in'nflutningur megi ekfki eiga sér stað. Og altra sízt, þe'gar svoraa fjárhagslegt los er í þjóð- félaginu og hvað seim er getur gerzt í gjaldeyrismálum. Með- an svo er lítum við þamrnig á, að það sé mjög erfit't að stjórma. Ég vil ekki vera svartsýmn, en mér virðist ekki vera bjart fraimundan í efraahaigslífi þjóð- arinnar. Þetta segi ég ekki af því, að ég er í stjórraaramd- stöðu, heldur af því, að mér finnst eitthvað raumhæft þurfi að gera fram yfir það, seim þeg- ar er gert. Mér fimrast rikisstjórnin halda of fast við eirihverja stefnu og það vamti sveigjan- leika í stjómarfar“. Benedikt Gröndal, form. Vinnu veitendasambands íslands: „Persónulega tel ég, að geng- isbreytingin ®é heppilegasta lausnin á fjárhagsvndræðum þeim, sem landið á nú við að stríða. Henni verða að sjálf- sögðu að fylgja hliðarráðstafan- ir, sem tryggja að atvinna geti aukizt og framleiðslumöguleik- ar vaxl bæði á sviði útflutnings og iðnaðar. Uppbótaaðferðin hefur aldr- ei fallið mér í geð, þar sem hún oftast hlýtur að koma illa við þær atvinnugreinar, sem ekki verða hennar aðnjótandi, ef henni er beitt til langframa. Og fé það, sem til hennar þarf, verður hvort sem er að taka úr vösum landsmanna sjálfra. Of hátt gengi gerir okkur alltaf ósamkeppnisfærari við út lönd og eykur þar með af sjálfu sér alla notkun á erlendum varningi." Gunnar Guðjónsson, stjórnar- formaður SH: „Ég vil sem allra minnst segja um þessa gengisbreytingu á þessu stigi, því hún er ekki nema einn hluti í heildarmynd inni, en eftir eiga að koma í ljós ýmsar hliðarráðstafanir. Ég álít þó, að þesisi gengis- lækkun hafi verið nauðsyn- leg.“ Sverrir Hermannsson, form. Landssambands ísl. verzlunar- manna: „Ég fylgi þessari tekjutil- færslu og álít hana lífsnauðsyn- lega, en gefi nú Guð, að þeir fái að borga, sem breiðust hafa bökin.“ Haraldur Sveinsson, formaður Verzlunarráðs íslands: HIÐ mikla genginsfall íslenzkr ar krónu er geigvænlegt áfall fyrir verzlunina í landinu. Hins vegar gera menn sér ljóst að rétt gengisskráning er grund- völlur heilbrigðra viðskipta og eina færa leiðin sem hægt er að byggja á. Útflutningsframleiðslan og iðnaðurinn fær með gengis- breytingunni að nýju nauðsyn- lega samkeppnisaðstöðu og all- ir bjartsýnir menn trúa því að með henni skapist að nýju grundvöllur öflugs atvinnu- rekstrar þjóðinni allri til hag- sældar í framtíðinni. Verzluninni hefur verið þröng ur stakkur skorinn á þessu ári með ströngum verðlagsákvæð- um, og mörgum óraunhæfum. Nú á enn að skerða hundraðs- tölur ákvæðanna og horfa því margir með ugg til komandi mánaða. Innflutningsverzlunin hefur verið áhættusamur at- vinnuvegur, sem byggzt hefur í auknum mæli á gjaldfresti er- lengra söluaðilja, en fyrirtækin hafa neyðst til að fjármagna vörukaup sín á þennan hátt vegna skorts á rekstrarfé hjá íslenzka bankakerfinu. Fjöldi verzlunarfyrirtækja á því ein- ungis eftir þær vörur í birgð- um, sem ógreiddar eru erlendis og margir hafa selt meira en sem svarar til hinna erlendu skulda. Mun svo vera um inn- flytjendur olíu, flestra bygg- ingarvara svo og kornvöru, fóð urvöru og kaffis, svo að ein- hver dæmi séu nefnd. Þessir aðiljar þurfa því nú þegar að endurreikna slíkar vörusend- ingar til þess að reyna að ná endum saman, en margir verða þó fyrir miklu gengistapi. — Þetta skal tekið fram vegna til- hneiginga sumra aðilja til að tortryggja verzlunarstéttina í þessu efni. Erleindur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga. „Þaö var nauðsynlegt að gera ráðstafanir í efnahagsmál- um til þess að renna stoðum undir útflutningsframleiðsluna. Ég tel, að gengisbreytinging hafi legið beinast við, en ég hef ekki fengið aðstöðu til þess að meta hvort svona mikil gerag- islækkun var nauðsynleg og þá hvort ekki hefði verið unnt að beita meira hliðarráðstöfunum og á þann hátt minka verðfell- ingu krónunnar. Þá óttast ég, að ekki verði nægileg samstaða um þessar róttæku ráðstafanir, en tel það skipta öllu máli að unnt verði að tryggja varanlegan efnahags grundvöll, sem er undirstaða fyrir þróttmiklu framleiðslu- starfi þjóðarinnar. Margir verða nú fyrir tilfinn anlegu gengistapi ofan á það, sem í fyrra. Samband ísl. sam- vinnufélaga fékk þá á sig geng istap að upphæð 41 millj. kr. vegna erlendra skulda. Tap vegna gengisfellingarinnar nú liggur ekki enn fyrir, en ég óttast að það verði meira.“ Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands Islands: „Hún er viðurkenning þess, að ástæða sé til að óttast um fjárhagslegt sjálfstæði íslands.“ Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannasamtaka íslands: „Með gengisskerðingunni nú blasir við tákmörkun á kaup- gjaldi, þ. e. afnám samnings- ákvæða um greiðsluvísitölu á kaup. Hér er að nýju um mikla kjaraskerðingu að ræða, kjara- skerðingu, sem ég tel vonlaust að láglaunafók geti tekið á sín- ar herðar. Ég hef einnig mjög takmark aða trú á, að gengislækkunin muni bæta neitt verulega upp hið uggvænlega atvinnulevsi sem blasir við verkafó!kL“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.