Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 19
anna Sigurðar Jónssonar og Mar grétar Eiríksdóttur. Þetta skipti sköpum í lífi Guðrúnar. Þar kynnitist hún þeim manni, sem fyrir henni lá að giftast, Birni Tryggva Guðmundssyni, uppeld issyni þeirra L ækjamótshjóna. Þau giftu sig á Lækjarmóti 3. júní 1905 og fóru áð búa í Klömbrum í Vesturhópi sama ár. Var það fjórum árum eftir að Júlíus Halldórsson læknir flutti þaðan til Blönduóss. En hann hafði reist þar fyrsta íbúðarhús úr steini í sýslunni með þykk- um hlöðnum veggjum. Þóttu það oá ríkmannileg húsakynni. Tryggvi Guðmundsson var búfræðingur að menntun, greindur og gegn maður, er brátt varð vinsæll í sveitinni. Þau Tryggvi og Guðrún voru sex ár í Klömbrum, en fluttu þá að Stóru-Borg. En þar átti Guðrún eftir að reyna margt mótdrægt. Hún missti mann sinn sjö árum síðar, og var það mik- ið áfáll fyrir hana, því hún unni honum heitt. Þau höfðu eign ast fjögur börn. Tvö dóu í æsku, fyrsta barnið fjögurra ára stúlka og það yngsta, drengur sjö ára, er var rúmlega ársgamall þegar faðirinn féll frá. Hin eru Guð- mundur Tryggvason, skrifstofu- maður í Reykjavík, kvæntur Helgu Kolbeinsdóttur frá Kolia- firði og Margrét húsfreyja á Stóru-Borg, sem aldrei þurfti að flytjast frá móður sinni, gift Karli Björnssyni frá Gauksmýri. Guðrún hélt áfram búskap eft ir lát manns síns, þó erfitt væri. f nokkur ár bjó hún með ráðs- manni, Jóhanni Helgasyni, vönd uðum og vellátnum manni, en hann var heilsuveill og varð skammlífur. Með honum eignað- ist hún son, Tryggva Jóhanns- son, vel gefinn mann og góðan dreng, sem aldrei yfirgaf móður sína. Bjuggu þau saman á sínum jarðarhluta við hlið dótturinnar og manns hennar. Guðrún Magnúsdóttir á Stóru ' Borg var frábær • atorkukona. Hún tók á öllu með traustum og öruggum handtökum í önn dagsins, æðioft utan bæjar sem inna, verkdjörf, velvirk og ósér- hlífin, en jafnframt hagsýn og hirðusöm, eins og heimili henn- ar bar ávallt vott um. Að öl'lum jafnaði muri henni ekki oft hafa fallið verk úr hendi, og mátti gleggst sjá það síðustu æviárin, eftir að heilsu var tekið að hnigna, h^að hún átti bágt með að leggja hendur í skaut og haf- ast ekki að. Hún var hin álitleg- asta kona í sjón, glaðleg og fjör- leg og vel greind, eins og þeir vissu, sem kynntust henni. Ég hygg mér sé óhætt að segja, að hún hafi átt til að bera marga beztu kosti þeirrar kynslóðar, sem nú er óðum að fal'la í val- Hagström Bjarton hinír vönduðu sænsku gítarar. Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 19 inn. Hún var hreinskiptin og heil og vammlaus kona, sem vildi öllum vel og sýndi það margoft í verki, trygglynd og raungóð. Hún sinnti að sjálf- sögðu mest sínu heimili, enda verkefnin þar nóg, en hún var líka að eðlisfari útsláttarlaus kona, ekkert gefin fyrir að trana sér fram, gerði heldur ekkert til þess að flagga með ti'lfinningar sínar við hvern sem var. Allur yfirborðsháttur var henni fjarri. Henni var eðlilegra að vera en sýnast. Viðhorf hennar til kirkju og kristnidóms var ávalit eitt og hið sama: hún bar hlýjan hug til kirkjunnar og vildi henni í öllu vel. Þó að kirkjuleið væri í lengra lagi frá Stóru-Borg að Breiðabólsstað sótti hún kirkju sína vel, og hafði þá jafnan með sér eitthvað af heimilisfólki sínu Hún laut í trú og trausti drottni sínum og skapara, sem hún vildi og vissi að henni bar að þjóna. Og þannig búin kemur hún þó fram fyrir hann, sem allt þekkir og allt veit, hann, sem lýkur upp og segir: ,,Ég þekki verkin þín — sjá, ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér, sem eng- inn getur lokað“. Tápkonan Guðrún Magnús- dóttir frá Stóru-Borg er horfin sjónum okkar út í eilífðina. Sess hennar er auður, rödd hennar hljóðnuð, löngu og dáðríku ævi- starfi er lokið. Hún andaðist þann 1. þ.m. og var jarðsungin frá gömlu sóknarkirkjunni sinni þann 9. þ.m., þar sem áður burt- farnir ástvinir hvíldu. En í brjóst um ástvina hennar og annarra, sem nánast þekktu hana, lifir minning þökkum vafin og hlýju vermd. Við kveðjum hana með virðingu og þökk. Stanley Melax. - EJUSSLAND Framhald af hls. 10 ansky var formaður háttsettr- ar sendinefndar, sem fór til Bandaríkjanna 1960. Á fundi með fréttamönnum í Washing ton var hann spurður um inn- rás Sovétríkjanna í Ungverja- land 1956 og hreytti hann þá eftirfarandi svari frá sér: „Fyrir ykkur Bandaríkja- menn er Ungverjalandsmál- ið eins og tyggigúmmí. Þið getið ekki gleypt það og þið getið ekki hrækt því úr úr ykkur. Það sem gerðist í Ungverja landi var gagnbylting, upp- reisn fasista og ungverska þjó'ðin gerði rétt í því að kalla á okkur til hjálpar“. ANDREI KIRILENKO tók að klífa metorðastiga komm- únistaflokksins 1938, er Stal- in var við stjóm. Að undan- förnu hefur hann haft stöð- ugt vaxandi afskipti af sam- skiptunum við kommúnista- flokkana, sem við völd eru í hinum kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Sumir telja hann líklegan eftirmann Suslovs í því skyni að kveða niður óróa innan kommún- istaflokksins, sökum þess að Suslov er nú heilsutæpur maður. KIRILL MAZUROV gekk í flokkinn 1940. Hann tók virk- an þátt í starfi æskulýðsfylk- ingar flokksins, í hernum og innan flokksins í Hvíta-Rúss- landi, áður en hann varð æðsti ma'ður flokksins þar. Hvíta-Rússland er mikil- vægt svæði í því heimsveldi, sem stjórnað er frá Kreml. Höfuðborgin þar, Minsk, er mikilvæg herstjórnarstöð. Mazurov er talin eins og Brezhnev standa í nánu sam- bandi við yfirmenn hersins í So vétríkj unum. ARVID PELSHE er eini „gamli bolsévikinn“, sem eft- ir er í forustuliði Sovétríkj- anna. Hann gekk í flokkinn 1915, áður en kommúnistar náðu völdum í Rússlandi. Á áratugunum tveimur milli 1920—1940 starfaði hann í leynilögreglunni og í ýmsum öðrum deildum lögreglunnar. Frá 1959 hefur hann verið æðsti maður kommúnista- flokksins í Lettlandi — einu af Eystrasaltslýðveldunum þremur, sem Sovétríkin her- nómu í styrjöldinni. Þar hef- ur uppreisnarandinn gegn valdhöfunum í Kreml ólgað æ sfðan. GENNAD VORONOV hefur verið meðlimur í kommún- istaflokknum frá 1931. Hann hefur starfað fyrst og fremst sér sérfræðingur í landbúnað- armálum. Talið er, að hann hafi lítil tengsl við það, sem gerist erlendis. Þetta er sá hópur, sem stjórnar Rússlandi. Mikið af undrun heims gagnvart að því er virtist skyndilegri stefnubreytingu valdhafanna í Moskvu til hörku hverfur, er fólk kynnist ferli þeirra. Þessir menn hafa alltaf verið tilbúnir til þess að grípa til hörkunnar — ofit á hrottaleg- an hátt. mm - mmille glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2V4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Nemendahefti R.K.Í. fyrir fræðsluþætti sjónvarpsins í SKYNDIHJÁLP fæst í bókaverzlunum og á skrifstofu Rauða kross íslands Öldugötu 4, sími 14658. Afgreiðslumaður Stór varahlutaverzlun vill ráða vanan afgreiðslumann. Tilboð ásamt upplýsingum um fyrri störf leggist á afgreiðslu blaðsins merkt: „Varahlutir — 6502“. Arbæjnrhverfi og nngrenni Framvegis munum við annast afgreiðslu á fatnaði í frágangshreinsun og pressun fyrir Efnalaugina Lindin. — Hraðhreinsum eins og áður allan algengan fatnað samdægurs. HRAÐIIREINSUN ÁRBÆJAR Verzlunarmiðstöð, Rofabae 7. Gólfmottur Vandað og fallegt úrval Einlitar og mislitar CEYSIR HF. Teppadeildin. B Ú S L w O Q SVEFNSÓFA- SETTIN VINSÆLU KOMIN Úrval af vönduðum klassiskum frökkum úr ular- camel- og cashmírefnum. Allar stærðir — gamla verðið. BERNHARÐ LAXDAL Kjörgarði. BERNHARÐ LAXDAL Akureyri. AFTUR B Ú S L jr O Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATON — SfMI 18520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.