Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓV. 1968 — En verkfæiin hans? — Þau skildi hann eftir. Hann hafði skorið rúðu úr, til þess að komast inn. ÞaS er ég viss um, því að þannig fer hann alltaf að. Ég held hann mundi gera það, jafnvel þótt dyi-nar væru ólæst- ar — ég held næstum, að þetta sé einhverskonar hjátrú hjá hon um. — Svo að þá hefur enginn séð hann? — Nei. Þegar hann var að ganga gegn um garðinn . . . — Nefndi hann líka garð? — Já. ekki fann ég það upp. Eins og ég segi: þegar hann var að ganga gegn um garðinn, leit einhver út urr. glugga og beindi vasaljósi að lionum — kannski vasaljósinu hans Alfreðs, því að það skildi hann líka eftir. Hann stökk uppá hjó.úð sitt og flýtti sér burt án þess að líta um öxl, hjólaði alla leið niður að Signu, en ekki veit ég hvert við ána og fleygði hjólinu í hana, til þess að enginn skyidi þekkja hann af því. Hann þorði ekki að koma heim aftur. Svo gekk hann til Norðurstöðvarinnar og hringdi til mín, og sagði mér að þegja yfir þessu. Ég bað hann um að fara ekki að sti júka. Reyndi að koma vitinu fyrir hann. Loksins lofaði hann að skrifa mér til póst hússins þangað sem ég yrði að sækja bréfið, og þá skyldi hann segja mér, hvert hann færi svo að ég gæti komið til hans. — Er hann farinn að skrifa? — Það hefur enginn tími verið ennþá, til þess að bréf kæmist til mín. Ég fór í pósthúsið í morg- un. Ég hef haft heilan sólahring til umhugsunar. Ég keypti öll blöðin, því að ég hélt, að þau hlytu að minnast eitthvað á þessa myrtu konu. Maigret tók símann og hringdi upp lögreglustooina í Neuilly. — Halló! Þetta er aðalstöðin. Hafið þið fengið tilkynnt nokk- urt morð 3Íðasla sólahringinn? — Andartak, herra. Ég skal gefa yður sarr.band. Ég er bara vaktmaður. Maigret hélt áfram að nauða. — Og ekkert lík fundið úti á vegum? Engin næturútköll? Erigin lík dreg'n upp úr ánni? | — Nei, alls ekkert af þessu tagi, hr. Maigret. — Engin ti !kynnt neitt um skot? — Enginn. Lengjan beið, þolinmóð rétt eins og hún væn í heimsókn, og hélt um handcöskuna sína báðum höndum. — Þér skiljið þá, hversvegna ég er hingað kcrnin. — Ég býst viii’ því. — í fyrsta lagi Hélt ég, að lögreglan hefði séð Alfred, og væri svo, þá hefði hjólið hans komið upp um hann, þó ekki væri annað. Og svo voru verk- færin, sem hann skildi eftir. En nú, þegar hann er stunginn af yfir landamærin. getur engimv trúað þessari sögu hans. Og hann er ekkert öruggari í Belg- íu né Hollandi en hérna í París. Ég vildi heldur vita hann í fang elsi fyrir innbi-ot, jafnvel ífimm ár, en sjá hann ákærðan fyrir morð. — Gallinn e'r sá, sagði Maigret — að þarna höfum við ekkert lík. 5 — Haldið þér, að annaðhvort okkar sé að ljúga þessu upp? Hann svaraði því engu. — Það ætti að vera auðvelt fyrir ykkur að linna húsið, sem hann var í þossa nótt. Kannski Ekkert kyrrstætt rafmagn í þvottinum ef þér notið E-4 1 2 Bætið E.-4 í síðasta sikolvatnið. Látið þvottajvélina þvo þvottiinn í 3 mínútur, þá drekkur það í sig þau endurbyggjandi efini, sem finnast í E.-4. (Við simáþvott eigið þér aðeins að hreyfa létt við þvottinum með hendinni). 3>votturinn hefur nú verið endur- byggður. Hver einasti þráður er þakinn ótrúlega þunnri E.-4 hirnnu, sem er á þykkt við móle- kúl. Þegar þvotturinn er þurr, „ýta“ hiimnurner hinium einstöku þráðum hvomm frá öðrum, srvo þvotturinn verður gljúpur, létt- ur og svalur, eins og hann væri nýr. Rafmagnið er horfið úr næl- onþráðunum, vegna þess að þeir nálgast ekki hver amman vegrna hinnar þunnu E.-4 himmu. Það er auðveit að ganga frá straunimg- unni þegar þvotturinn hefur ver- ið skolaður í E.4. Kaupið E-4 meðan verðið er óbreytt! ætti ég ekki að veria að segja ykkur þetta, e.i ég er alveg viss um, að þér sjálfur hugsið nánar um það. Skápurinn hlýtur að vera einn þe'-.-ara, sem hann gekk frá á srnum tíma. Plan- chard hiýtur að hafa skrá yfir skiptavini sína. Það geta varla verið svo margir skápar í Ne- ully, sem hafd verið keyptir fyr ir sautján árunv — Átti Alfred nokkrar vin- konur aðrar en yður? — Mér dati í hug, að það mundi koma! Ég er nú ekkert af- brýðisöm og jafnvel þó ég væri það, mundi ég ekki koma til yð- ar með einhverja lygaþvælu til þess að ná í hann aftur, ef það er það, sem þér hafið í huga. Hann á enga vinkonu afþví að hann langar ekkert til þess, vesa lingurinn. Ef hann væri mjög þurfandi, gæti ég bætt úr því hjálparlaust. — Hafið þér nokkra peninga? — Nei. — Hvernig farið þér þá að? — Ég kemst af, og það vitið þér vel. Ég kon,. hingað bara til þess að benda á, að Frissi hefur engan myrt. — Ef hann skrifar yður ætlið þér þá að loí < rnér að sjá bréf- ið? ---Þér lesið það sjálfsagt á undan mér. Nú þegar þér vitið að hann ætlar að skrifa biðbréf til mín, þá látið þér vakta hvert pósthús í allri borginni. Þér gleymið því, að ég þekki allar ykkar aðferðir. Hún hafði risið upp úr sætinu í allri sinni ler.gd og mældi húnn nú með augunu.n, þar sem hann sat við skrifboröið. — Ef allar sogurnar, sem af yður eru sagð.r eru sannar, er hæpið, að þér trúið mér. — Hversvegna? — Þér ætlið þá að láta mig vita? Hann leit á hana án þess að svara og fann að hann gat ekki stillt sig um að brosa vingjarn- lega. — Jæja hafið þér það þá eins og þér viljið, andvarpaði hún. Ég get hjálpaö yður, því að þrátt fyrir allt, sem þér vitið, er margt sem þér ig yðar líkar skilj ið alls ekki, e.i við vitum betur. Þetta við þýddi sýnilega allt umhverfið, sem Lengjan lifði í — heimurinn handan við mörk- in. — Ef Boissier liðþjálfi er ekki í fríi, er ég vi3r. um, að hann mun staðfesta það sem ég sagði yður um hann Alfred. — Hann er ekki í fríi fyrr en á morgun. Hún opnaði töskuna sína og tók blað upp úr henni. — Ég ætla að gefa yður síma- 1.3ÓVEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Kapp er bezt með forsjá, og bezt að gæta varúðar í meðferð allra raftækja. Nautið 20. apríl — 20. maí Það sem skeður í dag og í náinni framtíð, virðist vera í mjög föstum skorðum, svo að gott er að hnitmiða allt, sem sagt er og gert. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þú ert skapbráður. Taktu nýjungum með varfærni. Krabbinn 21. júní — 22. júlí 1 dag er aðaláherzla á varúðarráðstöfunum. Annars er lítið um vandamál umfram venjuleg ábyrgðarstörf. Ejónið 23. júlí — 22. ágúst Eitthvað sem þú hefur tekið ákvörðun um, er talið ósæmilegt, og þótt stolt þitt sé í veði, skaltu reyna að vera sveigjanlegur. Meyjan 23. ágúst — 22. september Varúð er ekki nóg, ef þú beitir ekki sjálfsaga og treystir eitthvað á eigið hugarflug. Eitthvað er það, sem kann að koma harkalega við budduna. Vogin 23. september — 22. október Gættu heilsunnar og farðu varlega í einstaklingsframtak. Sporðdrekinn 22. október — 21. nóvember Farðu að Öllu eins og þú heíur ráðgert, og farðu varlega með allar vélar. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Ef þess er nokkur kostur, skaltu gæta tungu þinnar, þvl að margt ber á góma í dag. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Gættu þín á ævintýramennsku. Annars er ómögulegt að fylgj- ast með rás atbrjrðanna. Það sem kemur á óvart er ekki alltaf þægilegt. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Farðu varlega og farðu ekki lengra en þú mátt til. Taktu með tómlæti því, sem vinir og venzlafólk kunna að særa þig með. Þeim gengur sennilega gott til. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Fjármálin færast í óþægilegt horf, en þér tekst samt að smjúga út úr örðugleikunum, og taka upp nýja og bættari stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.