Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVBMBER 1968 Húsbyggjendur Milliveggjapl., góður lager fyrirl. Einnig hellur, kant- steinar og hleðslusteinar. Hellu- og steinsteypan sf., við Breiðholtsv. Sími 30322. Loftpressur — gröfur Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og einnig gröfur til leigu. Vélaleiga Símonar Símon- arsonar, sími 33544. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf, Súðavogi 14. - Sími 30135. Kaupið ódýrt! Allar vörur á ótrúlega lágu verði. Verksmiffjusalan Laugavegi 42 (áður Sokka- búðin). Sófasett Sófasett með nælonáklæð- um, greiðsluskilmálar. Nýja bólsturgerffin, Laugavegi 134, sími 16541. Ljósafoss Laugaivegi 27, sími 16393. Önnumst heimilistækjavið- igerðir, rafmagnstækjavið- gerðir, alls konar raflagna- viðgerðir og nýlagnir. Golfkennsla Kenni byrjendum og lengra komnurn. Opið eftir miðdaga og á kvöldin. iÞorvaldur Ásgeirss., Kópa- vogsbraut 89 (ekki í síma). Til sölu Lítið gallað sófasett er til ■sölu á framleiðsluverði. BóLstrun Kristjáns Sigur- ijónssonar, Grettisgötu 10 B. Svefnsófar norsk tegund til sölu á gamla verðinu. Klæðum og 'gerum við bólstruð hús- 'gögn. Bólstrunin Barma- 'hlíð 14, sími 10255. Sníð og máta kjóla 'Er við frá kl. 4—6. Jónína Þorvaldsdóttir, Rauðarárstig 22. 'Bóndi úti á landi óskar eftir ráðskonu í vet- ur eða lengur, má hafa barn .Tilboðum gkilað fyrir 1. desember merktum „Reglusemi — 6646“. Keflavík Til sölu glæsilegt einbýlis- hús við Heiðarbrún í Keflavík. Fasteignasalan Hafnarg. 27, Keflavík, s. 1420 og 1477. Miðstöðvarketill Óska eftir að kaupa notað- an miðstöðvarketill iy2— 2ja fermetra. Upplýsingar í síma 82340. Vörubílstjórar Óska eftir að kaupa 1%— 2ja tonna notaðan vökva- krana fyrir vörubíl. Uppl. í síma 82340. Einkamál Kona á bezta aldrí óskar að kynnast manni á aldrin- um 40—45 ára. Nafn og uppl. sendist Mbl. merkt „Trúnaðarmál 2396“. STorkurinn sagffi ... Og svo kom ég þá út I morgun- friska goluna, andaði að mér blæn um, — og það var þá búið að fella gengið. Sýnir þetta okkur ekki, mínir elskanlegu, hvað geng- ið er fallvalt, í rauninni en þegar það er fellt að beztu manna yfir- sýn, ber ökkur hinum að halda okkur á mottunni og taka ofan. Meira að segja heyrði ég leigu- bílstjóra einn gauka því að mér, að hann tryði því, að í þetta sinn yrði „fellingin" til þess að lyfta okkur. Eitthvað fannst mér orð- ræða hans afstæð, en fannst ekki mönnum hér áður hann Einstein (ekki hann Eysteinn) tala i af- stæðingskenningum? Mætti segja að leigubílstjórinn hefði barasta rétt fyrir sér. í það minnsta kemur þetta ekk- ert við okkur fuglana. Við sting- um saman nefi undir væng að venju, ef ha/in blæs eitthvað á móti úr útnorðri, og ég hef þær spurnir af Húsöndinni minni að austan, að hún sé sæl í sinni þessa daga, enda gekk á með jarðskjálftum þar í nágrannasveitunum á dögunum, en hana sakaði ekki grand. Guð sé lof! Stundum skrifar hún mér bréf og þar er talað fuglamál eingöngu sem engum öðrum er ætlað að skilja. En þá var svo komið málum, að ég lét það eftir mér í sudda- hráslaganum á sunnudag að fljúga suður öll hraun framhjá illalykt- andi sorphaugum Hafnfirðinga, þar sem einhverjir litlir „Pétrar Hoff- mannar" voru að leita að skeið- um og Fálkakrossum í drasllnu og sóðaskapnum. (Ofurlitil spurn- ing: Gætu Hafnfirðingar ekki feng ið sér „Airwick": eins og þeir með ilmlyktina í Klettsstrompinum?) Brátt var Sveifluháls yfirunninn og ég renndi mér fram hjá Stefáns höfða til Krísuvíkur, þar sem beisl uð gufan sýnir okkur bezt mátt móður jarðar, framhjá Grænavatni sem i árdaga varð til í einu sprengi gosi, djúpt frá iðrum jarðar, og þeytti á loft allskonar gabbrói og fleiru forngrýti, en það sama merki lega vatn hugðust Hafnfirðingar nota sem „Klóak" fyrir Krýsuvík- úrbúið, en var forðað á síðustu stundu. Og þar rétt hjá hinu merka jarðarundri sat maður á vegkanti með hönd undir kinn og sitarði í gaupnir sér. Storkurinn: Og gleðst yfir ein- hverju, manni minn? Maffurinn hjá Grænavatni: Já, og hef ástæðu til. í mörg ár spillti Vegagerðin gróðri meðfram veg- um, skildi eftir sig auðn og flög meðfram þjóðvegum. Þá tók Al- þingi rögg á sig og fyrirskipaði þeim að græða upp sárin. Hér og raunar víða annars staðar hef ég séð merki þessarar þörfu löggjaf- ar. Að fáum árum liðnum verður komið kafgras meðfram öllum veg um. Einasta, sem ég óttast, að ekki sé sáð nógu langt frá vegi. Ég er þér sammála manni minn sagði storkurinn. Þetta var þörf lagasetning, þótt hins vegar sé það Skrýtið, að lagasetningu þyrfti til að fá menn til að ganga snyrti- lega um hina eldgömlu ísafold okkar. Skyldu nú bændur hætta að reka fé á afrétt og fjöll en beita því í þess stað á vegkantinn? Ekki veit ég sagði storkur, flaug í snatri upp, og yfir Trölladyngju og Keili á heimleiðinni og söng við raust: „Söm er hún Esja, samur er hann Keilir, allt frá Ingólfsdögum." Minningar sp j öld Minningarspjöld Kristniboffsins í Konsó og KFUM og K, fást á aðalskrifstofunni Amtmannsstíg 2b sími 17536 og 13437. Gengið Nr. 126 — 12. nóvember 1968. 1 Bandar.dollar 87.90 88,10 1 Sterlingspund 210,00 210,50 1 Kanadadollar 81,94 82,14 100 Danskar kr. 1.169,30 1.171,96 100 Norskar kr. 1.230,66 1.233,46 100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50 100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106.65 100 Franskir fr. 1.767,23 1.771,25 100 Belg. frankar 175,27 175,67 100 Svissn. fr. 2.043,60 2.048,26 100 Gyllini 2.416,08 2.421,58 100 Tékkn. kr. 1.220,70 1.223,70 100 V-Þýzk m. 2.211,43 2.216,47 100 Lírur 14,10 14,14 100 Austurr. sch. 339,78 340,56 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100,16 1 Reikningsdollar Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund Vöruskiptal. 210,95 211,45 Áheit og gjafir Gjafir og áheit til Grindavíkur- kirkju árin 1966 og 1967. Ár 1966: Agnes Jónsdóttir 200, SS OG MÞS 1000, NN Keflavík 1000, SG 200, 100, Valgerður Sig- urðard. 200, NN 100, Guðrún Steins- dóttir 500 Hörður G. Helgason 500, Ólafur Sigurðsson 500, Samtals kr.: 3900,00. Ár 1967: Minningargjöf um hjón in frá Hæðarenda, gefin af börnum þeirra 100.000, Þórdís Sigurðard. 100, Agnes Jónsdóttir 1000, Rósa Þorsteinsd. 300, SSÞ 2000, Þórdis Sigurðard. 100, NN 1000 100, SS og MÞS 2000 S.Sigurðsson 500,100, Rósa Benediktsd. 400, Ólafur Sig- urðsson 425. Samtals kr. 108025,00 Sóknarnefnd færir gefendum sín ar beztu þakkir fyrir þann hlý- hug og ræktarsemi til kirkjunnar, sem hinar ágætu gjafir bera vitni Þrúgur reiðinnor Á morgun, laugardag, gl. 13.30, sýnir Kvikmyndaklúbbur Listafé- lags M.R. hina frægu mynd eftir John Ford „Þrúgur reiðinnar“. Myndin er gerð í Bandaríkjunum 1940 og lýsir þjóðfélagsbreytingun- um í kjölfar iðnbyltingarinnar. Gætið yffar, vakið og biðjið, sagði Jesús. (Mark., 13,33) í dag er föstudagur 15. nóvember og er þaff 320. dagur ársins 1968. Eftir lifa 46 dagar. Árdegisháflæði kl. 2.05 orðið Upplýsingar um læknaþjónustu í borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Læknavaktin í Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan I Borgarspítalan um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og helgidagalæknir er í síma 21230. Neyðarvaktin svarar affeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5 sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Borgarspítalinn í Fossvogi Heimsóknartími er daglega kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Borgarspítalinn í Heilsuverndar- stöðinni. Heimsóknartími er daglega kl. 14.00 -15.00 og 19.00-19.30. Kvöld- og helgidagavarzla I Iyfja- búðum I Reykja'. ík •Mkuna 9.-16. nóvember er í Háaleitisapóteki og Laugavegsapó- teki. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfara nótt 16. nóv. er Jósef Ólafsson, sími 51820. Næturlæknir í Keflavík 12.11 og 13.11 Ambjörn Ólafsson, 14.11 Guðjón Kiemenzson, 15.11, 16 11 og 17.11 Kjartan Ólafs- son, Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstími prests, þriðjudag og föstudag 5-6. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmdud. og föstud. frá kl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtlmans Bilanasími Rafmagnsveitu Rvlk- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svara í síma 10000. I.O.O.F. 1 = 15011158% = K1 Helgafell 596811157 VI — 2 FRÉTTIR Geffverndarfélag fslands. Geðverndarþjónustan nú starf- andi á ný alla mánudaga kl 4-6 síðdegis að Veltusundi 3, simi 12139. Þessi geðverndar- og upplýsinga- þjónusta er ókeypis og öllum heim Kirkjunefnd kvenoa Dómkirkj unnar hefur fótaaðgerðir fyrir aldr að fólk fimmtudaga frá kl. 9-12 í Hallveigarstöðum, gengið inn frá öldugötu. Tímapantanir í síma 13908. Kirkjukór Nessóknar í ráði er að kirkjukór Nessókn- ar flytji kórvtrk að vori. í því skyni þarf har.n á auknu starfs- liði að halda. Söngfólk, sem hefur áhuga á að syngja með kirkju- kórnum er beðið um að hafá sam- band við organista kirkjunnar, Jón ísleifsson, sími 10964 eða for- mann kórsins, Hrefnu Tynes, sími 13726 eða 15937. Spakmœli dagsins Enginn er sá konungur, sem á ekki einhvern þræl aff forföffur, né nokkur sá þræll, sem getur ekki rakiff ætt sína til einhvers kon- ungs. Helen Keller. VÍSUKORN Ort um Ijá. Lúinn fyrir leggstu nú, ljóst þig má ei trega. Mínu veika þrótti þú þjentir haganiega. Sigríður Jónsdóttir. sá NiEST bezti Sigurður Kristjánsson, bóksali, fór eitt sumar með Benedikt S. Þórarinssyni í skernm: i ferðalag, og tóku þeir með sér Gunnlaug prentara, sem var mjög drykkfelldur og tæplega með réttu ráði við vín. Þegar þeir höfðu verið nokkra daga í ferðinni, komu þeir að Kolviðarhóli. Vildi Benedikt fara til Reykjavíkur, en Sigurður af- tók það og refð með Gunnlaugi austur í Grafning. Morguninn eftir rakst maður á þá við Grafningsveginn. Var þá Gunnlaugur með skógarhríslu og lék á hana ems og fiðlu, en Sig- urður kvað rímur hástöfum við undirleikinn. — Jæja, elskan! Þá erum viff komin aff litla fallega hvíta húsinu okkar!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.