Morgunblaðið - 15.11.1968, Side 12

Morgunblaðið - 15.11.1968, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1968 12 w Orlygur Hálfdánarson: II LANDIÐ Þin" SUNNUDAGINN 27. október s.l. ritaði Jóhann Hjaltason grein í Morgunblaðið og fjallaði hún um bókina „Landið þitt“ eftir Þor- stein heitin Jósepsson. Grein þessa segist höfundurinn skrifa til þess að koma leiðréttingum við efni bókarinnar á framfæri og til að örva aðra til hins sama, enda kemst hann m.a. þannig að orði: „Þótt ég hafi að vísu hvorki heyrt né séð auglýst eftir leið- réttingum staðkunnugs fólks við fyrrnefnda bók, hefi ég samt sem áður tekið saman fáeinar at- hugasemdir við það efni hennar, sem mér er nokkuð kunnugt. Er það gert í þeirri trú að e.t.v. vildu fleiri gera slíkt hið sama um sína átthaga, að það megi koma merku riti til góða í nýrri útgáfu“. Strax í upphafi vil ég þakka Jóhanni fyrir það framtak og velvilja er orð hans lýsa. Þó verð ég að viðurkenna, að það veld- ur mér nokkurri undrun, að Jó- hann skuli ekki hafa tekið eftir því í formála bókarinnar, sem hann þó vitnar til strax í upp- hafi greinar sinnar, að þar lýsir Þorsteinn eftir leiðréttingum og endurbótum á þennan hátt: „En bókina yrði fyrst hægt að gera vel úr garði í endurútgáfu, þegar þjóðin öll hefði lagzt á eitt við að sníða af henni hortittina, leið- rétta hana og endurbæta. Og á þann hátt vona ég, að „Landið þitt“ verði einhvern tíma góð bók og þjóðinni þörf, þótt frum- smíðin sé gölluð“. Ég verð að við urkenna að mér hefur frá upp- hafi fundizt þessi hógværu orð míns látna vinar vera það auð- skilin, að ástæðulaust væri þar nokkru við að bæta. Ég viðurkenni rétt manna til þess að rita dóma um bækur og gera við þær athugasemdir og tel það almennt ekki í verkahring útgefanda að svara slíkum grein- um. En þar sem Jóhann Hjalta- son á óbeinan hátt hallar réttu máli í grein sinni og beinir þeim skeytum að útgáfufyrirtækinu tel ég mér skylt að svara þar nokkru til. í upphafsorðum sínum segir Jóhann m.a.: „Við því hefði mátt búazt, útgefendur hröp- uðu ekki svo að annarri útgáfu bókarinnar, að eigi ynnizt tími til leiðréttinga á því, sem óná- kvæmni eða ranghermt kynni að vera. Það kom þó á daginn, enda mun höfundur þá hafa ver- ið látinn". (Leturbr. mín, ÖH). í þessum orðum felzt meiri að- dróttun en ástæða er til að liggja undir. Af þeim mætti ætla að út- gáfufyrirtækið hefði notfært sér dauða Þorsteins til verknað- ar, sem honum hefði verið ógeð- felldur. Þessu er til að svara, að Þorsteinn heimilaði útgáfufyrir- tækinu ótakmarkaðan útgáfurétt bókarinnar og önnur útgáfa var ráðin áður en hann lézt. Mér kemur helzt til hugar, Jó- hanni til afsökunar, að hann hafi skilið formálsorð Þorsteins um endurútgáfu á þann veg, að þar ætti hann við aðra endurútgáfu. Ef svo er, þá er það misskilning- ur. Þorsteinn hugsaði mun lengra fram í tímann. Hann taldi nauðsynlegt að koma bók- inni, eins og hún var frá hans hendi, til sem fíestra svo þeir gætu „lagzt á eitt við að sníða af henni hortittina, leiðrétta hana og endurbæta", eins og hann kemst að orði. Og hann bætir við: „Og á þann hátt vona ég, að „Landið þitt“ verði einhvern tíma góð bók og þjóðinni þörf, þótt frumsmíðin sé gölluð“. Mér ætti að vera það manna kunnug- ast eftir hið nána samstarf okk- ar Þorsteins að útgáfu bókarinn- ar og stöðugt samband þar til yf- ir lauk, að útgáfufyrirtækið vinn ur í anda og að óskum Þorsteins, er það reynir að koma bókinni fyrir sjónir sem flestra. Gallar bókarinnar eru hverfandi í sam- anburði við ko'sti hennar. Þessi grein er því fyrst og fremst skrifuð til þess að hnekkja því sem í áðurgreind- um orðum Jóhanns liggur varð- andi endurútgáfu. Jafnframt til þess að taka af öll tvímæli þess efnis hvort útgefendur óski eftir ábendingum snertandi efni henn- ar. Slíkt er svo sannarlega þegið með þökkum. Jóhanni til fróð- leiks má geta þess að ýmsir hafa komið með ábendingar og við- bótarfróðleik til okkar, án milli- göngu fjölmiðlunartækja, en það hefur gefið báðum aðilum meiri tíma og möguleika til að skipt- ast á skoðunum og kanna málin til hlítar. I bókinni eru skráð nöfn þeirra heimildarmanna, sem leitað var til og eitthvað lögðu af mörkum. Þorsteinn vann úr svörum þeirra og notfærði sér eftir því sem hann fann ástæðu til. Það fer vfðs fjarri, að heimildarmönnum eins eða annars héraðs megi eigna allt það, sem um það er ritað í bókinni. Þetta skal tekið fram sökum þess að í fyrri skrif- um um bókina virðast sumir hafa haldið að svo væri. Þess verður þó alls ekki vart í grein Jóhann. Jóhann Hjaltason bendir rétti- lega á nokkur atriði sem eru röng. Margorðari verður hann þó um það, sem hann hefði viljað orða á annan veg, jafnvel smekks atriði. Þannig telur hann það óþarfa gamansemi hjá höfundi að vitna í vísustúfinn um negra- strákana tíu, þegar hann segir frá fólksfjölgun á tilteknum stað eftir þá miklu plágu, Svarta- dauða. Þorsteini Jósepssyni var það lagið að segja langa sögu í stuttu máli og vera skemmtilega hnyttinn. Mikið held ég að hann hefði hlegið hjartanlega áð þess- ari athugasemd hefði hann lifað að sjá hana á prenti. Að lokum vil ég enn þakka Jóhann Hjaltasyni fyrir tillag hans. 1 allri vinsemd vil ég benda honum á, að hann hefur sýnilega ekki kynnt sér nægilega efni þeirrar bókar er hann ritar um. Má þar til nefna athugasemd hans um Hólmavik og Stefán skáld frá Hvítadal. Lesendur bók arinnar þurfa ekki að vera ókunn ir fæðingarári Stefáns. Þess er getið undir uppsláttarorðinu Hvítidalur og vitnað til þess und ir uppsláttarorðinú Hólmavik. Fæ ég raunar ekki skilið hvernig það gat farfð fram hjá Jóhanni úr því hann las kaflann um Hólmavík. Þá hefði mátt ætla að grein sem rituð er af því tilefni, að höfundur hennar telur til- tekna bók ekki nógu nákvæma, væri sjálf nákvæm og greindi á milli aðal- og aukaatriða. Þannig vantar t.d. sýnilega eitthvað í athugasemd hans um Grettis- vörðu, líklega brotastrik og er e.t.v. slæmum prófarkalestri um að kenna, en ekki igreinarhöfundi, til þess að hún verði skilin rétt. Jóhann bendir einnig á að prent- villur séu fulLmargar í Landið þitt. Hann tekur sem dæmi að á bls. 373 stendur: „Oddmunds Snorrasonar" í sta'ð Odds munks Snorrasonar. Nú vill svo til að aftast í fyrstu útgáfu eru skráð- ar leiðréttingar við prentvillur í bókinni. Þar er áðurnefnt at- riði með Odd munk einnig leið- rétt og að sjálfsögðu var það ásamt ýmsu öðru leiðrétt í ann- arri útgáfu. Þetta hefur sýnilega farið fram hjá Jóhanni. En það er aukaatríði, hitt er aðalatriðið að okkur hefur bætzt fróðleikur, sem geymdur verður og notaður þegar þar að kemur, þótt þeir sem úr því vinna verði að átta sig á nokkrum prentviUum og línubrenglum í greininnL Það Framhald t bls. 31 Viceroy Filter. I fararbroddi. 9.00 “Mætt á skrifstofuna”. 10.15 “Lokið við módel af nýju hóteli. Slappað af með Viceroy”. 12.00 “Byggingaráætlun rædd á leið til næsta stefnumðts”. 15.15 “yjg brúna með yfirverk- fræðingi og eftirlitsmannl Viceroy fyrir alla”. Ekki of sterk, ekki of létt, Viceroy gefur bragdið rétt... rétt hvaða tíma dagsins sem er! 17.30 “^ríðandi fundur um nýja ^1'3c“Notið skemmtilegs sjðnleiks byggingaráætlun”. eftir erilsaman dag-og ennþá bragðast Viceroy vel”.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.