Morgunblaðið - 15.11.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.11.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1968 15 BERKLAVÖRN REYKJAVK heldur félagsvist í danssal Heiðars Ástvaldssonar, Brautarholti 4 laugardaginn 16. nóv. kl. 8.30. — Góð verðlaun. Ger/ð jólainnkaupin tímanlega í ár Leikföng í miklu úrvali. Allt á gamla genginu. Sportvöruverzlun Búa Petersen, Bankastræti. íslcnzkar handunnar vörur til vina yðar erlendis. íslenzkur heimilisiðnaður Laufásvegi 2. V erkamonnaiélagið DflGSBRUN Félagsfundur verður haldinn í Iðnó sunnudaginn Vi 17. nóvember kl. 2 e.h. Dagskrá: I. Félagsmál. II. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og tillaga um uppsögn kjarasamninga. III. Ónnur mál. Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna og sýna skírteini við innganginn. STJÓRNIN. Menntamálaráb- herra flytur fyrir- lestur i Lundúna- háskóla LUNDÚNAHÁSKÓLI hefur í tilefni fimmtíu fcra afmælis Norð urlandadeildar sinnar boðið fyrir lesurum frá Norðurlöndum til fyrirlestrahalds um málefni Norð urlanda. Frá íslandi hefur háskólinn bo'ðið dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra og mun hann halda þar fyrirlestur fimmtudaginn 14. þ.m. um ís- lenzkt fullveldi fimmtíu ára. Ráðherrann fór utan í morgun og mun koma aftur á laugardag. (Menntamálaráðuneytið, 13. nóvembe* 1968). Víðtæk ljósastill ing ó Akureyri Akureyri, 13. nóv. Að frumkvæði lögreglunnar sg bifreiðaeftirlitsins á Akureyri fór fram ljósaathugun bifreiða á 6 viðgerðaverkstæðum í bænum í fyrrakvöld og í gærkvöldi. Alls voru 522 bílar færðir til skoð- unar. Fyrra kvöldið reyndust 125 bílar með rétt stillt ljós, en hið síðara 176. Eitthvað var athuga- vert við ljósabúnað 109 bíla fyrra kvöldið og 112 síðara kvöld ið. í dag hafa mjög margir bíla- eigendur látið athuga ljós bif- reiða sinna, þannig að Ijóst er að þessi ókeypis ljósaskoðun hefur ýtt við mönnum og mælzt vel fyrir meðal bifeiðaeigenda. Sv. P. « Nýr amerískur VALE lyftari fyrirliggjandi á gamla genginu, ef samið er strax. Lyftarinn er með Continental diesel- vél og reykeyði. Lyftigeta 8000 lbs. Lyftihæð 6 metrar. Grjótagötu 7. Sími 24250. Fræðslufundur um stjórnmál f Sjálfstœðishúsinu á Selfossi kl. 2 eftir hádegi laugardag 16. nóv. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra flytur erindi og svarar síðan fyrirspurnum fundarmanna. Allir sjálfstæðismenn og aðrir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu. REGLUGERÐ um endurgreiðslur innflutningsgjalda samkv. 4. gr. laga nr. 68-1968 um innflutn- ingsgjald o.fl. 1. gr. Innflytjendur vöru, sem innflutningsgjald skv. 1. gr. laga nr. 68/1968 hefur verið greitt af og flutt hefur verið inn með erlendum greiðslufresti með leyfi réttra stjórnarvalda eiga rétt á endurgreiðslu gjaldsins að því marki sem eftirtöldum skilyrðum er fullnægt: 1. Að kaupverð vara, sem um ræðir hafi verið greitt í íslenzkum banka hinn 12. nóv. 1968 eða síðar. Eigi 1. málsliður þessa töluliðs einungis við hluta sendingar, endurgreiðist innflutningsgjaldið hlut- fallslega að því leyti sem varan greiddist með nýju gengi. 2. Að innflytjandi leggi fram: 2. 1. Frumrit aðflutningsskýrslu (bleikt eintak) með kvittun tollstjóra um greiðslu inn- f lutningsgj aldsins. 2. 2 Innkaupsreikning með áritun gjaldeyris- banka. 2. 3 Afreikning banka á andvirði gjaldeyris (ásamt víxli). 2. gr. Nú hefur innflytjandi fengið innflutningsgjaldið end- urgreitt af öðrum orsökum en greinir í 1. tl. 1. gr., svo sem vegna útflutnings vörunnar eða þess háttar, og kemur þá ekki til endurgreiðslu samkvæmt reglu- gerð þessari. 3. gr. Endurgreiðslan fer fram hjá ríkisféhirði, Arnarhvoli, Reykjavík, enda sé umsókn skrifleg og studd full- nægjandi sönnunargögnum. 4. gr. Krafa um endurgreiðslu innflutningsgjalda skv. reglu- gerð verður því aðeins tekin til greina, að henni sé lýst innan tveggja mánaða frá dags. á afreikningi banka sbr. 1. gr., lið 2. 3. 5. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. gr. laga nr. 68/1968 og öðlast þegar gildi. Fjármálaráðuneytið, 13. nóv. 1968. Magnús Jónsson /Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.