Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968
ÞEIR, sem fylgdust með atburð-
um sl. mánudags gátu ekki var-
izt þeirri hugsun, a'ð þeir vaeru
að horfa á endurtekið efni.
Blaðamannafundur í Seðlabank-
anum, Jóhannes Nordal tilkynn-
ir gengisbreytinguna með Davíð
Ólafsson sér til vinstri handar
og Björn Tryggvason til hægri
handar. Skömmu seinna; ræða
forsætisráðherra í þinginu, frv.
ríkisstjómarinnar um tækni-
legar ráðstafanir vegna gengis-
lækkunarinnar, ræður leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, allt var
þetta nákvæmlega það sama og
gerðist fyrir einu ári — sérstak-
lega ræða Eysteins Jónssonar.
Ég minnist þess, hve ríka áherzlu
Eysteinn Jónsson lagði á þa'ð fyr
ir einu ári að gengislækkunin
þá sýndi að sfjórnarflokkamir
hefðu unnið kosningamar 1967
með svikum. Þetta var einnig
megininntak ræðu Eysteins Jóns-
sonar á mánudaginn var. Það
fer ekki milli mála að Eystein
svíður sárt ósigur Framsóknar-
flokksins þá — enda bundu þær
kosningar enda á vonir Eysteins
um nýjan valdaferil. Jafnvel
þjóðstjómin var á kreiki þá eins
og nú, þótt með nokkuð öðrum
hætti væri. Það liggur við áð
ekki sé hægt að fjalla um svo
nákvæma endurtekningu af al-
vöru — og þó lifum við á mikl-
um alvörutímum.
Atburðir síðustu tveggja ára
vekja upp tvær spuraingar.
Önnur er sú, hvort Island sé
nægilega stór efnahagsleg eining
til þess að vera fjárhagslega
sjálfstætt. Hin, hvort við kunn-
um að stjóma efnahagsmálum
okkar. Lýðveldið verður aldar-
fjórðungsgamalt á næsta ári. Ef
við horfum um öxl yfir þessi
nærfellt 215 ár kemur í ljós að
við höfum búi’ð við nær sam-
fellda efnahagslega ,,krísu“ svo
til allt þetta tímabil. Hve mörg
eru þau haust, sem ekki hefur
þurft að gera einhverjar „ráð-
stafanir." Jafnvel þetta orð „ráð-
stafanir" er farið að hafa ein-
hverja sérstaka merkingu, marg-
þvælt og tuggið eins og það er.
Fyrstu tvö—þrjú árin eftir lýð-
veldisstofnunina voru uppgangs-
tímar á Islandi, meðan við vor-
um að ráðstafa stríðsgróðanum.
Svo tóku mögru árin vi‘ð. Svart-
ir dagar eftir 1947. Um og upp
úr 1950 stórfelld efnahagsleg
vandræði, sem leiddu til gengis-
lækkunar, síðan bátagjaldeyrir.
Vamarliðsvinnan árin á eftir
varð til þess að við réttum svo
lítið úr kútnum. Vinstri stjórn-
artíminn var ein samfelld efna-
Schannongs minnlsi arSar
Biðjið um ókeypis verðskrá.
A Farimagsgade 42
kebenhavn 0.
hagsleg hörmungarsaga og stór-
felldar efnahagsaðgerðir 1960,
gengislækkun 1961 og síðan
geysilegir uppgangstímar fram
til 1966 — og nú siglum við nið-
ur í öldudalinn á ný. Tvær geng
islækkanir á tveimur árum. Höf-
um við ekki ástæðu til efasemda
— og til að varpa fram þessum
tveimur spurningum hér að of-
an?
En efasemdir gagna engum á
erffðleikatímum og það er óhagg
anleg staðreynd að á sáðustu
tveimur árum hefur þjóðin orð-
ið fyrir gífurlegu áfalli, sem bezt
sést af því að útfhxtningstekjur
okkar voru á árinu 1966 um 6
milljarðar króna en verða í ár
milli þrír og fjórir milljarðar
króna. Á árinu 1967 minnkaði
verðmæti útflutningsframleiðsl-
unnar um 30% frá árinu áður og
í ár er áætlað að verðmæti út-
flutningsframleiðslunnar minnki
enn um 15%. Gengislækkunin í
nóvember í fyrra var hins vegar
miðuð við það að verðmæti út-
flutningsframleiðslunnar mundi
aukast á þessu ári um 10% en
því fer fjarri að svo 'hafi orðið.
Ríkisstjórnin étti um þrjá
kosti að velja, niðurfærslu launa
og verðlags, nýtt uppbótarkerfi
með stórfelldari skattaálagningu
en áður hefur þekkzt hér á landi
eða gengisbreytinu. Niðurfærslu
ileiðin, sem farin var af mdnni-
'hlutastjórn Alþýðuflokksins 1959
í mjög smáum stíl kom þó tæp-
ast til greina. Ef sú leið hefði
verið valin hefði orðið að iœkka
laun í landinu um 40—50% og
með þeirri lækkun verðlags, sem
fylgt hefði í kjölfarið má búast
við að niðurfærslan hefði leitt
till 20—25% kjaraskerðingar.
Framkvæmdm sjálf hefði verið
mjög erfið. Öll laun hefðu lækk-
að þegar í stað en verðlagið hins
vegar smátt og smátt. Jafnframt
mundi skuldabyrði manna auk-
ast stórlega en eignin sem að
baki skuldunum standa lækka
mjög í verðmæti vegna lækkun-
ar framikvæmdakostnaðar. Huigs-
anleg skuldaniðurfærsla mundi
verði mjög flókin o-g erfið í fram
ikvæm-d og var niðurstaða þeirra
sérfræðinga, sem um þetta fjölíl-
uðu, að niðurfærsluleiðin mundi
valda meiri kjaraskerðingu en
aðrar leiðir, leiða til mikils sam-
dráttar í atvinnUlífi, gera skulda-
byrði manna lítt viðráðanlega og
ihafa í för með sér stórfelld og
víðtæk gjalidlþrot. Þessi kostur
mun hafa verið ræddur nokkuð
í stjórnarfloklkunum a. m. k. og
þó sérstaklega í Alþýðuflokkn-
um, þar sem niðurfærsluleiðin
átti áhrifamiikla talsmenn og
mun Jón Þorsteinsson aliþm. hafa
verið þar fremstur í flok-ki.
Nýtt uppbótarkerfi hefði orðið
mjög víðtækt. Telja má víst að
greiða hefði orðið uppbætur til
svo til allra greina sjávarútvegs-
ins og jafn-vel iðnaðarins líka.
Skattahækkanir vegna slíks upp |
bótarkerfis hefðu orðið gífurleg-
ar. Búast má við, að ef t.d. sölu-
skatturinn hefði verið hækkaður
til þess að standa undir s'líku
-uppbótarkerfi hefði orðið að
íhækka hann upp í allt að 20%,
auk þess sem reyns'lan hefur sýnt
að uppbótarkerfið hvetur ekiki
til nýjunga í atvinnulífinu
heldur þvert á móti. Því fylgir
að atvinnuvegirnir Standa fastir
og margvísleg spilling getur þró
ast í skjóli þeiss.
Af þessum sölkium var í raun
og veru ekki um þrjár leið-
ir að ræða. Gengistoreyting
var eina úrræðið. Þessi stað-
reynd setibi mjög -svip siinin á um-
ræð-urnar, sem urðu í þinginu á
mániudaigiinn, að iniafnimu fil um
hinar tækniileigu ráðstafiainir
vegnia genlgiijsbreytiin.garininiar, en
í naiuinioni ailmenn'air efin'ahags-
m áiaumræðu r. Stj ó rmairamdstæð -
inigar réðuist hairkailega á ríkis-
stjórnina, en þeir mótmæltu ekki
af miklum sannfæringarkrafti
þeirri genigisbreytiinigu, sem ti.l-
kynnt hafði verið fyrr um dag-
inn. Þeir viðurkenndu maraðsyn
millifærsl’u fjármuinia í þjóðféiag
inu, en isögðu ekiki 'hvaða leið
þeir vildu fara til þess.
Þrennt imin ráða úrsliitum um
það, hvort þessi gengistoreyting
nær tilgangi sinum. í fyrstia liagi
er ljóst, að gera verður víðtækar
ráðstafanir til þeisis að endiur-
skipuleggja fjárhag ýmissta a-t-
vinnufyrirtækja víðs vegar um
land, ekki sízt frystihúsanna.
Gengislækkiunin sikapair þessium
fyrirtækjum rekstrargruindvöll,
en hún leysir ekki þegar í stað
úr brýnni rekstrarfjárþörf, sem
er forsenda þess að aitvimniufyrir-
tækjunum taikist að notfæra sér
gengisbreyitinguina til verulegs
áviimnings. Það hlýtur að verða
eit’t megiinv’iðfaing-iefni opimberra
aðila næstu vitour að vinma að
laiusn þessa vandaimális — og
vonaindi genigur það bebur em sú
endurskip'Uiliaigniinig hraðfryisltiSðin-
aðarins, sem hafin var í árábyrj-
un 1967 og hefiur tæpast erun séð
dagsins Ijós.
í öðru lagi skiptir höfuðmáli
hver viðbrögð sjómanna verða
1 r.unhald á bls. 2S
Anægö
meö Dralon
Þetta er Heiða. Hún er einká-
ritari hjá lækni og bað eru gerðar
I miklar kröfur til
j hennar í bví starfi.
j Um helgar getur
maður hitt hana
fyrir utan bæinn.
' Ekkert er betra en
að njóta útiverunnar. Á kvöldin
fer hún gjarnan í bíó, ef það er
þá ekki eitthvað sérstaklega
skemmtilegt í sjónvarpinu, sem
hún má til með að sjá. Henni
finnst mjög gaman að taka
myndir. Nú þegar, á hún gott
safn mynda af vinum og kunn-
ingjum og auðvitað heilmikið af
dásamiegum íslenzkum lands-
lagsmyndum. Hún nýtur þess að
vera vel klædd. Hún nvtur bess
að fara i Dralon-peysu eins og
þessa frá Heklu. Dralon-peysu,
sem er svo auðveld að þvo,
þornar fljótt, og heldur lögun og
litum þvott eftir þvott. Prjóna-
vörur úr Dralon ... úrvals
trefjaefninu frá Bayer... eru
prjónavörur I hæsta gæðaflokki
fyrir börn og fullorðna. Þær fást
alstaðar, helzt hjá þeim, sem
selja aðeins fyrsta flokks prjóna-
vörur.
dralon
BAYER
Úrvals trefjaefni