Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968 . n. „Ég vann hjá Elfeld í Kaupmannahöfn. Hann var helzti ljósmyndari Danmerk- ur. Hann hafði verkstæði í Östergade 25, og var ég hjá honum í fjögur eða fimm ár. Þar kynntist ég langfærasta ljósmyndara, sem ég hef enn rekizt á, Svía sem hét Jo- hann3son, ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn. Svo er það að ég kem frá keppni í Árósum á mánudags- morgni, en þá um kvöldið átti að leika 9. sinfóníu Beethov- ens í Oddféllo-höllinni. Við Pálmi Hannesson fórum á alla konserta sem við gátum, og stundum fór ég fjórum sinn- um í sömu vikunni á tónleika hjá sama listamanninum. Ég fer beint í vinnuna hjá Elfeld. I>á segir Johannsson mér að það sé uppselt á tón- leikana og ég fái enga miða. Ég hleyp út til Vilhelm Han- sens, sem seldi aðgöngumiða og margir kannast við frá þessum árum í Kaup- mannahöfn. Þegar ég geng inn í afgreiðslusalinn, sé ég að ein af afgreiðslustúlkun- um brosir til mín. Ég var von- lítill, en geng auðmjúkur til hennar og spyr, hvort hún geti ekki útvegað mér eitt sæti. Hún brosir, fer niður í skúffuna, sækir þangað mið- ann og segir: „Ég bjóst við að þér munduð kom eins og vant er og þess vegna geymdi ég handa yður miða.“ Ég þakkaði henni fyrir og fór á tónleikana. Ég hafði aldrei heyrt 9. sinfóníuna áður. Ég varð yf- ir mig hrifinn. Gleðin og hrifningin hrísluðust um mig. En þegar ég kom út, varð ég fyrir miklum vonbrigðum með sjálfan mig, því að ég mundi ekkert úr verkinu og gat ekki farið með nokkra nótu. Vegna þessara von- brigða fór ég í langan göngu- túr út á Löngulínu og svo heim í Rörholmsgötu 23, við Vötnin. Háttaði og sofnaði von bráðair. En þá byrjar baillið: Mig dreymir að ég er niðri í Odd- fello höllinni. Salurinn er troðfullur af fólki. Hljóm- sveitin á sínum stað, en ég í kjól og hvítt með taktstokk- inn í hendinni og er að stjórna 9. sinfóníunni. Ég er ekkert smeykur og hugsa með sjálf- um mér: Nú skal ég láta fólk- ið finna fyrir þessu! Ég stjórna svo öllu verk- inu í draumnum um nóttina, og um morguninn þegar ég vakna get ég raulað margt úr sinfóníunni, þar á meðal Sönginn til gleðinnar og ým- i.úegt fleira, sem ég lærði um nóttina. Og alltaf hefur mér fundizt að ég hafi stjórnað 9. sinfóníunni þessa nótt. En svo hef ég oft lent í hneykslismálum í draumum, þegar ég hef verið kominn upp á stjórnpallinn, ábeyrend- urnir byrjaðir að klappa — en uppgötva þá allt í einu að ég kann ekkert fyrir mér, og lamast. Þá er gott að vakna “ Hann þurrkar af sér svit- ann. „Af hverju heldurðu að þetta hafi stafað Kaldal? Af því að þú vildir verða tón- listarmaður?" „Já, ég hefði viljað það þá. En núna Væri skynsemin állri slíkri löngun yfiraterk- airi. Ég heyrði stóra hljómsveit í fyrsta skipti í Tívolí, skömmu eftir að ég kom fyrst til Kaupmannahafnar. Það var 1. maí 1918 Ég gekk eft- ir Strikinu frá Kóngsins nýja hafragrautinn yfir, kemur Pálmi móður og másandi og segir: „Komdu strax, það er konsert niðri í Casino. Við megum engan tíma missa“. Ég snara mér frá elda- mennskunni, fer í yfirhöfn og við af stað, hlaupum nið- ur í Breiðgötu og komum í tæka tíð. Það var einhver enskur, lítt þekktur píainó- leikari, sem hélt þessa tón- leika. En í miðri Tunglskins- sónötunni kviknaði allt í einu á perunni hjá mér og ég hvísla koma til Hafnar, Kaldal?" „VeL“ 1 „Ekkert sérlega minnis- stætt?“ „Ég man einna bezt eftir því, þegar þeir ætluðu að kalla mig í herinn. Þá reidd- ist ég. í byrjun árs 1919 fæ ég bréf frá hernum og mér er sagt að mæta í skráning- arskrifstofunni, sem var í gömlu húsi í Holmensgade, þeirri frægu götu, og brak- aði í hverju þrepi, þegar gengið var upp stigann. I fgunt orÁuw Sagt Kaldal tekur mynd af Ól. K. M., sem tók þessa mynd. torgi að Ráðhúsplássinu, og þá gerði úrhellisrigningu, svo að ég hrökklast inn til Koph, sem síðar var kallað- ur fslandshatari, ég veit ekki af hverju — og kaupi mér forláta regnkápu. Borga reikninginn, sting honum í vasann og held áfram. Skömmu síðar vindur sér að mér maður, klappar á öxlina á mér og segir: „Hvar hafið þér fengið þessa regnkápu?“ Ég gapti á hann af undrun. Þá segir hann: „Það var stol- ið frá mér svona kápu áðan.“ Ég sýni honum þá nótuna og fullvissa hann um að ég sé ekki þjófurinn, en líklega hef ég keypt regnfrakkann við vöxt, eins og sæmir góðum íslenzkum sveitamanni. Hann biður mig afsökunar, og ég held áfram. Kem í Tívolí og heyri þá einhverja músík, geng á bljóðið og kaupi miða að tónleikunum, en hafði ekki efni á að fá mér pró- gram, svo að ég vissi ekki hvað verkið hét. Mér fannst það afskaplega fallegt, en sorglegt." „Var þetta draumur, Kal- dal, eða — “ skaut ég inn í. „Nei, þetta var blákaldur veruleiki. Verkið var úr Ero- ica. Ég hafði verið að hlusta á sorgarmarsinn. Við Pálmi Hannesson lét- um ekkert tækifæri ónotað tfl að fara á konserta. Eitt kvöldið vorum við að malla hafragraut, það var minn dagur að sjá um matseldina. Þegar ég er nýbúinn að setja að Pálma: „Hver andskotinn er ekki hafragrauturinn enn á gasinu!" Við létum það samt ekki á okkur fá, en sátum sem fastast tónleikana á enda — en ætl- uðum svo ekki að þora heim að þeim loknum. En þar fyllti sengjulyktin af hafragrautn- um öll vit okbar þegar við komum í forstofuna. Gamla konan, sem leigði okkur og hét Kristín, íslenzk að ætt og uppruna, var okkur svo góð að hún sagði aldrei neitt og ekki heldur í þetta skipti. Enginn vissi hvað hún var gömul, því aldrei hafði frétzt af íslenzkum stúdent, sem var svo gamall að hann hefði ekki einhvern tíma hitt Krist- ínu. Ekki átti hún húsið, heldur leigði hún íbúð í því og lifði á því að leigja út frá sér. Eitt sinn þegar við Plámi vorum að fljúgast á, brutum við stól, en þá sagði hún aðeins: „Ég skil ekkert í þessu, hann er búinn að end- ast í 30 ár.“ „Hvernig líkaði þér að Skyggnzt undir Spjallað við Jón Kaldal Ég ríf bréfið frá hernum og hugsa ekkert frekar um málið. En þegar ég fæ annað bréf frá þeim og mér er hót- að að lögreglan sæki mig, ef ég komi ekki til skráningar innan tveggja eða þriggja daga, hundskaðist ég þangað niður eftir, fokvondur, finn húsið, þrælast upp brattan stigann og kem í skrifstof- una, sem er þá troðfull af væntanlegum nýliðum. Þeir stara auðmjúkir og biðjandi eins og guð sér til hjálpar á afgreiðslumennina. Þeir segj- ast eiga konur og börn og þurfi að fá frest í nokkra daga. Þetta hleypti í mig iHu blóði. Ég var enginn dönsku- maður, en náði mér venju- lega á strik, þegar ég þurfti að blóta á dönsku. Þegar ég kemst að afgreiðsiuborðinu, kemur skikkanlegur maður að máli við mig. Ég segi að ég hafi fengið bréf og skilji ekkert í innihaldi þess, þetta hljóti að vera einhver mis- skilningur, ég sé íslendingur og fslendingar séu undan- þegnir herþjónustu í Dan- möirku. Vesalings maðurinn verður vandræðalegur, fer imn í aðra skrifstofu og að vörmu spori kemur út þessi líka feikna jaki, álþakinn orðum niður á maga eins og rússneskur generáll. Ég segi honum að þetta sé einhver misskilningur, en hann fer þá bara að brúka kjaft. Það kveikir í mér. Ég tek af honum orðið, dembi mér yfir hann, segi að við fs- lendi nigar séum etktki herskyld ir, hann þekki ekki landslög og sé ekki starfi sínu vax- inn. Hann varð klumsa. All- ir aðrir hættu að skrafa í skrifstofunni og hlustuðu undrandi á okkur — og ég er mest hissa á að karlinn skyldi ekki láta taka mig fast an, eins og hann bólgnaði af reiði. Ég rauk svo á dyr, en á skörinni tók maður í hönd- ina á mér svo lítið bar á og þakkaði mér fyrir. „Þeir eiga fyrir þessu, þeir djöflar," sagði hann. Ég strunsaði svo beint í skrifstofu Sveins Björnsson- ar og fékk yfirlýsingu hjá íslenzka sendiráðinu um að íslendingar væru ekki her- iskyld'ir í Danmörfeu. Daginn eftir fór ég með yfirlýsing- una til þeirra í Hólmsgöt- unni og spurði eftir Jakan- um. Skrifstofumaðurinn, sá hinn sami og ég talaði við fyrst, kímdi og sagði: „Hann er því miður ekki við“. Hann hefur víst langað í aðra lotu. III. Og þá er komið að loka- sprettinum. Hann fjallar auð- vitað um ljósmyndun, hver er kveikjan að list og lífsstarfi Kaldals? Kaldal: Sr. Arnór í Hvammi, myndin tekin 1930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.