Morgunblaðið - 17.11.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968
21
Kirkjukvöld Hallgrimskirkju
SVO sem áður hefir verið getið
um í blöðum eru kirkjukvöldin
í Hallgrímskirkju fram að jól-
um að nokkru leyti h'elguð heil-
Togurinn Vík-
ingur hættur
síldveiðum
Akranesi, 12. nóvember.
TOGARINN Víkingur hefur nú
hætt síldveiðum að þessu sinni
og býst nú til þorskveiða. Hann
hefur ekki sótt silfur í greipar
hafsins frekar en önnur síld-
veiðiskip síðustu mánuðina. En
vonir manna höfðu staðið til þess
að hann gæti aflað síldar til at-
vinnuaukningar á Akranesi, svo
um munaði. Hann landaði 400
tunnum í salt í þessari síðustu
ferð sinni. — H.J.Þ.
brigðismálum. Þau mál eru nú
mikið rædd meðal almennings.
Lækning líkamlegra og andlegra
meina hefir á öllum öldum verið
áhugamál kristinnar kirkju, og
í flestum löndum er nú vaxandi
samvinna með læknum og prest-
um.
í kvöld sd. 17. nóv. er kirkju-
kvöld í Hallgrímskirkju, og hefst
samkoman kl. 8.30 e. h. — Ræðu-
maður kvöldsins er að þessu
sinni prófessor dr. med. Sigurður
Samúelsson. Ræða hans mun
fjalla um almennar heilsufars-
rannsóknir. Dr. Sigurður er
löngu þjóðkunnur maður, bæði
sem vísindamaður og áhugamað-
ur um almenn heilbrigðismál.
Annað, sem fram fer á kirkju-
kvöldinu, er samleikur tveggja
nemenda tónlistarskólans á fiðl-
ur, þeirra Dóru Björgvinsdóttur
og Júlíönu Kjartansdóttur. Enn-
fremur mun organisti kirkjunn-
ar, Páll Halldórsson, leika ein-
leik á orgel, og söngflokkurinn
aðstoða við almennan safnaðar-
söng.
Allir eru velkomnir á kirkju-
kvöldið. Bráðum eru tuttugu ár
liðin frá vígslu Hallgrímskirkju.
eða þess hluta hennar, sem síðan
hefir verið notað til guðsþjón-
ustu. Og allt frá upphafi hafa
kirkjukvöldin öðrum þræði verið
hugsuð sem liður í samstarfi
kirkjunnar við aðra menningar-
aðila, þar á meðal lækna. Það er
því í sjálfu sér ekki nýjung, að
læknir tali á kirkjukvöldi, en
því ber að fagna, að almenning-
ur hafi einnig á þessum vett-
vangi tækifæri til að hlýða á
mál þeirra, sem starfa að heil-
brigðu lífi og lifnaðarháttum.
(Frá Hallgrímsprestakalli).
Jílhrísunþítitiiíi
AUGLYSINGAR
SÍMI 22*4*80
Þvottavél
Bendix þvottavél notuð með bilaðan mótor er til sölu,
verð kr. 5.000. Einnig Skandia eldavél til sölu, verð
kr. 1.000.
Upplýsingar á Hverfisgötu 26.
hreinsum
rúskinnsjakka
rúskinnskápur
sérslök meðhöndlun
EFNALAUG I N BJÖRG
Háaleilisbraut 58-60. Simi 31380
Barmahliö 6. Sími 23337
TfkVlUO OfD tXKKJA Ol
Höfum opnað okkar
árlega jólamarkað,
Austurstrœfi 17
LEIKFONG PAKKASKRAUT
JÓLAKERTI, JÓLATRÉ
mörg hundruð litir, JÓLASERÍUR
mörg hundruð gerðir JÓLAPAPPÍR
LOFTSKRAUT JÓLASERVÍETTUR
/
BORÐSKRAUT O. FL. O. FL.
Líkast œvintýri á að lita