Morgunblaðið - 17.11.1968, Page 14

Morgunblaðið - 17.11.1968, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVBMBER 1968 14 Jóhann Hjálmarsson skriíar um BÓKMENNTIR Hornafjörður í farangrinum Halldór Laxness: SVAVAR GUÐNASON Gyldendal 1968. JJmboðssala: Helgafell. í SUMARIÐ 1945 hefst nýr Ikafli í íslenskri listasögu, segir Halldór Laxness. Hvað er það, Bem fær Laxness til að slá því föstu? Heimkoma Svavars IGuðnasonar, sýning á verkum Ihans í Listamannaskálanum. Jdyndir Svavars afneita náttúru leftirlíkingu; hann hefur hrif- 5st af því, sem er að geraist í Bamtímalistinni, en sjón hans er engu að síður íslensk. i( Halldór Laxness hefur margt Bkrifað um myndlist, eins og flesta aðra hluti. Nú hefur hann Bamið bók á dönsku um Svavar Guðnason og list hans. í>essi 'bók nýtur þekkingar og yfir- Býnar Laxness í myndlistarefn- tim. Hún er hófsöm kynning á Islenzkri myndlist; það, sem foreytt hefur viðhorfi íslenskra jnálara til listarinnar endurspegl tast í einum manni, málara, sem ésamt öðrum hefur átt ríkan |>átt í því hvert myndlistin hefur Btefnt hérlendis. Svavar Guðna- eon er afstraktmálari, að sumra áliti íslenskastur þeirra allra. Hvað veldur? Liturinn, skapið. Afstraktlistin er komin á það Stig, að miklu hægara er nú en áður að gera sér grein fyrir markmiðum hennar, stöðu henn- ar í heiminum. Helstu fulltrúar þessarar listastefnu erlendis eru löngu viðurkenndir, sumir þeirra óumdeilanlegir meistarar, þann- íg að afstraktlistin hefur að vissu leyti fengið á sig akadem- ískan svip. Hvað ísland varðar, er erfitt að finna áhugafólk um myndlist, sem efast um gildi þeirra Svavars Guðnasonar og Þorvalds Skúlasonar. Afstrakt- listin hefur aftur á móti orðið að sætta sig við þann dóm tím- ans, að engin list er jafn gam- aldags og sú, sem var í tísku í fyrra. Ungir menn eru komnir fram á sviðið með ný viðhorf, önnur viðfangsefni. Fígúratíf list er að hefja sigurgöngu eftir langan svefn. Popplistin flæðir yfir. En það, sem einkennir tím- ana, og varðar mestu, er fjöl urðu heillaðir af ljósi Ásgríms, þessa „nýja landnámsmanns“. Myndlistarmaðurinn þróaðist hægt í Svavari. Hann er tvítug- ur þegar hann kemur til Reykja- víkur, fimm árum seinna fer hann á akademíuna í Kaup- mannahöfn. Til að verð|a fiðrildi, þarf fyrst egg síðan lirfu, bendir Laxness á. Hann á við, að ís- lensk myndlistarstefna slitin úr ' tengslum við skandinavíska list, hafi verið óhugsandi þegar Svav ar var ungur maður. Leið Svav- ars lá ti'l Parísar eftir þriggja ára Kaupmannahafnardvöl. Þýski expressjónisminn lét hann ekki ósnortinn; andstaða gegn akademískri list einkennir hann snemma, segir Laxness. Hreyfing sú í danskri mynd- list, sem kennd er við „Höstud- stillingen“ 1934, og síðar varð Cobra, er löngu víðkunn um Ev- rópu. Nægir í því efni að nefna málara eins og Carl-Henning Pedersen, sem enn vinnur í sama anda. Merkasti málarinn er þó að öllum líkindum Asger Jorn. Fantasían lék lausum ha'la, mál- ararnir tóku mið af barnalist, frumstæðri list, alþýðulist. Það, sem sameinaði þá einkum var þörfin fyrir tilraunir, uppreisn gegn því hefðbundna. Frægð Svavars í Danmörku byggist á því, sem hann málaði á stríðs- árunum; hann varð einn af brautryðjendum danskrar af- straktlistar, hversu mótsagna- kennt, sem það kann að hljóma í nágrenni Vatnajökuls. f París var Svavar nemandi Fernands Légers. Ekki virðist Léger hafa umturnað lífsmynd hans. Matisse fékk heldur ekki Jón Stefánsson til að halla sér að fauvisma, eins og Halldór ger- ir að umræðuefni í bók sinni. Skýring Halldórs er sú, að Jón Stefánsson og Svavar komu ekki tómhentir til Parísar. Svavar var með Hornafjörðinn í farangrin- um. Svavar Guðnason hélt ekki áfram að mála í anda danskra félaga sinna. Á sjötta tugnum er geómetrísk stefna, ekki ósvipuð þeirri, sem birtiat í verkum Mondrians, sú leið, sem hann velur sér. Halldór Laxness seg- ir: „Geómetría er reyndar ekki nýtt fyrirbrigði í málaralist og hún er ekki heldur uppfinning Moridrians; það er geómetría í öllum myndum, en geómetrísk stefna sem la mode du jour eða 'la grande mode var nýjung“. Halldór sýnir fram á, að geó- metría Svavars hefur aldrei gengið eins langt og hjá Mondr- ian, fletir Svavars eru hvorki jafn hreinir né afmarkaðir. Ég verð að viðurkenna, að ég á erfitt með að hugsa mér geó- metríska afstraktstefu sem end anlega lausn Svavars Guðna- sonar. Þær myndir, sem hann hefur málað eftir 1960, sanna líka, að sá ljóðræni heimur, sem er svo áhrifamikill í fslands- lagi frá 1944, og fúgunum, sem hann málaði á styrjaldarárunum, er aftur að brjótast til valda í list Svavars. Mynd hans Veðrið, litprentuð í bókinni, hefur í Danmörku verið kölluð það feg- ursta, sem sést hafi á sýningu þar í landi árum saman. Þessi litla snotra bók Hall- dórs Laxness um Svavar Guðna- son, sem samin er fyrii danska lesendur og skírskotar sérstak- lega til þeirra, á það skilið, að hún sé einnig lesin af íslending- um. Jóhann Hjálmarsson. Svavar Guðnason breytnin. Þess vegna er harður dómur Halldórs Laxness yfir popplistinni, óréttlátur, því eins og hann segir sjálfur: listin er þátttakandi í sköpun heimsins. Halldór Laxness leggur mikla áherslu á uppruna Svavars þýð- ingu þess umhverfis, sem hann kallar „Vatnajökelegnen", en þar „á fegurðin heirna". Svavar fædd ist og ólst upp í Höfn í Horna- firði. Ásgrímur Jónsson kom ungur til Hornafjarðar til þess að festa á léreft „hómerskt fs- land“, og drengirnir í Horna- firði fylgdust með honum úti í náttúrunni. Nokkrir þeirra sáu heimkynni sín, landið sjálft, aldrerí sama ljósi eftir það; þeir Benedikt í Hliðskjálf Benedikt Gunnarsson hefur safnað saman myndum frá und- anförnum árum og hengt upp í Hliðskjálf á Laugavegi 31 þeim til augnayndis, er leggja leið sína í þetta litla en vinalega sýningarhúsnæði, sem á skömm- lum tíma hefur hýst nokkrar at- hyglisverðar sýningar. 1 nokkur ár hafa tveix myndflokkar verið ríkjandi þáttur í list Benedikts Gunnarssonar. Nefnir hann þá „Eldland“ og „Leik með ljós“. Hann hefur í báðum myndflokk- Benedikt Gunnarsson unum náð góðum árangri enda er hér á ferð enn hinna fram- sæknari af yngri kynslóð málara, en hins vegar ber ekki að ganga fram hjá þeirri staðreynd, að á stundum hefur hann losað full- mikið um tökin á viðfangsefn- unum, og það er sá ljóður er háir honum í list hans um þessar mundir. Sá leiftrandi ferskleiki, sem einkennir myndir hans, þar sem hann er sterkastur ásamt mikilli innlifun og dýpt, virðist stundum gufa upp í öðrum mynd um, og er erfítt að átta sig á hvað veldur. Ekki minnkar það hann sem málara, en truflar skoðandann verulega. Þetta er sennilega hættan, sem við erum allir ofurseldir, sem vinnum skiptir að listinni. Á sýningu þessari hreifet ég einkum af þrem myndum fram- ar öðrum: Nr. 4 „Eldlaind I“, nr. 22 „Eldland 7“ og nr. 25 ,4 sliát- urihúsi". Allar þessar myndir eru -áhrifaríikar í kröftugri jarðrænni túlkun sinni — í þeim er miikill hiti og vel farið með rauða lit- inn. Hin síðastnefnda þykir mér bezta mynd sýningarinnar vegna karlmannlegrar og auðuigrar túlkunnar ásamt efniskenndri meðferð litarins. Hún er fyrir mig viðameiri en stærstu mynid- ir sýningarinnar að máli, þótt sjálf sé hún ekki stór, slíkur er tjáninigarkraftur hennar. HBví- líkur viðburður ef Benediikt hefði sett upp heiila sýningu miynda í þeim gæðaflokki! A,í Framhald á bls. 23 Bragi Asgeirsson skrifar: Graflist Einars Hákonarsonar Einar Hákonarson hélt sína fyrstu einkasýningu fyrir réttu ári í Bogasalnum og sýndi þá eingöngu málverk. Vakti sú sýn ing verðskuldaða athygli starfs- bræðra hans og þeirra, semfylgj ast með myndlist, fyrii nýstár- leika og menntuð vinnubrögð. Hann átti mikið af graflistar- Biyndum í fórum sínum, sem hann hafði unnið að á undanförnum ár um, en kaus að halda sérstaka sýningu á þeim, og nú hefur hann sett þessa sýningu upp í Unuhúsi á Veghúsastíg. Eftir að hafa séð þessa sýningu nokkrum sinnum, er ég kominn á þá skoð un, að hún muni líkast til marka dýpri spor eftir sig en hin fyrri sýning, því að mér finnst hún á margan hátt eftirtektarverðari. Á yfirborðinu er hún að vísu hljóðlátari, en áhrifin eru fyllri og varanlegri og skila af sér meiru í rás tímans. Þessi sýn- ing staðfestir þær hræringar, sem eiga sér stað í ísl mynd- list í dag og er verðugt and- svar öllum þeim, er ekki þykj- ast sjá þær og viðhafa óskiljan- legar fullyrðingar um deyfð í myndlistarlífi voru. Þetta mun áreiðanlega vera fyrsta sérsýning íslendings á graflist einvörðungu og markar sérstök tímamót í ísl. myndlist- arsögu, ef svo heldur fram sem horfir og hlutirnir fá að þróast eðlilega. Það er ekki atriði, sem mestu máli skiftir, að vera fyrst ur a vettvang með slíka sýn- ingu, heldur sú staðreynd, að graflist er smám saman að hasla sér völl í þjóðfélagi okkar við hlið málverks og mótunarlistar sem sjálfstæð og möguleikarík listgrein, sem verð er fyllstu at- hygli. Graflistarblöð (myndir) geta ekki síður orðið verðmæt en málverk, og vil ég geta þess, að myndir þær, er Listasafn ís- lands á eftir Edward Munch, eru sumar sennilega jafnverð- mætar eða verðmætari stærstu og dýrustu málverkum í eigu safnsins. Ég varpa þessu ein-- ungis fram, vegna þess hve fá- fræðin er mikil á þessari list- grein hérlendis og mikils skiln- ing3 vant. Jafnvel þótt graflist- armvnd sé þrykkt í mörgum ein- tökum, þá rýrir það ekki list- gildi myndarinnar, og góð graf- ísk mynd er ekki síður verð- mæt eign en gott málverk og verður stöðugt verðmætari er tímar líða. Graflist er ekki leng ur nein „ancilla picturae", vinnu kona málaralistarinnar, 'líkt og sagt var og hefur raunar aldrei Verið nema í höndum manna, sem hafa misskilið tilgang hennar, en þeir eru því miður margir í röð um myndlistarmanna bæði hér og erlendis. Graflistin er ekki frekar afkvæmi málverksins en málverkið afkvæmi graflistar- innar, því að það er staðreynd, að fjöldi málara hafa heillazt af þessari listgrein og hafa fengið hugmyndir að málverkum í gegn um grafíska vinnu. Þeir eru þó alltaf til, sem reyna að yfirfæra málverk sín í graflist til að margfalda þau — þeir hugsa sem málarar en ekki sem graflistar- menn, og yfirsést hinar sérstöku eiginleikar hinnar fjölskrúðugu grafísku tækni, því að þeir eru einungis að prenta málverk sín. Rembrandt, Goya, Picasso, uppgötvuðu allir auðlegð graflist arinnar, og hvernig hún endur- nýjar og hvetur til nýrra átaka í málverkinu. Nú á tímum er fjöld inn allur af heimsþekktum mál- urum og mótunarlistamönnum, sem vinna £ graflist jafnframt að alvinnunni. Graflistin tekur stöð ugt stærra rúm á hinum miklu alþjóðlegu sýningum og nýtur síaukinna vinsælda á breiðum grundvelli. Skólar rísa upp, sem leggja jafnmikla áherzlu á graf list og málara og mótunarlist. Einar Hákonarson er fyrsti fs- lendingurinn, sem hagnýtir að ráði undirbúningskennslu í graf list hér heima til framhaldsnáms elrendis. Fleiri hafa hug á að gera hið sama, og nokkrir eru staddir erlendis við nám. Brátt verður hér kominn hópur manna með staðgóða þekkingu á hlutunum, og það býður enn meiri möguleikum heim til auk- ins þroska íslenzkrar listmennt- ar. Það segir sig sjálft, að mun- urinn á því að fara utan með staðgóða þekkingu og þjálfaða tilfinningu fyrir hlutunum er meiri en tali tekur. Viðkomandi getur þá strax í upphafi einbeitt sér af alefli í stað þess aðþurfa að þreifa sig lengi áfram tiil að tileinka sér ótal flókin tækni- leg vandamál. Það mundi auðvelda mörgum sýningargesti að nálgast graflist armyndir, ef þeir forðuðust of miki'l heilabrot um tilorðningu mydnanna. Það mun vera óþekkt að brjóta heilann um það, hvern- ig striginn er ofinn, sem undir litnum er í málverkinu, eða úr hvaða efnum litirnir eða pensl- arnir eru. Við skulum heldur reyna að nálgast myndirnar óþvingaðir og hrífast af næmum blæbrigðum, margslunginni tækni, tjáningar- ríkri útfærslu og öguðum vinnu brögðum, sem blasa við okkur fná öllum veggjum sýningarhús- næðisins, og þá munum við eiga auðveldara með að skilja, af hverju þessar myndir hafa vakið svo mikla athygli ytra á sýning- um, að þær hafa verið verðlaun- aðar, og máski komast einhverj- ir þá nær því að skilgreina hug takið list. Einar ér kornungur þrátt fyr ir langa skólasetu, og þrátt fyr- ir ágætan árangur til þessa er hann rétt að hefja feril sinn, en gerir það af miklum tilþrifum. Hann er ekki fullmótaður en hef ur náð persónulegum einkennum, sem má teljast ekki svo lítið af- rek af jafnungum manni. List Einars byggist oft á strangri geo- metrísk — rúmfræðilegri bygg- ingu, verur fljúga yfir flötinn, en eru þó óbifanlega tengdar honum. Þetta leiðir hugann að surrealisma, en er þó í raun og eru merkilega heillegur samruni ólíkra stílbragða. Nýjustu mynd ir hans benda á nokkra breyt- ingu. Ég nefni að lokum nokkr- ar myndir af mörgum, sem hrifu mig: „Nr. 2, „Hinir fjötruðu“, sem er mjög blæbrigðarík og býr yfir mögnuðu dulÉfMullu lífi. Nr. 11 „Atburður í veggfóðruðu rúmi“, sem býr yfir „dekoratív- um“ ríkdómi. Nr. 13 og 18, sem eru báðar í öflugum rauðum til- brigðum, og mjög áhrifaríkar, og loks nr. 14 og 15 „Maður í grá- um tíma“ og „Maður í svörtum tíma“, sem munu vera nýjustu myndirnar á sýningunni og búa yfir lífrænni dulúð í einfaild- leika sínum. Ég þakka svo Einari Hákom- arsyni fyrir athyglisverða sýn- ingu og hvet sem flesta að kynna sér af eigin raun, hvað hann hef ur til mála aðleggja. Bragi Ásgeirsson. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.