Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968
inn fann handa þeim. Nú gengu
þeir eftir atéttinni, skuggameg-
in á götunni. Maigret saug píp-
una sína, en Boissier kveikti sér
í vindlingi, og tveir fingur á hon
um voru brúnir af reyk, eða
„tilreyktir" eins og sagt er um
reykjarpípur.
Þeir hefðu getað verið utan
Parísarborgar, í næstum hvaða
bæ, sem vera vildi. Þarna var
miklu meira af einbýlishúsum en
leiguhjöllum, og sum þeirra voru
aldargamlir ríkra manna bústað-
ir.
Þarna var ekki nema eitt járn
hlið í götunni, svart hlið, en
innan við það grasblettur, sem
minnti mest á fallegt gólfteppi. Á
látúnsskilti stóð:
Guillaume Serre
Tannlæknir.
Og svo með smærra letri:
Kl. 2-5
Aðeins eftir umtali.
Sólin skein beint á framhlið
ÓTTAR YNGVASON
héraSsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296
hússins og hitaði gulleitan stein
inn, og á öllum gluggum nema
tveimur voru gluggahlerarnir lok
aðir. Boissier tók eftir því, að
Maigret var á báðum áttum.
— Ætlarðu inn?
— Já, hverju er að tapa?
Áður en hann gekk yfir göt-
una, leit hann snöggt upp og nið
ur eftir götunni, en hleypti svo
snögglega brúnum. Boissier leit
líka í sömu áttina og Maigret
starði svo fast í.
— Lengjan! hrópaði hann.
Hún hafði rétt komið eftir
Wallace-breiðgötunni og var
með sama græna hattinn og áður
um morguninn. Þegar hún kom
auga á þá félaga, stanzaði hún
sem snöggvazt, en gekk síðan
rakleitt til þeirra.
— Eruð þið hissa að hitta mig?
— Hafið þér náð í heimilis-
fangið?
— Ég hringdi í skrifstofuna
yðar fyrir hálftíma. Ég ætlaði
að segja yður, að ég hefði fund
ið skrána. Ég vissi alveg, að hún
mundi einhversstaðar vera. Ég
hef séð Alfred líta í hana og
krota við hér og þar. Þegar ég
kom frá yður í morgun, datt mér
í hug staður, þar sem Alfred
mundi hafa falið hana.
— Hvar var það?
Ger/ð góð kaup
Útveggjasteinn í hús og bílgeymslur fæst ennþá
á gamla verðinu.
Takmarkaðar birgðir. — Sendum heim.
Pantið í síma 50994, 50803.
Verktokoi — húseigendur
Tökum að okkur skurðgröft, ámokstur og jöfnun
í lóðum. LANDNÁM S.F.,
sími 51908.
TtailtlER UUFUR
DRVKKUR
Instant DAILY er súkkulaðl-
drykkur. DAILY leysist upp á
augabragði i mjólk eðo vatni.
Ein eða tvær teskeiðar nægja
f eitt glas. Aðeins þarf að
hræra og þó er tilbúinn undra-
Ijúffengur súkkulaðidrykkur,
heitur eða kaldur, eftir því
sem hver óskar.
— Þarf ég að segja yður það?
— Já, það mundi ekki neiou
spilla. _
— Ég vil það nú síður. Að
minnsta kosti svona strax.
— Hvað funduð þér annað?
— Hvernig vitið þér að ég
fyndi nokkuð annað?
— Þér áttuð enga peninga í
morgun en nú komið þér í leigu-
bíl.
— Það er rétt. Ég fann dálít-
ið af peningum.
— Mikið?
— Meira en ég hafði búizt við.
— Hvar er skráin?
— Ég brenndi hana.
— Hversvegna?
— Vegna krossmerkjanna. Þau
kynnu að benda á þá staði, þar
sem Alfred hefði verið að verki,
og hvað sem öðru líður, ætla ég
ekki að fara að útvega sannanir
gegn honum.
Hún leit á húsið. — Ætlið þið
inn þarna?
Maigret kinkaði kolli.
— Er ykkur sama þó ég bíði
ykkar fyrir utan krána?
Hún hafði ekki beint einu orði
til Boissiers, sem starði á hana
strangur á svipinn.
— Ems og þér viljið, sagði
Maigret.
Síðan gekk hann og liðþjálf-
inn á eftir, úr skugganum og út
í sólskinið, en Ernestine gekk, í
allri sinni lengd yfir að kránni.
Klukkan var tíu mínútur yfir
tvö. Svo framarlega sem tann-
læknirinn var ekki farinn í frí,
ætti hann, samkvæmt skiltinu,
að bíða sjúklinga sinna í stof-
unni. Það var bjöllúhnappur
hægra megin við hliðið. Maigret
þrýsti á hann og hliðið opnað-
ist sjálfkrafa. Þeir gengu yfir
litla garðinn, og fundu annan
bjölluhnapp við dyrnar, en þær
opnuðust ekki sjálfkrafa. Eftir
Bifreiðneig-
endur othugið
Hljóðkútar og púströr fyrir-
liggjandi í eftirtaldar bifreiða
tegundir: Austin Gipsy, Bed-
ford, Borgward aðeins hljóð-
kúta, Bronco, Buick Special
árg. ’55—’66. Hljóðkúta og
afturrör: Chevrolet fólksbíla
árg. ’42—’67, Chevrolet vöru-
og sendibíla árg. ’41—’63,
Dodge fólksbíl árg. ’42—’67.
DKW Dodge-vörubíla aðeins
hljóðkúta, Fiat árg. ’55—’65.
Ford, ameríska, enska og
þýzka 4ra og 6 cyl. Ferguson,
Gloria aðeins púströr, Hill-
man Imp. aðeins hljóðkúta,
Hillman Super Minx, jeppa
Willys, jeppa Scout, jeppa-
rússa, Landrover bensín og
dísil, Mercedes-Benz fólks-
bíla árg. ’55—’67, Mercedes-
Benz 312, 322, 327 ög 1113,
Moskwitch árg. ’55—’68, Opel
Caravan og Record árg. ’55—
’67, Opel Capitan árg. ’54—’62,
Opel Cadett árg. ’62—’66,
Rambler Classic árg. ’62—’66,
Rambler American ’64—’66,
Reno, Dauphine R-8 og R-10
aðeins hljóðkúta, Saab aðeins
púströr, Scania Vabis aðeins
hljóðkúta, Samca 1000 aðeins
hljóðkúta, Simca Arianne,
Singer Vogue árg. '63'—’64,
Skoda allar gerðir, Taunus
Transit árg. ’62—’64 Toyota
Caravan fólksbíll, Toyota
2000, Vauxhall Viva árg.
’62—’67, Vauxhall Victor árg
’62—’67, Vauxhall Velox árg.
’63—’65, Volga, Volvo fólks-
bíla station og Amazon, Volvo
vörubíla aðeins hljóðkúta. —
AUt á lága verðinu.
Bilavörubúðin Fjiiðrin
Laugavegi 168, sími 24180.
að bjallan hafði glumið inni, varð
löng þögn. Mennirnir hlustuðu
báðir og þóttust heyra, að ein-
hver væri á ferli inni fýrir og
þeir litu hvor á annan. Loksins
var hurðakeðjan tekin af, og
hurðin gekk ofurlítið upp.
— Hafið þér aftalaðan tíma?
— Við þyrftum að tala við hr.
Serre.
— Hann talar ekki við neinn
nema samkvæmt umtail.
Rifan stækkaði ekki. Þeir
gátu aðeins grillt inn um hana
andlit mjög gamallar konu.
— Samkvæmt skiltinu hérna.
— Skiltið er tuttugu og fimm
ára gamalt.
— Vilduð þér segja syni yðar,
að Maigret yfirfulltrúi vilji tala
við hann?
Hurðin var kyrr, stundarkorn
enn, án þess að opnast frekar,
en þegar dyrnar opnuðust, sást
inn í stóran forsal með svart-
hvítu tíglagólfi, líkast því, sem
er í klaustrum, og gamla konan
sem hleypti þeim inn hefði heldur
ekki getað sómt sér neitt illa í
nunnubúningi.
— Þér verðið að afsaka, herra
aðalfulltrúi, en hann kærir sig
raunverulega ekki um að taka
móti lausasjúklingum.
Gamla konan var hreint ekki
óframbærileg. Hún bar með sér
einhverja meðfædda glæsi-
mennsku og virðuleik, sem komu
undarlega fyrir sjónir. Og með
brosi sínu var hún að reyna að
eyða hverri grunsemd, sem hún
kynni að hafa vakið.
— Gerið svo vel að koma inn.
Ég er hrædd um, að þið verðið
að bíða fáeinar mínútur. f nokk
ur ár hefur sonur minn vanið
sig á að leggja sig um miðjan
daginn, einkum þó á sumrin, og
hann sefur víst enn. Ef þið vilj-
ið gera svo vel að koma
hérna . ..
Hún opnaði gljáfægða eikar-
hurð til vinstri handar, og Mai-
gret var enn minntur á klaust-
ur, eða að minnsta kosti á vel-
stætt prestssetur. Jafnvel veik-
ur ísmeygilegur ilmur minnti
hann á eitthvað — ekki vissi hann
hvað, en var að reyna að koma
því fyrir sig. Setustofan, sem
hún vísaði þeim inn í, naut ekki
annarrar birtiu en þess litla, sem
komst inn um rifurnar milli
gluggahleranna, og að koma
þarna inn, að utan, var því lík-
ast sem að stíga niður í kalt bað.
Það mátti finna, að hávað-
inn úr borginni mundi aldrei
17. NÓVEMBER
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Farðu í kirkju og taktu svo tillit til annarra, og gættu heilsu
þinnar.
Nautið 20. april — 20. maí
Þú hefur áhyggjur af eldra fólki. Reyndu að hvíla þig, hugsa
og biðja. Reyndu að losa þig úr streitu.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Félagslífið tekur á sig aðra mynd, en þú ætlast til.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Ósamlyndi er ekki lengi að skapast. Vertu á verði og haltu
jafnvægi, og rasaðu ekki um ráð fram.
Ljónið 23. júlí — 22 ágúst
Spennandi atburður ýtir heldur undir rómantikina, en meira
þarf til að vel gangi í dag. Þú skalt bæði nota ráðsnilli og
smekkvísi til að vel fari.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Ekki er allt sem sýnist. Talaðu varlega og skemmtu þér ekki
mjög mikið.
Vogin 23. september — 22. október
Þér verður þröngvað til að vera fordæmi góðrar hegðunar.
Annað gengur ekki. Gerðu varúðarráðstafanir gegn slysum í
heimahúsum.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Sittu nú á skapsmunum og skemmtu þér, meðan aðrir ganga
berserksgang. Engum ber rétt saman: Hvað viltu?
Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
Flækjur gærdagsins vofa yfir. Ástríður eru bældar. Talsverð ó-
þægindi stafa af félagslífinu og erfitt verður að brúa bilið.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Foreldrar bera upp talsverð vandamál. Vel skipulögð dasgkrá
þín verður fyrir ónæði vegna nýrra kunningja, sem bjóða dægra-
dvöl, sem veldur þér vonbrigðum, e.t.v.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þótt þér lítist allt í einu vel á einhvern um stundarsakir,
stendur það líklega ekki of lengi. Þér eru óvelkomnar fréttir, langt
að. Reyndu að snúast dálítið öfugur við.
Fiskarnirl9.febrúar—20.marz
Reyndu að halda áfram ihaldssemi í fjármálum, einkum ef
það eru ekki þínir peningar, sem þú ferð með. Taktu lifinu
með ró í dag nógu er samt erilsamt.