Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968 7 MILLI FJALLS OG FJÖRU f þetta sinn klífum við hvorki fjöll né stikuðum fjör- ur. í þetta sinn ætlum við að halda okkur miðja vegu. Þar er líka gott að ganga, og ótalmargt, sem ber fyrir auga. í vestur frá Stóra-Ási ligg- ur leiðin yfir móa og mela. Við klofum fiml-ega yfir tvær girðingar og erum von bráð- ar komnir niður í Kattagjótu. Kattagjóta er mikill merk- isstaður. Nafngiftin er feng- in frá þeim tíma, þegar kött- um var drekkt í poka. f þá daga var það sveitabóndan- um nauðsyn að halda kött til að halda músum og rottum í skefjum. En kettirnir voru með þeim ósköpum fæddir, eins og önnur jarðarkvikindi, að auka kyn sitt og það all- hressilega, en engin þörf var á að setja alla þá viðkomu á vetur. Menn urðu því að fækka viðkomunni allmikið. Þessi Kattagjóta er raunar skemmtileg laut, þar sem mó- hella er á aðra hönd. Hana mátti tálga og gera úr marga skemmtilega hluti. Eitt sinin var litli lækur- inn stíflaður, gerð uppistaða, svo að þar myndaðist ofurlít- il tjörn. Þá voru 12 gæsir á bænum, sem hann Guðjón bryti hafði gefið bóndanum. Var nú í Kattagjótu haf- izt handa um að grafa fyrir gæsahúsi. Þegar komið var niður á 1.70 metra undir yfir- borði kom í ljós lurkur mik- ill úr grárri forneskju, ófú- inn með öliu. Þetta var birki, sem sýndi ljóslega, að þarna í árdalnum hafði í árdaga vax- ið mikill skógur. Lurkurinn mældist 40 cm í þvermál. Það er svo af gæsum þess- um að segja, að þær undu glaðar við sitt og fóru víða um árda'linn, spókuðu sig í Hólmasundi og við Svarta- bakka, og svo kom að lokum, að þær löbbuðu upp á Ós- hól, sem er 60 metra á hæð, allar í einni röð og gengu gæsagang, líkt og þýzkir forðum — ög gangan sú gaf þeim svo mikinn byr undir báða vængi, að þær hófu sig til flugs á veikum flugfjörð- um og flugu langt inn með firði. Það varð að sækja þær á hestum langan veg. I Gamla stekk sat agrnarlítilhagamús jörp á belginn fyrir framan holu sína og snyrti Lindarhvammur heitir stóri hvammurinn, sem umlykur Kattagjótu. Þar er lind, kalda vermsl, sem aldrei frýs. Þar var mjólkin kæld hér áður fyrr. Það var alltaf nokkuð þungur burður með brúsana upp og niður, kvölds og morgna, en vöðvarnir bara stæltust við það, að mjólk- in komst alltaf í 1. flokk. Hvammurinn norðan við var kallaður Blautihvammur. Þar þótti greiðfært engi ofantil, meðan slegið var með orfi og ljá, en samt var grasið elft- ingargefið. Nú er löngu búið að þurrka alla þessa hvamma. Móhvammur hét sá næsti. Þar voru mógrafir. Ekki þótti það an neinn úrvalsmór, en samt var hann nýttur. Mógrafir- nar gáfu þó óðinshananum, Torfgrafarálftinni öðru nafni, æskilegt leiksvæði. Þar sátu hjónin daglangt að leik og í ætisleit. Og síðan tók við Gamli stekkur. Þar voru rústirkofa frá þeim tíma, þegar færtvar frá. Þar er eiginlega al'ltaf logn, hreinasta veðursæld. Man ég eitt fagurt kvöld í Gamla stekk. Við komum neð an frá Ós. Breyttum út af venjunni að ganga upp Ker- barð, framhjá Fiskasteini, þar sem við Kjartan hvíldum okk ur ævinlega, þegar við kom- um frá því að vitja um net- in, slægðum m.a.s. silunginn stundum á steininum. Kvöldið þetta var undra- fagurt. Sólarlag við Hafnar- fjall, al'lt roðið gulli, svo vítt sem varð séð. Rétt við gömlu stekkjarrústirnar í Gamla stekk var ofurlítil þúfa og í henni hola vestan megin. Þar sat agnarlítiil hagamús fyrir dyrum, jörp á belginn, og snyrti sitt snjáldur. Hún sá okkur ekki, bræðurna, vegna sólarlagsins, fyrr en við stóð um alveg hjá henni. Ekki ætl uðum við að vinna henni mein Við svona rétt buðum henni gott kvö'ld, og með það var hún horfin nin í holu sína. En hún gladdi sannarlega hjörtu okkar. Þetta var svo fallegt og saklaust og einfalt. Máski eru það þessir smámun ir í heiminum, sem mest eru virði, þegar öllu er á botninn hvolft. Og með það höldum við aftur upp úr mýrinni upp á melinn, og tökum strikið heim á leið. — Fr.S. P.S. Af gefnu tilefni skal þess getið, að svið þessara sunnudagsþátta minna „Úti á víðavangi", er við sunnan- verðan Hvaífjörð. — Fr.S.’ UTI A VIDAVANGI Gæsirnar gengu gæsagang eins og Þýzkarar upp Óshólinn, hófu sig til flugs og flugu langt inn með firði. Óshóll og Ósbrekkur eru lengst til hægri við fjörðinn. FRÉTTIR Geðverndarfélag fslands. Geðverndarþjónustan nú starf- endi á ný alla mánudaga kl 4-6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þessi geðverndar- og upplýsinga- þjónusta er ókeypis og öllum heim Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj unnar hefur fótaaðgerðir fyrir aldr að fólk fimmtudaga frá kl. 9-12 í Hallveigarstöðum, gengið inn frá Oldugötu. Tímapantanir í síma 13908. Kirkjukór Nessóknar f ráði er að kirkjukór Nessókn- ar flytji kórvsrk að vori. í því skyni þarf har.n á auknu starfs- liði að halda. Söngfólk, sem hefur áhuga á að syngja með kirkju- kórnum, er beðið um að hafa sam- band við organista kirkjunnar, Jón Isleifsson, simi 10964 eða for- mann kórsins, Hrefnu Tynes, sími 13726 eða 15937. Kvenfélag Bústaðasóknar hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í safnaðarheimili Langholtssóknar alla fimmtudaga Jrá kl. 8.30—11.30 árdegis. Pantanir teknar 1 síma 12924. Bústaðasókn, baukasöfnun. Þeir, sem eiga óskilað baukum, vinsamlegast skilið þeim í hlíðar- gerði 17, eða Litlagerði 12, Einnig má hringja í síma 32776, og verða baukamir þá sóttir ef óskað er. Fj áröflunarnef nd. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Bazar félagsins verður í nóvem- ber. Allar félagskonur og velunn- arar félagsins em góðfúslega beðn ir að styrkja okkur með gjöfum á bazarinn. Móttaka er alla mánu- daga frá kl. 2—6 að Hallveigar- stöðum, gengið inn frá Túngötu. Mæðrafélagskonur Basar félagsins verður 25. nóv. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. All- ar félagskonur og velunnarar fé- lagsins eru beðnir að styrkja okk- ur með gjöfum á basarinn. Nán- ari upplýsingar í síma 24846, 38411 34729 og 32382. Félagskonur í kvenfélagi Hreyfils Basar verður 8. des. að Hallveig arstöðum við Túngötu. Uppl. i síma 32403, 36418, 34336, 34716 og 32922 Styrktarfélag lamaðra og fatl aðra, kvennadeild. Basar félagsins verður laugardaginn 30. nóv. 1 Æf- ingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13. Félags- konur og aðrir velunnarar félags- ins beðnir að koma munum 1 æf- ingastöðina, sími 84560. Stjórn Sambands Dýraverndun- arfélaga fslands boðar hér með til aðalfundar sambandsins sxxnnu- daginn, 8. desember kl. 10 í átt- hagasal Hótel Sögu. Dagskrá sam- kvæmt lögum sambandsins. Stúlka óskast til heimilisaðstoðar nokkra tima á. dag. Uppl. í síma 81766. Hasselblad vel með farin myndavél óskast keypt. Upplýsingar í síma 32477. Lóubúð Peysur á alla fjölskylduna. Hagstætt verð. Lóubúð, Starmýri. Hefilbekkir Nýir hefilbekkir eru til sölu í Húsgagnavinnustofu Eggerts Jónssonar, Mjóu- hlíð 16. Haf narf j ör ður BifreiSakennsla. Er hyrj- aður aftixr að. kenna á bil. Get bætt við nemendum. Uppl. í s. 50371 og 51666. Jeppi Willys 1966 tiltölulega lítið keyrður til sölu. Bæjuhús og stáhús fylgja. Uppl. í síma 35196. Til leigu 3ja herb. íbúð við Tómas- arhaga frá 1. desemher. Tilboð merkt „Útsýni 6525“ leggist inn til Mbl. fyrir mánudagskvöld. Vörubílapallur 16 feta, stálpallur og sturta, Chevrolet vörubíll ’61 til • niðurxifs, 5 gíra Chevrolet- kassi er tdl sölu. Sann- gjarnt verð. UppL í s. 50704 Góð 2ja herb. íbúð óskast til leigu strax, helzt í Austurbænum. Tvennt fullorðið í heimili. Tilb. merkt „6529“ ó'skast sent Mbl. Land-Rover óskast Árgerð ’65—’68. Uppl. um ástand bílsins sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. merkt „Land-Rover 6524“. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Kaupum eir og kopar Járnsteypan hf. Ánanau'st. Stöðvarstjórasloða Félag íslenzkra bifreiðaeigenda vill ráða stöðvarstjóra að þjónustustöð sinni að Suðurlandsbraiut 10. Eiginhandarumsókn ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Félaigs íslenzkra bifreiðaeig- enda Eiríksgötu 5 Reykjavik fyrr 20. des. n.k. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. AEtABIA-hreinlætistæki Hljóðlaus W.C. — kassi. Nýkomið: W.C. Bidet Ilandlaugar Baðker Fætur f. do. W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.