Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVBMBER 1968
Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar frá Bandaríkjunum:
Eftir Ingva Hrafn Jónsson
Madison, Wisconsin, 9. nóv.
FYRIR rúmu ári ákvað Ric-
hard Nixon hinn sigraði að
gera enn eina tilraun, 5 árum
eftir að hann bitrum rómi
hafði lýst því yfir frammi fyr-
ir alþjóð að stjórnmálaferill
sinn væri á enda. 1 dag er
Richard Nixon nýkjörinn 37.
forseti Bandaríkjanna og tek-
ur við embætti eftir rúmar 8
vikur. Þegar hann lýsti yfir
sigri sinum nú sagði hann:
„Ég hef áður tapað tvísýnni
kosningu og ég get sagt ykk-
nr að það er miklu skemmti-
legra að vinna en tapa.“ Nix-
on sagði daglega í kosninga-
baráttu sinni að Bandarikin
þörfnuðust nýrra leiðtoga og
nýrrar stjórnar og að hann
væri sá eini sem gæti veitt
þeim það. Svo er að sjá sem
bandaríska þjóðin hafi tekið
orð hans trúanleg, hún kaus
hann að minnsta kosti. Spum-
ingin nú er: „Er Nixon það
sem Bandarikin þörfnuðust,
hefur hann til að bera það
sem þarf.“
EKKI MEIRIHLUTA
Vfð vitum að hann nýtur
ekki stuðnings meirihluta
þjóðarinnar og við vitum að
þó að hann sé réttkjörinn
forseti landsins, þá neitaði
þjóðin að kjósa flokksbræð-
ur hans til meirihluta í deild-
um Bandaríkjaþings, og þann
ig gefa honum fullkomið um-
boð til að framkvæma nauð-
synlegar aðgerðir, sem hann
sj'álfur lýsti yfir &ð óhjá-
kvæmilegar væru. Allir vita
a'ð Nixon er maður með
mikla reynslu að baki bæði
á sviði bandarískra innan-
ríkismála, svo og utanríkis-
mála, en hann er íhaldsmað-
ur, sem tekur við srtjómar-
taumum af frjálslyndri demó-
kratastjórn, sem setið hefur í
8 ár. Stjóm sem tók við af
átta ára aðgerðarlítilLi stjóm,
stjórn sem Richard Nixon
sat í. í>ess vegna spyrja
menn: „Hvemig verður 37.
forseti Bandaríkjanna?"
Við getum ekki búist við
svari við þessari spumingu
fyrr en í fyrsta lagi eftir 4
ár, en við getum vissulega
reynt a'ð byrja að svara henni
nú.
Nixon sagði í sigurræðu
sinni: „Fyrsta verkefni stjóm
ar minnar verður að reyna að
sameina þjóðina. Stjóm mín
verður opin, opin öllum
Bandaríkjamönnum, sem vilja
leggja fram nýjar hugmynd-
ir, opin körlum og konum úr
báðum flokkum." Er hægt að
sameina þjóðina á þessum
grundvelli? Margir efast um
það. Nixon kemur líklega til
með að eiga í mestum erfið-
leikum með þær þjóðarein-
ingar sem alls ekki greiddu
honum atkvæ’ði, fátæklingana,
blökkumennina og aðra hör-
undslitaða menn, verka-
mannafélögin og hina upp-
reisnargjörnu ungu mennta-
menn, auk demókratanna í
þinginu, sem auðvitað er mik-
ilvægasta atriðið. Það má
telja víst að lognið eftir
storminn, þrá þjóðarinnar
eftir friði og einingu og bið-
tíminn muni fleyta honum
fyrstu mánuðina. Erfiðleik-
arnir byrja fyrst að hveiti-
brauðsdögunum loknum. —
Hveitibrau'ðsdagar Banda-
rikjaforseta hafa staðið mis-
jafnlega lengi. Flestir telja
að Nixon þurfi ekki að búast
við langvinnum friði innan-
lands. Hann er ekki hetja í
augum þjóðarinnar, en það
var einmitt á hetjugrundvelli
sem Eisenhower tókst að
stjórna með demókrata í
meirihluta í báðum deildum.
Nixon vann ekki á persónu-
leika, heldur á sundraðri og
örvæntingarfullri þjóð.
ERFIÐLEIKAR
Tvennir grundvallarerfið-
leikar munu líklega reynast
honum þyngstir í skauti. Upp-
bygging fátækrahverfanna og
vopnakapphlaupið. Flestir
telja að Nixon hafi í kosn-
ingabaráttu sinni ekki lagt
nándar nærri næga áherzlu á
í vamarstöðu. Hér leggur
hann til að hinn síðarnefndu
verði alltaf að viðhalda al-
gerri yfirburðastöðu í víg-
búnaði á jörðu og í himin-
geimnum. I öðm lagi að
bandamenn Bandaríkjanna
leggi meira af mörkum en
þeir hafa gert til þesfe að axla
byrðamar. Haldi hann fast
við þetta, er næsta víst að í
odda muni skerast milli
stjómar hans og bandamanna
sem líta vopnakapphlaupið
ekki jafn alvarlegum augum
og hann, svo og þingmanna
demókrata frá stórborgunum,
sem álíta peningunum betur
varið til uppbyggingar stór-
borganna og úthverfa þeirra.
Víetnamstriðið er ekki lengur
jafn mikilvægt og það hefur
verið undanfarin 2—3 ár, en
semjist ekki friður á næst-
unni eru líkurnar fyrir þjóð-
areiningu litlar.
HANN VERÐUR AÐ
EYÐA VANTRAUSTINU
Kannski verður erfiðasta
verkefni hans að eyða tor-
tryggninm og vantraustinu í
garð hans. Nixon átti sæti í
fulltrúadeildinni í fjögur ár
og öldungadeildinni í tvö ár
en honum tókst ekki að
marka sér ferill á þeim tíma.
Hann var varaforseti í 8 ár,
en sá tími fór a'ð mestu í
kynningarferðalög á vegum
eins af rólegustu og aðgerðar-
minnstu forsetum Bandaríkj-
anna, sem lét sig litlu skipta
Nixon og kona hans á kosningadag.
fyrra atri'ðið. Hvað vopna-
kapphlaupið snertir hefur
Nixon haldið því fram að
heimurinn skiptist í tvær
heildir. Annars vegar út-
þenslu og árásarstefnu komm
únistaríkjanna, á hinn bóginn
andkommúnistaríkin sem eru
■
Umdeildur væntanlegur varaforseti Spiro Agnew og Judy,
kona hans.
utan- eða innanríkismál, en
vildi helzt eyða tíma sínum
á golfvelli. Hér þarf Nixon
alvarlega að tafca til hönd-
unum, til að sýna að hann sé
maður framkvæmda og fram-
fara.
Það var Ijóst þegar í for-
kosningunum að slíkur var
ásetningur hans. Framboð
hans hefur frá upphafi verið
nær fullkomið, frábærlega
skipulagt, gallalaust. And-
stæðingar hans fundu aldrei
alvarlegan höggstað á honum.
Hann var svo or'ðvar að nán-
ustu ráðgjöfum hans þótti oft
og tíðum nóg um. Engu að
síður gaf hann út yfirlýsing-
ar um ýmis mál, sem stóðu
yfirlýsingum andistæðinga
hans miklu framar. Hann hef-
ur líka uhdanfarna mánuði
látið frá sér fara ýmsar hug-
leíðingar um forsetaembættið.
Hann vill láta endurskipu-
leggja það, hann telur að
einíkaaðilinn eigi að taka á
sig stærri hluta þjóðfélags-
endurbóta, hann telur að
/. I '
Johnson og Nixon. Myndin tekin í veizlu í New York nm
miðjan síðasta mánuð.
samningsgrundvöllur byggist
á styrkleika annars aðilans,
og hann hefur harðneitað að
skera niður útgjöld til hern-
aðarmála, hvað. sem skeður í
Víetnam. Hann mun gera allt
sem í hans valdi stendur til
að stöðva verðbólgu, nema
auka atvinnuleysi stórlega og
hann vill veita hinum ungu
og nýju samfélögum þjóðar-
innar greiðari aðgang að rík-
isstjórninni og hinu opinbera
og að reyna efcki áð fela
ástand mála fyrir þjóðinni.
UTANRÍKISMAL
Á sviði utanríkismála vill
Nixon draga úr hernaðarað-
gerðum í Víetnam með samn-
ingum. Hann er á móti
sprengjuárásum á N-Víetnam
á staði sem ekki hafa hern-
aðarlegt mikilvægi. Hann vill
draga úr aðild Bandaríkjanna
að stríðinu með aukinni þjálf-
un S-Víetnamskra hermanna
og leggja aukna áherzlu á
friðarviðræður, ekki einungis
við N-Víetnam í París, held-
ur og Sovétríkin, sem hann
telur aflið á bak við áfram-
haldandi bardaga.
Hann vill treysta diplomat-
íska, efnahagslega og hemað-
arlega einingu NATO. Því
næst segir hann að Bandarík-
in og Sovétríkin eigi að sitja
reglulega toppfundi, til að
ræða málin almennt og alvar-
lega, sérstaklega ástandið fyr
ir botni Miðjarðarhafs, SA-
Asíu, A-Evrópu (Berlín), svo
og ekki sízt möguleika á batn
andi samskipttim á sviði menn
ingarmála, viðskiptamála og
lánamála. Hann telur að slíkir
fundir myndu útiloka mis-
reikninga, sem leitt gætu til
styrjalda og þannig smám
saman minnka spennu í
heimsmálunum.
INNANRfKISMAL
Heima fyrir ætlar Nixon
stóraukinni löggæzlu. Hann
ætlar að korna á fót sérstök-
um stöðvum til sérþjálfunar
lögreglumanna og auka fjár-
hagsaðstoð hins opinbera við
einstök fylki til að gera slíkt
hið sama. Hann ætlar að
mestu að loka fyrir straum
opinbens fjármagns til borg-
anna, en í stað þess að koma
á sérstöku skattafrádráttar-
kerfi fyrir einkafyrirtæki
sem opna dymar fyrir nýju
starfsfólki úr fátækrahverf-
unum, þjálfa það og endur-
byggja húsnæði þess. Á svi*ði
vamarmála vill hann að
Bandarikin byggi meiri árás-
ar- og gagneldflaugar og að
þau viðhaldi yfirburðum á
sviði kjamorkuvopna. Stækka
og styrkja sjóherinn, þannig
að hann verði fremstur í
heimi og þegar Víetnamstríð-
inu sé lokið að afnema her-
skyldu og koma á fremur litl-
•u.m her vel laiunaðra sjálf-
boðaliða, því að hann segir
a‘ð næsta stríð verði annað
hvort kjamorkustrið eða
skæruliðastríð, þar sem vel
þjálfaðir atvinnuhermenn
myndu koma að mestu gagni.
Á sviði efnahagsmála hefur
hann lofað að skera niður op-
inber útgjöld, hafa strangt
eftirlit með skattahækkunum,
minnka skuld hins opmbera
og sjá til þess að atvinnu-
leysi fari ekki yfir 4%.
í
Hversu langt hann nær veit
enginn. Allir vilja sjá hversu
góður leiðtogi hann verður.
Ver'ða hveitibrauðsdagar hans
langir eða stuttir, hversu eft-
irlát verður þingið honum?
Ekkert svar er til við þess-
um spurningum og flestir
telja að Nixon eigi alls ekki
rólega stjórnartíð framundan.
Eeitt er þó víst, að Richard
Milhouse Nixon mun leggja
lífið í sölumar til að honum
mistakist ekki í embættinu,
sem hann hefur svo lengi
sótzt eftir. Hann er þó alténd
mannlegur þó að hann sé
repúblikani.
Hvernig verður 37. forseti Bandaríkjanna?