Morgunblaðið - 17.11.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVBMBER 1968
17
Ármann Sveins-
son látiirn
Ekki fer á milli mála, að Ár-
mainn Sveinsson var á meðal
efnilegustu ungra manna um
þessar mundir. Lát hans bar að
með óvenju snöggum og sorgleg-
um hætti. Sl. laugardagur var
mikill fagnaðardagur í lífi hans,
því að þá var fyrsta barn þeirra
hjóna, hans og haus ungu, ágætu
koniu frú Helgu Kjiarain slkírt.
Næsta morgun andaðist Ármann
af heilablóðfalli, sem hafizt hafði
þá um nóttina. Ármann var
reglusamur me'ð afbrigðum,
áhugamikill og líklegur til að
verða þjóð sinni til gagns og
sæmdar. Hann fylgdist með
stjórnmálum allt frá bemsku og
hafði aflað sér á þeim raekiiegr-
ar þekkingar. Ármann var fylg-
inn sér og komst snemma í
fremstu röð ungra Sjálfstæðis-
manna. Ekki voru allir, hvorki
jafnaldrar Ármanns né þeir,
sem eldri voru, honum ætíð sam-
mála í einstökum efnum, þótt
höfuðskoðanir væm hinar sömu.
Ármann hirti aldrei um að vera
jábrððir annarra, heldur sagði
sannfæringu sína ‘hiklaust. Dugur
og hreinskilni Ármanns Sveins-
sonar bar af. Ólíklegt er annað
en Ármann Sveinsson hefði
mjög komfð við sögu Islands,
þjóðinni til heilla á næstu ára-
tugum, ef honum hefði orðið
langfe lífs auðið.
Hóflegt mat
Mjög er undir því komið, að
mienm leggi hófilegt m'att á þá
Surtseyjargos. Ljósm. Ól. K M.
REYKJAVÍKURBRÉF
■Laugardagur 16. nóv.
örðugleika, sem nú er við að
etja í íslenzku þjóðlífi. Við
höfum orðið fyrir miklum aft-
urkipp. Bein útflutningsverð-
mæti þjöðarinnar eru í ár 45%
minna virði en fyrir 2 árum, þ.e.
á áirinu 1966. Með þessu er sag-
an þó ekki öll sögð, því að hlut-
fallslegur erlendur kostnaður
við öflun þessara verðmæta hef-
ur þrátt fyrir rýrnun þeirra vax-
ið svo, að hreinar tekjur af út-
flutningnum hafa minnkað um
a. m.k. 55%. Þær em því nú
rúmlega helmingi minni en þær
vom á árinu 1966. Nú lifa Is-
lendingar auðvitað á fleiru en
sjávarútveg einurn, enda vill
mönnum stundum, e.t.v. ekki sízt
hér í fjölmenninu, gleymast
hversu mikla þýðingu sjávarút-
vegurinn hefur fyrir okkur alla.
Á þessum misserum standa og
yfir óvenjulegar framkvæmdir,
einkum virkjun Þjórsár og bygg-
ing álverksmiðjunnar, sem færa
drjúgar tekjur í þjóðarbúið og
gera þa'ð að verkum, að óhöpp
sjávarútvegsins verða síður til-
finnanleg en ella. En þrátt fyrir
þann tekjuauka, sýnist nú nokk-
urn veginn öruggt, að þjóðartekj
ur á mann muni minnka vun h.u.
b. 15% frá því, sem þær voru áár
inu 1966. Talið er, að sú rýmun
samsvari því, að við munum
nú geta veitt okkur sambærileg
kjör við það, sem við nutum á
tímabilinu 1962—63. Á þessum
árum áttum við Islendingar
sannarlega ekki við neina neyð
að búa. Það eru þess vegna eng-
ar hörmungar, sem hafa skolli'ð
yfir þjóðina. Menn þurfa ekki
að fyllast bölsýni, heldur ein-
ungis gera sér grein fyrir hvers
eðlis erfiðleikarnir eru, og ein-
beita sér að því að yfirvinna þá.
En ef menn láta sundrungu og
öfgar ráða, þá er viðbúið að illa
fari.
Sambærilegt nátt-
úru-hamförum
Stjórnarandstæðingar tala eins
og það sé ríkisstjórnin og stuðn-
iaigsflokkar hennar, sem séu að
leiða kjaraskerðingu og erfið-
leika yfir allan almenning.
Þarna er hlutunum alveg snúið
við. Áföllin hafa orðið af ástæð-
um, sem okkur eru með öllu
óviðráðanlegar. Þau eru hlut-
fallslega meiri en nokkur önn-
ur þjóð í sambærilegri að-
stöðu hefur orðið að þola af
slíkri skyndingu án þess sð nátt-
úruhamfarir eða ófriður kæmi
til. Tekjuminnkun þjóðarinnar
er orðin. Spuming er sú ein,
hvernig henni eigi að taka. Á
að bregðast svo við, að af leiði
upplausn, atvinnuleysi og fram-
búðar stöðnun í íslenzku at-
vmnulífi? Eða á að velja það
ráð, sem gerir áuðveldast að
bæta úr örðugleikunum og skap-
ar mesta möguleika til þess að
við sleppum sem fyrst úr þeirri
vök, sem við verjumst nú í, upp
á hina sömu framfarabraut sem
við ekki sízt á árunum eftir 1959
höfum haldið með miklum
árangri? Ríkisstjórnin hefur ekki
gert ráðstafanir til þess að
skerða lífskjörin, heldur til þess
að taka afleiðingum óhjákvæmi-
legrar sker'ðingar á þann veg, að
hún gerði sem minnstan skaða.
llrræðalausir
menn
Segja mætti, að sök sér væri,
þó að stjórnarandstæðingar
kenndu ríkisstjórninni um
hvernig komið er, ef þeir sjálfir
bentu á einhver úrræði til bóta.
En því fer fjarri að svo sé.
Stjórnarandstæðingar hafa nú í
rúma tvo mánuði setið að samn-
ingum við stjórnarflokkana og
átt þess kost, að kynnast jafn-
ó'ðum öllum gögnum, sem máli
skipta. Þeir hafa ekki einu sinni
sjálfir kvartað undan því að
nokkrum upplýsingum hafi ver-
ið haldið fyrir þeim. Enda mun
sannleikurinn sá, að aflað hafi
verið allrar þeirrar vitneskju,
sem þeir óskuðu eftir og töldu
sig þurfa á að halda til að geta
áttað sig á málum. En eftir alla
þessu löngu setu og vangavelt-
ur þá hejrrist það eitt frá þeim,
að þeir lesa upp langa lista um
úrræði, sem þeir sjálfir viður-
kenna, að ekki hafi úrslitaþýð-
ingu, og gera þó miklu meira úr,
heldur en efni standa til. Um
sjálft aðalatriðið, hvaða megin-
úrræði þeir vilji beita, þegja
þeir þunnu hljóði. Þeir fást ekki
til þess að segja, hvort þeir vilji
fylgja niðurfærsluleið, uppbóta-
leið og þar með stórauknum
sköttum, eða velja gengisbreyt-
inguna.
Aurnt hlutskipti
Þetta er býsna aumt hlut-
skipti. Skiljanlegt er, að þeir
hefðu krafizt þess, að ríkis-
stjórnin segði fyrst hvað hún
vildi, en hið mimnsta, sem af
þeim verður krafizt, er, að þeg-
ar ríkisstjórnin hefur gert sín-
ar tillögur og ráðstafanir, þá
láti stjórnarandstæðingar uppi,
hvort þeir séu með því, sem
skiptir mestu máli eða ekki. En
þeir sneiða hjá því að tala um
gengisbreytinguna öðru vísi en
fjargviðrast út af kjaraskerðing-
unni, sem þeir segja henni sam-
fara, þótt þeir viti, að sjálf er
kjaraskerðingin óumflýjanleg.
Spurningin er einúngis um
með hverju móti hún verði létt-
bærust. Þessi þögn þeirra verð-
ur trauðla skilin á annan veg
en þann, að þeir játi með sjálf-
um sér, að eins og komið var,
þá hafi gengisbreytingin verið
eina tiltækilega ráðið. En þá
skortir kjark til þess að segja
það undandráttarlaust. I stað
þess reyna þeir að draga athygli
manna frá aðaltriðum málsins
með skrafi um aukaatriði, ánþess
þó að tala svo skýrt, að unnt sé
að átta sig á, hvað í raun og
veru vakir fyrir þeim.
Imif 1 u tiimgsbönn
hefðu engu
bjargað
Eitt af því fáa, sem kemur þó
alveg skýrt fram hjá stjórnar-
andstæðingum, er, að þeir telja
ráðlegt að banna innflutning á
einstökum vörum. Þetta þora
þeir að láta uppi, af því að þeir
vita, að þessi skoðun hefur nokk-
urn hljómgrunn hjá almenningi.
Út af fyrir sig er og engin frá-
gangssök að fallast á það að
banna algerlega innflutning ein
stakra vörutegunda, sem menn
geta verið án, a.m.k. í bili. En
þá verður að gera það með þeun
hætti, að komist verði hjá nýju
innflutningshaftakerfi, sem við
af dýrkeyptri reynslu vitum, að
erfitt er að sleppa frá heldur
leggst eins og mara yfir allt
framkvæmdaþrek og stöðvar eðli
legar framfarir á meðan því er
uppi haldið. Allar líkur eru hins
vegar til þess, að gengisbreyting
in muni sjálfkrafa draga svo úr
innflutningi, að þar' þurfi ekki
að gera frekari ráðstafanir. Ef
svo reynist ekki, þá er hægur-
inn hjá að bæta þeim við, og um
það hefur aldrei verfð neinn
ágreiningur. Hitt er algjör mis-
skilningur, að bann við innflutn
ingi einstakra vörutegunda, eins
og t.d. bíla, sem margir nefna nú
mundi hafa nokkra úrslitaþýð-
ingu í þessu efni. Upphæðir, sem
þannig gætu sparast, eru smá-
ræði í því dæmi, sem nú þarf að
Jeysa. Miklu róttækari breyting
á öllu okkar framkvæmda- og
við'skiptakerfi er óumflýjanleg.
Gengisfellingin dugar bezt til
þess í senn að örva framleiðslu
og draga úr innflutningi. Hún
verkar þannig á tvo vegu, án
þess að magna þurfi að nýju við-
skiptahaftadrauginn og nefnda-
farganið.
Láðvík nefndi
ekki neitt
Auðvita'ð er sjálfsagt að nú
reyni flestir að spara og draga
saman seglin. Þess vegna er það
eðlilegt, að menn ætlist til þess
að slíkt sé einnig gert af ríkis-
ins hálfu. En um það verður ekki
deilt að Magnús Jónsson hefur,
frá því að þessir örðugleikar
byrjuðu, lagt á það megin
áherzlu, að gætt væri fyllsta
hófs í starfrækslu ríkisins. I
fyrravetur var leitað samvinnu
við verkalýðshreyfinguna um
það, hverjar sparnaðarleiðir hún
helzt sæi hjá ríkinu. Árangurinn
af þeiri skoðun varð því miður
sáralítill. Og ekki fór mikið fyrir
sparnaðartillögum frá stjómar-
andstæðingum, þegar fjármála-
ráðherra beitti sér fyrir sparnað-
arráðstöfunum snemma á þessu
ári. Reynslan varð enn hin sama
við undirbúning fjárlagafrum-
varpsins í sumar. Þá óskáði
Magnús Jónsson eftir samvinnu
við fulltrúa þingflokkanna til
þess að þeir gætu jafnóðum bent
á hvar sparnaði yrði við komið.
Ekki er að efa góðan vilja og
áhuga þeirra glöggu manna, sem
þar komu til starfs, en engar
ýkjur munu vera, að fáar sparn-
aðartillögur munu þeir hafa bor-
ið fram umfram þær, sem fjár-
málaráðherra sjálfur hafði áður
lagt til. A.m.k. hefur því ekki
verið haldi'ð fram, að hann hafi
staðið á móti nokkurri þvílíkri
tillögu þeirra. Samt hefur Lúðvík
Jósefsson bæði nú og að undan-
förnu sagt, að vel væri hægt að
koma að verulegum sparnaði. En
ekki bar á því í umræðunum á
Alþingi nú í vikunni að hann
nefndi eitt einasta dæmi þess
hvað spara mætti. Hann talar
um, að hægt ætti að ná 300
millj. kr. sparnaði. Ef þáð er
svo auðvelt sem hann lætur, af
hverju nefnir hann þá þó ekki
nema væri helming þeirrar upp-
hæðar? Virðingarverðast væri ef
hann teldi hreinskilningslega allt
það fram, sem hann þykist yfir
búa í þessurn efnum.
Rctti tíniinu
Mikill var tvískinnungur stjórn
arandstæðinga í sambandi við
EFTA-málið á Alþingi. Fulltrúar
þeifra, þ. á m. Lúðvík JósefsSon
höfðu setið mánuðum saman að
athugun málsins og lýst yfir því,
að nú væri það svo vel kannáð,
að eðlilegt væri að Alþingi tæki
um það ákvörðun. Hinn 16. okt.
sL rituðu þeir Helgi Bergs og
Lúðvík Jósefsson undir svohljóð
andi yfirlýsingu:
„Hefur þeim áfanga verið náð,
að hægt er að taka ákvörðun
um, hvort sækja eigi um aðild
áð EFTA og fá úr því skorið,
hvort og með hvaða kjörum ís-
land gæti gerzt aðili að samtök-
unum. Endanleg afstaða til þessa
máls verður ekki tekin fyrr en
niðurstöður af væntanlegum
samningaviðræðum við EFTA
liggja fyrir.“
Það lýsir nokkuð starfsháttum
Lúðvíks Jósefssonar að eftir
þessa yfirlýsingu, skriflega og
óumdeilanlega, þá gerist einmitt
hann talsmáður þess á Alþingi
og í sjónvarpi, að ekki sé tíma-
bært að taka ákvörðunina, þvert
ofan í það, sem hann sjálfur
hafði hátíðlega lagt til! Öll efnis
rök hnigu þó að því, að einmitt
nú sé tímabært að taka þessa
ákvörðun. Bæði örðugleikar okk-
ar í efnahagsmálum um þessar
mundir og ákvörðun Breta um
10% toll á innflutning frystra
fiskflaka frá EFTA-löndum gera
það að verkum, áð við höfum
meiri hagsmuni af því en
ella a’ð komast í samningavið-
ræður sem allra fyrst. Vegna
þess að örðugleikarnir, sem á
okkur hafa dunið, eru okkur
sjálfum óviðráðanlegir, þá vekja
þeir nú meiri afihygli á sérstöðu
okkar, sem stafar af smæð þjóð-
félagsins, einhliða atvinnulífi og
erfiðum ytri a’ðstæðum, en venju
lega er fyrir hendi. Þetta sjónar
mið lýsti sér m.a. á þingmanna-
fundi Atlantshafsríkjanna nú í
vikunni. Ekkert skal um það
sagt, hvort slíkar yfirlýsingar
sem þar voru samþykktar hafa
mikla efnislega þýðingu, en þær
sanna, að nú er sá hugur vak-
andi a.m.k. hjá mörgum ráða-
mönnum, að rétt er að leita lags
til að koma málum okkar fram.
Allt á sömu
bókina lært
Það er ekki einungis í hinum
stærri málum, sem kommúnistar
sýna að þeim er í engu treyst-
andi. Venjulegar frásagnir í blaði
þeirra eiga frekar skilið heitið
rógburður heldur en fréttaflutn-
ingur. Þetta lýsir sér t.d. berlega í
fregn, sem birt var á mest áber-
andi stáð blaðsins í ramma hinn
1. nóv. sl. undir feitri fyrirsögn
svohljóðandi:
„Þrír viðreisnarráðherrar
sækja um Mercd. Benz.“
Og upphaf fregnarinnar hljóð-
aði svo:
„Það vakti athygli í gærmorg-
un hjá starfsfólki í Landsbank-
anum, að innan um fjalllháan
bunka af gjaldeyrisumsóknum
leyndust þrjár umsóknir frá
þremur viðreisnarráðherrum fyr-
ir Mercedes Benz-bifreiðum —
hafði starfsfólkið gaman af
þessu."
Daginn eftir birtist svo á lítt
áberandi stað inn í blaðinu svo-
hljóðandi:
„Athugasemd.
í tilefni af frétt, sem birtist i
dagbláðinu Þjóðviljanum 1. nóv-
ember sl. um gjaldeyrisumsókn-
ir frá þremur ráðherrum til inn-
flutnings bifreiða, óskar Lands-
banki íslands að taka fram, að
engar slíkar umsóknir hafa bor-
izt og að fregn þessi er tilhæfu-
laus með öllu.
Landsbanki íslands.
Að gefnu tilefni vill Gjaldeyris
deild bankanna taka eftirfarandi
fram:
Fréttamaður frá Þjóðviljanum
spurðist fyrir um það hjá Gjald-
eyrisdeildinni í gær, hvort um-
sóknir lægu fyrir frá 3 ráðherr-
um um gjaldeyrisheimildir vegna
innflutnings á bifreiðum. Var
fréttamanninum tjáð, að Svo
væri ekki. Samt sem áður birti
Þjóðviljinn í dag frétt um að
ráðherrar hafi lagt inn umsóknir
fyrir gjaldeyri til kaupa á bif-
reiðum.
Reykjavík, 1. nóvember 1968.
Gjaldeyrisdeild bankanna.
Viðkomandi fréttamaður óskar
að fram komi, að hann skrifaði
ekki og ber ekki ábyrgð á um-
ræddri frétt.“
Svo mörg eru orð Þjóðviljans!