Morgunblaðið - 17.11.1968, Side 11

Morgunblaðið - 17.11.1968, Side 11
11 MÖRGUNBLÁÐIÐ, SÚNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968 l fguinbréun* Safjt „Ég er fæddur og uppalinn í Stóradal í Húnavatnssýslu, af miklum ættbálki“, sagði hann. „Sigurður skólameist- ari sagði við mig að við vær- um næstum því hálfbræður, svo skyldir værum við í all- ar áttir. Við Jón alþingis- maður í Stóradal vorum syst- kinasynir, við Jón á Akri og Jón Leifs bræðrasynir. Allt er þetta sama Jóns-nafnið. Faðir minn hét Jón Jónsson, afi minn Jón Pálmason, 'lang- afi minn hét Jón Benedikts- son og langalangamma mín Ingibjörg Jónsdóttir. Og svo mætti lengi telja. Ég ól-st upp í Stóradal, sem var eitt af stórbýlum sýsl- unnar. Þangað kom Jón Pálmi Jónsson vinur okkar krakkanna, sem ferðaðist um sveitina og fótograferaði fólk. Hann var við ljósmynda nám hjá Hallgrími Einars- syni, ljósmyndara á Akur- eyri, fór seinna til Ameríku og var þekktur ljósmyndari þar. Hann sýndi okkur krökk- unum myndir og sagði okk- ur frá tækjunum. Mér fannst þetta göldrum líkast, að ná fólki á pappír — og kannski eru það líka galdrar. En þarna vaknaði hjá mér löng- unin til að verða Ijósmynd- ari. Þegar ég var 19 ára, fór- um við systkin öll til Reykja- víkur, þar sem ég hóf nám hjá Carli Ólafssyni Hjá hon- um var ég svo hálft þriðja ár, en fór þá utan til Kaup- mannahafnar. Jón Pálmason alþingismað- ur segir meðal annars í grein um Stóradalsheimi'lið — Kal- dal nær í ritið, ég les: „Jörðin Stóridalur er ein af stærstu jörðum í Húna- vatnssýslu, geysilega land- mikil og kostarík, en erfið er hún, ef hún skal nytjuð að fullu og ekki á færi annarra en atorkumanna að gera svo. í búskapartíð Jóns Jónsson- ar var þó ekki um að villast, að hver slægur blettur var sleginn og beitin notuð hve- nær sem færi gafst til hins ýtrasta. Féð var oft 500-600 ær, sauðir og lömb. Fært var frá lengst af. Líklega síðast 1904. Ær í kvíum voru oft 160-200, fjallalömbin flest eða jafnvel öll sett á vetur, slát- urfé var þá allt fullorðið, sauðir, ær og veturgamalt fé ... Heyverkun hjá Jóni í Stóradal var með afbrigðum góð og vita al'lir bændur hve miklu máli sá þáttui skiptir. Hann var líka vandlátur að fóðri á fé sínu og hafði af því góðar afurðir. Lagði rækt við að bæta féð eftir föngum. Heybirgðir átti hann æfinlega yfirdrifnar og mikl- ar fyrningar á hverju vori, hvernig sem viðraði. Þangað var og æfinlega hjálpar að leita fyrir heyþrota menn ... Hann var framúrskarandi dugnaðar og fyrirmyndar bóndi og gaf sig allan og ó- skiptan að búskapnum og heimilishag . .. Jón Jónsson var mjög geðfelldur maður í allri framkomu, álúðlegur og gamansamur þegar svo bar undir, heldur í lægra meðal- lagi á vöxt, beinvaxinn og fríður sýnum, dökkur á hár og með jarpt skegg, ekki mriíkiið. Hamn var kviíkur í hreyfingum og hljóp venju- lega við fót, þar sem hann var á gangi við kindur eða á annan hátt. Hann var hesta- maður mikill, laginn tamn- ingamaður og sérstaklega fór orð af því, hve snjall hann væri að ríða hesta til skeiðs ... “ Um móður Kal- dals segir Jón: „Ingibjörg Gís'ladóttir var fríð kona og vel gefin. Hún var hið mesta góðkvendi, sem öllum þótti vænt um á heimili og utan þess. Fórust þau hjón eigi á mis í því efni ... “ Ég fann strax að Kaldal þótti vænt um þessa grein Jóns frænda síns, og lofaði mér að vitna í hana til að stytta mér leið. „Móðir okkar lézt 1903,“ sagði hann, „en faðir okkar þremur árum síðar. Þá flutt- umst við krakkarnir til Pálma, föðurbróður okkar að Ytri Löngumýri, og vorum þar í góðu yfirlæti. Við Jón Pálmason erum því uppeld- isbræður. Ég hafði unun af hestum eins og pabbi og tamdi marga og við Pálmi vorum oft eins og tveir léttlyndir strákar, þegar við vorum að temja. Það var oft gaman hjá okkur að Löngumýri. En ég hljóp ekkert meira en aðrir ungling- ar í sveit, og hugsaði aldrei um að verða hlaupari. Jón segir að pabbi hafi verið góð- ur smalamaður og oft hlaup- ið við ,fót. Ætli hann hefði ekki orðið betri hlaupari en ég, ef hann hefði farið til Kaupmannahafnar. Eitt atvik er mér minnis- stætt frá æskuárunum í Stóradal. Það sýnir hvernig myndir greypast í minning- una og geymast þar: Ég stóð úti á hlaði með föður mínum. Veðrið var gott, bjartviðri. Þá sáum við hvar fjórir menn komu ríðandi að bænum vest- an tungur, sem kallaðar voru, á milli þeirra gengur maður. Þegar þeir koma heim á hlað, sjáum við að þar er enginn annar en Þjófa-Lási, sem kall aður var og höfðu þeir hann í böndum á milli sín, því að hann var svo fljótur að hlaupa að þeir hefðu ekki náð honum, ef hann hefði sloppið. Þeir voru á leið með Lása til hreppstjórans, Yng- vars í Sólheimum. Þeim ferðalöngunum, þjófn um og réttvísinni, var boðið inn upp á veitingar og síðan var haldið áfram með Þjófa- Lása, sem var lítill karl og ekki eftirminnilegur, út að Sólheimum. Þar var hann skilinn eftir. Yngvar og pabbi voru miklir vinir. Bændur höfðu það þá fyrir sið að heim- sækja hver annan, fá sé dá- lítið í staupinu, en þó ekki svo að á þeim sæist, reyna gæðinga hver annars, og stundum gistu þeir tvær til þrjár nætur hver hjá öðrum. Nokkrum dögum eftir að þjófurinn hafði farið um hlað hjá okkur í Stóradal, kemur hann aftur og er þá einn síns liðs. Við feðgarnir stóð- um úti á túni. Hann gengur til pabba, heilsar honum og biður hann lána sér hest til að sundriða Blöndu. Faðir minn segir: „Það er sjálfsagt, þú bara sleppir honum, þeg- ar þú ert kominn yfir ána“. Þjófa-Lási fékk hestinn, sem skilaði sér nokkru síðar. En mig grunar að þetta hafi verið samantekin ráð milli Yngvars og föður míns, að þeir hafi ekki viljað níðast á vesálingnum. En það væri gott að eiga hlaupara á borð við Þjófa- Lása núna,“ bætir Kaldal við með húnverskt bros á vör. Svo sagði hann mét að lok- um að það hefði verið tilvilj- un ein að hann fór að æfa hlaup. Hann byrjaði í leikfimi hjá ÍR þegar hann kom suð- ur. eins og fyrr getur, og hef ur alla tíð haldið tryggð við það félag og vini sína þar. „Mér þótti gott að vera í ÍR og hef ávallt verið í fé- laginu og eignazt þar marga góða vini, sem ég hefði ekki viljað án vera. En ástæðan til þess að ég hóf leikfimis- æfingar hjá ÍR var sú, að við Pálmi Hannesson þjálfuð- um okkur hvern dag í Mull- ers-æfingum og fengum til þess afnot af leikfimissalnum í Menntaskólanum. Þegar ég svo æfði undir annað Víða- vangshlaupið, skokkaði ég upp að Árbæ og svo í bæinn aftur, en Pálmi hjólaði með mér alla leiðina. Svo mikill var áhugi hans, bæði á því að mér gengi vel í hlaupinu og ekki síður á að halda sér í þjálfun. En ég var að segja þér frá ljósmyndaranum, sem lagði leið sína um Húnavatns sýslu, þegar ég var drengur. Þessu get ég bætt við að lokum: Um þær mundir sem ég var að byrja að lesa, sat heim- ilisfólkið eitt sinn sem oftar að spjalli yfir hádegismatn- um. Þá segir einhver, að séra Stefán á Auðkúlu komi á morgun. Mér þótti það ekki verra, því að hann var mér sér lega góður. En þá sagði ein- hver: „Hann er mikill mann- þekkjari, hann séra Stefán." Ég hrökk við. Ekki vissi ég þá hvað það var að vera mannþekkjari, en mér var sagt að hann sæi, hvort mað- ur væri góður eða vondur. „Og stundum sér hann jafnvel hvað fó'lk hugsar," var bætt við. Mér var ekkert um það. En upp frá því fór ég að líta öðruvísi á fólk og velta fyr- ir mér hvernig það hugsaði. Hvernig þessi eða hinn væri í raun og veru. Ég fór að hugsa um manninn bak við grímuna. Skyggnast undir skelina. Og það hef ég ávallt síðan reynt að gera. Kannski að þessi áhugi minn hafi hjálpað mér eitthvað við myndatökuna. Annars tók séra Stefán strax ástfóstri við mig. Hann lagði 20 króna gullpening á vögguna mína, þegar ég var á fyrsta ári, og sagði að ég ætti að eiga hann vegna þess „hvað hann er fallegur". Þetta var fyrsta og eina feg- urðarsamkeppnin, sem ég hef unnið um dagana. Merkilegt amwars hvað miaður getiur breytzt! M. Semja Bandaríkin ein við N-Vietnam? París, Washington, Saigon, 14. nóvember .AP-NTB. Talsmaður sendinefndar Norð- ur-Vietnam-stjómar í Parísarvið ræðunum skoraði í dag á Banda- ríkjastjórn að lýsa afdráttarlaust yfir því hvort hún sé fús að taka þátt í friðarviðræðum með þátt- töku Viet Cong eða ekki. Talsmaðurinn sagði, að yfirlýs- ing er Clark M. Clifford varnar- málaráðherra gaf í gær væri loð in og þyrfti skilgreiningu. Cliff- ord sagði á blaðamanna fundi, að ef Saigon-stjórnin féllist ekki fljótlega á að taka þátt í viðræ’ð- unum gæti svo farið að banda- riska stjórnin hæfi viðræður við Hanoi-stjórnina um hemaðarmál efni, upp á eigin spýtur. Heldur fleiri Bandaríkjamenn féll í Vietnam í síðustu viku en vikuna á undan. Alls féllu 106 Bandaríkjamenn og 1.253 særð- ust, en vikuna á undan féllu 150 Bandaríkjamenn. 1.431 féll í lfði Norður-Vietnama og Viet Cong. Síðan 1. janúar 1961 hafa 29.350 Bandaríkjamenn fallið í Vietnam en 413.558 kommúnistar, að sögn herstjómarinnar í Saigon. 200 Suður-Vietnamar féllu og 796 særðust í síðustu vikum, sam- kvæmt þessum tölum. í Saigon tók talsmaður banda- rísku herstjórnarinnar aftur fyrri staðhæfingu um, að norður- vietnamskar hersveitir hefðu gert árásir á hlutlausa beltinu á mörkum Norður- og Suður- Vietnam. Hann sag'ði, að fréttir um að skotið hefði verið á banda rískar hersveitir úr stöðvum á svæðinu hefðu stafað af misskiln ingi. Bandaríska vamarmálaráðu neytið hefði varað Hanoi-stjórn- ina við því, að hinum fyrirhug- uðu fri'ðarviðræðum yrði ef til vill frestað ef hermenn Norður- Vietnam sýndu ekki þá varkárni, sem Johnson forseti hefði haft ástæðu til að ætla að þeir sýndu þegar hann fyrirskipaði algera stöðvun loftárása á Norður- Vietnam. BLAÐ STÖÐVAB Suður-Vietnamstjórn tilkynnti í dag, að útgáfa Saigon-blaðsins Daily News hefði verið stifðvuð í þrjá mánuði, þar sem blaðið hefði ekki lagt næga áherzlu á yfirlýsingu frá ríkisstjóminni. Einn af starfsmönnum blaðsins segir ástæðuna vera þá, hvemig blaðið sagði frá yfirlýsingu Clark M. Cliffords og svara upplýsinga- málaráðuneytisins við þessari yfirlýsingu. TÉEEA- TIÐSEIPTI Til þess að gera tékkaviðskipti öruggari, er öllum, sem skipta með tékka, bent á eftirfarandi: að viðtékkásölu ber að hafa á reiðum höndum persónu- skilríki til framvfsunar fyrir gjaldkera. að bankar og sparisjóðir kaupa almennt ekki tékka á aðra peningastofnun fyrir reiðufé, og er það ábending til allra að beina sölu slíkra tékka til þeirrar stofnunar, sem tékki er gefinn út á. Reykjavík, nóvember 1968 SAMTINNUNEFNS BANKA 06 SFARISJÖSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.