Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968
Útgeíandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrái
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgrei'ðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr. 130.00
í lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson,
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
STEFNULA USIR
HAFTAPOSTULAR
ær staðreyndir, sem við
blasa um afkomu þjóðar-
búsins sl. tvö ár, eru í raun-
inni mjög einfaldar. Á árinu
1967 minnkaði verðmæti út-
flutningsins um 30% og í ár
er talið, að það muni enn
minnka um 15%. Þessa gífur-
lega samdráttar í útflutnings-
tekjunum hefur ekki gætt
verulega í tekjuþróuninni
innanlands með þeim afleið-
ingum, að gjaldeyrisvarasjóð-
urinn er á þrotum. Samdrátt-
urinn í útflutningnum hefur
skapað sjávarútveginum og
einnig öðrum atvinnugrein-
um landsmanna mikla erfið-
leika og atvinnuleysi hefur
gert vart við sig.
Þrátt fyrir þessar ískyggi-
legu horfur og þrátt fyrir
það, að öllum var Ijóst að
gripa yrði til róttækra ráð-
stafana, hafa stjórnarand-
stöðuflokkarnir enn sem kom
ið er algjörlega vikið sér und-
an því að taka afstöðu til
þess með hverjum hætti leysa
ætti þessi stórfelldu vanda-
mál. Stjórnarandstæðingar
hafa að vísu komið fram með
ýmsar hugmyndir um hliðar-
ráðstafanir, en þeir hafa neit-
að að taka afstöðu til kjarna
málsins, hvernig framkvæma
hafi átt hina nauðsynlegu
millifærslu fjármuna í þjóð-
félaginu. Það er auðvitað al-
gjört ábyrgðarleysi af hálfu
Framsóknarmanna og komm
únista að gefa ekki hispurs-
lausar yfirlýsingar um það,
hvernig þessir flokkar telji
að leysa beri efnahagsvanda-
mál þjóðarinnar á erfiðum
tímum. Með því að neita að
taka afstöðu hafa þeir í raun-
inni dæmt sig úr leik.
En Framsóknarmenn og
kommúnistar hafa ekki verið
svo hikandi á öllum sviðum.
Þeir hafa krafizt þess að tek-
in yrði upp ný og víðtæk
haftastefna með innflutnings-
höftum, fjárfestingarhöftum
og gjaldeyrishöftum. Úrræði
þeirra eru sem sagt gömul
ráð, sem íslendingar hafa
langa reynslu af og hafa
reynzt óhæf og gagnslaus. Á
sama tíma og unga fólkið
krefst opnari stjórnmála-
stárfsemi, minnkandi afskipta
ríkis og stjórnmálamanna
setja haftapostular Framsókn
ar og kommúnista fram kröf-
ur um nýtt allsherjar hafta-
kerfi, sem hafa mundi í för
með sér stóraukin áhrif hins
opinbera, stjórnmálamanna
og flokka og verða gróðrar-
stía nýrrar spillingar. Þjóðin
stendur frammi fyrir stór-
felldum erfiðleikum. Ríkis-
stjórnin hefur gripið til nauð-
synlegra aðgerða. En nú sem
fyrr sýna stjórnarandstæðing
ar, að þeir hafa lag á að
missa af strætisvagninum.
Þeir eru stefnulausir að öllu
öðru leyti en því að þeir vilja
ný höft. Það er framlag Fram
sóknarflokksins og Kommún-
istaflokksins til lausnar á
vandamálum íslands í dag.
LÆRUM AF
REYNSLUNNI
J ræðu þeirri, sem Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, flutti á fundi Lands-
málafélagsins Varðar sl. mið-
vikudagskvöld lagði hann á-
herzlu á að auka yrði fjöl-
breyttni atvinnulífsins og
nýta öll landsins gæði. For-
sætisráðherra sagði m.a.:
„Við verðum að læra af
þessum örðugleikum, gera
okkur grein fyrir því að at-
vinnuvegirnir verða að vera
fjölbreyttari. Það er vonlaust
að halda uppi nútímaþjóðfé-
lagi á svo einhæfu atvinnu-
lífi, sem hér hefur verið.
Þetta höfum við Sjálfstæðis-
menn margsagt í mörg ár.
Við verðum að skjóta fleiri
stoðum undir atvinnulíf okk-
ar. Okkar eina úrræði er að
nýta öll landsins gæði og'
óhikað í samvinnu við aðra.“
Þessi ummæli forsætisráð-
herra undirstrika þá stað-
reynd, sem reynsla síðustu
tveggja ára hefur sýnt okkur
að er rétt, að við getum ekki
byggt upp nútímaþjóðfélag á
íslandi og tryggt landsmönn-
um lífskjör til jafns við aðrar
þjóðir, nema með því einu að
skjóta fleiri stoðum undir at-
vinnúlífið, halda áfram upp-
byggingu orkufrekra iðn-
greina og tryggja okkur
greiðan aðgang að öðrum
mörkuðum. Ef íslendingar
skilja ekki þessar staðreynd-
ir er vá fyrir dyrum.
*i ii |í n ii p i ii i
yss j U1 1 AN UR HEIMI
Stefnir Portúgal til frjálslynd-
ara stjórnarfars?
MARCELO Caetano, forsætis-
ráðherra Portúgals, virðist
hafa notað þær sex vikur,
sem hann hefur verið við
völd til þess að milda lang-
lífa harðstjórn landsins.
Eins manns stjórn Salazars
hafði veitt gróinni fámennis-
stétt, sem samanstóð af her-
foringjum landsins, háttsett-
um þjónum kirkjunnar og
stórlandeigendum, forréttindi,
en lét níu millj. Portúgala
þar fyrir utan ekki hafa
frumstæðustu stjórnmálarétt-
indi.
Stjórnmálastarfsemi utan
Sameiningaflokksins, „Uniao
Nacional“ eða æskuilýðs-
hreyfingar ríkisins „Mocidade
Portuguesa" er varla mögu-
leg. Póltískir fangar eru oft
handteknir, án þess að ranh-
sókn fari fram í máli þeirra
og ef nauðsyn krefur pynd-
aðir.
Sjö ára nýlendustyrjöld í
nýlendum Portúgala, Angola,
Guinea og Mocambique veldur
því, að ungir menn verða að
gegna herþjónustu í fjögur ár
og það er lengur en í nokkru
öðru ríki á Vesturlöndum.
Lægstu launakjör í Vestur-
Evrópu hafa valdið því á síð-
ustu árum, að hundruð þús-
unda Portúgala hafa gerzt út-
flytjendur. Þá hefur leynilö.g-
regla, ritskoðun og bann við
verkföllum valdið því, að
mótspyrna á meðal fólksins er
nær engin.
I þessa grafarkyrrð hljóm-
aði ræða Ceatanos við embætt
istöku hans líkt og fyrirboði
nýrra tíma: „Landið hefur
vanið sig við, að því sé stjórn-
að af snillingi. Héðan í frá
verður það að venjast því að
verða stjórnað af mönnum
sem eru eins og aðrir menn“.
„Snillingurinn" Salazar hef-
ur lifað lífi sínu í sjálfkjör-
inni einangrun og hefur varla
nokkru sinni farið út fyrir
Portúgal. Eftirmaður hans hef
ur ánægju af ferðalögum.
Ceatano varð fyrst kunnur
1962, er hann var rektor há-
skólans í Lissabon. Þá urðu
þar miklar stúdentaóeirðir og
lögreglusveitir voru látnar
ryðjast inn í háskólabygging-
una til þess að koma vitinu
fyrir stúdenta. Ceatano brást
æfur við atferli lögreglunnar
og sagðist vilja segja af sér
rektorsembættinu.
Öfgamenn, jafnt til hægri
eða vinstri eru nú tortryggnir
gagnvart Ceatano. Kommún-
istar, hvort sem þeir hallast
að Peking eða Moskvu, óttast,
að nýi forsætisráðherrann
geri stjórn landsins þolanlegri
en áður með sýndarumbótum.
Þeir vilja byltingu, jafnvel
þótt það hafi í för með sér
hættuna á valdaráni frá
hægri.
Hægri sinnum er hugsunin
um jafnvel lítilvæga stjórn-
arandstöðu um megn. Vegna
þessa hefur Ceatano reynt að
fara bil beggja og haft í
frammi „óvenjulega fram-
kivæmdasemi" samfavæmt frá
sögn spánska blaðsins „La
Vanguardia".
í því skyni að róa herfor-
ingjanna, hefur hann fullviss-
að þá um, að hann sé sann-
færður um „nauðsynina á því
að vanrækja ekki eitt augna-
blik varnir þeirra svæða
landsins, sem væru í öðrum
heimsálfum". Hann skipaði
fyrrverandi landsstjóra Ang-
ola, Horacio da Saviano
Rebelo hershöfðingja, varnar-
málaráðherra.
En strax eftir valdatöku
sína hélt Ceatano fund með
aðalritstjórum helztu blað-
Mótmælaganga í Lissabon.
Cetano, forsætisráðherra
Portúgals.
anna. Þar ræddi hann við þá
um stöðu blaðanna og hét því
að draga úr ritskoðuninni.
Hinn strangi yfirmaður rit-
skoðunar Salazars, Rodriguez
lét af starfi sínu og við tók
Cesar Moreira Batista, sem
ekki var talinn eins íhaldsam-
ur.
Afleiðingin varð sú, sem
var fullkomin nýlunda í
Portúgal. Vikublað eitt mátti
skrifa á raunsæjan hátt um
nágrannalandið Spán, þar sem
stjórnarfarið er svipað. Viku-
blaðið „Vida Mundial“ harm-
aði þannig, að stúdentaóeirð-
ir á Spáni hefðu á síðustu ár-
um „stöðugt verið bældar nið-
ur á hrottalegan hátt“.
Ceatano gat þó sjálfur ekki
án lögreglunnar verið sjálfur,
er hann varð í fyrsta sinn að
fást við stúdentaóeirðir heima
fyrir. Þegar 300 stúdentar
þrömmuðu um stræti höfuð-
borgarinnar 5. október sl. og
hrópuðu „Liberdade' og kröfð
ust þess, að leynilögreglan
yrði leyst upp, umkringdi lög-
reglan stúdentana og réðst á
þá — ekki alveg jafn hrotta-
lega og áður. Síðan hefur lög-
reglan látið sér nægja að
beita kylfum gegn stúdentum,
er til óeirða hefur komið en
skilið byssur sínar eftir
heima, en á valdatímum Sal-
azars var ekki hikað við að
beita þeim.
Þá hefur Ceatano leyft sósí-
alistanum Soares, sem Salaz-
ar hafði hvað eftir annað lát-
ið fangelsa og sent í úllegð
til óákveðins tíma í marz sl.,
að hverfa heim aftur eftir 13.
desember nk. til höfuðborg-
arinnar Lissabon.
(Þýtt og endursagt).
Fullveldisfagnaður
Sjálfstœðismanna í Hafnarfirði,
Gorðo- og Bessastaðahreppi 30. nóv.
Sjálfstæðisfélögin „Landsmála-
félagið „Fram“ í Hafnarfirði og
Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessa
staðahrepps, munu efna til af-
mælisfagnaðar í tilefni af 50
ára afmæli fullveldis íslands
hinn 1. des. n.k.
Verður fuíllveldisfagnaðurinn,
sem jafnframt er árslhátíð félag-
anna, haldin lauigardaginn 30.
nóv. n.k. í samkomuhúsinu á
Garðahólti og hefst hann kl. 7
síðdegis.
Vandað verður til hátíðarinhar
á margan hátt og jafnframt
stefnt að því að aðgangseyri geti
orðið stillt mjög í hóf. Mun há-
tíðin hefjast að lokinni stuttri
kynning samfaomugesta með sam-
eiginlegu borðhaldi, flutt verð-
ur fullveldisræða í tilefni hins
merka afmælis. Skemmtiatrði
fara fram og að lofaum verður
dansað. Vinnur nefnd að undir-
búningi hátíðarinnar, sem nánar
verður auglýst síðar og er ráð-
gert að þátttöfaugjald verði sem
næst kr. 350.00.
Lét undirbúningsnefndin þess
getið sérstafalega að þar sem hús-
rými væri mjög takmarkað vaeri
þeim, sem áhuga hefðu á að
sækja hátíðina, ráðlagt að hafa
fyrrá fallið á að tryggj a ®ér
aðgang.