Morgunblaðið - 17.11.1968, Side 19

Morgunblaðið - 17.11.1968, Side 19
MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVBMBER 1968 19 ## Sæmundur á selnum #/ — gjöf trá Stúdentafé/agi Reykjavíkur AÐAIiFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn 26. okt. sl. Fráfarandi formaður, Ólafur Egilsson, lögfræðinigur, flutti skýrslu stjórnar og rakti starf- semi félagsins á liðnu starfsári. Að venju hélt félagið fullveld- Hörður Einarsson. isfagnað 30. nóvember og var hann að Hótel Sögu. Ólafur H. Ölafsson, læknir, flutti aðalræð- tina í hófinu, en auk þess voru flutt gamanmál eftir Gu'ðmund Sigurðsson, Kristinn Hallsson, óiperusöngvari söng, o.fl. var til skemmtunar. Þá var á vegum fé- lagsins útvarpað dagskrá 1. des- ember og flutti Pétur Thorsteins son, ambassador, þar erindi um Island á alþjóðavettvangL Almennir fundir voru haldnir fjórir. Á fyrsta fundinum ræddi próf. Guðlaugur Þorvaldsson um gengismál, þá fjölluðu þeir Sveinn Valfells, Sveinn Björns- son og Jón Hannibalsson um það, hvort verkföll væru úrelt, þriðji fundurinn fjallaði um EFTA og ísland og á þeim fjórða ræddu Ámi Grétar Finnsson og Ólafur Ragnar Grímsson um þjóðstjórn og lausn efnahagsvandans. Thyge Dahlgaard, fyrrv. mark- aðsmálaráðherra Dana, sótti fé- lagið heim. Á almennum fundi fjallaði hann um EFTA og Is- land en auk þess var haldin hringborðsráðstefna me'ð fulltrú- um ýmissa hagsmunasamtaka og hugsanlega aðild íslands að sam- tökunum. Kvöldvökur voru haldnar tvær, Þrettándavaka og Dymbil- vaka. Þá upplýsti formaður, að stytta Ásmundar ' Sveinssonar, Sæmundur á selnum, sem Stúdentafélag Reykjavíkur gaf Háskóla Islands á 50 ára afmæli skólans, væri komin til landsins, en sérstök nefnd á vegum félags ins undir stjóm Péturs Benedikts sonar, bankastjóra, hefur haft veg og vanda af því máli. Hefur Háskólinn að undanförnu haft í undirbúningi að koma styttunni upp fyrir framan háskólabygging una. Formaður minnti á, að nú væru aðeins 2 ár til 100 ára af- mælis félagsins og hvatti til á- framhaldandi eflingar þess. Að lokinni skýrslu formanns las gjaldkeri, Þór Guðmundsson, viskiptafræððingur, upp reikn- inga en síðan var gengið til stjómarkjörs. Stjóm Stúdentafélags Reykja- víkur skipa nú: Hörður Einarsson, lögfr., for- maður, Þór Guðmundsson, við- skiptafræðingur, varaformaður, Þorsteinn Geirsson, lögfræðingur, gjaldkeri, Skúli Pálsson, lögfræð ingur, ritari og Halldór Blöndal, kennari, meðstjómandi. I vara- stjórn eiga sæti: Eiður Guðnason, Jón Þ. Hallgrímsson, Böðvar Bragason, Marinó Þorsteinsson og Magnús Gunnarsson. Hin nýkjöma stjóm hefur þeg ar hafið undirbúning a'ð hefð- þundnum fullveldisfagnaði. Af sérstökum ástæðum verður hann að þessu sinni haldinn 29. nóvem ber n.k. og verður á Hótel Sögu. (Frá stjórn S. R.) NÝ SENDING lo Öbrydda ðar hettukápur mjög hagstætt verð. EINNIG pelsar í mörgum gerðum. KÁPU- OG DÖMUBÚÐIN, Laugavegi 46. Til leigu er rúmgóð 4ra herb. íbúð í Vesturbænum. íbúðin er nýstandsett. «, Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Rúmgóð — 6650“. tfarltíiarkuriir IMIMI ÚTI BÍLSKIJRS SVAL4 HURÐIR Jhthi- tr Htikuriit' h 1 1 : 1 s mm 1 8 I 1 M I gm t. □. VILHJALMSSON RANARGÖTU 12. BÍMI 19669 „Sætnundur á Selnum.' MJÖC ODYRAR VANDAÐAR O&j/UljfrUCL, FERDARITVELAR * í SKÓLANN * Á HEIMILIÐ * Á VINNUSTAÐ Ólafur Císlason & Co. h.f. Ingólfsstrœti la — Sími 1-83-70 Vöruskemmon Grettisgötu 2 Höfum tekið upp mikið úrval af kventöskum. Nælonsokkar kr. 15.—, krepesokkar kr. 25.—, nærföt kr. 30.—, barna- greiðslusloppar nælon kr. 295.—, barnakjólar kr. 50.—, bama- smekkir kr. 25.—, slæður kr. 45.—, krepsokkar herra kr. 35.—, peysur frá kr. 190.—, svæfilsver kr. 35.—, barnagolft.reyjur kr. 230.—, 8 litir, drengjagallabuxur kr. 120.—, náttföt kr. 110.—, drengjanærbuxur þykkar kr. 65.—, Shetlandsullarpeysur kr. 495.—. Leikfangadeild á III. hæð. Skór á II. hæð. Snyrtivörur á II. hæð. Vöruskemmun Grettisgötu 2 Klappars t ígs megin. Y0K0HAMA SNJÓHJÓLBARÐAR Seljum eftirtaldar stærðir á gamla verðinu meðan birgðir endast. Verð með ísnöglum. 520x10 1593.—, 520x12 1608.—, 600x12 1700.—, 145x13 1904.—, 520x13 1767.—, 590x13 2192.—, 700x13 2452.—, 560x14 2058.—, 700x14 2554.—, 640x14 2245.—,640x15 2278.—, 670x15 2407.—. Einnig nokkrar stærðir af sumardekkjum á gamla verðinu. Jeppadekk án ísnagla 600x16 2087.—, 650x16 2360.—, 700x16 2968.— Bætum ísnöglum í notuð snjódekk. — Önnumst allar hjólbarðaviðgerðir. OPIÐ TIL KL. 4 í DAG SUNNUDAG. Hjólbarðaverkstœði Sigurjóns Císlasonar Laugavegi 171, ekið inn frá Ilátúni — Súni 15508.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.